Morgunblaðið - 07.04.1917, Page 3

Morgunblaðið - 07.04.1917, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ »<iNOT!Ð AÐ EINS—« © Þar sem 5unlight sápan er fulikomlega hrein og ómenguð, þá er hún sú eina sápa, sem óhætt er að þvo úr fina knipplinga annað lín. J2®iga 1—2 herbergi ásamt litilli geymsln, óskast á leigu frá 14. maí. Kristinn Thorlacius, Þinghoitsstrssti 21. Sími 126. Petrograd i hættu, Fyrirætlanir Hindenburgs. Njósnarar i Petrograd. Síðustu erlend blöð, sem Morg- unblaðinu hafa borist, herma það, að Hindenburg muni hafa lagt ráðin á um það áður en stjórn- byltingin varð i Rússlandi, að gera harða hríð að Rússum í vor og ná Petrograd. Rússar sjálfir eru ekki í nein- um efa um það, að þettasé rétt, því að hinn nýi hermálaráð- herra hefir gefið út svolátandi tilkynningu, dagsetta 24. marz: Höfuðborgin er í hættu. Á norðurvigstötðvunum draga óvin- irnir daglega saman nýtt her- lið, hergögn og vistir. í Petrograd og umhverfi henn- ar úir og grúir af þýzkutn njósn- urum, og það er brýn þörf því, að hafist sé handa gegn þeim. I>að er samt sem áður eigi hlaup- ið að því að þekkja njósnarana, því að þeir hafa tekið á sig alls- konar gerfi og eru allsstaðar að verki, bæði meðal æðri og lægri. Það er því eigi um annað gera en að leita þá uppi með njósn- um. Hermenn og borgarar, verið var- ir um yður! Hættan er mikil. Gætið þess að rugla eigi saman njósnurum stjórnarinnar og njósn- urum Þjóðverja. í höndum yðar allra liggur framtíðarfrelsi landsins. Óvinirn- ir eru að reyna að koma inn sundurlypdi meðal rússnesku hermannanna. Og í vor mun hoti þeirra losna og ógna höfuð- ^orginni. — — Hermálaritari brezka blaðsins *E>aily Dispatch« ritar hinn 29. -•harz um sóknina á hendur Rúss- um og segir svo meðal annars, að það séu þrjár borgir, sem Þjóðverjum leiki hugur á að ná: .París, Calais og Petrograd. Til Calais eru 30 milur (enskar), 50 mílur til Parísar (áður en undanhaldið hófst) en 300 mílur til Petrograd. En það er ekki vegalendin, sem mestu varðar. Hitt er meira um vert hvað veg- urinn er greiðfær. Og það er ó- líku saman að jafna, þeim örðug- leikum sem eru á því, að kom- ast til frönsku borganna, eða höfuðborgar Rússa. Sóknarher verður að hafa ein- hverja yfirburði framyfir óvini sína. Þjóðverjar hafa enga yfir- burði framyfir her bandamanna að vestan. En þeir hafa þrjá yfir- burði yfir Rússa og þá eigi litla: betri járnbrautir, meiri hergögn, og öflugri fiota. Vegna járnbrautanna getur Hindenburg dregið mikið lið sam- an í skyndi í einn stað og ráðist á Rússa með ofurefli liðs. Með betri hergögnum getur hann rof- ið hinar ramgerðustu stöðvar Rússa. Og í þriðja lagi getur hann komist á bak Rússum, með því að setja lið á land fyrir norðan þá, annaðhvort hjá Riga-flóa eða Helsingjabotni. Þjóðverjar hafa þess vegna miklu meiri líkur til þess að sigra að austanverðu heldur en í Frakklandi. Þeir geta eigi átt þess neina von, að koma brezka flotanum fyrir kattarnef, en það getur verið að þeim takist að eyða hinurn litla rússneska fiota og leysa þannig Eystrasalts-strend- ur sínar úr allri hættu og geta um leið sameinað • Eystrasalts- flota sinn Norðursjávar-flotanum. En það er fleira, sem hór kem- ur til greina. Éf Þjóðverjum tæk- ist að ná Petrograd, þá væru aliar hinar miklu hergagnaveik- smiðjur Rússa í hættu staddar og járnbrautunum norður til Ar- kangelsk og Alexandrovsk næðu Þjóðverjar þá á sitt vald. En þegar Rússar hefðu mist þær, væru allar samgöngur þeirra við umheiminn slitnar, nema Síberíu- brautin. Þess vegna væri Rússum þá lokið. Hermálaritarinn hyggur að Hindenburg muni byrja á því að gera harða hríð að miðri herlínu Rússa, þar sem mætast herir þeirra Lichizky og Russky. Hindenburg muni svo reyna að ná stöðvum Rússa hjá Vínu og Vínuborg sjálfri með því að sækja fram til Minsk. Síðan muni hann sækja norður yfir Vínu og jafn- framt setja herlið á land að baki Rússum. Skii á biöðum. Það vill ganga illa að hafa útbnrð blaða og bréfa hér í bænum í reglu. Og viðtakendur kvarta, sem von- legt er, og strákunutn, sem bera út, oftast kent um vanskilin. En fólk á hér einnig nokkra sök á. Það er oft, sem komið er að luktum dyrum með blöðin, Qg er þeim þá smeygt undir burðarlás, en þaðan glatast þau á ýmsan hátt. Margir