Morgunblaðið - 26.08.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.1917, Blaðsíða 2
2 íáOKGUNBLAÐIÐ Dr.P.J.OIafson tannlækni er fyrst um sinn að hitta í Kvennaskólanum við Frikirkjuveg kl. 10—II Og 2—3 á virkum dogum. an og vestanlands, — þá skorar fundurinn á þingið, að heimila landsstjórninni tafarlausar at- vinnuframkvæmdir í þeim héruð- um, sem harðast verða úti, til þess að draga úr fyrirsjáanlegum skorti. Frá alþingi, Ur efri deild i gær. 1. Frv. um stimpilgjald ; 2. umr. Framsögumaður fjárhagsnefndar, Hannes Hafstein, talaði fyrir tillögu allsherjarnefndar um, að máiinu yrði vísað til stjórnarinnar. Eggett Pálssyni þótti til lítils að vísa nti málinu enn til stjórnarinnar. Það hefði verið gert 1915, í trausti þess að stjórnin athugaði málið og legði frv. fyrir þetta þing, sem nú stendur yfir. Vildi hann, að frv. næði nú fram að ganga. Hannes Hafstein gat þess, að neðri deild hefði vísað málinu til stjórnarinnar iqij, en það hefði ekki komið til kasta efri deildar þá. Nú vildi hann, að efri deild gerði hið sama, því að ekki þótti honum rétt að neyða málinu upp á stjórn- ina. E. P. láði fjárhagsnefnd það að fella burt þennan tekjuauka fyrir landssjóðinn, en koma svo ekki með neitt í staðinn, en H. H. fanst tekju- vonin ekki svo mikil, að málið mætti ekki dragast að minsta kosti meðan alt fyrirkomulag um sölu stimpilmerkja o. fl., er að þessu lýtur, væri órannsakað. Svo fór, að málinu var vísað til stjórnarinnar með 9 : 3 atkv. Frv. er því úr sögunni. 2. Frv. um seðlaaukningu íslands- banka; 2. umr. Framsögumaður fjárhagsnefndar, Hannes Hafstein, mæltist til þess fám orðum, að frv. yrði samþykt óbreytt. Euginn annar tók til mála. Frv. samþ. í e. hlj. og vísað til 3. umr. 3. Frv. um vitagjald; 1. umr. Magnúsi Torfasyni þótti hækkunin of lítil, miðað við aðra hækkun og veröfall peninga, en Magnús Krist- jánsson taldi hækkunina ekki mega meiri vera, þegar iitið væri á það, hve fáir vitar væru hér og að ekki þyrfti að kveikja á þeim alllangan tíma ársins. Magnúsi Torfasyni fanst eins mega taka gjald af okkar stóra og góða vita, sólinni, en því svaraði M. Kr. svo, að þeir, sem ætlað væri að greiða það gjald, mundu þykjast eiga jafn mikið til- kall til sólarinnar eins og við. Yrtust þeir á um þetta litla stund, en að því loknu var málinu vísað t’I 2. umr. og fjárhagsnefndar. Nýuugar. Markalöq. Landbúnaðarnefnd Nd. flytur heil- mikið frumvarp til markalaga — um sauðfjármörk, kúamörk og hrossa- mörk. Er því ætlað að bæta úr glundroða þeim, sem orðinn er í þessu efni fyrir það, að hver og einn getur tekið sér mark eftir geð- þótta sínum. í frv. eru settar- all- nákvæmar reglur um þetta efni. Á m. a. að halda skrá í Reykjavík um öll mörk á landinu. Það gerir markavörður, og hefir hann í árslaun 1200 kr. Bannlagafrumvarpið. Pétur Ottesen flytur þær breyting- artillögur við bannlagafrv. allsherjar- nefndar: 1. Að niður falli ákvæðið um, að íslenskum fólksflutningaskipum megi veita undanþágu frá að- flutningsbanni á áfengi. 2. Að við sé bætt ákvæði um að hver sem sést ölvaður á al- mannafæri, sæti sektum frá 20—200 kr. Framlengmg á Jriðun hreindýra. Landbúnaðarnefnd Ed. leggur til, að það frv. verði samþ. óbreytt. Framsögum. Guðm. Ólafsson. Seðlaaukning Islandsbanka. Frumvarp um það efni, sem kom- ið er til Ed., vill fjárhagsnefnd deild- arinnar að fram gangi óbreytt. Framsögum. Hannes Hafstein. vAlmenn dýrtíðarhjálp. Við frumvarpið um almenna hjálp vegna dýrtíðarinnar flytur bjargráða- nefnd Nd. þessar breytingartillögur: 1. Lánin standi vaxta og afborg- analaus, þar til 2 ár eru liðin frá ófriðarlokum, en endurgreið- ast á næstu 10 árum frá þeim tíma. 2. Ef nauðsyn krefur, skal stjórn- inni heimilt að veita lán saro- kvæmt 1. gr. í vörum með sömu kjörum, sem þar segir. 3. Nú veita hreppsfélög eðakaup- staðir einstökum mönnum lán, þeim til framfæris, eftir 15. sept. 1917 og þar til 3 mánuð- um eftir ófriðarlok, og skulu þau lán ekki talin sveitarstyrk- ur. Lög þessi raska eigi gildandi ákvæðum laga um skifti hreppa á meðal um endurgreiðslu fram- laga, er maður fær af dvalar- sveit sinni. Skijting bœjarfógetaembœttisins í Reykjavlk. Allsherjarnefnd Ed. hefir komið fram með svohljóðandi nefnarálit í þessu máli: •Jafnvel þótt nefndiuni þyki ekki svo bráðnauðsynlegt að hraða lögurn í þá átt, sem frv. greinir, að ekki mætti skaðlaust telja, að biða næsta þings og gefa stjórninni svigrúm til þess að undirbúa málið betur, þá vill nefndin þó ekki eindregið ráða til þess, að