Morgunblaðið - 25.06.1916, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
S
Fáninn.
Þióðsiður í Sviss.
Það er furðulegt, hvað sumir þjóðsiðir haldast lengi, þiátt fyrir allar framfarir og byltingar i heiminum.
En mismunandi er þetta í hinum ýmsu löndum. Bættar samgöngur og aukið viðskiftalíf drepur niður gamlar
venjur. — Myndin hér að ofan sýnir æfagamlan þjóðsið, sem er haldið við í Sviss. Það er hin svonefnda
»Alpabæn«. Á hverju kvöldi, meðan haft er í seli, fara fjárhirðarnir út með nokkurs konar lúður, eða kallara,
og hrópa í gegnum hann Aipabænina svo að undir tekur i fjöilunum. Þessi bæn er um það, að engin óhöpp
eða sjúkdómar grandi kvikfénaðinum. Þennan sið tóku menn upp fyrir mörgum öldum, þagar fénaðurinn hrundi:
niður úr drepsóttum, og hafa menn svo mikla trú á honum, að hann helzt enn i dag.
Skólabörn og kennarar í Hnifsdal
keyptu í vetur mynd prófessors Jón
Helgasonar af fána íslands. Var hún
sett í vandaða umgerð og síðan af-
hent skólanum að gjöf á skemtisam-
komu, sem þar var haldin á annan
i páskum. Við það tækifæri hélt
Valdimar Sigmundsson kennati ræðu
m. a. um isl. fánann. Hefir hann
sent Morgunbl. þann kafla ræð-
unnar til birtingar:
Annað erindi áttum við hingað.
Við höfum hér með-ferðis ofur-
lítinn grip, er við afhendum nú
barnaskóla Hnífsdals til eignar. Okk-
um er að vísu ljóst, að gripnr þessi
er ekki mikils virði, metinn til fjár.
En við gerum okkur von um, að
áhrif hans á hugi þeirra, er hér eiga
að starfa í nútíð og framtíð, verði
meiri en peningagildi hans.
í þeirri von höfum við til gjafar-
innar stofnað.
Hún er þetta.
Litið hér fána okkar, Islendinga.
Börnin góð!
Þið eruð uug, og það verða líka
eftirkomendur ykkar innan þessara
veggja. Þau og þið skiljið þó vel,
að það er óviðjafnanlega mikils virði
að eiga ættarland til að elska og
Starfa fyrir, að eiga tungu, sögu og
önnur einkenni sérstakrar þjóðar og
það þjóðar, sem er víðfræg fyrir
hreysti og hugdirfð, drengskap og
mannvit. Og þið skiljið meira. Þið
skiljið það líka, að fáninn, sem þarna
hangir, er einmitt sýnilegt tákn þess,
að við, sem fylkjum okkur um hann,
cram dætur og synir þessa lands,
íslands og þessarar þjóðar, islenzku
þjóðarinnar.
Hvernig fær þessi fáni verið slikt
tákn ?
Af því, að hann er ofinn úr feg-
urstu og mikilfenglegustu litunum
er einkenna föðurland okkar: loga-
bjarma eldfjallanna, trafhvítu jöklanna
og heiðbláma himinsins. Af því, að
i hvert skifti, sem við sjáum hann
blakta yfir höfðum okkar, hljótum
við að verða gripin af brennandi ást
til fósturjarðarinnar og taka hugfangin
undir kjörorð Fjölnismanna:
»Islendingar viijum við allir vera«.
Það er sagt, að rómverski keisar-
inn, Konstantínus mikli, hafi eitt
sinn fengið vitrun. Hann sá kross-
tnark á himni, og var á það ritað:
»Undir þessu merki skaltu sigur
vinna*.
íslenzka barn!
Finst þér ekki, er þú lítur þetta
krossmark, þennan islenzka fána,
Sem rödd hljómi í sálu þinni, er
endurtaki orð vitrunarinnar »Undir
Þessu merki skaltu sigur vinna.
^gur á öllu, er háir þér sjálfu,
PÍóðinni og landinu þroska. Sigur
? °l*u Ijótu og auðvirðilegu, bæði
^nra með þér og umhverfis þig.
!8ur á öllu tápleysi og athafnaskorti.
Sigur á óteljandi örðugleikum og
andstreymi. Sigur, sigur«.
