Morgunblaðið - 08.07.1917, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.07.1917, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Atvinna. N o k k r i r vanii s j ó m e n n geta fengið pláss á mótorkútter. -2^ Aðgengileg kjör. Allar frekari npplýsingar gefur Qlafur Kristófersson, Bræðraborgarstíg 8B. Heima kl. 4—6 e. m., 8. og 9. júlí. Sumarnóff. Oi I. Havsteen heildsala, Reykjavík, hefir miklar birgðir af allskonar Vefnaðarvoru: Handklæðadregill, Þurkdregill, Hvít léreft, Vasaklútar, Ermafóður, Lasting, Flonel, Satin, Creton, Crepon, Vergarn, Alpacca. Enntremur fiskstriga, tilbúinn fatnað, Creolin baðlyf og Kartöflur. Einungis fyrir kaupmenn og baupfélög. Sífflí 268. Póstbólt 397. Heiðskýra, bjarta, blíða, blækyrra sumarnótt! AUs8taðar inn til hlíða alt er svo kyrt og hljótt. Náttdaggar drifinn tárum drúpir nú fíflll smár; dottar á drafnarbárum dreymandi, þreyttur már. Senn styttiat sólargangur og syrta tekur að, skapstór og skuggalangur skundar vetur í hlað. Rosum og rökkri kviðir róöin sem vorið ól; »öll birta el um síðir*, og aftuf hækkar sól. H. S. B. Lögreglan. Svo sem getið var um í blaðinu f gær, kaus bæjarstjórnin eftir tillögu borgarstjóra, þrjá menn i nefnd til þess að koma fram með tillögur um verksvið væntanlegs lögreglumanns í stað Þorvalds Björnssonar. Tillaga þessi ber með sér, að það er ætlun borgarstjóra, að einhver breyting verði á lögregluliði bæjarins. Hingað til hefir það verið svo, að bæjarfógetinn gegnir lögreglustjóra- embætti ásamt öðrum bæjarfógeta- störfum sinum. Hann hefir haft um- sjón með lögregluliðinu, gefið því fyrirskipanir og það jafnan gefið hon- um skýrslur þegar þess hefir gerst þörf. En fyrirkomulag þetta er ekki heppilegt. Annir bæjarfógetaembætt- isins eru oft svo miklar við önnur störf, að það liggur i hlutarins eðli að litill tími verður umfram til lög- reglumála. Hugsun borgarstjóra er sú, á með- an að embættinu verður ekki skift, þá sé skipaður sérstakur fulltrúi, sem eingöngu hafi með lögreglumálin að gera. Hann vetði nokkurskonar yfir- lögregluþjónn um leið, og stjórni réttarhöldum i öllum smærri lög- reglumálum. Nefndarinnar er nú að rannsaka þessa hugmynd ítarlega og færi vel ef bægt væri að koma lögreglumál- um vorum í eitthvert betra horf. Það fer að verða nauðsynlegt i þess- um bæ, eins og allstaðar annarsstaðar, að lögregluréttur sé haldinn á hverj- um degi, en éigi þurfi að biða i marga daga til þess að útkljá ýms smámál vegna anna bæjarfógetans. É" DAGBOK j T al s í m a r Alþingis: 354 þingmannasfmi. Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er œtla að nd tali af þingmönnum i Alþingis- húsinu í sima. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Lúðrafél. »Harpa« ætlar að skemta bæjarbúum með hljóðfæraslætti á Aust- urvelli kl. 8f kvöld ef veður leyfir. Eunfremur efnir hún til dansleika á íþróttavelliuum kl. 9 og verða þar elnnig veitingar eftir þörfum. Sextugsafmæli átti 1 gær frú Ásta Hallgrímsson. Steiuolíu töluverðri hefir lands- stjórnin látið festa kaup á 1 Amerlku. Er vonandi að það takist að koma henni hiugað fyrir haustið. Saltskip kom til Kveldúlfsfélagsins í fyrrakvöld. Heitir það Skandia. Svanurinn kom hingað í gær, með fjölda farþega frá Breiðafirði. E.s. »St. Sunnida«, leiguskip frá stórkaupmanni A. Gudmundsson 1 Leith. um 900 brutto ton að stærð, kom til ísafjarðar siðastlið. föstudags- kveld, hlaðið tunnum og salti. Uppboð var haldið 1 gær á skemdu smjörlíki. Fyrsta númerinu, kassa með 16 enskum pundum af smjörlíki í, fylgdi 15 króna boð. Ein kona bauð 10 aura yfir og var henni sleglð það. Næsta númer var boðið fyrir sama, en enginn gerði boð 1 það. Uppboðinu var þá lokið — og fóru menn burt eftir að hafa klappað konunni, «em kassann keypti, lof í lófa. Mesaað i dómkirkjunni kl. 12 síra Bj. J. (altarisganga). Engln síð- degismessa. Meðal, ágætt til að ná blettum úr fötum, fæst i Verzl. Goðafoss, Sími 436. Laugavegi 5. Skemt. Lifstykki, sem dálitill galli er á úr verksmiðjuDni, en eru 10 kr. virði, verða seld frá kr. 4.50—6.75 stykkið. Vöruhúsið. Ódýrast! Jlærföf Ameriskir karlm. bolir 2.40—2.70. Makkobolir 1.70. Alullarpeysur. Karlm. sokkar frá 0.25—1.85. Kven ullar-bolir frá 2.00. Áusturstr. 1 Asg 6. Gunnlaugsson & Co. Geysir Export-kaffl er bext. vöalumboðsmenn: • % / 0. Johnson & Kaabsr ^ ^Xaups&aput $ Lipur“handvagn, nýr eða brúkað- ur, óskast til kaups nú þegar.’R.v.á. Góðar dagstofumöblur óskast til kaups eða í skiftum fyrir nýjar, vand- aðar púðamöblur, sem hafa reynst of stórar. R. v. á. J&eiga 2 piltar óska eftir 2 smáum eða 1 einu stóru herbergi frá 1. okt.,aí miðbænum. R. v. á. 2 herbergi og eldhús óskast frá 1. okt., i austurbænum, og helst verk- stæðispláss á sama stað. A. v. á. Barnlaus fjölskylda óskar eftir 2ja til ?ja herbergja íbúð, (heil hæð gæú komið til greina) 1. okt. n. k. Fyrir- framborgun ef óskað er. R. v. á. Sölubúð á Siglufiiði er til leigu á góðum stað. Jósef Blöndahl vísar á. C£inna Stúlka eða eldri kvenmaður ósk- ast nú þegar til 1. okt. Guðný Ottesen. Kanpakona óskast á gott heimili norður í Vatnsdal. Gott kaup. Sem- jið við Bjarna fónasson Sjómanna- heimilinu nr. 8, til viðtals kl. 6—7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.