Morgunblaðið - 17.03.1918, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ
S
langt að bíða að alheimsfriður kom-
ist á, þrátt fyrir baráttu stjórnmála-
manna óvinanna.
Eg er viss um það, að það er
aðeins undir þráa manna komið
hvort hægt mun að ná nú alheims-
friði, heiðarlegum fiiði fyrir alla.
Og friðaitilboð Wilsons forseta styrkja
mig í þeirri tiú. Auðvitað er eigi
hægt að taka þeim friðarboðum sem
aðgengilegum í öllum atriðum, þvi
að þá mundi vera óþarfi að leita
samninga um frið. \
Eg álít óhætt að segja það, að
eg tel að Wilson hafi með þessum
friðarboðum nálgast mjög skoðanir
Austurríkis og Ungveijalands og að
Austurríki og Ungverjaland geti bik-
laust fallist á sumar skoðanir hans,
en verða þó að hafna friðarboðun-
um að því leyti sem þau snerta
bandamenn þeirra,bæði hald Þjóðverja
á Belgíu eðahvernig með Tyrki á að
fara. Því að Austurríki og Ung-
verjaland eru bandamönnum sínum
trú og ætla að berjast þangað til
yfir lýkur, til þess að verja lönd
bandamanna sinna eins og s{n eigin
lönd.
Hann kvaðst verða að mótmæla
öllum afskiftum annara um það
hvernig Austurriki og Ungverjaland
réðu innanrikismálum sínum til lykta.
Um það að leggja niður leynileg
stjórnmálaviðskifti, eins og Wilson
hafði farið fram á, kvaðst hann ekk-
ert ákveðið geta sagt, en hann ef-
aðist um að það mundi altaf reynast
heppilegt. Að birta jafnharðan öll
stjórnarviðskifti, gæti t. d. orðið til
þess að verzlunarsamningar — sem
ekkert væru annað en verzlunar-
samningar — strönduðu og deilur
risu upp milli ríkjanna.
— En ef forsetinn á við það að
enga leynisamninga megi gera, þá
er eg hugmyndinni hvergi mótfall-
inn, enda þótt eg fái eigi séð
hvernig á að koma henni í fram-
kvæmd og sjá um að eigi verði út
af brotið. En um þetta má ræða
betur.
Um annað atriðið i friðarræðu
Wilsons, frelsi úthafanna, kvaðst
hann algerlega vera á sama máli og
forsetinn. Um þriðja atriðið, jafn-
rétti til verzlunar og viðskifta, sagði
hann:
— Þetía atriði, sem tekur þvert
fyrir það, að viðskiftastyrjöld standi
að ófriðnum loknum, er svo alger-
lega í samræmi við þær kröfur, sem
vér höfum þrásinnis gert, að eg hefi
þar engu við Ið bæta.
Um það að takmarka herbúnað
svo mjög sem unt væri og mætti,
vegna öryggis þjóðanna, kvað Czernin
mjög æskilegt til þess að ekkert
herbúnaðarkapphlaup gæti átt sér
stað, og þætti sér vænt um að for-
setinn hefði að þessu leyti aðhylzt
skoðanir sinar.
Viðvíkjandi Rúmeníu, Serb'u, Ítalíu
og Montenegró, kvaðst hann alls
eigi vilja gefa óvinunum fyrirheit
um neina landskika eða á annan
hátt hvetja þá til þess að halda ó-
friðnum áfram í þeirri trú, að þeir
ættu ekkert í hættunni.
Svo skoraði hann á Wilson for-
seta, að fá bandamenn til að koma
fram með þá friðarsamninga, er þeir
mundu vilja ræða. Kvaðst hann
mundu vilja tala jafn einlæglega og
opinskátt við Wilson, eða hvern ann-
an, sem fáanlegur væri til þess að
ræða við sig, eins og hann gerði nú.
— Vér erum, mælti hann, fylgj-
andi því að Pólland fái sjálfstæði,
og þangað safnist öll þau héiuð,
sem ótvirætt eru bygð Pólverjum.
Að þessu leyti getum vér þvl fljót-
lega komist að samningum við Wil-
son.