Það getur verið, börn min, að í
hugum ykkar sé hljótt nú, að þið
heyrið þar ekkert þessu líkt. Þið
munuð þó áreiðanlega heyra það fyr
eða síðar og nær sem svo verður,
nær sem þessi orð hljóma í sál
ykkar, þá gefið í guðs bænum gaum
röddinni er þau mælir, því að hún er
af himni, er ættjarðarástin sjálf. En
ættjarðarástin er heilög, náskyld ást
barnsins til foreldranna cg öðru þvi,
sem göfugast er i eðli mannauna.
Þess vegnadáumst við að öllum,sem
hafa sýnt hana í verkinu. Þess vegna
eigum við að láta hana stjórna at-
höfnum sjálfra okkar. Þess vegna
eigum við að unna öllu, sem fær
vakið hana og glætt.
Þetta getur fáninn. Og hann gerir
það. er við minnumst þess öll, alt
frá æskuárunum til ellidaganna, að
sýna honum í orðum okkar og
verkum, sanna ást og sanna virðingu.
Það eru skyldurnar sem myndirt af
honum, sú er hér hangir, skal minna
þá á, sem andspænis henni sitja í
barnaskóla Hnífsdals.
»Hvernig getum við fullnægt þeim
skyldum?« spyrjið þið.
Slíkt er sjálfsagt mikið óbrotnara
og auðveldara en þið hyggið. Ti!
þess þarf það eitt, að þið vinnið
með dugnaði, alúð og samvizkusemi
hvert það starf, er þið eigið að inna
af hendi. Því að ef þið temjið ykkur
þá eiginleika strax í barnaskólan-
um, er cngin hætta á öðru, en að
þeir fylgi ykkur, þó honum sleppi
og starfssviðið stækki. Og því er
svo varið, að þessir eiginleikai,
svo hversdagslegir sem þeir munu
taldii, eru einmitt fjöregg framtíðar-
gæfu landsins okkar. Það fjöregg
er i höndum allra barna þess, jafnt
stúlkna sem drengja og »Fjal!konan
fríð« væntir þess með móðurlegu
trausti, að við gætum þess vel, en
látum okkur ekki verða sama óvitið
og tröllunum i æfintýrunum, er
höfðu íjöreggið sitt að leksoppi.
»Getur slíkt komið fyrir okkur?«
spyrjið þið.
Iá, það hefir hent marga. Og það
hendir enn hvern þann, er sýnir
alvöruleysi, tómlæti og ónytjungs-
skap i þeim störfum, sem hann á
að rækja, hvort sem það er í skól-
anum, fiskiróðrinum eða fjárleitunum;
hvoit sem það er við heyskapinn,
vegagerðina eða þingstörfin. í stuttu
máli, hver sem gleymir því, að sál-
argáfur, og líkamsþróttur eru ekki
hégómlegar skrautfjaðrir, sem nota
má að geðþótta hvers eins, heldur
eign fósturjarðarinnar, sem sett er á
vöxtu hjá handhafanum, hann geng-
ur í leik með tröllum og brýtur
fjöreggið, sem honum var trúað
fyrir.
En — eins og eg gat um áður
— með guðs hjálp og góðum vilja
getum við öll komist hjá þeirri fá-
sinnu.
Kæru börn 1
Nú eru það ykkur eldri menn,
sem bera merki fyrir þjóð okkar.
En — tíroinn fer geyst og áður en
vaiir eru það orðin þið, sem skipið
fylkingarbrjóstið. Byrjið nú strax:
að búa hug ykkar og hendur undir
þær stundir, svo að jafnan lyftist
þessi fáni hærra, þar sem þið gangið
fram merkisberar, hærra, hærra.
Byrjið nú straks að búa ykkur
undir þær stundir, svo þið getið þi
gripið þennan fána með þróttmiklum,.
þolgóðum framsóknarhug og djarfri
von. Von um, að það takist að
gera hann sjálfum ykkur og sam-
herjunum að siqurfána.
Þá mun guð gefa, að svo verði. •
Það er mælt að búlgarskir prestar
þjóni nú kirkjunum í þeim hlutæ
Serbíu, sem Búlgar r hafa á sinu
valdi.
1 miljón dala hefir Rochefeller-
sjóðurinn gefið til viðreisnar Serbíu,
Póllandi, Svartfjallalandi og Albaniu.
Stendur það fé á vöxtum þangað til
friður hefir verið saminn.
Von Kluck hershöfðingi er nú 70
ára gamall. Hann særðist i fyrra,
eins og kunnugt er, og er ekki enn
orðinn jafngóður. Hefir eigi tekist
að ná einu kúlubroti úr sárinu, en
þó er hann svo hraustur, að hann;
hefir tekið við herstjórn aftur.