Morgunblaðið - 05.12.1915, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Strandgötu. Beiðnum frá nokkrum
mönnum um lóðarútmœlingar var vía-
að til fasteignarnefndar.
Frá bæjarstjórnarfundi þriðju-
daginn 30. nóv. — Eftir beiðni Sigur-
bjargar Magnúsdóttur, ekkju Magnús-
ar Kristjánssonar, var samþykt að
fella burtu 10 kr. af útsvari þ. á. —
Einnig var felt burtu aukaútsvar Þor-
valdar Ni'elssonar, fyrir yfirstandandi
ár, samkvæmt beiðni hans.
»Víðir« fór í fyrradag á fiski-
veiðar.
— 1 gærkvöldi efndi kvenfólagið
»Kringurinn« til skemtunar. Pró. Har.
Níelsson hólt fyrirlestur og þotti vel
takast að vanda; ágóðanum er varið
til styrktar sjúklingum á Heilsuhæl-
inu —
1 samkepni ÉoV
Hentugasta nýtízku ritvélin nefnist
„Meteor“. Verð: einar 185 kr.
Upplýsingar og verðlisti með mynd-
urn i Lækjargötu 6 B.
Jóh. Ólatsson. Sími 520.
Niðursoðið kjöt
trá Beauvais
þykir bezt á terdalagi.
g Leverpostei [□]
— i ‘/« og V> pd- dósum er ■■■
tf\V bezt. — Heimtið þaðl Jpfj
e§][a=],I=si|gs
Capf. C. Troile
Skólastræti 4. Taisími 235.
Brunavátryggingar— Sjóvátryggingar
Stríðsvátryggingar.
Vátryggið í »General« fyrir eldsvoða
Umboðstn.
SIG. TH0R0DDSEN
Frlkirkjuv. 8. Talsimi 227. Heima 8—5
Srœnar Gaunir
irá Beauvais
eru ljúttengastar.
Geysir
Export-kafíi
er bezt.
Aðalumboðsmenn:
0, Johnson & Kaaber,
Alt sem að greftrun lýtur:
Líkkistur og Líkklæði
bezt hjá
Matthíasi Matthíassyní.
Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna,
fá skrautábreiðu lánaða ókeypis.
Sími 497.
Frímerki,
erlend og íslenzk
kaupir ætíð
J. Aall-Hansen.
Njja Iöunn
selur fataefni í smásölu og heilsölu,
kaupir vorull, haustull og gærur,
og rekur allskonar tóvinnu.
Saumur.
Eins og undanfarið tek eg að mér
allskonar saum
svo sem peysuföt, morgunkjóla
barnaföt o. fl.
Ragnhildur Magnúsdóttir,
Bergstaðastræti 52.
Sjúkrasaml. Reykjavíkur
veitir meðlimum sínum ókeypis lyf,
læknishjálp, spítalavist og dagpeninga
um langan tíma. Allir, sem geta,
ættu að ganga í það sem allra fyrst.
Tennur
eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir
tanngarðar og einstakar tennur
á Laugavegi 31, uppi.
Tennur dregnar út af lækni dag-
lega kl. ii—12 með eða án deyf-
ingar.
Viðtalstimi io—j.
Sophy Bjarnason.
Beauvais
Leverpostej
er bezt.
Húsbændur! Fyrsta verk yðar
sé, eftir að hafa tekið hjú, að láta
það ganga í Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
Það margborgar sig fyrir yður, þó
þér ættuð að borga kostnaðinn.
Meðalaskortur í Sviþjóð.
Mikið af þeim meðulum, sem not-
uð eru á Norðurlöndum, eru búin
til í Þýzkalandi. En Þjóðverjar þurfa
á öllu sínu að halda vegna þeirra
hundraða þúsunda af særðum og
veikum hermönnum, sem stjórnin
verður að sjá fyrir, og því hefir verið
hannaður útflutningur á flestum með-
ulum. í Svíþjóð kveður svo ramt
að meðalaskorti, út af þessu, að þar
hefir verið skipuð sérstök nefnd
lækna og vísindamanna, til þess að
reyna að ráða bót á þessu. Einnig
hafa Svíar farið þess á leit við þýzku
stjórnina, að hún leyfði útflutning á
þeim meðulum, sem mestur skort-
ur er á í Svíþjóð og þeir þurfa mest
á að halda.
Þjóðverjar um ófriðinn.