kvarta undan því, að Morg- unblaðið komi seint í húsin á morgn- ana, en í raun og veru er svo ástatt, að ef blaðið er borið snemma út, komast drengirnir ekki inn í húsin vegna þess að þau eru læst. Ur þessu mætti bæta með því að húseigendur alment settu bréfa- kassa á húsdýrnar eða rifa í hurð- ina bjá sér. Það mundi stórum bæta fyrir útburðinum og gera létt- ari skil á blöðum. Og kostnaður við þetta yrði hverfandi móti hag- ræðinu, sem yrði að þessu. Aðgöngumiðasala Leikfélagsins. Eins og flestum mun kunnugt var »Nýársnóttin« sýnd í 50. sinn á sunnudaginn var. Mörgum lék hugur á að komast i leikhúsið ein- mitt þetta kvöld, bæði sér til skemt- unar og til þess að heiðra skáldið. )eg gerði tiiraun til að panta að- göngumiða, en fekk það svar að pöntunum væri ekki tekið á móti, en sala aðgöngumiða byrjaði kl. 10 árd. daginn áður en leikið yrði. Sá sem eg sendi ofan í Iðnó, kom þangað nokkrum mínútum fyrir til- settan tíma og var sá fyrsti sem bað um aðgöngumiða, þegar salan byrjaði, kl. 10. Sæti á góðum stað í leikhúsinu var þó ekki unt að íá því alt var uppseltfrá^.— n.bekks, nema örfá sæti á 4. bekk. Með öðrum orðum: áður en salan hefst opinberlega, er félagið búið að sdja öll betri sæti leikhússins. Fróðlegt vajri að vita hvort það er neð sam- þykki félagsstjórnarinnar að svona- löguð launsala fer fram. Eiga ekki allir jafnan rétt á aðgöngumiðum leikfélagsins ? Eða er það tiiætlan Það var leikinn valz eftir Strauss og innan úr danzsalnum kvað við kliður af hlátri, samræðum, skrjáfi í silkikjólum kvenanna og hinu reglubundna fótataki þeirra, sem danz* inn stigu. Hertoginn kom eigi þeg- ar auga á konu sína. Hann hallaði sér upp að myndastyttu gyðjunnar Hebe og skygndist um meðal þeirra sem dönzuðu, en hann sá hana hvergi. Að Jokum fór að þynnast á gólfinu og þá sá hann hvar hún stóð og talaði við rússneskan prins. Gimsteinar hennar glóðu með öllum regnbogans litum og hún var eins og drotning á að líta. Og þetta var Naomi — hin litla og grahn- vaxna Naomi, sem hann hafði elsk- að og gengið að eiga! Það var næst* am ótrúlegt. Nei, þessar tvær konur, Naomi og Miss Glinton, voru ekki líkar. Miss — 482 — 3 Saumuð eftir nákvæmu máli. Sömu- leiðis ætíð fyrirliggjandi ti'.búin líf- stykki. Hittist kl. n—7 í’ Póstbússtræti 13, Elísabet Kristjánsdóttir, félagsins í framtiðinni að útiloka þá frá góðum sætum í leikhúsÍDU, sem ekki hafa nógu góð »sambönd« til þess að utvega sér aðgöngumiða, áður en saian byrjar opinberlega? y G. C. Kol Frakka. Svo sera kunnugt er, er það aðallega kolaskortur, sem hefir þrengt að frönsku þjóðinni í vet- ur. Og það lítið, sem fékst af eldsueyti, var svo dýrt, að al- menningur hafði eigi efni á að kaupa það. M. Herriot samgöngu- málaráðherra, hefir skýrt svo frá því hvernig á þessu standi. Þjóðverjar hafa nú á sínu valdi helming allra kolanáma í Frakk- landi. Áður en stríðið hófst, eyddu Frakkar 60 milj. smálesta af kol- um á ári og af því fluttu þeir inn þriðjungin. Nú framleiða þeir sjálfir eigi meira en 20milj, smá- lesta af kolurn og flytja inn 24 milj. smál. Þeir verða því að komast af með 44 milj. smálesta í stað 60 milj. smál. á friðartím- um. Sézt það bezt hvað þetta verður ófullnægjandi þegar þess er gætt, hvílíkum óstjórnum er eytt af kolum til hergagnafram- leiðslu fram yfir það, sem er á friðartimum. í sambandi við þetta má og geta þess, að Þjóðvérjar framleiða 328.000 smál. af kol- um á hverjum degi. Glinton var bæði bærri og miklu holdugri, hár hennar var dekkra og andlitsdrættirnir reglulegii. En þeg- ar hertoginu virti hana betur fyrir sér, þá fanst honum þó sem hann kannaðist við svip þann, er hann hafði einu sinni unnað svo heitt. Augun voru hin sömu og varirnar. Og hann furðaði á þvi, að hann skyldi eigi hafa þekt hana undir eins. Eu hvernig átti honum að geta komið það til hugar, að stúlka sú er rekin var burtu frá Rood Castle út á örbirgð og fátækt, væri nú ein- hver hin auðugasta og fegursta kona í heimi? Hverjum hefði áttaðkoma það til hugar að slikt gæti átt sér stað? Hun leit biosandi við prinsinum — og það var eins og brosið byrj- aði í augunnm og endaði á vörun- um. Hertoginn kannaðist við það. Þannig brosti engin nema Naomi. — 483 —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.