Morgunblaðið - 21.12.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1917, Blaðsíða 2
2 MORGTJtíBLAÐIÐ Erl. símfregnir Fri fréttaritara isafoldar og Morgunbl. Kaupm.höfn, 17. des. Frá í dag er 28 daga vopnahlé milli Rússa og Miðríkjanna, Búlgara og Tyrkja. Framlengist það sjálf- krafa ef það er eigi afturkailað með viku-fyrirvara. Friðarsamningar eru þegar byrjaðir. Samkvæmt ummælum brezkra blaða eru likur tii þess að banda- menn muni viðurkenna stjórn Maxi- malista, til þess að koma í veg fyr- ir það að Þjóðverjar nái yíirráðum f Rússlandi. . Austurríkismenn haía tekið Col- caprile og handtekið 1700 menn. £r(. símfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni í London. London, 18. des. Lloyd George sagði í ræðu, er hann flutti í London 14. dgsember að ekki yrði farinn neinn meðal- vegur milli sígurs og ósigurs. Heljar- tök brezka flotans gerðu vart við sig og hreysti hersveitanna hefði þau áhrif er síðar mundu ráða úrslitum. Ef Rússar hefðu dug í sér til þess að beita bolmagni sínu nú, þá muudu bandamenn geta sett fram hallkvæma friðarskilmála fyrir hverja þjóð. Fráfall Rússa hefði styrkt veldi Hohenzollerna . en veikt Iýðveldi. Ef bandamenn hefðu aldrei staðið ver að vígi heldur en nú, þá væri það þvi að kenna að Rússar væru úr sögunni, en Bandaríkin væru að eins að búa sig undir það, að taka þátt í stríðinu. Á meðan reyndi aðal- lega á Breta. Stjórnin væri að undir- búa það, að auka herinn og leysa úr skipaleysis-vandanum með því að smíða skip og spara skip. Rothermer lávarður tilkynnir að það sé eindreginn vilji lofthernaðar- ráðuneytisins, að gjalda Þjóðverjum loftárásirnar I sömu mynt og hefna myrtra kvenna og barna. Ummæli Ludendorffs, að hvert mannsbarn hverrar ófriðarþjóðar eigi í ófriði, yrði að gilda um Þjóðverja líka. Hinn 17. desember, klukkan 2 e. hád. voru í Brest Litovsk undir- ritaðir vopnahlés-samningar milli Rússa og Miðríkjanna. Urðu hvorir- tveggja sammála um það, að flytja eigi burtu aðrar herdeildir en þær, er verið var að flytja þegar samn ingar voru undtrritaðir. Fréttaritari »Times« í Petrograd segir að þetta atriði hafi nú litla þýðingn, þar sem mikill hluti þýzka hersins sé þegar fluttur á brott frá austurvígstöðvun- um. Rúmenar sömdu um vopnahlé í Focsani til sama tima og með sömu skilyrðum. Von Ktihlmann utanrikisráðherra Þjóðverja er farinn til Brest Litovsk til þess að taka þátt í friðarsamn- ingum. Borgarstjórnin í Petrograd hefir felt úr gildi kosningu allra Kadetta. Trotzky hótar öllum þeim mönnum lifláti, er dirfist að rísa gegn Bolsze- wikkum. Fregnir frá Suður-Rússlandi eru ekki samhljóða, en það er álitið að ókaverzlun ísafoldar cZœRur, dlíynéir, cSŒótur, TqsRí, cfiuááur, cStammar (vis. cab. og pósíkorfa) Spilapcninyar, <$*ostRorfaal6úmt Siíansmynáaal6umy cfiréfsefni i osRjumf Wafnslifir, cÆynáa6œRur, cffiorí. / ramma mijndir af íisfaverkum Eitiars Jónssonar J&QÍr í cskjum handa börnum. Alt ágatis jólagjafir. Kaledin hafi verið tekinn fastur. Það er tiikynt að