Morgunblaðið - 05.12.1915, Side 2

Morgunblaðið - 05.12.1915, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ H. P. Duus A-deild mælir með hinum miklu birgðum sínum af ág-ætum Jólagjöfum. Verzl. Edinborg Jiafnarsíræíi H. Nýkomnar vörur. Barnaskólinn. Hvað við höfum vanrækt og hvað við þurfum að gera. Ræða Magnusar Hefgasonar bæjarfulltrúa við 2. umr. fjárhagsáætlunarinnar. Eg hefi í hyggju að fara fram á breytingu á fjárupphæð þeirri, sem ætluð er barnaskólanum — breyt- ingu til hækkunar. Veit eg að það lætur ekki vel 1 eyrum. Mörgum þykir upphæðin, sem honum er ætl- uð, þegar fullhá, en bærinn má gjarna heyra það nú þegar, að hann verður bráðum að gefa betri svör og leggja miklu meira fé fram til skólans. — Skólahúsið er þegar orðið of lítið, þrengslin svo mikil, að þau standa skólanum fyrir þrifum, og enginn kostur að taka í hann fleiri börn en eru, en þó væri nauðsyn á því. Eg sé ekki betur en að mjög bráðlega verði um þá tvo kosti að velja, að byggja nýtt barnaskólahús í viðbót, eða þá hitt, sem margan mun ekki síður óa við, að gera skólann að »annars dags« skóla, þ. e. a. s. láta börnin ganga í skólann, einungis annanhvern dag. En um þetta er ekki að ræða nú, og skal eg því ekki orðlengja um það, heldur snúa mér að því, sem fyrir liggur, skól- anum, sem er, og verður að duga næsta fjárhagsár. Þegar skólanefndin samdi tillögur sinar um fjárveitingu til skólans, var það einkum þrent, er hún taldi nauð- synlegt að veita skólanum fé til, um það fram, sem venja hefir verið: Tannlakmn^ar, böð og heill hópur jastra kennara, er geti gefið sig alla við skólanum. Læknir skólans hefir ritað rækilega skýrslu um heilsufar barnanna. Þar telur hann mesta nauðsyn, að tannlæknir sé ráðinn til að athuga og gera við terrnur barnanna, og lét eg mér vel skiljast, að svo sé. Sama er að segja um böðin. Margir telja það hneiksli, að þau skuli enn vanta, og senni- lega er það eins dæmi um svona stóran barnaskóla. Leikfimi, án baða á eftir, er talin viðsjárverð. Hé. er hún iðkuð með þeim hætti ár eftir ár. Nefndin vissi að útsvör mundu hækka gifurlega þetta ár, og hugði þvi ráð að fara vægilega i fjárbeiðsl- ur. Varð það ofan á að reyna i þetta sinn einungis að fá föstum kennurum fjölgað og laun þeirra bætl Htið eitt. Þetta taldi hún skól- anum svo nauðsynlegt, að ekki mætti dragast að fara fram á það, þrátt fyrir hækkun útsvaranua. Það þykir mikil upphæð, sem ætluð er til skólans nú, 45.100. En það er eftir þvi hvernig á það er litið. 1100—1200 börnum er lika mikill hópur, og verður varla metinn til peninga. TiðurogDúnn gufuhreinsað, lyktarlaust. Tilbúinn Sængurfatnaður. Vefnaðarvörudeildin: Gardinutau, hv. og misl. Léreft, bl. og óbl. Silki Cheviot Borðdúkar frd 2.25-18.50 llmvötn, margar teg. Mig hefir furðað á því siðan eg kom hér, hve köldu mér hefir fundist anda í garð barnaskólans og fé það eftir taiið, sem veitt er til hans. — Flestum þykir þó vænt um börnin sin, mörgum vænst um þau af öllu. Það væri undarlegt óeðli á þessum bæ, ef hann elskaði ekki börnin sín og léti sér ekki annast um uppeldi þeirra af öllu. Skólinn er aðalstofn- unin, sem á að hjálpa foreldrunum til að ala upp börnin sín, og liklega heldur enginn því fram, að vanþörf sé á þvi, heimiiin séu þar sjálfum sér nóg. Hver sem við þetta kann- ast, og það hygg eg að allir geri, hlýtur að finna til þess, hve afar- mikið er undir því komið fyrir bæ- Glervörudeildin: Glervarningur allskonar Bollapör, mikið úrval Diskar Þvotiastell Könnur G a s n e t Þvottabretti með gleri. inn, að skólinn sé sem beztur. — Hann er fjöregg