Morgunblaðið - 26.08.1917, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.08.1917, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ S Það væri lítið höíðingjasnið á því, ef löggjafarvaldið færi á þennan hátt að aumka þá menn, eem það hefir sjálft búið í haginn fyrir eins og kennarana. Mentamálanefndin heflr ekki fundið ástæðu til eða séð sér fært að hreyfa viðfræðslumálunum,ekki einu sinni lítilfjörlegum bótum á kjörum kennara. En nú hefir formaður nefndarinnar gert henni þann bjarnargreiða, að taka einn að sér uppeldismálin, og hrófar upp þessari tillögu, sem ber við himin áð risinu til, og er að efni- viðum eins og hér að framan má sjá. Tillagan er að vísu játning þess, það sem hún nær, að eitthvað þurfl að gera í fræðslumálunum. En slík játning er lítils verð, nema jafnframt sé undandráttalaust gengið svo frá, að eitthvað verði gert. Slík ályktun sem þessi, eins og hún er að heiman ger að minsta kosti, væri algert vindhögg í einu stærsta máli þjóðarinnar. Ef að þetta mál er þinginu sjálfu ofviða til rannsóknar og meðferðar, svo lengi sem það lieflr þó verið á döfinni, þá er trauðla von að stjórnin geti í hjá- verkum unnið því mikið gagn. Og þetta mál fer illa i lest með sumum þeim málum, sem rekin eru trypparekstrj til stjórnarinn- ar, meira til að koma þeim af höndum sér heldur en til að greiða fyrir þeim. Ef þingið telur ekki heldur svara kostnaði að velja þá menn, er bezt mætti treysta, til að yfir- vega þessi mál eingöngu, þá mun ekki annars kostur en að bíða, þangað til þau skýrast rneira af sjálfu sér. Og það munu þau að vísu gera, ef nógu lengi er beðið. En víst er um það, að sæmra er að láta mál þetta með öllu kyrt, heldur en að löggjafarnir skopri því frá sér ejns og leik- soppi þing eftir þing. Fræðslumálin í heild sinui eru umfangsrnikið efni, en kjör barna- kennara liggja hverjum manni i augum uppi. Og úrlausn þess atriðis út af fyrir sig er ekki flókið mál; það er einfalt reikn- ingsdæmi. Ekki hefði það verið um vonir fram, þó að stjórn eða þing hefði átt frumkvæði að því, að bæta um slíkt þjóðarmein. Vera má þó, að viðurhlutamikið væri að auka laun kennara í sliku harðæri sem nú er, og að þetta sé enn sem fyr vel og mak- lega ráðið. En vorkunnsemin í niðurlags- orðum tillögunnar ætti illa við, og höggur þar sá er hlifa skyldi. H elgi Hj örv ar. Loforðið. (Fyrst prentað i >Le iournal<). Það var komið undir kvöld. Þokugrá illveðurskýin beltuðu sig yfir skóginum. í skógarjaðrinum stóð reisulegt hús. Hermaðurinn hafði komið auga á það og herti á göngunni. Hann þekti það undir eins. Þvi hafði verið svo vel lýst fyrir honum. Þegar fyrstu rigningar- droparnir, þungir og stórir, skullu niður í rykið á veginum, barði hann að dyrum hússins. Hurðin var opnuð. »M. Maray?«, spurði hann. »Hann pabbi er ekki heima«, svaraði liljómmikil, þýð rödd. »En ef þér viljið tala við dyravörð- inn, þá kemur hann bráðum«. »Eg þarf að tala við M. Maray«, hálfstamaði hann og leit á stúlk- una, sem stóð í dyrunum. — Hún leit ekki út fyrir að vera nema sextán — seytján ára, grann- vaxin, brosmild. Útlit hennar var ungling8legt, en djúp alvara skein út úr augum hennar. Hún var í fátæklegum, en þó snyrtilegum, gráleitum kjól. Hárið var dökt og liðaðist niður um herðarnar. Hún beygði sig niður, og á milli þess sem hún talaði við hermanninn, var hún að þagga niður i varð- hundinum, sem án afláts urraði að gestinum. — Hermaðurinn hafði stigið nokk- ur skref aftur á bak. Hann stóð þarna svo feimnislegur. Og þó var auðséð, að hann var ekki feiminn að jafnaði. Hár, liðlegur, — dirfska og þróttur skein út úr hinu fagra andliti unglingsins. »Ef eg að eins gæti komið aftur seinna,« sagði hann. »En það get eg ekki. Eg verð að ná lestinni, sem fer í kvöld. Ann- ars — á eg að segja yður það. Það eruð þér, sem —« Það var ekki meira en svo, að hún heyrði orðaskil fyrir látun- um í veðrinu. Hún fékk hann til þess að koma inn og þarna stóðu þau nú bæði í skuggalegri atof- unni. Hún eftirvæntingarfull. Hann vandræðalegur. þykist — vita, að — að þér haflð ekkert heyrt,* sagði hann hálfslitrótt, eins og hann yrði að leita að hverju einasta orði. »Eg vonaði í lengstu lög, að þér hefðuð kannske fengið vitneskju um það, svo eg þyrfti ekki — Kannske hefði eg heldur átt að tala við hann föður yðar, en eg verð að fara undireins aftur, og eg verð að standa við það, sem eg hefi lofað. Eg kem beina leið frá vígvellinum; nafn mitt er Jean Vautier og eg er vinur manns, sem þér þekkið. Eg þarf ekki að nefna nafn hans. Það er Paul, Paul Tullier. Hann er særð- ur. Það er meira en lítið. Það er ekki víst —« »Ó, guð minn. Það getur ekki verið satt. Það getur ekki verið satt.