Morgunblaðið - 25.06.1916, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.06.1916, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Jónsmessunóff í Svíþjóð. 24. júní er einhver hinn mesti þjóðhátiðardagur i Sviþjóð og haldinn hátíðlegur um land alt með mikilli viðhöfn. Þá er almennur hvíldardagur og sumrinu fagnað. Um kvöldið hefst þjóðdansinn með þeirri viðhöfn sem við á, og er það ótrúlegt, hvað Svíar halda mikilli trygð við hann. Flest hús í þorpum og sveitum eru skreytt lifandi trjágreinum, járnbrautarlestirnar likjast mest blómagarði, öll skip eru fánum skreytt og á stjórn- pöllum er blómsveigaskrúð. Margar gamlar hjátrúarkreddur lifa enn í landinu i sambandi við Jónsmessunótt. Til dæmis er það al- mannatrú, að finni yngismey níu tegundir blóma á Jónsmessunótt og leggi þau undir kodda sinn, þá dreymi hana mannsefnið sitt. En það eru einnig önnur ráð til þess fyrir ungu stúlkurnar að skygnast inn í framtiðina og vita hverjum þær muni giftast. T. d. eiga þær að taka lokk úr hári sinu, fara með hann út á víðavang, án þess nokkur viti og leggja hann þar undir torfu. Þrem dögum seinna eiga þær svo að sækja lokkinn aftur, og þá fer ekki hjá því, að þær hitti mannsefni sitt á heimleiðinni. Áður fyr vat það venja að binda vendi úr níu teg- undum blóma og hengja þá i loftið í húsum inni. Þeir blómvendir vörðu menn við gerningum og huldufólki. Sé dúkur breiddur i kirkjugarði og látinn liggja þar um nóttina og draga í sig dögg úr grasinu, er það óyggj- andi ráð gegn öllum sjúkdómum að vefja þeim dúki um menn, þegar þeir veikjast. Hér má á myndinni líta miðsumarsdansinn, eins og hann er dansaður enn i dag upp til sveita í Svíþjóð. Sagan af gimsteininum. (Eftir M. Pemberton. Lauslega þýdd). Ein hin snjöllustu fjársvik sem menn vita til að drýgð hafi verið, voru þau sem nú skal greina. Gimsteinasali einn í London átti meðal viðskiftavina sinna miljónara einn af háum stigum, sem hann mat mjög mikils. Dag einn kemur inn í búðina til hans greifi nokkur X. að nafni með meðmæli frá þessum miljónara og biður gimsteinasalann að útvega sér dý{an gimstein, sem hafði eitthvað sérlega merkilegt við sig, annaðhvort viðvíkjandi sögu uppruna eða öðru. — Það gerði ekkert til hvað hann kostaði. Gimsteinasalinn sýnir honum nú fegurstu gimsteina sína, og var þar á meðal einn mjög merkilegur, upp- runninn austan úr Asíu. Kostaði hann 80 þúsund krónur. Þarna var einmitt gimsteinn af því tagi sem greifanum líkaði, og sagði hann nú: — »Sendið þér hann til gisti- hallarinnar þar sem eg bý — en meðal annara orða — það væri þó enn betra ef þér gætuð útvegað mér annan eins til. Mundi eg þá með gleði borga 160 þúsund krónur fyrir báða. Gimsteinasalinn kvað það Iiklega ómögulegt að útvega annan gim- stein á við þennan, en ef það væri hægt, þá væru þeir til samans ekki 160 þúsund króna virði, heldur yrði að minsta kosti að gefa fyrir þá til samans 240 þúsund krónur. Greifinn kvað þetta iiklegt vera og afsakaði fákænsku sína. Kvaðst hann roeð gleði vilja láta 240 þús- un fyrir tvo slíka steina, ef til væru samkynja, því að þeir væru ætlaðir rússneskri prinsessu, sem ekki horfði svo mjög í verðið. Nú fór greifinn heim til sín, en gimsteinasalinn sendi honum þangað steininn samdægurs og án nokkurra umsvifa, en fór nú að hugsa um að spyrjast fyrir um hinn steininn. Nú hafa