Kerenskij sé aftur á leið til Petrograd með her manns. Allenby hershöfðingi fékk glæsi- legar fagnaðarmóttökur hjá öllum þjóðflokkum í Jerúsalem, er hann hélt þar innreið sína. Þá er borgar- stjórinn hafði formlega gefið upp borgina, fór hershöfðinginn fótgang- andi ion i hana og hélt til Zion- fjallsins og tilkynti þar að allar helgar byggingar skyldu standa og vera verndaðar. Geddes flotamálaráðherra skýrði frá þvi i neðri málstofu brezka þings- ios 17. des, að 4 þýzkir tundur- spillar hafi kl. 2.45 að m< • ;ni hins 12. des. ráðist á eitt c ezkt og 5 skandinavisk flutningaskip, samtals 8cco smálestir að stærð, sem var fylgt af tundurspillunum Partridge og Pellew og 4 vopnuðum botn- vörpungum yfir Norðursjó á leið til Noregs. Patridge var sökt, og kúla hæfði Pellew niður við vatnsflöt, en hann komst að lokum i höfn. Öll- um flutningaskipunum var sökt. Þeim skipveijum, sem eigi fórust, var bjargað af tundurspillum úr beitiskipadeildinni, nokkrir komust á land í Noregi. Geddes gat þess að rannsókn hefði verið hafin til þess að komast fyrir ástæður til þess að skip, sem send voru að verja kaup- förin, kömu of seint á vettvang. Daily Telegraph bendir á það, að þrátt fvtir þetta óbapp, hafi það gef- ist ágætlega að láta kaupförin sigla í herskipafylgd. Tjón, sem orðin hefir vegnaárása óvinanna ofansjáv- ar, nemi triinna en 2 %* í París hefir verið haldin ráð- stefua af yfirflotaforingum Frakka, Breta, Bandaiíkjamanna, ítala og Japana, og þar ákveðið að koma á sameiginlegri flotastjórn til þess að koma á betri samvinnu og yfirliti yfir sjóhernsðinn, sameiginlegu skipu- íagi og eflingu vísindalegrar sam- vinnu. Viðvikjandi skýislu Balfour’s 12. des. um friðarumieitanir Þjóðverja, tilkynnir þýzka stjórmn, þó eigi op- inberlega, að fyrsta friðarboðið haii komið til hennar fyrir millgöngu hlutleysingja. Robert Cecil til- kyiníír, að þetta sé alger uppspuni. c DAGBOK 1 Jóla- og Nýárs-kort, með íslenzk- um erindum fást hjá Friðfinni Guð- jónssyni Laugavegi 43 B. Fálkinn kom til Kaupmannaha'n- ar kl. 3 síðd. í fyrradag og hefir þvi ferðin gengið ágætlega. Hjónaefni: Guðm. jpórðaraon bók- haldari (frá Hól) og jungfrú Ingi- björg Filippusdóttir frá Gufunesi. — Stefanía Grímsdóttir jungfrú og Loftur Guðmundsson, verksmiðju- eigandi. Fallegasta r-^ir^ r^! W A k.Á\k.Á' ir^ ! r^ir^1 ki Wi r^ W A w Á J Ó18 ■ skrautíi er á förum í verzlun II r^-trijr^ r^ .r^iri' r^r^ir^ r^ ! k Á! k. Á j k. A ! k. A-J k. Á .|k Á I k Á ; k Á! k. Á! W Á J w Á Skirmtau. Eitt sett (búi og múffa) og ein múffa, hvorttveggja nýtt, til sölu á Skólavörðustig 25, uppi, (hús And- résar Andréssonar). Ágæt jólagjof! □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Lifið Dúkku fjús er skemtitegasfa jófagjöfin. Fæst í verzlan Araa Eiríkssonar □□□□□□□□□□□ JÓLA- KJÖTIÐ bezt hjá Jóni frá Yaðne^L Sterkasta ieikfangið | og þvi hentugasta ] ólagjöfin ♦ Keilu-kassi ♦ Arna Eirikssonar | Fæst í tveim stærðum i verzlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.