Morgunblaðið - 08.07.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.07.1917, Blaðsíða 3
8. jiSH 243 tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 P^NOTtÐ AÐ EINS« Þar sem 5unligbt sápan er Fiskiþingið er nýlega afstaðið. Það sátu 11 fulltrúar af 12 sem þangað áttu að koma, Meðlimir Fisifélags íslands eru nú um 1750 í 56 deildum. Af málum þeim sem til um- ræðu voru á fiskiþinginu, má nefna Erindreba erlendis. Var það mál rækilega rætt og að lokum samþykt tillaga um það, að skora á alþingi að veita 10 þús. kr. styrk hvort árið, 1918 og 1919, til erindreka erlendis, sem standi undir Fisifélagi ís- lands. Samvinna milli verzlun- arerindreka og fiskifélagserind- reka í sjávarútvegsmálum mjög æskileg. Hafnir og vitar. Samþykt tillaga um að skora á alþingi að koma á föstu kerfi i hafnamálum, líkt og síma- og vegakerfið og að fyrst yrðu þær hafnir gerðar, sem gera mundu almennast gagn. Tillaga samþ. um að hraða sem mest byggingu þeirra vita, sem fé þegar hefir verið veitt til. Síldartollurinn. Fi8kiþingið telur ekki fært að hækka útflutningsgjaldið á þeirri síld, sem innlendir menn veiða á íslenzkum skipum. Telur nauð- synlegt að endurskoðuð séu lögin um verðhækkunartoll, vegna gif- urlega aukins framleiðslukostn- aðar. Færaspunamálið. Skorað á stjórn Fiskifélagsins að gera hið itrasta til þess að koma því máli áleiðis og styðja að því að veiðarfæraverksmiðjur verði settar á stofn í landinu. Merking veiðarfæra. Fiskiþingið skorar á alþingi að setjalög um merking veiðarfæra og nánari reglur fyrir því. Stýrimannaskóli á Isatirði. Skorað á alþingi að koma á stýrimanna8kóla á ísaflrði, er geri sörau kröfur og veiti sörrra réttindi og flskiskipstjóradeild Stýrimannaskólans í Reykjavík, og að í sambandi við hann verði komið á Bérstakri deild í mótor- fræði fyrir vélstjóra og skipstjóra á mótorbátum. Dýrtíðarmál. Fiskiþingið skorar á alþingi að láta birgja landið upp af salti, steinolíu, kolum og öðrum nauð- synjum til sjávarútvegsins, og að aalt verði hvergi á landinu selt hærra verði en 100 kr. hver smálest. Landssjóður greiði hall- ann, sem kann að verða á söl- unni, en nái honum inn aftur með álögum á sjávarafurðir að ófriðnum loknum. Vill fiskiþing- ið að alþingi skipi hið bráðasta nefnd manna til þess að safna gögnum og segja til um fram- leiðslukostnað innlendrar vöru á hvaða tima sem er, og ákveði verðlag framleiðsluvaranna hér innanlands. StAÍnolfumálið. Þar var samþykt svohljóðandi tillaga: Með því að frumvarp um einka- söluheimild á steinolíu barst Fiskiþinginu svo seint í hendur, að því gafst ekki tími til þess að rannsaka og ræða málið ítar- lega, og um leið og það lýsir því yfir að það sé hugmyndinni um einkasölu á olíu hlynt, vænt- ir það þess, að sjávarútvegnum verði ekki iþýngt með auka- eða viðbótarskatti til laudssjóðs, ef frumvarpið nær fram að ganga. Þá var og samþykt tillaga um það að skora á Fiskifélagið að undirbúa og semja frumvarp til þingskapa handa Fiskiþingi ís- lands og leggja það fyrir næsta fiskiþing. Ný bók. Ferð kaf-Deutschlands. Þessi bók er eftir skipstjórann á kaf-kaupfarinu Deutschland er Þjóð- verjar bygðu til Amerfku ferða. Seg- ir það frá asfintýraförum skipsins er það er orðið frægt fyrir. Bókin hefir selst feixna mikið í öðrum löndum og sagt er að um 300 ein- tök hafi verið búin að seljast hér á landi af dönsku þýðingunni. Má þvi búast við þvi að eftirspurn verði mikil eftir bókinni nú, er hún er kominn út á islenzku. Enda má segja að það er ólíku meira i það varið að lesa um sanna viðburði hvers likar eru að gerast nú á degi hverjum, heldur en hinar og þessar skáldsögur, sem þá heldur eru ekk- ert æfintýralegri. h — Regiur um hreinlæti og umgengni í Þvottalaug'unum við Reykjavlk. 1. gr. Retlur þessar gilda fyrir alt það svæði, sem er afgirt kriugum Þvottalaugarnar, og þar sem i regl unum er talað um Þvottalaugarnar er átt við alt þetta svæði. 