Morgunblaðið - 24.03.1918, Síða 3
24. marz 160. tbl.
MORGUNBLAÐIÐ
Odýr páskamatur.
Ágætar Rjúpur
verða^seldar fyrir páskana. Tekið á móti pöntunum
hjá
Jóni Hjartarsyni & Go.
Tal8Ími£40. Hafnarstræti 4.
Þegnskyldaí Noregi
Allir menn 15—65 ara
þegnskyldir.
fess heíir iður verið getið í skeyt-
um hér í blaðinu, að Norðmenn
hefðu í hyggju að kema á þegn-
skylduvinnu hjá sér í sumar. Frá
þessu er nokkuð nánar skýrt i
>Tidens Tegn«.
Það var norska landbúnaðairáðu-
neytið, sem bar frumvarpið fram.
í fyrra hafði það skorað á bændur
■og búalið að rækta eins mikið og
unt væri, og bar sú áskorun nokk
urn árangur. En ekki þorir ráðuneytið
'eigi að treysta þvl, að frjá’s fram-
lög i þá' átt verði nægileg. Þess
vegna hefir það æskt þess, að hafa
lagaheimild til þess að kveðja menn
íil landbúnaðarvinnu ef þörf gerist.
Með frumvarpi ráðuneytisins er
•gert ráð fyrir þvi, að hver maður
15—65 ára sé skyldur til þess að
vinna að jarðyrkju, eða i stað þeirra,
sem jarðræktarvinnu stunda, ef stjórn-
in krefst þess. Ef þeir þurfa að
ferðast, greiðir stjórnin allan ferða-
lostnað og sömuleiðis eiga þeir að
fá kaup, samsvarandi þvi, er þeir
niundu hafa að öðrum kosti. Hús-
hændur eru skyldir til þess að láta
hjú sin af hendi og taka við þeim
aftur, að vinnu Iokinni.
Þá eru og allir hestaeigendur skyld-
ir til að láta hesta sína af hendi til
íarðyrkjuvinnu. Er búist við því að
það muni þurfa 2—3 miljónir hesta-
^agsverk og 4 miljónir dagsverka
fyrir menn. Þvi að það er i ráði
auka ræktað land um eina miljón
^ekara.
Það er og i ráði, að börn á aldr-
lt)ntn 10—15 ára vinni að jarðyrkju
* sumar. A að skifta þeim i flokka
haga skipulagi þeirra likt og
hðkast meðal Skáta, en fullorðinn
hiaður verður látinn fylgja hverjum
hokki.
^erskylduvinnu á að haga þannig
hún komi sem minst i bág við
'^ðræktarvinnuna. Ennfremur er
J'ast til þess að takmarka megi
g og loka iðnaðarstofnunum um
1113 leyti, og svo öðrum fyrir-
lum.
Stjórnin getur tekið eignarnámi
þa 1 lönd, ssm eru látin óræktuð, en
hægt er að rækta, og á heimtingu á
jarðræktartækjum ábúanda til þess
að koma löndunum í rækt.
Þeir, sem vanrækja að rækta það
sem þeim ber, eða liggja á liði
sinu, eiga að sæta sektum, 20—200
krónum fyrir hvern dekara.
Fráfærur.
Á næstliðnu vori vakti »Morg-
unblaðið« máls á því að fráfærur
væru nauðsynlegar til að bæt’ úr
feitmetiseklunni, og varð það til þess,
að stjórnin hvatti bændur til að færa
frá, en gaf enga skipun út um að
það yrði gert. Árangurinn af þvi
virðist hafa orðið mjög litillr og fáir
bændur sint þessari málaleitun.
Síðan hefir mikið þrengt að með
feitmetisleysið, og nú er svo kom-
ið, að það er orðið alment, og eng-
ar líkur til að úr því greiðist í bráð,
þar sem aðflutningur á feiti virðist
alveg stöðvaður. En hér um má
ségja, að ekki sé annað en rétta út
hendina eftir þessari vöru, þar sem
hún er til i landinu sjálfu, ef hún
aðeins er notfærð, og má merkilegt
heita, að því hefir ekki verið meiri
gaumur gefinn en raun er á, á þess-
um tímum, þegar alt er fult af vel-
ferðarnefndum, til að leitast við að
létta undir ok ófriðarins og greiða
fram úr örðugleikunum með að afla
helztu lifsnauðsynja.
Búnaðarskýrslurnar fyrir árið 1915
telja 329000 ær með lömbum á
landinu, og má líklega ganga út frá
likri tölu, eða heldur fleiri ám nú,
og þó dreginn sé frá einn þriðji
hlutinn af öllum ánum fyrir vanhöld-
um, þá verða eftir 220000, sem
færa mætti frá. Ef svofer gert ráð
fyrir 5 pundum af smjöri úr hverri
á yfir sumarið, verða þetta samtals
1100000 pund — (ein 'miljón og
eitt hundrað þúsund) — eða rúmlega
12 pund á hvert mannsbam á land-
inu, auk smjörsins, sem framleitt er
úr kúnum. Þetta eru tölur, sem
ekki verða vefengdar svo nokkru
muni, nema þá í áttina til að'áætla
smjörframleiðsluna enn þá’meiri.
Hér er um geysimik! 1 vorufnm-
e.iðslu að taflt, sem þjððitr gerur
undir engum kringumsræðum án
verið, að eins að bændur taki hönd-
um saman og hagnýti á þennan
hátt afurðir sauðfénaðarins; en eftir
þeirri reynslu sem er fengin, þarf
ekki að búast við að bændur al-
ment hefjist handa i þessu máli,
heldur verði stjórnin að ýyrirskipa
fráfarur á ræsta sumri um land alt,
os; °an%a stranat eýtir að peirri fyrir-
skipum sé hlýtt.
