Morgunblaðið - 24.03.1918, Side 5

Morgunblaðið - 24.03.1918, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ S Nikulás stórÍLrsti og fyrv.randi yfirhershöfðingi Rdssa dvelur hjá íjölskyldu Péturs bróður sins, en hans er þó vandlega gætt, því að hann á marga fylgismenn meðal liðsforingjanna á Krím. Nikulás skrifast altaf á við þá Joffre og Castelnau og hann er ákaflega hrifinn af Hindenburg. »Hann er bæði Wallenstein og Talleyrand í sennt, segir hann í einu af bréfum sínum. Nikulás er mjög harðorður í garð þeirra sem kooiu fyrstu stjórnar- byltingunni á stað. Hann segir að stærsta glappaskot þeirra Miljukoffs og Gutschkoffs bafi verið það, að þeir hafi haldið að hægt væri að halda ófriðnum áfram eftir að keis aranum var steypt af stóli. »Við hefðum átt að byrja á friðarsamn- ingum meðan enn virtist svo, sem við hefðum eitthvert vald«, segir hann í bréfi. »Kerensky á sök á þeirri óheppilegu sókn, sem sundr- aði hinum rtissneska her.« Nikulás fær fjölda erlendra blaða og hann fylgist nákvæmlega með öllu þvi er gerist í hernaðinum: »Ofriðnum mun lykta haustið 1918, þegar hinu mikla blóðbaði á vestur- vígstöðvunum er lokið«, skrifar hann. »Ófarir Riissa og Itala hafa aukið sigurlíkur Þjóðvejji með 30%«. Og hann álítur að sigurlíkur Þjóð- verja séu nii eins og hlutfallið 3 á móti 2. Bonar Law og siðasta hernaðarfjárveiting Breta. Hinn 7. þessa mán. bar Bonar Law fjármálaráðherra fram frumvarp í neðri deild brezka þingsins um nýja hernaðarfjárveiting, er npmur 600 miljónnm sterlingspunda. Hann gat þess þá, að þetta væri hin stærsta fjárveiting, sem far:ð hefði verið fram á við þingið. Dagleg hernaðarútgjöld Breta hefðu að meðaltali verið 6.;57.000 sterl. pund frá því fjárlagatímabilið hófst og fram í febrúar. Um lán þau er Bretar hafa veitt Rússum, sagði hann að betra mundi að ræða um þau síðar. Þó kvaðst hann eigi álíta að féð væri ófáan- íegt. Utgjöldin væru nú komin 1S41/* miljón sterlings punda fram úr áætl- uu. Það væri aðallega að kenna auknum. hernaði í Mesopoiamia og Gyðingalandi, því að þar hefði þurft að leggja miklar járnbrautir og smíða Ajótaskip. Þá væri og herinn með stærsta móti og auk þess hefði aQkist mikið útgjöld til lofthern- aðar. Aukning útgjaldanna til flotans hefðu verið 13 miljónir og til hjálp- arflotans um 20 miljónir. Lán til ^^udamanna næmu 1264 miljónum °8 til nýlendt Breta 108 miljónum. Hann kvaðst álita að þjóðskuldir Breta mundu eigi fara fram úr 5900 miljónum, en þar af væru svo lán til bandamanna Breta og nýleDda 1600 miljónir sterl ngs punda. Þá mintist Bonar Lnw á hernað inn og sagði að fráfall Rússa hefði haft mikil áhrif á öllum vigstöðv- um, nema í nýlendum Þjóðverja. »Nettó« árangurinn af ófriðnum væri sá, að Þjóðverjar hefðu mist alt ný- lenduríki sitt. Um hernaðinn í Gyðingalandi sagði hann það, að fall Jerúsalems hefc'i eigi að eins haft hernaðarlega og »moralska« þýðingu, því að hags- rnunir Bretlands einskorðuðust eigi við Evrópu. England ætti mikið veldi i austri og það sem hefði gerst í Mesopotamia og Gyðingalandi mundi mjög efli hernaðarþrek rikis- ins. Og enn væri sá kostur ótalinn, að nú væri mikil