2. gr. Allir, sem uota laugarnar, eða húsin þar, og allir sem staddir eru innan girðingarinnar, eru skyldir að hlýða fyrirmælum umsjónarmanns þess, sem skipaður er til að halda uppi reglu. Umsjónarmaðurinn hefir vald til þess að visa burt úr Þvottalaugunum þeim, sem fara illa með hús, önnur mannvirki, eða muni bæjarins, eða sem óhlýðnast fyrirskipunum þeim, sem hann gefur til að halda uppi reglu. 3. gr. í Þvottalaugunum má ekki fljúgast á, æpa, kalla, syngja hátt, eða hafa annan hávaða, eða ofsalegt og móðgandi háttalag og ekki má vera þar að neinum leik. Bannað er að skjóta með byssum, örvabog- um, eða öðrum skotvopnum, að kveikja í skoteldum eða nokkurskon- nr sprengiefni, og ekki má fleygja frá sér glerbrotum, bréfi, rusli, óhrein- indum eða skóípi, annarsstaðar en þar, sem til þess er ætlast. Sérstak- lega rrá ekki fleygja eða kasta neinu sliku í lækinn eða laugarnar. í rennu eða ræsi má ekki fleygja öðru eu skólpi. 4. gr. Það er bannað að sýna af sér hneykslanlega hegðun, t. d. með ósæmilegum orðum, eða látbragði, með því að fletta sig klæðum, eða gera þarfir sínar á hneykslanlegan hátt o. fl. Þarfir sínar mega menn að eins gera í salernum, sem til þess eru gerð, og er hverjum einum skylt að ganga þrifalega um salernin. 3. gr. Börn yngri en 14 ára mega ekki koma i Þvottalaugarnar, nema þau séu í fylgd með fullorðnum, og mega þau alls ekki koma að Þvotta- laugunum sjálfum. Olvuðum mönnum ber umsjónar- manni að koma burt þegar i stað, og getur hann til þess krafist aðstoð- ar hvers fulltíða karlmanns, sem staddur er i Þvottalaugunum. 6. gr. Ollum er skylt að gæta hreinlælis og þrifnaðar bæði í húsun- um, við laugarnar og lækinn og yfir- leitt á öllu svæðinu. Sömuleiðis er öllum skyit að fara vel með hús, önnur mannvirki og muni, sem ætl- aðir til almennings afnota, og má enginn skemma þá, eða færa úr stað, ekki heldur ata eða saurga, rita, rispa, tálga, tjarga, mála eða teikna á þá. Ekki má klifra yfir eða upp á girð- ingar, ljósker, snúrustólpa, skúra eöa hús og ekki stökkva eða klifra yfir laugarnar né lækinn. Vagna, hjólbörur o. þ. h. skal geyma á þeim stað, sem umsjónar- maður tilvisar. 7. gr. Lögreglusamþyktinni fyrir Rerkjavikurkaupstað verður að öðru leyti beitt i Þvottalaugunum. Borgarstjórinn í Rvik, 22. júní 1917 K. Zimsen. Brezku friöarvinirnir og jafnaðarmennirnir Ramsay Mac- donald og George Roberts, sem ætl- uðu til friðarstefnunar i Stokkhólmi hafaenn eigi getað kom- ist úr landi, vegna þess, að sjóm.fé- lagið brezka hefir meitað því að þeir yrðu fluttir yfir hafið.— Hafa sjó- menn hótað að ganga af Ramsay Macdonald. hverju því skipi, sem hygðist að flytja þá. — Stjóinin hafði gefið þeim vegabréf til Rússlands og þótti það vel við eiga að þeir hefðu tal af flokksbræðr um sinum i Rússlandi. — En þess verur líklega nokkuð að bíða að þeir geti notað George Roberts.' fararleyfið ef sjómunnafélagið sér sig ekki um hönd og fellur frá þessum hót- unum sínum. Ljótt athæfi. Oft er um talað og með sannind- um, hvað Ijótt sé að sjá skinhoraða hesta sveitamanna. Ljótt er að sjá hina prúðbúnu Reykvikurbúa kippa og snúa til með klaufalegum tökum, góðhestum þeim sem undir þeim ganga með fimleg- um og fögrum fótaburði. Verst er þó og hróplega.t, þegar saklausar skepnur eru særðar með hnifum, svo að vart er hægt að vera óhræddur um þær utan húsa. Hinn 24. júni síðastl. lét eg kúna mína út; fór hún ásamt öðrum kúm niður með þvottalaugaveginum. Hún er spök, svo að auðvelt er að ná henni úti. Eftir nokkurn tima er hún sótt inn að Laugunum. Mér brá i brún er eg sá annað eyrað á henni al- blóðugt, er hún kom heim. Eg og fleiri skoðuðum þetta, og gátum ekki getur séð, en að skorin hefði verið í eyra hennar skurður um 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.