« Hann svaraði engu. Vissi, að nú þurfti hann ekki að segja meira. Hann iðraðist eftir að hafa sagt frá þessu svona í einni stryklotu, þessari sorgarfregn og hann hafði þó ætlað sér að segja svo ofur varlega frá þessu. Hann sá að unga stúlkan var náföl og augun hennar fögru vot af tár- unum. Þó undraðist hann stórlega, að það var ekki sorgin vonlausa, ólæknandi, sem skein út úr aug- um hennar, sorgin yfir ástvinar- missinum. »Eg lofaði honum, ef eitthvað kæmi fyrir hann, að færa yður nokkra smámuni —.« »Guð minn!« stundi stúlkan upp. »Vesalings Louise«. »Louise? Það eruð þá ekki þér. Eruð þér ekki unnusta Pauls?« »Nei, nei«, sagði hún. »Hún er systir mín. Hún er um tví- tugt. Eg er aðeins seytján. — Vesalings Louise. Hún unni hon- um svo heitt og hún hefir verið svo hrædd upp á síðkastið. Eng- in bréf hafa komið. Hún fór með honum pabba til bæjarins til þess að reyna að komast fyrir um, hvernig Paul liði«, »Þér eruð Emilie«, sagði Jean Vautier, í lágum rómi. »Paul mintist oft á yður, en altaf eins og þér væruð barn«. »Já, eg er Emilie«, sagði hún og strauk hárið frá augunum. Hann þagði stundarkorn. Svo benti hann á pakkann. »Það er til systur yðar. Hann hafði beðið mig, að koma þessu til skila. Og eg átti að færa henni hinstu kveðju hans. Hann féll við hlið mína. Það var að eins eitt andartak og hann var dáinn. Hann fékk ekki sagt nema eitt orð, orðið Louise. Paul var bezti vinur minn í alla þessa mánuði. Þess vegna bað hann mig að reka þetta erindi og nú hefi eg gert það. Það var svo sárt, að þurfa að segja þessi tíð- indi«. Hann þagnaði um stund; horfði i gaupnir sér. Svo bætti hann við, lágt og hægt: »Þegar eg hét því, að fara hingað fyrir hann, þá lét eg hann heita mér hinu sama, ef eg félli. Það var til hennar móður minn- ar, sem — En það er víst bezt, að tala ekki meira um þetta«. »Því ekki?« »Því ekki?« Hann brosti við, hálfraunalega. • »Nú er eg aleinn. Hún móðir mín er dáin. Eg á engan að, enga vini, enga unnustu. öllum er sama um mig. í fáum orðum: Eg er aleinn. En það koma fyrir stundir, þarna úti á vígvellinum — þegar það er svo óumræðilega sárt að vera sér þess meðvitandi, að vera einn, aleinn*. Það var eins og hann hefði gleymt því, að hann þekti stúlk- una lítið sem ekki. Hann varð' aftur feimnislegur. »Þér megið ekki reiðast mér, þótt eg hafi talað um það, sem yður náttúrlega stendur alveg á sama um«. Hún svaraði stillilega, að henni stæði ekki á sama um það og þá gat hann ekki stilt sig um að segja: »Og þér, eigið þér nokkurn unn- usta á vígstöðvunum?« Hún roðnaði. Sagði ekki neitt. Hristi höfuðið. Alt varð svo hljótt. Hugsunin um dauðann náði tökum á þeim báðum. Hann vissi það fyrir að dauðinn beið hans, að það var skylda hans að láta lífið fyrir Frakkland. Skyndilega vaknaði þrá í huga hans, þráin eftir því,. að mega lifa til þess að njóta ástarinnar. En skyldan bældi þessa þrá niður samstundis. »Eg verð þá líklega að fara«, sagði hann. En áður eg færi, vildi eg biðja yður nokkurs. Mig langar til þess að biðja einn fé- laga minn, þegar eg fell, að færa yður nokkra smámuni. Ég þarf víst ekki að segja meira. Eg veit að þér skiljið mig«. Hún leit á hann. Augun voru vot af tárum, full mildi og með- aumkunar. »Þér komið aftur. Það er eg viss um«. Hann svaraði lágt: »Að eg komi aftur ? Hingað ?« »Já«, sagði hún ofur lágt, og stundi dálítið við. Hann tók í hönd hennar og kysti hana feimnislega á ennið. Og svo gekk hann út í nátt- myrkrið. Hún stóð í dyrunum og horfði á eftir honum. En að vitum hans barst ilmur af votu laufi og vot- ura berki. Þýtt hefir A. Thorsteinson. Síam og ófriöurinn. Svo sem kunnugt er sagði Síam Þjóðverjum stríð á hendur fyrir nokkru. Fekk þ/zki sendiherrann þar þegar fararleyfi og hólt til Java, en þaðan œtlar hann á hlutlausu (hollenzku) skipi til Spánar eða Hollands. En sendiherra Síamsríkis í Þýzkalandi, Traidos Prabandh prins, dvelur nú í Kaupmannahöfn. Eigi vita menn enn hvernig þátt- töku Síams í ófriðnum verður hagað, en ósennnilegt þykir að nokkrir her- menn verði seudir þaðan til vígstöðv- anna í Norðurálfu. í Síam dvöldu um 300 þ/zkir þegn- ar og hafa þelr allir verið einangraðir. En að eins 30 Síamsmenn áttu heima í Þ/zkalandi þegar friðslit urðu, sem vitanlega nú dvelja i fangabúðum ein« hversstaðar í þ/zka ríkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.