Morgunblaðið - 26.08.1917, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.08.1917, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sigurvegararnir. ; / Að neðan eru þrjár myndir. Þær sýna það hvernig listamennirnir hugsa sér sigurvegarana. En að ofan er mynd af því hvernig sigurvegar arnir eru í raun og veru. hafi aldrei þrælar verið. Nú mætti það vera hverjum mamf ljóst, að ekki er sá þrældómur- inn beztur, að sitja í skóla móti vilja sínum, og verður sú kvöð því fjarstæðari sem sá er eldri, er hlut á að máli. Séþaðábyrgð- arhluti að kveðja menn nauðuga til vinnu, þá er það ekki síður varhugavert, að skylda til náms fulltíða mann, sem vill vinna en ekki læra. Sumir eru svo skapi farnir frá barnsaldri, auk þess sem unglingur getur átt nýtar hugsjónir, sem hann verður að strita fyrir, eða þeim skyldum að gegna, að skólakvöð yrði honum beinn tálmi og nauðung.. En þó að nú svo reyndist, að slík fræðslulög mættu verða okk- trr góð og farsæl, þá skiftir hitt máli að þessu sinni, að#hverju gagni það mætti koma að fela stjórnarráðinu að rannsaka slíkt stórmál og álitamál sem þetta er. Alíka umliugsunareí'ni og þetta hafa fremstu menningarþjóðir heims feugið helztu mentamála- frömuðum sínum og uppeldisfræð- ingum til rækilegrar yfirvegunar um ára bil. Ilins mupu fá dæmi eða engin, að stjórnarráðsskrif- stofur hafi slík efni til þeirrar meðferðar, er hér ræðir um. Auk þess mun þetta óvenju- erfitt rannsóknarefni, því að engin þjóð mun hafa reynzlu eða nein veruleg rannsóknargögn handbær í þessu máli. Við höfum engin, og þetta fer að mestu öfugt við aðferð annara þjóða, öfugt við allar þær aðferðir, sem reynzla er fengin um. Þetta er efui til umhugsunar og tilrauna, og það fyrst og fremst fyrir þá menn, sem hafa lífsreynzlu í þessum efnum sér- staklega og allan sinn hug óskift- an á þessum málum. Þetta er sízt af öil skrifstofumál. Það eru því lítil líkindi til þess, að önnum kafnir stjórnmálamenn sæu sér fært að leggja með starfs- menn síua út á algerlega nýja braut til rannsókna í uppeldis- málum, og væri þeim ekki lá- andi, þó að þeir vildu heldur að þingið lýsti á einhvern annan hátt trausti sínu á þeim. Rækilegasta rannsóknin á mál- inu væri það, að reyna hugmynd- ina í framkvæmd. En til þess mundi stjórnin vísa málinu bein- ustia leið til löggjafarvaldsins aftur; það eitt saman hefir heim* ild til að gera slíka tilraun á þjóðinni. Niðurlag tillögunnar er þess efnis, að stjórnin vannsaki »hversu bætt verðr úr verstu göllunum á því fyrirkomulagi sem er .... einkum hvern veg megi komast hjá að láta kenn- ara sæta miskunnarlausri meðferð*. LöggjöfunTfm ætti að vera það ekki ókunnara en öðrum, að kennarar sæta miskunnarlausri meðferð samkvæmt frœðslulögun- um. Og hvað getur stjórnin gert í þvi efni, annað en að beina því til löggjafarv aldsins ? Hún verður að fara eftir fræðslu- lögunum. Hún verður ekki siður en aðrir að hlýða landslögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.