málinu sé frestað nú, úr því að hv. Nd. hefir með mikl- «m atkvæðafjölda samþykt frv. það, sem hér liggur fyrir. Aðalatriðið í þessu máli virðist nefndinni vera stofnun séstakrar toll- gæzlu í Reykjavik, sem landsstjórn- inni er í frv. falið að gera allar nán- ari fyrirskipanir um. Það er og mikilsvert, að lögreglueftirlitinu þar sé sem fytst hrundið í betra lag, og má vænta að aðskilnaður lög- reglustjóraembættisins frá hinum eiginlegu dómarastörfum, sem frv. fer fram á, sé spor í þá átt. Um hitt geta fremur verið skiftar skoð- anir, hvort hin sérstöku undirdóm- arastörf í Reykjavík séu út af fyrir sig orðin svo umfangsmikil, að þegar sé orðin ástæða til að hafa sérstakan embættismann til þeirra starfa, og mætti vel koma til álita, hvort ekki mætti fela dómurum landsyfirréttarins dómarastörfin i Reykjavik a prima instantia, að minsta i öllum þeim málum, sem eru ekki venjuleg skuldamál, lítillar upphæðar, þannig að málskot þaðan fari fram beint til hæstaréttar. En nefndin telur þó sennilegt, að breyt- ing í þá átt verði að biða fyrst um sinn, með þvi að fyrir ýmsum munu vaka frekari breytingar á skipulagi dómsvaldsins hér á landi. Að þvi er snertir einstök atriði í frv., fær nefndin ekki séð að nægi- leg ástæða sé til þess greinarmunar, sem gerður er i frv. Nd. á veitingu og þar með eftirlaunarétti hinna nýju embætta, og þykir nefndinni rétt, að konungur veiti þau bæði, enda hefir hv. Nd. lagt til, að emb- ættin séu bæði jafnhátt Iaunuð, og samskonar undirbúning þarf til þeirra beggja. Upphæð launanna áiítur nefndin að ekki megi lægri vera en frv. greinir. En þegar það þannig er viðurkent, að héraðsdómara eða lögreglustjóra i Reykjavík séu ekki boðleg minni laun en frv. fer fram á, verður algerlega óhjákvæmi- legt að viðurkenna jafnframt, að laun þau, er landsyfirréttardómararnir eru látnir sitja með, séu allsendis óboð- leg. Nefndin verður að leggja svo mikla áherzlu á, að misrétti því, sem landsyfirdómararnir hafa orðið að sæta stöðugt siðan launalögunum var breytt 1889, meira og meira ár frá ári eftir því sem peningagildi hefir fallið, verði nú loks af létt, að hún verður að telja það sjálfsagt, að bætt verði inn í það ákvæðum um hækkun á launum yfirdómaranna, svo að nokkurn veginn sé ráðið bót á misréttinu, sem ella væri svo áþreifanlegt«. Nefndin gerir loks nokkrar breyt- ingar við frv. i þá átt er nefndar- álitið talar um. SWilejjt kvölri. Hinn 11. ágúst átti síra Oddgeir í Vestmanneyjum, 68. afmæli sittj heimsóttu hann þá vinir hans, þar á meðal lúðrasveitin. Voru fyrst spiluð nokkur lög; siðar þakkaði prestur heimsóknina, með fögrum orðum. Mörg heillaskeyti bárust hon- um þann dag. Halldór læknir segir í skeyti til hans: Sextíu og átta — ekki eru náttmál komÍD, þú hugsar enn um heyskapinn, menn hlíða enn á boðskapinn. Sira Oddgeir er ern og ungur á velli og ungur í lund. Veðrið var þenna dag hið inn- dælasta, logn og heiðskírt; náttúru- fegurðin útsýnið á Ofanleiti naut sin þá fullum mæli. Menn skemtu sér fram yfir lágnætti úti í sumar- dýrðinni með hljóðfæraslætti, söng, ræðuhöldum og samræðum. Kvöldið var hið ánægjulegasta. Fiðstaddur. DAGBOK T al g ím ar A Iþ i n g i s: 854 þingmannaaími. Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er œtla a& nd tali af þingmönnum i Alþingis- húsinu i síma. 411 skjalaafgreiðsla. 61 skrifstofa. Jón biskup Helgason er kominn til bæjarins úr ferðalagi austur um sýslur. Dilkakjöt. Sláturfólag Suðurlands fekk nokkra dilka (um 50 að sögn) til slátrunar í fyrradag og var það kjöt selt í matardeildinni í gærmorg- un. Troðningur var þar mikill, og færri komust þar inn en vildu. Hundr- uðir manna uiðu að hverfa frá án þess að hafa fengið nokkurn kjötbita. Vonandi fer nú bráðlega að flytjast meira kjöt til bæjarins, en gert hefir síðustu vikurnar. Menn kenna þurk- inum um kjötieysið, segja að bændur sóu önnum kafnir við heyskap og hafi eigi tíma til þess að flytja dilka til höfuðstaðarins. Þinghúsgai'ðurinn er opinn fyrir fólk kl. 1—2 í dag. Garðurlnn er mjög fallegur og ætti fólk að nota tækifær- ið til þess að skoða hann. Pensylvania fer hóðan lfklega á þriðjudaginn til Ámeríku. Veiklr herfangar. Austurríkismenn og Rússar hafa komið sér saman um að skifta á 2000 veikum herföngum frá hvorri þjóð. Eru fangarnir allir tæringar- veikir og þola því alls ekki fanga- búðavistina. Hafa Svíar lofar að flytja þá um Haparanda, svo sem þeir hafa gert áður, er þjóðirnar hafa skifzt á föngum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.