Ekki ættu fráfærurnar að verða
til taps fyrir bændur. Það er ekki
lítið búsllag öll mjólkin úr ánum,
og mundi vafalaust hagkvæmara
fyrir þá að nota hana meira en gert
er, heldur en kaupa hinar dýru
kornvörur. Lömbin verða að visu
talsvert rýrari lil frálags, en ný-
mjólkin borgar þann halla og miklu
meira.
Helzta mótbára bænda gegn frá-
færunum er fólkseklan. Þetta hefir
haft við rök að styðjast undanfarið.
En nú borfir öðruvisi við, þar sem
atvinnuleysið kreppir að kaupstaðar-
búunum. Þá ætti engum að vera
vorkunn að fá fólk til sveitavinn-
unnar, og sennilega býðst bændum
nægur mannafli í sumar, svo að sú
mótbára fellur þá um sjálfa sig.
Þetta er eitt af velferðarmálunum
á þessum alvarlegu tímum, sem verð-
ur að undirbúa l tceka tíð. Og þótt
einhverjum kunni að þykja óhægt
aðstöðu með fráfærurnar, dugir ekki
að láta stranda á þvi. Menn ættu
að hugleiða, að >hollur er heima-
feginn baggi«.
T). T.
Yíkingaskipið „Woif(.
15 mánaOa hernaður.
í skeytum hér i blaðinu hefir ver-
ið getið um þýzka víkingaskipið
>Wolf«. En vegna orðamismunar
varð fregnin þannig, að >Wolf«
hefði strandað á Jótlandsskaga. Þetta
er ekki rétt. »Wolf« komst heim
til Þýzkalands heilu og höldnu, en
skipið sem strandaði, var spanskt
kaupfar er hét >Igotz Mendi«, og
hafði >Wolf« hertekið það og vopn-
að. Var það líka á leið til Þýzka-
lands undir þýzkri stjórn.
Þýzka flotaráðuneytið hefir gefið
út svolátandi skýrslu um hernað
»Wolfs«.
— Til viðbótar við hina ©pin-
beru tilkynningu um það að hjálpar-
beitiskipið >Wo!f« sé komið heim
eftir 15 mánaða hernað, skal þess
getið, að á þessum tima sökti
>Wolf« eftirtöldum skipum f Ind-
landshafi og Kyrrahafi og tók skips-
hafnirnar höndum: »Turritellia«
5528 smál., »Jumna«* 4152 smál.,
>Words\vorth« 3309 smál., segl-
skipið »Dee« 1169 smál., »Wairuna«
3947 smál., amer. seglskipið »Wins-
low« 651 srrá!., »Matunga« 1608
smá!., »Hitachi Maru«, japanskt, 6357
smál. og svo spanska skipið »Igotz
Mendi* 4648 smál.
»Turritellia« var óvopnað kaup-
far, en eigi hjálparbeitiskip. Náði
»Wolf« því í febrúarmánuði 1917
og sendi hermenn um borð i það
og útbjó skipið til sprengiduflalagn-
inga. En nokkrum dögum síðar hitti
það enskt herskip. Þýzku sjóliðs-
mennirnir söktu þá »Turritellia«,
en Bretar tóku þá höndum. — —
Spanska skipinu »Igotz Mendi«
náði »Wolf« fyrir 9 mánuðum
skamt fyrir austan Góðrarvonar-
höfða. Það var á leið til Astralíu
með kolafarm. »Wolf« gerði þegar úr
því vikingaskip og sökti það mörg-
um skipum fyrir bandamönnum.
Skipin urðu samferða heim á leið
og sigldu uppundir Island. Þar
skildu þau. »Wolf« komst heim,
eics og áður er sagt, en »Igotz
Mendi« strandaði á Jótlandsskaga í
svarta þoku.
Þegar sázt til skipsins ætlaði
Switzer þegar að bregða við og
bjarga því, en þegar það kom í Ijós,
að þýzkir vikingar voru um borð,
varð ekkert úr björgunartilraunum.
Þjóðverjum var ekki um það að
gefa upp skipið og voru um borð i
því meðan nokkur von var til þess
að það gæti losnað. En veður tók
að hvessa og skipið rak svo langt
npp á rifið að engin von var um
það að það gæti losnað þaðan,
en hætta á að það mundi farast þá
og þegar. Þá gáfu Þjóðverjar merki
til þeirra sem voru í landi og beidd-
ust hjálpar. Voru þeir þá fluttir i
land og eins skipstjóri og stýrimenn
sem altaf höfðu verið um borð. En
þegar þeir skildu við skipið drógu
þeir niður þýzka fánann og spanska
fánann upp i hans stað, þvi að nú
var skipið eigi lengur herfang Þjóð-
verja.
Félagið, sem skipið átti, gerði þá
samninga við Switzer um það að
bjarga skipinu og tókst að koma
því á flot eftir nokkra daga.
Danir kyrsettu hina þýzku sjó-
liðsmenn, sem á skipinu voru. Reis
út af því deila milli Þjóðverja og
Dana, þvi að Þjóðverjar mótmæltu.
Sárnaði þeim og að missa skipið, því
að það var fullfermt af allskonar
dýrmætum varningi, 3 miljón marka
virði að sögn.
Framtið Rúmeniu.
Dönsk blöð frá miðjum febrúar.
flytja þá fregn, að Rúmenar hafi
rekið Ferdinand konung frá völdum
og látið handtaka hann.
Fregn þessi kemur þeim eigi á
óvart, sem fylgst hafa með því sem
hefir verið að gerast i Rúmeníu síð-
an Rússar sömdu fyrsta sérfriðinn.
Þar hefir verið hver höndin upp á
móti annari siðan, og sá flokkur