í »Berliner Tageblatt* 14. nóv.
er ritstjórnargrein um ófriðinn og
horfurnar. Af því að blað þetta er eitt
hið stærsta og víðlesnasta á Þýzka-
landi er rétt að geta þess hér hvernig
það lítur á ástandið.
í greininni segir m. a.:
— Það er nú komið fram yfir
þann tíma, sem búist var við að vér
hefðum gersigrað óvini vora. Siðan
hefir margt skeð á vígvellinum, vér
höfum unnið marga og mikla sigra,
en vér erum ekki hóti nær því tak-
marki, sem vér höfum sett oss. Vér
•
erum lítið nær takmarkinu, en vér
vorum í fyira. Franska ráðaneytið
hefir sett sér það takmark að mola
Þýzkaland í sundur. Asquith gat
þess í læðu nýlega að Bretar mundu
ekki slíðra sverð sitt fyr en þeir
hefðu brotið á bak aftur þýzka her-
valdið. Þannig er ástandið nú þeg-
ar veturinn fer í hönd og skamt er
til jóla. Það væri fásinna að taka
ekki tillit til þessa. —
Þannig farast blaðinu orð. Það
eru ekki allar greinafnar, sem i þýzku
blöðunum birtast, jafn blátt áfram.
fjóðverjar ætla að taka
Svartfjallaland líka.
Fregnir eru nú komnar fram um
það, að Þjóðverjar ætla ekki að láta
sér nægja að taka land Serba her-
skildi, heldur ætla þeir einnig að ná
undir sig öllu Svartfjallalandi. Er
ráðgert, að elta nú Serbaherinn, sem
flúið hefir til fjalla á landamærum
Svartfjallalands, og taka þá landið
þar fyrir vestan um leið.
í sambandi við þetta má geta
þess, að þegar hafa verið gerðar ráð-
stafanir til þess, að flytja stjórn Svart-
fjallalands frá Cettinje til Skutari.
Þjóðskáldið í erlendum
blöðum.
Attugasta afmælis þjóðskáldsins
Matthias Jochumssonar hefir verið
rækilega minst í erlendum blöðum.
Nafn hans er þekt — og kvæðin
hans líka — af öllum mentamönn-
um í Skandinaviu, og öll stærri og
merkari blöð þeirra þjóða fara hlýj-
um orðum um hann á 80. ársaf-
mælinu. Myndir af skáldinu fylgja
mörgum af greinunum. Flest blað-
anna segja að einkum sé mikið varið
i hinar ágætu þýðingar Matthíasar á,
Shakspeare, Byron, Björnson, Ibsen
og Drachmann.
Siglingar ítala.
Kafbátar Þjóðverja hafa við og við
sökt ítölskum kaupförum í Miðjarð-
arhafinu og siglingar til og frá Ítalíu
hafa ekki verið tryggar. Nú hefir
italska stjórnin ákveðið að láta her-
skip fylgja öllum itölskum skipum,
sem um Miðjarðarhafið sigla. Er
álitið að siglingarnar verði algerlega
öruggar með þessu.
Þektur ítalskur rithöfundur stakk
nýlega upp á því í blaði einu i Róma-
borg, að stjórnin skyldi taka hátt-
standandi herfanga austurríkska og
láta þá í lestina á skipunum. Ef
óvinakafbátur sökti skipinu, mundu
þeir auðvitað farast.
Þessari uppástungu svaraði ítalska
stjórnin á þá leið, að hún ætlaði sér
ekki að berjast með öðrum vopnum
en þeim, sem leyfileg væru sam-
kvæmt þjóðarréttinum.
Bng“in vegabróf.
Yfirvöldunum í Danmörku hefir
verið tilkynt að frá byrjun þessa
mánaðar gefi Þjóðvetjar engum þýzk-
um þegn vegabréf til ferðalags til
Danmerkur. Dönsku blöðin vita
ekki ástæðuna til þessa, eða hvort
það eigi að skiljast svo að öllum
Þjóðverjum hér eftir sé bannað að
ferðast til Danmerkur meðan á ófriðn-
um stendur.
Pýzk forðabúr á Krítey.
Nýlega hefir ltomist upp að Þjóð-
verjar höfðu búið sér út forðabúr
allmikil á grisku eynni Kritey í Mið-
jarðarhafinu. — Fundust þar vistir
miklar, sem ætlaðar voru þýzkum
og austurríkskum kafbátum.