Morgunblaðið - 08.07.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ f J*' , \t-,f 4^. ^jk •- Tltjhotnid m@é siðusfu sfiipum í varzlun Árna Eirikssonar Lérefí og Tvisídúkar, margar teg. Uergartt, Erma- og Vasafóður, Skijrtudúhar, Heiðfatadúkar. Síuggafjoíéj úSarímannsfaíaofni. Tafa-, Segta- og Tjatdastrigi, Terðalöskur, Tfandlöskur. Og margt og margt fleira. Forsætisráðherra Frakka gat þess í umtali um ræðu Lloyd George s, að það mundi vera miklu auðveldara að semja frið, ef í stað keisaraveldisins kæmi stjórnarfyrirkomulag, sem bygt væri á einstaklingsrétti. Smuts hershöfðingi hefir nú lýst því yfir í viðræðu, að ófrið- urinn mætti til að lykta með sigri þjóðræðismanna (democracy) og aukinni samvinnu frjálsra þjóða og að tala hinna frjálsu þjóða aukist. Sir William Robertson yfir- hershöfðingi sagði í ræðu á þjóð- hátíðardegi Ameríku, að þátt-taka Bandaríkjanna í ófriðnum gæfi nýjar vonir og styrkleika. Banda- ríkin hefðu þegar mikla þýðingu i ófriðnum. Innihald »nótu« Rússa til brezku stjórnarinnar hefir nú verið birt. Segir þar, að óvinirn- ir hafi freistað þess að koma á ósamlyndi milli bandamanna með því að bera út þá rakalausu sögu, að Rússar hefðu í hyggju að semja sérfrið. I yfirlýsingum bráðabirgðarstjórnarinnar felst ekki hin minsta bending um það, að Rússar ætli að minka sína þátt-töku í hinni sameiginlegu baráttu bandamanna. Þvert á móti er þar skýrt tekið fram að Rússar séu fastráðnir í því að berjast til ákveðins sigurs. Gleðin yfir hinni ný höfnu sókn Rússa, i Galiciu sem þegar hefir borið þann árangur að þeir hafa handtektið rúmlega 8000 óvinahermenn, var afskaplega mikilíRússlandi ogjafn- vel þau blöðin, sem vinveittuat hafa verið 'friði, hvetja nú mjög til sóknar. í Atlantzhafinu réðust þýzkir kafbátar á ameríksk gufuskip, sem voru á leið til Frakklands með herlið. Orusta hófst milli þessara og amerikskra tundur- spilla. Kafbátarnir hæfðu ekkert skipanna og ekkert tjón varð. Einum þýzkum kafbáti var áreiðanlega sökt og ef til vill hafa fleiri farist. Gríska stjórnin hefir kallað heim sendiherra sína í þeim lönd- um, sem eru i bandalagi við Þýzka- land. Allir fyrirliðar Grikkja hafa 8varið nýju stjórninni hollustueið og ríkinu lokað fyrir öllum þýzk- um áhrifum, 2745 skip komu til brezkra hafna vikuna sem leið og 2846 skip fóru frá brezkum höfnum. 15 skipum yfir og 5 undir 1600 smálestir að stærð var sökt og 11 fiskiskipum. Þó maður telji þær vikurnar með, sem flestum skipum hefir verið sökt, þá verð- ur meðaltalið síðan hinn ótak- markaði kafbátahernaður hófst, svo lágt, að jafn vel þeir bjart- sýnustu óvinanna geta ekki bygt von sína um að sigra á kafbáta- hernaðinum. Það birtást jöfnum höndumí þýzkum blöðum ogíhlut- lausra þjóða, sem eru undir þýzk- um áhrifum, greinar þar sem sagt er, að engum,semsérþekkinguhafi, komi til hugar að unt sé að svelta Breta. Þýzkir stjórnmálamenn efatj ekki um að Bretar muni geta haldið út þrátt fyrir kafbátahern- aðinn. Einasta vonin er að skipa- tjónið mundi geta haft áhrif á kaupsýslumenn í Bretlandi og gert þá vinveittari friðf. Brezkir flugmenn hafa farið margar flugferðir þessa viku til ýmsra þýðingarmikilla staða i Belgíu. Allar vélarnar hafa kom- ið aftur heilu og höldnu. Ovina- loftför gerðu árás á Harwich, drápu 11 og meiddu 36 menn. Dálítið eignatjón. Tvær óvina- fiugvélar voru skotnar, ein skemd. Argentina hefir krafist fyrir- gefningar og skaðabóta af Þjóð- verjum þegar í stað fyrir það, að þýzkir kafbátar söktu skipunum Oriana og Toro. London 6. júlí. í síðastliðnum jdnímánuði hafa Bretar i viðureigninDÍ hjá Messiner- hæðinni og annarsstaðar á vesturvíg- vellinum samt. handtekið 8686 Þjóð- verja, og náð 67 fallbyssum, 102 sprengivörpurum, 344 vélbyssum, auk mikilla annara hergagna. Síðan í aprll byrjun hafa Frakkar og Bret- ar samtals tekið 63222 menn hönd- um, náð 503 sprengivörpurum og 1318 vélbyssum. Siðan ófriðurinn hófst hafa Bretar handtekið einir á öllum vígvöllunum 1x7,776 menn, auk þess sem Afríkuherinn hefir tekið í viðureigninnl í þýzku suð-vestur-Afríku, austur-Afríku og Kameroon. Hinir siðarnefndu hafa verið látnir lausir og sendir heím. Siðan í ófriðarbyrjun hafa Bretar sam- tals mist á öllum vigstöðvunum 51,088 menn handtekna og þar með taldir allir