Mosfellsblaðið - 01.09.1998, Blaðsíða 8
Miklar
Iram-
kvæmdi
í Mos-
fellsbæ
Skeiðholt, séðfrá Þverholti. 35 knu hámarkshraði til norðurs, en btllinn sem kemur á móti má aka á 50 knu
hraða.
Hafravatnstorg á VesturlandsvegL
Gífurlegar framkvæmdir hafa verið í Mosfellsbæ undanfarna mánuði, m.a. á sviði vega- og
gatnagerðar, línulagna og hitaveitulagna. Hæst ber færslu Vesturlandsvegar með nýjum torg-
um, göngubrú og undirgöngum. Miidar breytingar eru á tengingum við bæinn og er vonandi
að það verði til hagræðingar og öryggis fyrir bæjarbúa og aðra vegfarendur. Þó eru hnökrar,
sem þarf að laga, bæði varðandi yfírborðsmerkingar og aksturslag fólks. Ökumenn sem
koma úr Reykjavík að Langatanga og ætla áfram norður, fara of rnargir í innri hring, enda rná
segja að þeir séu leiddir þangað með afdráttarlausri merkingu með brotinni deililínu.
Hins vegar virða sumir ökumenn ektí línurnar, aka yfir þær án tillits til ökutækja á næstu
aktrein. Þetta stendur þó vonandi til bóta og ökumenn læra á torgin og nota ektí aðeins
innri hring, heldur þann ytri þegar það á við og nota stefnuljós til vinstri þegar farið er frarn-
hjá gatnamótum. - Margir gera athugasemd við hina miklu hæð á Hafravatnstorginu, sem er
ektí alveg stíljanlegt fyrirbæri og hugsanlega veldur truflunum vegna hamlaðs útsýnis. -
Einnig er stútarnir að torginu á Hafravatnsvegi frá austri og vestri furðulegir, því hann tekur
tæplega tvo bíla á breiddina, staðinn fyrir að vera byggðir og merktir imi sem tvær akreinar.
Afar mikilvægt er að allar tengingar inn í bæinn og út úr honum verði sem auðskildastar
og öryggi haft í fyrirrúmi.-Jafnframt búa hverfín mörg hver við rangar og ófullnægjandi um-
ferðarmerkingar, sem bæjaryfirvöld verða að taka á. Niður Langatanga er leyfður 35 km. há-
markshraði, en 50 inni í íbúðahverfunum.Við Leirutanga er bannað að leggja, en gul óbrot-
in lína á götukanti bannar að stöðva.Á Skeiðholti má aka á 35 km. hraða í aðra áttina en 50
í hina. Ennfremur er verulegt tíúður með bráðabirgðafyrirkomulag á afleggjara að Lága-
fellstírkju og ekki skyldi haldið við upphaflegt plan, að afleggjarinn kæmi frá hringtorgi.
Margt annað má telja upp sem varðar öryggi og sanngirni, enda hefur heyrst að einhverjir
íbúar hyggi á undirskriftasöfnun vegna ófullnægjandi ástands í umferðarmálum, eina ferðina
enn.
Gylfi Guðjónsson.
RÉTTINGAR
VIÐGERÐIR
BÍLAMÁLUN
YFIRBYGGINGAR
Flugumýri 20
270 Mosfellsbæ
20 ára
Sími: 566 8200/566 8201
Fax: 566 8202
BÍLASMIÐJAN HF
0 MosfcllNhlaðið
UAfBI leigir
Hiégarð
Kvikmyndafélagið Urnbi hefur fengið leigðan hluta
;if efri hæð Hlégarðs tfí 1. febrúar 1999 vegna kvik-
myndarinnar „Ungfrúin góða og húsið“.Um er að ræða
tímabundna leigu, en enn liggur ekki fýrir hvað gera á
við húsnæðið. Ljóst er þó að gera verður tillögu um
hvernig er best að nýta húsnæðið.
Félagsvtst
Kiwanistíúbburinn Geysir heldur félagsvist flest
föstudagskvöld í vetur.
Fyrst verður haldin fjögurni kvölda keppni um
Kiwanisbikarimi, sem hefst föstudagskvöldið 2.
október kl. 20:30 í Kiwanishúsinu við Köldukvísl.
Góð verðlaun, spilastjóri verður Frímann Lúð-
víksson.