Mosfellsblaðið - 01.09.1998, Blaðsíða 12

Mosfellsblaðið - 01.09.1998, Blaðsíða 12
Leiklistarskóli barna og unglinga Leikfélagið sýnir nú í september fjögur barna- leikrit. Þessar sýningar em afrakstur af leiklistar- skóla lýrir börn og unglinga sem starfræktur hefur verið í sumar. Leiðbeinandi í leiklistarskólanum er Bjarney Lúðvíksdóttir og leikstýrir hún jafnframt öllum sýningum.Þátttakendur em aldrinum 10-16 ára. Auk þess að leika hafa þau sjálf séð um öll þau störf sem inna þarf af hendi í leikfélagi, svo sem leikmynda- og búningavinnu,lýsingu og föðrun. Nú þegar hafa leikritin Galdrakarlinn í Oz og Mjallhvít og Dvergarnir sjö verið sýnd. Föstu- daghinn 18. september verður leikritið Töfra- sprotinn frumsýnt og 26. september Fríða og dýrið. Þetta er ný leikgerð sem Bjarney hefur unnið með krökkunum. Sýningar em á laugar- dögunt og sunnudögum kl. 15 og miðaverð er kr. 500. Vetrarstarf leikfélagsins hefst svo með félags- fundi í Bæjarleikhusinu 30. september. Þar verða kynnt verkefni vetrarins. Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja kynnast störfum leikfé- lagsins. Ólafur Skúlason t.h. og Guðmundur Bangf.m. rœða við stangveiðimenn. ■ r adri Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfda 2 S: 525-8000 www.ih.is Reynisvatn er í fallegu dalverpi skammt sunnan við Úlfarsá og tilheyrði Mosfellssveit á árum áður. Þar hefur Ólafur Skúlason í Laxalóni byggt upp mjög skemmti- lega aðstöðu og stöðvarstjóri hjá honum er Guðmund- ur Bang fríi Skógar- nesi í Mosfellsbæ. Þarna getur fólk veitt frá vatnsbakka eða bát, leigt stangir og fengið alla að- stoð. Hestaleiga er, dorgveiði gegn um ís að vetrarlagi og góð aðstaða fyrir grillveislur íyrir hópa og félög. Fjall- reftir býr á staðnum ásamt kanínu, vin- konu sinni og taka þau vel á móti gest- um, en sjónvarps- fólk frá BBC var ein- mitt að mynda þau skötuhjúin, er blaða- mann MB bar að, ásamt sjónvarpsfólki frá Stöð 2. Margar íjölskyldur úr Mosfellsbæ nota sér þessa aðstöðu til útivistar. Ólafur hóf starfsemi við Reynisvatn 1993 og komu þá 2.388 fiskar úr vatninu, 1994 8.530,1995 10.351,1996 14365,1997 16.566 og þetta ár eru kornnir um 20.000 silungar og unt 50 laxar. Refurinn og kanínan biia saman í fallegu einbýlishiísi. Á myndinni hér til hliðar er vop- naður ungverskur refur er réð sig í vinnu á Reynisvatnijónas Bjarnason refaskytta með íslenska heimarefinn í fanginu, en hann beit af hrœðslu við þann ungverska. Staðarhundar þoldu hann ekki heldur og hrökklaðisl ungverjinn tír vinnunni.

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.