Eigi erum vér heldur andvigir
þeirri hugmynd hans, að koma á
alþjóðasambandi. Þessvegna erum
vér honum sammála i aðalatriðun-
um. Skoðanir vorar um endur-
sköpun heimsins að ófriðnum lokn-
um, eru svo líkar, og einnig skoð-
anir vorar um ýmislegt annað, að ef
friðarumræður væru upp teknar, þá
álít eg að það mundi verða til
samkomulags.
Austurríki og Bandarikin eiga lík-
astra hagsmuna að gæta í þessum
ófriði, og því er það ekki nema
eðlilegt, að minstur sé ágreiningur-
inn milli þeirra. Og það gæti því
verið, að ef þau tækju upp friðar-
umræður sín á milli, þá yrði það
til þess, að öll önnur ófriðarríki
færu að tala saman um friðarskil-
málana. —
Að lokum bað Czernin þingið
um traustsyfirlýsingu og mælti:
— Það er ekkert annað sem held-
ur mér i þessari stöðu en skyldu-
rækni og hollusta við keisarann og
meiri hluta þingsins. Enginn utan-
ríkisráðherra getur gert slíka samn-
inga sem þessa, nema því aðeins að
hann viti, og allur heimurinn viti
það, að hann hafi meiri hluta þjóð-
arinnar að baki sé. Ef þér treystið
mér til þess að gera þessa samn-
inga, þá eigið þér að styrkja mig
til þess. En ef þér treystið mér
ekki til þess, þá skuluð þér láta mig
fara. Það er eigi nema um tvent
að velja.
Hafnarmálið.
Þá er nú svo komið að búið er
að skipa töluvert marga menn til
statfa og eftirlits við höfnina. fá,
jafn vel fle ri en menn nokkurn tíma
hafa gert sér f hugarlund að mundi
þurfa og þó virðist sem marga vanti
enn, ef vel á að fara, þvl alt virðist
lenda við sama sleifarlagið og áður,
sífeld óregla og áhætta, Htil þægindi
en mikill kostnaðarauki við það sem
áður var. Þetta eru sorgleg sann-
indi, sem óneitanlega benda til þess
að fyrirkomulagi hafnarinnar og eft-
irliti hennar sé mjög ábótavant. Sem
dæmi vil eg geta þess, að þótt skip
séu að hafna sig eða leysa úr höfn,
heyrast hvorki né sjást helztu eftir-
litsmenn hafnarinnar, sem þó er ó-
frávlkjanleg regla i höfnum hins
mentaða heims. Þannig var síðast-
liðið haust, að ýmsum skipum var
leyfð vetrardvöl við norðurgarðinn,.
en legu þeirra var svo fyrir komið
að óviðunandi var i allan máta; öllu
ægði saman, hverju við anaars hlið,
stórum og smáum skipum. Akketin
sem fram af skipunum voru, sett af
handahófi svo óreglulega að sumar
keðjurnar lágu yfir 3—4 keðjur ann-
ara skipa. Af þessu leiddi að mjög
var ilt skipum að losa sig frá garð-
inum og það sem verst var, að skip
þau er keðjur áttu ofan á keðjum
slíks skips lágu eftir á mjög ótrygg.
Alveg var sama með afturfestar skip-
anna. A sumum skipunum lágu báð-
ar afturfestarnar í sama festarauga,
en á sumum skipum voru alt að fjór-
um festaraugum milli festa frá sama
skipi. Af þessu leiddi óþarft og
hættulegt slit á festunum og sifelt
samanfall skipa eftir áttum.
Og af hverju stafaði þetta? Beint
af hirðuleysi og þekkingarskorti eft-
irlitsmanna hafnarinnar. Það sem
af þessu leiddi voru ýmsar skemdir
á skipum, bæði stærri og smæiri,
megn óánægja yfir því hve höfnin
væri ófullnægjandi og ókyr, og að
siðustu fóru flestir botnvörpungarnir
(þeir sem eftir voru) sem voru þó
sterkustu skipin, frá garðinum i sín-
ar gömlu vetrarlegur inn f Sund og
vildu heldur vinna til að láta 3 menn
búa í hverju skipi og kosta þá en
að eiga á hættu að skipin skemdust
við garðinn; flest hinna voru neydd
til þess að vera þar sem þau voru
komin, þar sem þau ekki áttu tæki
til að búa um sig f vetrarlegu.
