Morgunblaðið - 17.03.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ HP.Duus A-deild Hafnarstræti. V Svart HálfklæBi — 6,oo pr. m. Sheviot — Káputau — Alpakka FI a u e I svart og mislitt. Tvisttau — Sirts — Flónel Flauels molskinj Nankin — Buckskin — Léreft Prjónavörur Lakalóreft — Gardinutau HandklæBi — Pluch-borBteppi — Rúmteppi — Ullarteppi Regnkápur meB niBur8ettu verBi. ÁBur 34 kr. — nú 25 kr. þeim góða leigu fyrir þau og gefa þeim tryggingu fyrir þvi að fá vöru- birgðir. En vegna áhrifa frá Þjóð- verjum tafði hollenzka stjórnin samn- ingana, einmitt þegar samkomulag var að nást. Þess vegna hafa banda- menn nú tilkynt Hollendingum, að ef þeir hafi eigi gefið fullnægjandi svör fyrir 18. marz, þá muni banda- menn leggja hald á skipin. Blöðin benda á það, að það sem Þjóðverjar bjóða i staðinn, er annað hvort að skipin séu kyrsett í höfn- um eða skotin i kaf, og enda þótt Hollendingar séu eina hlutlausa þjóðin að norðan, sem styður kaf- bátahernað Þjéðverja, þá hafi kaf- bátarnir þráfaldlega skotið hollenzk skip, sem hættu sér út á sjó. Þjóðverjar hafa þegar í hótunum við Hollendinga, ef þeir verði við kröfum bandamanna, en sjálfir svíf- ast þeir eigi að leggja hald á hol- lensk skip, sem sigla á vatnaleiðum innanlands. - % Brezka spítalaskipið »Guildford Castle* varð fyrir kafbátsárás í Bristolflóa að kvöldi hins io. marz. Var það þá á heimleið, hafði uppi fána Rauðakrossins og öll Ijós log- andi. Skipið skemdist nokkuð, en komst þó til Avonmouth. Um borð voru 450 særðir menn frá Austur- Afríku. Skýrslan um kafbátahernaðinn fyr- ir vikuna sem endaði 9. marz sýnir það að 2046 skip bafa komið til brezkra hafna, en 2062 farið. Sökt var 15 brezkum skipum er báru meira en iéoo smál. og þremur minni. A átta skip var ráðist árang- urslaust. Erl. simfregnir fri fréttaritara'Morgunbl.). Frá Kússlamli. Khöfn, 15. marz. Trotsky er orðinn hermálaráð- herra í Rússlandi og hefir tekið sér yfirhershöfðingjavald. Rússar mótmæla þvi, að Tyrkir leggi undír sig Batum. Þjóðfundurinn i Moskva er nú að ræða um friðarsamningana, sem full- trúar Rússa gerðu við Þjóðverja í Brest-Litovsk. Frá Frakklaudi. Khöfn, 15. marz. Akafar stórskotaliðsorustur eru sífelt háðar á vesturvigstöðvunum. Bretar og Hollendingar. Khöfn, 15. marz. Bretar hafa sett Hollendingum þá kosti fyrir aðflutningum, að þeir leigi bandamönnum flutningaskip er be^i samtals 500 þús. smálestir. Þýzku blöðin eru mjög gröm yfir þessari kröfu. Frá London er símað, að til andsvara þýzku blöð- unum segi Bretar að þessi krafa sé ekki ný »sjóránsaðferð« heldur sé hún hðfðinglegt tilboð um leigu á skipunum. ÁLandseyjar. Khöfn 15. marz. Miklar óeirðir á Alandseyjum. V Elliðaárnar. í fyrravetur kom tilboð frá þeim bræðrum Sturlu og Friðrik Jónsson- um, um leigurétt Elliðaánna. Vildu þá sumir að því tilboði væri tékið; en þó varð það úr, að leiguréttur- inn var boðinn út. Hið sama varð ofaná að því leyti, að þeir bræður hreptu árnar, en fyrir mun lægra verð heldur en þeir höfðu áður boðið. Reynslan í fyrrasumar mun hafa sýnt það, að árnar margborguðu þá leigu, sem fyrir þær var gefin. Þess vegna^væri ekki *&bugsandi að bærinn gæti haft af þeim meiri tekjur i sumar. En þetta útboðs- fyrirkomulag er óheppilegt. Eng- um manni kemur til hugar að bjóða þegar hið hæsta verð fyrir leiguna, er hann mundi vilja gefa, heldur bjóða menn hið lægsta, sem nokkr- ar líkur eru til að þeir fái árnar fyrir. Setjum nú svo, að jafnhá tilboð komi frá 3—4 