Mosfellsblaðið - 01.09.1998, Blaðsíða 3

Mosfellsblaðið - 01.09.1998, Blaðsíða 3
Verulegur ágreiningur um ársreikninga 1997 og endurskoðanda bæjarins Mildð iim bókanir á átakaftindi m hái greiðslu- stofa í Mosfellsbæ Ný og glæsileg hárgreiðslustofa hef- ur verið opnuð við Háholt 14, sem ber nafnið Hárhús Önnu Silfú. Starfsmenn stofunnar eru Jónheiður Steindórsdóttir hársnyrtir, Ragnheið- ur Árney Gumiarsdóttir hársnyrtir, Anna Silfa Þorsteinsdóttir hársnyrtir, föðrunarleiðbeinandi og eigandi, El- ína Gróa Karlsdóttir förðunarfræð- ingur og Laufey Björk Sigurðardóttir förðunarfræðingur. Opið er 9-18 virka daga, nema þriðjudaga og fímmtudaga er opið lengur eða til kl. 20. Laugardaga er opið 9-13 og jafnvel lengur eftir þörfum. Einnig má geta þess að á sama stað er trégallerí Þórunnar Sverris- dóttur. I\ý snyrti- vöruverslun Fína, snyrtivöruverslunin opnaði 14. ágúst sl. í Mos- fellsbæ.Þar rná fá öil helstu snyrtivörumerkin og einnig undirfatnað o.fl. Opnunartíminn er frá 10 til 18 virka daga og laugardaga 10 til 14. Verulegur ágreiningur um ársreikninga bæjarins og stofnana hans kom frarn við síðari umræðu um reikningana. Fulltrúar meirililutans lögðu fram bókun um já- kvæða þróun í rekstri bæjarfélagsins. Þannig sýndu lykiltölur að jákvæð þróun er á milli áranna 1996 og 1997. Þá hefur rekstur málaflokka sem hlutfall af skatt- tekjum lækkað úr 78.8. % árið 1996 í 77,2% 1997 þrátt fyrir að umsvif bæjarins hafi aukist mikið rnilli ára með íúllri yíir- töku á rekstri grunnskólanna. Þá kemur fram að þróun nettóskulda bæjarins er einnig jákvæð en þær lækka á rnilli ára urn 4 þúsund krónur á íbúa. Hjá fulltrú- um meirihlutans kemur fram að löggiltir endurskoðendur bæjarins telja að vel og skipulega sé staðið að bókhaldsmálum og meðferð íjármuna sé í traustum og föstum skorðum. í bréfi kjörinna endur- skoðenda eru ekki gerðar athugasemdir við að sala hitaréttinda séu færðar í árs- lok 1997, þrátt fyrir að fulltrúar D-listans hafa haldið fram að hér sé um ólöglegan gjörning að ræða, en eins og staðfest er fór hin eiginlega sala ekki frarn fyrr en á þessu ári. Fulltrúi D-listans, Hákon Björnsson, gerði verulegar athugasemdir við árs- reikningana í ítarlegri bókun og óskaði jafnframt eftir því að þessi umræða um ársreikningana væri sú fyrri, en þessa til- lögu felldi meirihlutinn. í athugasemdum minnihlutans kemur m.a. fram að þeir telja að veltulilutfal bæjarsjóðs sé hátt vegna ómarkvissarar fjármálastjórnunar. Hana rnegi rekja til þess að bæjarsjóður hefur tekið lán til Iengri tíma til að fjár- magna slaka innheimtu á opinberum gjöldum og skammtíma kröfum. Óinn- heimt opinber gjöld eru í árslok 1997 36% hærri en óinnheimt opinber gjöld í árslok 1996. í öðru lagi eru óinnheimtar skammtíma kröfur 40 % hærri í árslok 1997 en í árslok 1996. Þá hefur bæjar- sjóður tekið lán til lengri tíma lil þess að lána sem skammtímalán til Atvinnuþró- unarsjóðs. Ekki verði séð að Atvinnuþró- unarsjóður greiði vexti af þessu láni. Þá mótmælir minnihlutinn þeim vinnu- brögðum að í ársuppgjöriAtvinnuþróun- arsjóðs fyrir 1997 er allur