Aftur voru einstök skip, bátar og
prammar sem lágu við algengar fest-
ar á höfninni og leið mæta vel, sem
sýndi beint að höfnin sjálf var gott
skipalægi ef umbúnaður skipanna var
réttur. Þó voru full tvö ár liðin
frá því að hafnarvörður var skipaður,
en eins og sjómenn þessa bæjar
hugðu straks, var ekki mikils að vænta
úr þeirri átt, eins og reynslan hefir
sýnt. Eftir að umkvartanir fóru að
verða töluvert háværar um tjón skipa
hér á höfninni, voru hafnsögumenn
að Reykjavíkurhöfn, fengnir til að
leggja skipunum bæði við garðana
Gjörníngar.
Saga.
Altaf þegar eg minnist á Verma-
laad og þá sem þar eiga heima,
rifjast upp fyrir mér gömul saga
bóndakonu, sem ætlaði á stöðul
að morgni dags og mjólka kýr sín-
ar* En þá er kýrnar voru eigi komn-
ar þangað, eins og endranær, varð
^úa að ganga langt inn í skóginn
^ Þess að leita þeirra og svo vilt-
lst hún i skóginum.
Konan hafði verið I slæmu skapi
ÚQr en hún fór að heiman og skap-
batnaði eigi, þá er hún fann ekki
^rQar. En meðan hún leitaði þeirra
Var hún að hugsa um það hve strit-
f,*1113 «fi hún ætti og að það mundi
eRa aldrei breytast til batnaðar.
^eöni þótti vænt um bónda sinn,
en hún hlaut þó að taka eftir þvf,
að hann var líka orðinn slitinn og
boginn.
Henni þótti líka vænt um bæinn
og jörðina, þvi að hún var fædd
þar og uppalin. Eo hún hlaut þó að
sjá það að stofurnar voru lágar og
litlar og gátu eigi einu sinni kom-
ist í samjöfnuð við stofurnar á höfð-
ingjasetrunum hjá prestinum. Og bú-
garður þeirra var langt inni í skógi,
svo að vikum saman sá hún ekki
aðra menn en heimilisfólkið. Og
vinnufólkið---------. Ekki vildi hún
blátt áfram segja að það væri svik-
ult, en latt var það og kærulaust,
það var áreiðanlegtl
Um morguninn þegar hún vakn-
aði, hafði hún einmitt verið að tala
um það við bónda sinn, að þau
skyldu selja þessa afskektu jörð og
kaupa sér aðra jörð niðri í sveitinni.
En hann vildi ekki hlusta á tal henn-
ar og þess vegna komst hún I slæmt
skap. En hún hafði þó haft rétt uð
mæla I Kýrnar þeirra mjóJkuðu sama
sem ekkert. Skógurinn, þar sem
þeim var beitt, mátti heita ófær,
Það var hinn þéttasti myrkviður og
oft hafði henni komið það til hug-
ar að hún mundi villast þar.
Jú, meðan hún hafði nú ráfað þarna
um skóginn og verið sokkin niður
í þessar þunglyndis hugsanir, hafði
hún ekki tekið eftir því hvaða laun-
stigu hún þræddi og nú vissi hún
ekki hvert hún var komin. Fram-
undan henni var stórt grenitré, sem
hún þóttist þekkja, en það gat ekki
verið, þvl að það tré var miklu
lengra inni í skóginum. Svo langt
hafði hún ekki gengið. Hún settist
niður á stóran stein og hélt fyrir
augu sér, en það var ekki til neins.
Hjartað barðist ákaflega og hugsan-
irnar urðu ruglaðar af ótta. Hún
hafði heyrt getið um menn, sem
viltust i skóginum. Þeir höfðu ráf-
að þar dögum og vikum saman.
Og einn þeirra hafði fundist dauð-
ur.
Konan hafði enga eirð í sér til
þess að sitja svo lengi að hún gæti
jafnað sig. Hélt hún þvi áfram lengra
inn í skóginn til þess að reyna að
finna götuna heim að bænum. Hún
hugsaði nú ekki framar um það að
finna kýrnar. Nú var mest um það
vert að komast heim.
Hún ráfaði nú lengi um skóginn
og vissi ekkert hvar hún fór. En
svo þraut skóginn alt i einu og
framundan voru skóglausar sléttur
og þar stóð reisulegur og fagur
bær.
Hún staðnæmdist skyndilega og
varð hálfu hræddari en fyr. Því að
hún vissi að þar í nágrenninu var
enginn bær, nema bærinn hennar.