Morgunblaðið - 17.03.1918, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Jarðepli
í heilum pokum
Og
smásölu
(pr. kilo 50 aura).
Jes Zimsen.
Peir sem
faafa pantað hjá mér brenuara á
mótorlampa, eru beðuir um að sækja
þá hið allra fyrsta. Nokkra brenn-
ara og hreinsunarnálar get eg selt
auk þessara, sem pantaðar hafa ver-
ið.
Nokkrar smálestir af ballastjárni,
mjög hentugt fyrir vélbáta og kútt-
era, hefi eg til sölu, og kostar hver
smálest 65 kr.
Yald. Paulsen,
Elapparstíg 4.
Tjöld
Stærri og minni tjöld geta menn
pantað mun ódýrai en hjá öðrum,
hjá
Guðjóni Olafssyni,
Simi 667. Bröttugötu 3 B.
Stulfia
vön sveitavinnu óskast í ársvist nú
þegar eða 14. maí, á gott heimili i
grend við Reykjavík. Hátt kaup í
boði. Uppl. í dag á Frakkastlg 5
kl. 4—8 e. m.
G. Stefánsson.
30-40 hestar
af grænni töðu til sölu á Sel j alandi,
Sími 37.
Skrifstofa andbanningafélagsins,
Ingólfstræti 21,
opln hvern virkan dag kl. 4—7 síöd.
Allir þeir sem vilja koma áfengis-
málinu i viðunandi horf, án þess að
fanekkja persónufrelsi manna og al-
mennum mannréttindum, eru beðnir
að snúa sér þangað.
Sími 544.
Frú Kerensky
Skömtnu áður en Kerensky v?r
steypt af stjórnaistóli í Rússlandi,
kvæntist hann hinni frægu leikkonu
Timme, frá Alexindra-leikhúsinu i
Petrograd. Hún heíir ferðast viða
nm heim og hvarvetna hlotið mikið
lof fyrir leiklist sina. En nú hefir
hún fengið að reyna bað, ásamt
manni sínum, að »ekki er holt að
hafa ból hefðar upp á jökultindic.
Nú munu þau bæði verða að fara
huldu höfði.
Myndin hér að ofan er af hinni
fögru leikkonu.
,Amma Norðurálfu‘
Lovísa drotning Kristjáns konungs
hins níunda, hehr stundum í gamni
verið nefnd »amma Norðurálfu« vegna
þess að afkomendur hennar hnfa
mægzt við þjóðhöfðingja í mörgum
löndum álfunnar.
Hinn 7. sept. í haust voru 100
ár liðin síðan Lovísa drottning fædd-
ist. Þá réðu barnabörn hennar rikj-
um i Danmörku, Noregi, Bretlandi
og þá til skamms tíma einnig i Rúss-
landi og Grikklandi. Barnabörn henn-
ar eru einnig gift prinsum og prin-
sessum í Svíþjóð, Mecklenburg, Ba-
den og Piússlandi.
cDtorcjunSlaóió Bazt.
Íritvélin tekur fram öllum öðrum
ritvélum. Einfaldari og fullkomn-
ari gerð, handhægari en aðrar. Ekk-
ert litband. Margskonar letur má
nota, þar eð stafirnir eru allir á
einu hjóli, er skifta má um.
Einkasali fyrir ísland: G. Jóhannesson, Eskifirði og Norðfirði.
Fasteígnaskrifstofan.
Ef þér viljið kaupa:
íbúðar- eða verzlunarhús í Reykjavík, stór eða smá,
Erfðafestulönd við Reykjavik, með eða án bygginga,
Bújörð á Suður-, Norður- eða Vesturiandi,
Mótorskip, stærri eða smærri,
Kúttera, mjcg ódýra,
Róðrarskip (áttróið),
Verzlunarhús, Vestan- eða Norðanlands,
eða ef þér viljið selja fasteignir eða skip, þá sp'yrjist fyrir á
Fasteignaskri f sto fun ni.
Opin kl. 10—12 og 4—7. Talsími 739.
Danskur skófatnaður.
Barnaskófatnaður, allar stærðir frá nr, 17-35,
CJng'ling’askófatnaðar, allar stærðir.
Mikið úrval af karla og kvenna skófatnaði
Inn skór: Karla, kvenna og barna.
Leikfimisskór: Karla, kvenna og barna.
Klossar: Karla kvenna og barna.
Gúmmíhælar. Reimar.
Clausensbræður.
Sími 39. Hótel Island.
lítboð.
A safnaðafundunum, sem haldnir hafa verið nýlega hér í bænn®,
var samþykt að byggja vandaða grásteinsgirðingu um viðbótina við kirjn'
garðinn. Þeir sem kynnn að vilja taka að sér verk þetta, geta fenglð
allar nauðsynlegar upplýsingar hjá okkur undirrituðum.
Við tilboðum verður ekki tekið lengur en til næstu mánaðamóta.
Reykjavik 15. marz 1918.
Sigurbj. ?J. Gísíason, firtii Jðnsson, .
(oddviti sóknarn. Dómkirkjusafnaðarins). (form. safnaðarstj. Fríkirkj11*'