gimsteinasalar einlægt samtök sín á milii um að hjálpa hver öðrum um hinar og þessar út- veganir, og Mr. Streeter — það hét gimsteinasalinn fyrnefndi — auglýs- ir nú til verzlunarbræðra sinna eftir steininum, sem þeir fengu nákvæma lýsingu af. Kvaðst hann vera fús að gefa 120 þúsund krónur fyrir slikan stein ef hann fengist. Hann hugsaði sér nefnilega að leggja sem mesta áherzlu á að fá þennan stein; þótt hann græddi ekki neitt á hon- um, þá græddi hann þó nóg á þeim báðum til samans. Meðal þeirra sem lásu fyrirspurn- ina um steininn, var veðlánari einn í Strand-hverfinu í Lundúnum, og sér hann strax að þarna er lýsing á nákvæmlega samskonar gimstein sem hafði verið veðsettur hjá honum samdægurs fyrir að eins 2000 krónur. Nú fletti hann upp bókum sín- um og sá að greifi nokkur X. að nafni hafði veðsett steininn. Honum hafði verið boðið að fá meira út á hann, en hann hafði ekki kært sig um það, sagðist taka lánið að eins til bráðabigða, því að hann ætti bráð- lega von á peningum frá Vínar- borg. Veðlánarinn varð nú mjög ákafur að ná i þennan stein ef hægt væri, og það sem fyrst, áður en það yrði um seinan. — Hann varð því mjög glaður er greifinn kom inn í búð hans daginn eftir til þess að leysa út steininn. »Viljið þér ekki selja þennan stein,* spyr veðlánarinn. »Og það hefir mér nú eiginlega ekki dottið í hug,« segir greifinn svona út í bláinn. »En hvað mund- uð þér vilja gefa fyrir svona stein ?< »Eg mundi gefa 90 þúsund krón- ur fyrir hann.« »Það þykir mér heldur Iítið.« Nú þjörkuðu þeir um verðið fram og aftur og endirinn varð sá að veðlánarinn keypti steininn fyrir. 110 þúsund krónur og fór nú strax með hann til Mr. Streeters gim- steinasala, en því miður gat hann ekki keypt steininn því að hann sá strax að þetta var einmitt sami steinninn sem hann hafði selt X. greifa fyrir 80 þúsund krónnr, og sem hann þurfti að fá stein á móti. Síðar um daginn komu þessar 80 þúsund krónur til Mr. Streeters frá X. greifa sem borgun fyrir stein- inn, og hafði greifinn þó afgangs 30 þúsund krónnr, sem hann hafði grætt á því að selja hann veðlánar- anum. Hver gat nú lögsótt greifann? Ekki hafði Mr. Streeter tapað neinu á honum. Og ekki hafði greifinn beðið veðlánarann að kaupa steininn, heldur að eins látið undan þrábeiðni hars. Og þó var þetta nákvæmlega út- reiknað bragð hjá greifanum. Hann vissi að Mr. Streeter mundi aug- lýsa og bjóða eins hátt í steininn eins og hann gæti og að ef þessi veðlánari sæi ekki auglýsinguna, þá sá annar eða þriðji sem hann veð setti hjá. Veðsetningin var auðvitað einungis gerð til að fá nógu hátt boð í steininn hjá einhverjum veð- lánara, sem hefði séð auglýsingu Mr. Stieeters. Bandamenn hjá Saloniki. Síðustu erlendu blöð herma það, að bandamannaliðið, sem dvelur i Saloniki, sé við og við að gera smá- útrásir. Hafa þeir unnið óvinunum mikið tjón, en það er alment álitið, að bandamenn séu að undirbúa al- menna útrás og mikla sókn á hend- ur Búlgörum. Nýlega veittu bandamenn vatni á landið fyrir austan Vardarfljót til þess að gera Búlgörum og Þjóðverjum ókleifr að sækja á þar. Segja þýzk blöð að þeir hafi sökt 6 stórum borgum og drekt fjölda fólks. Aftur á móti tilkynna Frakkar, að þeir hafi séð fyrir því, að fólkið væri flutt burt úr borgunum áður et vatninu var veitt á landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.