óánægja i Tyrk- landi, þrátt fyrir sigur Miðveldanna á Rússum. Meðan hið brezka riki væri ósigr- að gæti það eigi slept Egyptalandi. Það hefðu fallið misjafnir dómar um hernaðinn á Saloniki-vígstöðv- unum, en hin óhallkvæma aðstaða bandamanna þar væri Rússum að kenna. Þ/átt fyrir það yrði eigi nóg- samlega lofað hugrekki hersveitanna þar. Eler bandamanna væri skipaður 5 þjóðflokkum. Þar væru franskir, italskir, grískir, serbneskir og brezkir hermenn og yfirhershöfðinginn væii mjög ánægður með þá alla. Síðan mintist hann á hernaðinn að vestan og kvaðst álíta að banda- menn mundu nú hafa unnið full- kominn sigur, ef eigi hefði farið sem fór fyiir Rússum. Fráfall Rússa hefði verið ógurlegur skellur fyrir bandamenn, en það hefði eigi fært Þjóðverja hænufet nær sigri. Það væri heimska að ætla að ÞjóðverjaT gætu hagnýtt sér annað eins land og Rússland. Þau matvæli, sem þar væri hægt að fram- leiða, hrykkju aðeins handa rúss- nesku þjóðinni. Þjóðvcrjar gætu þvi eigi fengið nein matvæli þaðan, nema með því að svelta Rússa og það mundi ekki auka vinfengið með þeim. A fáum mánuðum hefðu Þjóð- verjar flutt 30 herdeildir frá Rúss- landi til vesturvigstöðvanna. í hverri herdeild væri venjulega 16 þúsund manna en i þessum herdeildum mundu eigi vera nema um 10 þús- undir. Hann kvaðst álíta, að þrátt fyrir komu þessara herdeilda mundu banda- menn þó hafa nokkru fleiri hermenn og fallbyssur. Það gæti þó verið að Þjóðverjar flyttu fleiri herdeildir að austan, en alt benti til þess að þær mundu ekki góðar til viga. Endi þótt ráð væri fyrir þvi gert, að austun ikskar hersveitir yrðu sendar til vesturvigstöðvanna, þá mundu bandamenn þó standa betur að vigi á vígstöðvunum fri Ermarsundi að Adriahafi, þannig að með væru taldar vigstöðvar ítala. Hann kvaðst eigi búast við sókn af Þjóðverja hálfu að vestan, en það væri þó eigi gott að vita hvað komið gæti fyrir. En hermennirnir væru vissir um það að þeir gætu staðist allar árásir Þjóðverja. Einn maður úr brezku stjórninni, sem ný- lega hefði ferðast um vígstöðvarnar í Frakkhndi, segði þtð, að heiinn byggist eigi við sókr, því að svo væri hann öruggur um yfitburði sína. Bretar hefðu gengið inn í ófriðinn til þess að brjóta á bik aftur her- vald Þjóðveija og það ætluðu þeir sér enn. Þeir berðust nú fyrir friði og öryggi f framtíðinni. Ef ófriðn- um lyktaði áður en þýzka þjóðin hefði séð það, að ófriður borgar sig eigi, þá mundi friðurinn verða ósigur fyrir Breta. Að lokum var fjárveitingin sam- þykt i einu hljóði. Bæjarstjórnarfundur 21. þ. m. DýrtiOarmál. Borqarstj. skýrði frá þvi, að nú væri búið að útborga 94000 kr. fyr- ir dýrtíðarvinnu af þeitn 100000 kr. er bærinn íekk að láni i.vetur, og næsta laugardag mundi sú upphæð klárast, þegar vinnulaunin værugreidd fyrir yfirstandandi viku; nauðsynlegt væri því þegar að bærinn fengi eitt- hvað af láni því, 250 þús. kr., sem ákveðið hefði verið að taka til dýr- tiðarvinnubóta. Hugmynd dýrtiðar- nefndar væri sú að láta halda áfram óbreyttri atvinnu tii marzmánaðar- loka og i aprílmáouði eftir því sem þörf krefði þann mánuð út, en s?o helst.hætta með maíbyrjun. Jón Þorláksson áleit