Mosfellsblaðið - 01.09.1998, Blaðsíða 5

Mosfellsblaðið - 01.09.1998, Blaðsíða 5
Verkefiii á Iríimlaæiml- arsilðl hjá Mosfellsbæ Blaðið hafði samband við Tryggva Jónsson bæjarverkfræðing; og innti hann frétta um hvað væri helst á döfinni hjá Mosfellsbæ á framkvæmdasviði: • Viðbyggingu við Varmárskóla og end- urbótum á vesturálmu eldra húsnæð- is með það að markmiði að nýtast bet- ur fyrir einsetin skóla og er áætlað að þeim framkvæmdum með frágangi að utan ljúki á næsta ári. Alls fjölgar við þessar framkvæmdir um átta skóla- stofur auk þess sem sérgreinastofur færst inn í skólann. • Lóðagerð við leikskólann Hlaðhamra og er gert ráð fyrir því að framkvæmd- unt ljúki á næsta ári. • Nýtt íþróttahús við Varmá og verður það tekið i notkun í október á þessu ári. Lóðarfrágangur bíður. • Færsla Vesturlandsvegar með tillieyr- andi breytingum á innanbæjar tengin- um sem verða þess valdandi að Há- holtið í núverandi rnynd leggst af og breyting verður á vegtenginu að tón- listarskólanum. • Öðrum áfanga Borgarholtsskóla í Strikaður út í síðustu bæjarstjórnarkosningum var nokkuð um útstrikanir á fram- bjóðendum. í oddaaðstöðu þar mun hafa verið Þrösttir Karlsson, oddviti B-lista með flestar útstrikanir, þannig að margir bæjarbúar virðast ekki hafa traust á þeim manni. Grafarvogi en hlutur Mosfellsbæjar í honum er 12%. • Gatna- og lagnaframkvæmdir við Hulduhlíð og í Höfðahverfi á Vestur- svæði. Verið er að útlfiuta lóðum í því hverfi á næstu vikum og verður það byggingarhæft í áföngum á næstu ámm. í surnar hefur verið unnið við malbikun gatna og eldri götur yfir- lagðar eins og undanfarinn ár. Varmá og Kaldakvísl hafa verið þveraðar þannig að nú er komin heilsárs göngu- og reiðstígur að Tungubökk- um frá hesthúsahverfinu. • Hitaveita Reykjavíkur vinnur að lagn- ingu Mosfellsbæjaræðar sem tekur við af gamla stokknum sem aðalæð Hita- veitu Mosfellsbæjar og verður þeim framkvæmdum lokið nú í haust. Gamli stokkurinn verður fjarðlægður á næsta ári. • Einnig vinnur Hitaveita Reykjavíkur að því að leggja nýja aðalæð frá dælu- stöðinni við Reyki að hitaveitutönk- unum í Grafarvogi um Skarhólabraut. • Rafmagnsveita Reykjavíkur vinnur að því að leggja Nesjavallalínu og streng frá Nesjavöllum í tengivirki við Korpu. Verklok em áætluð í nóvem- ber nú í haust. Þessum framkvæmd- um hefur fylgt vemlegt rask og nokk- ur óþægindi fýrir íbúana en þessar framkvæmdir eru þó til langs tíma íbúunum til hagsbóta og mun frá- gangur verða eins og best er á kosið að verki loknu. Þannig mun í fvllingu tímans koma göngu- og hjólastígur til Reykjavíkur í tengslum við aðalæð HR frá Reykjum svo og með Þingvallaveg- inum. Hér mrí sjrí torgið í Kjarna, sem erfyrirhngað markaðssvœðú Markaður í Iijama Fyrstu vikuna í september vom haldnir haust-dagar í Kjarna og vom íjölmargir aðilar á markaðssvæðinu á 1. hæðinni með sölubása sína og vömr. Má þar nefna grænmeti frá Reykjum,fatnað frá Spori í rétta átt,hand- verk og listmuni frá Halldóri Sigurðssyni, Gréta Berg með andlitsmyndir, Lára Haraldsdóttir með handmálað postulín og handprjónavömr, Svava og Sigtryggur frá Víðigerði í Mosfellsdal prjónuðu á staðnum og driipu tímann, eldri borgarar með sitt handverk, ung stúlka með skartgripi, íþróttastarfsemi bæjarins kynnt, krakk- ar koniu með föndrið sitt og föndmðu á staðnum o.fl. o.fl. Hildur Einarsdóttir er framkvæmdastjóri rekstrarfé- lags Kjarna og bar hún hitann og þungann af þessari tilraun, sem tókst mjög vel. Hiklur sagði að torgið í Kjarna væri opið alla daga þeirn sem vildu selja varn- ing sinn þar, nánast hverju nafni sem hann nefndist, ennfremur stæði fólki til boða að halda námskeið þar að kvöldlagi. - Framvegis er ákveðið að hafá markað á löngum laugardegi þriðju hverja viku að sögn Ilildar, og verður það auglýst nánar. Þar má segja að sé kont- ið stórt tækifæri til að upplifa skemmtilega torg-versl- unarmenningu eins og gerist víða erlendis og reyndar hérlendis að einhverju ntarki. Vonandi nýta bæði fólk og fyrirtæki sér þennan möguleika nú á komandi vetri og er vinsamlega bent á að hafa samband við Hildi Ein- arsdóttur í síma 8997852 fyrir þá sem vilja tryggja sér aðstöðu í tíma. Moslcllsblaðið Q

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.