mönnum. Þá á bæjarstjórnin að skera úr því hver sfeuli hljóta hnossið og getur þá hæglega farið svo, að frændsemi, vinfengi eða eiginhagsmunir ráöi um það hver árnar hreppir. En það er hvorki rétt né gott. Réttast væri liklega fyrir bæinn að leigja árnar eigi allan tímann til einstakra manna, eða manns, heldur leigja veiðina daglega. Er enginn efi á þvi, eins og eftirspurnin að veiði i ánum var mikil í fyrra, að bærinn getur fengið mikið meiri tekjur heldur en likur eru til að hann geti fengið með þvf að taka ha sta tilboði, sem gert er. Það má veiða daglega í ánum með þrem stöngum í senn. Selji nú bærinn réttinn fyrir hverja stöng 20 krónur á dag, þá verða það samtals 5400 krónur á þrem mánuðum. En vilji bærinn eigi hafa það ó- mak, að leigja árnar þannig, þá get- ur hann þó gert annað. En það er að halda opinbert uppboð á veiði- réttinum árlega. Þá er engum gert hærra undir höfði en öðrum. Þeim, sem vilja leigja, er gefinn kostur á því að bjóða h æ s t a verð sitt fyrir veiðiréttinn. Og bærinn fær þá áreiðanlega ekkh minna gjald fyr- ir árnar heldur en með útboði — en miklar líkur til þess að hann fái talsvert meira. x An. Alexander I. nefnist hinn nýi konungur Grikkja og næstelsti son- ur Konstantins konungs. Hann er hinn fjórði konungur í Grikklandi síðan það losnaði undan Tyrkjum. Hinn fyrsti var Otto I. (prins af Bayern). Hann tók við ríki 1832^ en veltist úr hásæti árið 1862. Arið eftir tók Georg I. við konungstign. Hann var sonur Kristjáns IX. Dana- konungs. Hann sat að völdum í 50 ár. Hinn 18. marz 1913 var hann myrtur. Þá tók Konstantín sonur hans við riki og ríkti i fjög- ur ár. Bandamenn neyddu hanu til að segja af sér konungdómi. Eu Miðríkin hafa eigi viðurkent afsetn- ingu hans, og er það mælt að þau muni ætla að koma honum til valda aftur, og gefa Georg eldra syni- hans ríkiserfðir. i pagbok Hjálparstarfsemi Bandalaga k v e n n a. Viötalstími miðvikud. og föstud. kl. 2—4 á lesstofu kvenna, ASalstræti 8. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A.&Canada 3,50 PósthúR 3,69 Franki franskur 62,00 60,00 Sænsk króna ... 109,00 110,00 Norsk króna ... 104,00 106,50 Sterllngspund ... 16,00 16,00 Mark ... 68 00 ... Holl. Florin ... ••• • •• ... 1.37 Austurr. króna... ... ... , til Frænka Charleys var sýnd í fyrra- kvöld og gærkvöld fyrir troðfullu húsi. Yfirleitt var gerður góður rómur að leiknum og hlegið mikið. Valtýr, þilskip Duus-verzlunar kom inn í gær og hafði aflað 81/4 þús. af vænum fiski. Er það ógætur afli þegar þess er gætt hve mjög veðrið hefir aftrað veiðum. Botnía hefir mikið af vörum með- ferðis til Færeyja, að sögn um helm- ing farmsins. Mun skipið því fráleitt komast á stað þaðan fyr en annað kvöld eða á þriðjudaginn og er því Iíklegt, að Sterling verði á undan JBotníu hingað. það skip átti að fara beina leið. Póstpoki hverfur. þegar norðan- póstur var síðast á ferðinni norður, hafði hann m. a. meðferðis einn poka með ábyrgðarbréfum, sem fara átti til Sauðárkróks. Poki þessi hefir ekki komið fram og vita menn það síðast til hans, að sögn, að hann var send- ur frá Stað í Hrútafirði, Próf í þessu máli hefir verið haldið á Akureyri, án þess þó að komist hafi verið fyrit það, hvað af pokanum hefir orðið. I honum voru m a. nokkur þúsund krónur í peningum. — Sömu ferðinft vöknaði pósturinn í 14 koffortum svo mjög, að hann varð að vera eftir á Stað í Hrútafirði til þess að hanO Fih. á 4. dálki 7. slðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.