rekstur eign- færður samkvæmt ákvörðun endurskoð- anda og telur að endurskoðandi eigi ekki að hafa þetta vald. Þá telur minnihlutinn það athyglivert að í fyrirliggjandi ársreikningum hefur At- vinnuþróunarsjóður engar húsaleigutekj- ur þrátt fyrir að bókasafnið hafi haft afnot af húsnæðinu 1997 og að Atvinnuþróun- arsjóður er eigandi alls þess húsnæðis í Kjarna sem Mosfellsbær hefur afnot af. í stað þess að hafa tekjur af útleigu til safnsins er verið að eignfæra upphæðir sem eru raunverulegur rekstrarkostnaður bókasafnsins, sent sé í fyllsta máta óeðli- legt og aðeins gert til að sýna betri rekstr- arafkomu bæjarsjóðs. Þá telur minnihlutinn það fráleitt að bókfæra viðskipti sem eiga sér stað í apr- Í1 1998 á árið 1997 þ.e. sala á hitaveitu- réttindum og mótmælir þeirri reiknings- skilaaðferð og spyr hvort slík vinnubrögð hafi verið viðhöfð við aðrar færslur. Þá lögðu fulltrúar D-listans frarn eftirfarandi bókun: „í ljósi þeirra vinnubragða sem fram koma í framlögðum reikningum Mosfells- bæjr og stofnana hans fyrir árið 1997 bera fulltniar D-listans ekki traust til nú- verandi endurskoðanda bæjarins. Mjög mikilvægt er að allir bæjaríúlltrúar geti treyst því að framsetning ársreikninga Mosfellsbæjar sé ekki lituð af pólitískum hagsmunum meirihluta bæjarstjórnar á hverjum tíma. í ljósi þess samþykkir bæj- arstjórn að segja upp samningi við endur- skoðunarfyrinækið Coopers og Lybrand og ráða nýtt endurskoðunarfyrirtæki til starfans." Tillaga þessi var felld með fjónim at- kvæðum gegn þremur auk þess sem meirihlutinn lét bóka eftirfarandi: „í ljósi þess að um mjög alvarlegar ásakanir er að ræða sem meirihlutinn telur að ekki eigi við rök að styðjast og einnig sé rétt að benda á að uppgjörið er staðfest af kjörn- um endurskoðendum.leggja G-og B-listar til að tillagan verði felld. Minnihlutinn mótmælti þessari afgreiðslu meirihlutans með bókun þar sem kemur fram að það sé óásættanlegt að endurskoðandi bæjar- ins njóti ekki fulls traust allra bæjarfull- trúa. Við höfðum samband við Rögnvald Pálmason en hann sér um sölu- og markaðsmál ásamt því að sitja i rallybíl og spurð- um hann frétta af rekstri Sigurplasts lif. í lok síðasta árs keypti Sigurplast hf. öll hlutabréf Dósagerð- arinnar hí. sem rekin hefur verið í Kópavogi í áratugi.Við það jókst veltan um liðlega 100 milljónir króna. Núna í sumar var svo lokið við að flytja framleiðsluvélar Dósagerðarinnar í hús- næði Sigurplasts og fór ffamleiðslan vel af stað. Við þessa breytingu skapast 3 til 4 störf. Sögu Dósagerðarinnar má rekja allt til ársins 1937 og er framleiðslan í dag ntálningardósir og brúsar fyrir málningar- verksmiðjurnar í landinu. Aðal framleiðslan er þó fyrir Ora, en grænu baunirnar og fiskibollurnar og svo margt annað sem fólk hefur haft á borðum sínum í áratugi er í dósum frá Sig- urplasti hf. í dag. Þröngt mega sáttir sitja segir Rögnvaldur að lokum en þrengsli eru veruleg í húsakynnum Sigurplasts viðVöluteiginn en stefnt er að stækkun á nýju ári. Sigurplast * ::::: helming llwslellsblaðið Q

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.