Alþýðublaðið - 29.05.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.05.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Grefið ilt af A-lþýðuflokknum. 1920 Laugardaginn 29. maí 119. tölubl. Slésvíkurmálm Mkljáð. Khöfn 27. maí. Símað er frá París, að sendi- lierraráðstefnan sé nú búin að út- kljá S'ésvíkurmálin. Landamæri Danmerkur lítið eitt breytt frá uppástungu Clausens magisters, um að hafa þau sem náttúrlegust og þjóðlegust, eða rétt um tak- mörk 1. og 2. beltis. Þýzkaland íær annað atkvæðabelti. ferlíall í PjzMaoii. Khöfn 27. maí. Símað er frá Berlín, að verð falli óðum, og að kaupmenn og bæjar- og sveitarfélög stórtapi. Margar nauðsynjavörur fallið í *verði um alt að 50 procent. ðaðmull lækkar í verði. Khöfn 27. maí. Wolffs fréttastofa tilkynnir frá Amsterdam, að baðmullarverð lækki. íettar og bolsivlkar. Khöfn 27. raaí. Fréttastofa Letta tilkynnir, að á friðarráðstefnunni í Moskva hafi 'landamæradeilan (milli Letta og ibolsivíka) verið útkljáð, en enn þá sé ósamið um fjárhagsatriðin. Lettland verður 70 þús. fer- Mómetrar að stærð. Viðskijtaiejuðu ónóg. Betur má ef duga skal. Allmikið hefir verið ritað um viðskiftanefndina og margt vel, en þó mun eitt ekki hafa verið at- hugað sem skyldi, en það er það, að hún nær ekki tilgangi sínum nema ef til vill að nokkru leyti eins og henni nú er fyrir komið. Hér skal ekki farið út í það, hvort rétt og sjálfsagt hafi verið að skipa hana, þó hins vegar að telja megi það líklegt, að svo hafi verið. Heldur vil eg hér benda á alveg nýja hlið máisins, sem enn hefir ekki verið athuguð að neinu ráði, en það er okurverzlunin, eða keðjuverzlunin, sem hætt er við að leiði af innflutningshöftunum. Það er á allra vitorði, að kaup- menn hafa það við orð, að eng- inn vandi sé að fara í kringum viðskiftanefndina, hvað það snertir að fá það af vörum sem þeir vilja; ekkert sé annað en að biðja um meir en þeir kæra sig um, nefnd- in slái hvort sem er bara vísum hluta af hverri pöntun. Hvort þetta er rétt læt eg ósagt, en ef svo er, þá hefir nefndin engin ráð, eftir að hún veit þetta, önnur en að' rannsaka nákvæmlega, á kostnað kaupmanna, hve mikið þeir hafa fyrir af þeirri vörutegund, sem þeir æskja eftir, og skamta þeim siðan úr hnefa. En þetta er nú útúrdúr. Hvað viðvíkur keðjuverzluninni, þá hefir einhverntíma áður verið vikið að henni hér í blaðinu. Og eftir að viðskiftahöftin jukust, er þegar farið að brydda á henni, og má búast við þvf, að hún aukist stór- um, eftir því sem minna verður um innflutta vöru. Það mun t. d. rétt vera, að tóbaksvörur séu byrj- aðar »að fá fæturna« milli heild- salanna, og má nærri geta, hvort þeir hver um sig gleyma prócent- unum, er þeir selja þeim næsta. Vafalaust koma svo fleiri vörur á eftir, hvað af hverju, ef þetta verð- ur látið afskiftalaust. Viðskiítanefndin, eða öllu held- ur sérstök nefnd skipuð mönnum óviðkomandi heildsölum og kaup- mönnum, ætti að fá vald til þess, að krefja heildsala og kaupmenn um nákvæmar skýrslur um það hverjar og hve rniklar vörur þeir hafi, hvað þær hafi kostað f inn- kaupum og hve reksturskostnaður fyrirtækis þeirra sé mikill. Að fengnum þessum upplýsingum á- kveður svo nefnd þessi, hve verð varanna megi vera hátt í heild- sölu og mundi hyggilegast, að hver sem selur slíkar vörur, tilkynni nefndinni jafnóðum og hann selur, og algerlega ætti að banna að selja sömu vöru oft- ar en einu sinni í heildsölu. í stuttu máli, viðskiftanefndin er ónóg, og þess vegna verður að skipa verðlagsnefnd og banna okurverzlun. Og ekki nóg með það, nefndin verður að starfa og fylgja fast fram og miskunarlaust þeim reglum, er kynnu að verða settar. /. J. ]apan og Kina. í Japan ræður afturhalds- og auðvaldsstjórn. Sparar hún þvf hvergi að vinna lönd og kúga máttarminni þjóðir. Muna menn eflaust hina svívirðilegu meðferð þeirra á Kóreubúum, hvernig þeir nær hafa útilokað landsmenn sjálfa frá eigin atvinnuvegum sínum. Eins leika þeir Kínverja. Með friðarsamningunum fengu þeir umráð yfir Tsingtau. Meðan Þjóðverjar héldu henni gekk alt vel. Þýzku hermennirnir keyptu það sem þeir þurftu með. Japanar heimta það án endurgjalds. Þjóðverjar létu borgina vera opna öllum þjöðum. Japanar hafa í raun og veru lokað borgirini fyrir öðrum en japönskum borg- urum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.