menn frá Indlandi og ný- lendunum. Vér höfum frá byrjun tekið að herfangi 739 fallbyssur, en höfum mist 133, en af þeim náð aftur 37. Þessar 37 eru ekki taldar með þessum 739, svo talan er í raun og veru 96 fallbyssur mistar og739 teknar. Vér höfum ekki mist eina einustu fallbyssu á vesturvígstöðv- unum síðan í aprilmánuði 1915. Merkilegasti viðburður vikunnar á vesturvígstöðvunum er framsókn Breta í áttina íil Lens. Vér höfum tekið mörg ramgerð varnarvirki báðu megin Souchez-ár, sem verja Lens. Framsóknarliðið hefir náð öllu því, sem það ætlaði sér, mannfallslítið, en mannfall óvinaliðsins hefir verið mikið. Staðir sem ramlega voru víg- girtir og mikla hernaðarþýðingu hafa, eru því komnir í vorar hendur. í jdnímánuði voru 282 þýzzar flugvélar 'skotnar niður. Yfirburðir brezku flugmannanna halda áfram. Rdssar hafa hafið nýja sókn. 1. og 2. júli var mikil orusta háð í Austur-Galiciu gegn þýzku og aust- urríksku og tyrknesku liði. Rússar tóku eina hinna ramgerðustu stöðva óvinanua í Galiciu og handtóku 300 fyrirliða og rúmlega 18000 hermenn, auk 29 fallbyssna og 33 vélbyssna. Þjóðverjar eru sem steini lostnir yfir hinDÍ nýju sókn Rússa, þar sem þeir hafa flutt allt það lið sem þeir gátu, til vesturstöðvanna, til þess að stöðva framsókn banda- manna þar. Akaft hefir verið barist á .vígstöðv- um Frakka. Þjóðverjar hófu fyrir nokkru mjög ákafa sókn á tólf milna svæði hjá Chemin des Dames i þeim tilgangi að veikja þessa mjög þýð- ingarmiklu línu. A miðri Hnunni, í nánd við Cerny, er úrvalslið til varnar. Tilraun óvinanna endaði með stærsta ósigri, sem þeir hafa beðið síðan Frakkar ráku þá aftur hjá Douauniont og öðrum stöðum hjá VerduD Mannfall óvinanna var afskaplegt. Italir haia yfirgefið nokkurn hluta Agnellaskarðs. Óvinirnir sækja á á mörgum stöðum, þar á meðal Carso- sléttu. Ahlaupum óvinanna milli Gardavatns og Lédrodals hefir verið hrúndið. Fullkomnu skipulagi hefir nú aft- ur verið komið á her Rúmena. Töluverðar orustur hafa staðið í Austur-Afríku suðaustanverðri og hafa óvinirnir verið neyddir til þess að yfirgefa mjög sterkar stöðvar. Al- lenby hershöfðingi hefir tekið við stjórn liðsins í Egyptalandi.—Spreng- ingar hafa verið gerðar i forðabúri og flugvélaskýli Tyrkja í Palestínu. 50 sprengikúlum var varpað niður á staði, sem höfðu hernaðarþýðingu í nánd við Jerúsalem, en ekkert tjón varð í sjálfri borginni. > » ea 11 1 - ■ * s-.'" ‘?aa> Erl. símfregnir.. Frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl. Khöfn 6. júlí Tiltölulega rólegt á öll- um vígstöövunum. Þjóðverjar hata yflrgefið Brzezany. Komist heflr upp um njósuarmenn innan skrif- stofa stjórnar Bandaríkj- anna. Borgarastyrjöld í Kíua. Frá alþingi. Ed. 7. júli. Aðeins eitt mál var á dagskrá: Frv. um bxjarstjórn á Isafirði; 1. umr. Frv. þetta er í nánu sambandi við frv. um sameining ísafj. og Eyrar- hrepps og stendur og fellur með þvi. Deildin hleypti málinu umræðu- laust til 2. umr. og vísaði því til sömu nefndar, sem fjallar um sam- einingarfrv. Koiin i hðfninni. Björgunarskipið »Geir* hefir nú lokið við að ná upp kolunum úr seglskipinu, sem sökk hér um árið inni á Rauðarárvík og bæjarstjórnin ákvað að ná skyldi kolunum úr. Er »Geir« sem stendur önnum kafinn við að ná kolunum úr öðru seglskipi,. sem einnig sökk þar fyrir nokkrum árum. Mun Ellingsen kaupmaður og nokkrir aðrir hafa keypt það skip, þar sem það liggur og er það á þeirra kostnað sem »Geir* vinnur að þvi. Vér höfum átt tal við borgarstjóra um kolin, sem »Geir hefir náð upp fyrir bæjarstjórnina. Sagði borgar- stjóri að bæjarstjórninni hefði verið sagt að i skipinu væru um 600 smá- lestir af skipakolum, en það mun ekki vera rétt. »Geir« hefir náð upp 216 smálestum og fullyrða björg- unarmenn að eigi muni vera nema 20—30 smálestir eftir, sem erfitt muni vera að ná upp. Enda telja þeir fráleitt að skipið muni hafa borið meira en 300 smálestir alls. Af þessum 216 smálestum fær »Geir« */g hluta í björgunarlaun, en bærinn fær % hluta. Eru kolin af mjög góðri Newcastle-tegund, eru stór og lítið sm$lki í þeim. Verða þau væntanlega seld eins og önnur kol sem bæjarstjórnin á. Kolabirgðirnar, sem Ellingsens- félagið lætur ná upp, er sagt að nemi um 300 smálestum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.