bæjarins. Unga kynslóðin mótast þar. Hann hlýtur að valda mjög miklu um hugsunarhátt hennar, en hugsun- arhátturinn um athafnir hennar, og það hvorttveggja til samans, ræður síðan örlögum hennar og þessa bæjar. Það væri furðuleg skammsýni, að vilja ekki hlúa sem bezt að þessu fjör- eggi sinu. Það er áreiðanlegt, að slíkt hefnir sín, og það fyr en seinna. En hitt borgar sig, að gera skólann sem bezt úr garði. Avextir þess bregðast ekki heldur, þó að vera meigi, að þeir komi ekki eins brátt í Ijós, af því að jafnan er hægra að skemma en bæta, niða en prýða. ...........- -.......... —gg Nú má vera að einhver segi: Ekkl batnar skólinn þó að bætt sé niÐ hag kennaranna. Hugsast gæti, að það væri rétt sagt — ef kennararn' ir .væru tómir hirðuleysingjar, sem eingöngu hugsuðu um kaupið, en stæði á sama hvernig þeir ynnn fyrir þvi, eða á hinn bóginn. ef þeif væru gæddir þeim undramætti, að geta unnið jafnvel fyrir þvi, þó að þá skorti brýnustu nauðsynjar, við- nrværi handa sér og sínum, hvild, bækur o. fl, og væru þar að auki svo geðprúðir, að vinna með jafn-- ljúfu skapi og glöðu, þó að þeir viti að vinna sín sé lítils metin, vanþökkuð og launin eftir talin. Um geðprýðina skal eg ekkert dæma, en hitt þoriegafdráttarlaustað fortaka uiö bnrnaskólakennarana, og þáumleið að fullyrða, að ómögulegt er að bæta barnakensluna verulega, án þess að bæta kjör kennaranna. Vera má, að yfirstjórn skólans geti gert nokkr- ar breytingar til bóta á skólanum og fyrirkomulagi hans, en gagns- munir af þeim breytingum verða- æfinlega að mestu undir kennurun' um komnir. Þegar um barnakensln er að ræða, veltur æfinlega meira i þvi, hvernig er kent, heldur en hvað er kent. Skólinn fer eftir kennur- unum; verður góður eða lélegur eftir því, hvernig þeir eru. Við þurfum því um fram alt að fá að skólanum góða menn, ágætismeno, sem geta gefið sig alla við honutiv Til þess þarf að borga þeim svo vel, að þeir geti með sparsemi lifað af kaupi sínu, jafnvel þó að þeir séu ekki einhleypir, og helgað skól- anum alla vinnu sina og krafta, en neyðist ekki til, eins og nú, að horfa sí og æ um öxl eftir annari atvinnn til þess að geta dregið fram lífið. Kennarinn þarf að hafa tíma til að búa sig undir kensluna daglega, til að lesa og hugsa, ef hann á ekki að tréna og verða að þurrum fauski.- Hann þarf að vera glaður í bragði og fjörugur, meðan hann kennir,- en slikt hlýlur að vera afarörðugt manni, sem kafinn er i áhyggjum og sér ekki út úr vandræðunum, og ómögulegt til lengdar, ef hann þræl^ ar frá morgni til kvölds. Viðunan-" legt kaup hefir nú sem stendur ein- ungis einn eða i hæsta lagi tveií kennararnir að skó1astjóra meðtöld' um. Vitanlega má segja, að góðií kennarar hafi fengist fyrir það lág3 kaup, sem nú er goldið, ennþá einnig þess að gæta, að allar nauð' synjar hækka óðum í verði, og með hverju árinu opnast dugandismönO' um fleiri og fleiri leiðir, og flestaí arðvænlegri en kennarastaðan. Ofl ef nú samt sem áður bjóðast góðif menn til þeirrar stöðu, af því $ hugur þeirra hneigist að starf' inu, er þá nokkurt ráð í því, a^ láta þá búa við þá kosti, að þe*f geti ekki notið sín ? Þá nýtur skól' inn þeirra ekki heldur. Það w&lii líklega fá menn til kenslunnar fyrlf enn þá lægra kaup, ef haldið víeff undirboð á starfinu. En hver tnundl vilja hlita undirboði á uppeldi barns Frh. á bls. 7 Sifki í Kjóla, Blúsur, Svuntur og Slifsi, svört, hvit og mislit. Falleg röndótt svört silki, í svuntu 9.50. Bezta paysufatafilœói í bænum. Sv&rt Jfauel 1 káPur °a ,dragtir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.