nauðsynlegt í þessu tilfelli, að lögð væri áherzla á að vinna helst að þeim mannvirkjum er eitthvað gæfu af sér fyrir bæinn í fiamtiðinni eins og t. d. Jiöfnin. Þvi að svo hefði ekki verið gjört til þessa. Og sumt af þeim verkum, sem unnin hefðu verið i vetur, sem dýitíðarvinna, mætti það segja, að betra hefði verið að launa menn starfslausa heima i húsum sínum, en stila þeim út við þau stöif sem unn- in voru. Enda væri nú hægara að finna verk, sem skynsamlegt væri að starfa að, en um há-vetnrinn. Eins mætti benda á ef bærinn fengi litið fé til dýrtlðarvinnu, að láta þá eina njóta hennar er sérstak- lega þörfnuðust hennar fjárhagskgra ástæða vegna. Borqarstjóri sagði að áætlrð væri með framhaldi dýrtiðarvinnunnar, að klára þau verk er þegar hefði verið byrjað á, svo fljótt sem acðið væri og fé fengist; ef fé fengist ekki nema af skornum skamti, þá gæti orðið varhugavert að byrja á um- bótum við höfnina, þar eð hálfklár- uð verk gætu skemt hana. Aftur væii nauðsynlegt að láta starfa að ýmsu öðru, gvo sem vegagerð á Melunum og fylla þar ofan á vatns- leiðslur er lægju þar og reynst hefðu ekki nóg niður grafnar, hefðu þar af leiðandi frosið í hörkunum i vet- ur og rú nýlega orðnar þýðar aftur. Jón Þorláksson áleit ekki hættulegt að byrja á umbótum við höfnina, þó ekki yrðu fullgerðar, svo sem að uppfyllingu o. fl ,v og betra að verja því fé, er fengist, til arðvæn- legra fyrirtækja en þeirra starfa, sem ekkert gæfu í aðra bönd. T. d. mætti talsverðar umbætur á henni gera fyrir 40 þús. kr., þó ekki væri hærii uophæð nefnd. DýrtíSaruppbót. Samþykt var að veita Þorvaldi Björnssyni 400 kr. í dýrtíðaruppbót fyrir yfirstandandi ár i viðbót við eftirlaun hans. Samkvæmt umsókn frá honum. Þorv. Þorvarðarson sagðist ekki vera á móti því að Þ. B. fengi þessa uppbót, en. vilja benda á það að bú- ast mætti við að fleiri kröfum frá sömu stétt og Þ. B. hefði tilheyrt, þvi að hann mundi hafaaltað 1000 kr. fyrir ýms störf auk eftirlaunanna og því hafa hærri laun nú en nokk- ur hinna stufandi lögregluþjóna bæ- arins. Frv. um lokunartima sölubuöa. Sveinn Björnsson reifaði málið fyrir nefndarinnar hönd. Samkvæmt frv. þessu á að loka öllum sölubúðum kaupmanna í Reykjavik kl. 7 e. h. hvern virkan dag ársins, og daga fyrir stórhátíðar kl. 4. Tvo fridaga skal halda auk helga, sumardaginn fyrsta og 2. ágúst. Fiv. þetta væri sniðið eftir tillög- um kaupmannafélags Reykjavlkur og verzlunarmannafélagsins Merkur, að því frá teknu, að þao hefðu lagt til að tóbaks og sælgætisverzlanir hefðu opið kl.t. lengur eða til kl. 8. En nú hefði bæjarstjórn borist bréf frá tób.ks- og sælgætisverzlunum bæjarins, þar sem væri farið fram á að balda opnu til kl. 10 á kvöldin. Nefndina sagði hann ekki and- stæða þvi að þessar búðir hefíu nokk- uð lengur opið en aðrar verzlanir, en þó með þvi skilyrði að þær borg- uðu sérstakt gjald fyrir það. Þó gæti vart komið til mála að hafa þær búðir svo lengi opnar, sem fram á væri firið i bréfi þvi er hét um ræddi. Jörundur Brynjóljsson sagðist álita þjóðinni nú orðinn kærari 17. júni en 2. ágúst. Þann dag hefði því fremur átt að taka sem fridag. Virt- ist álita ástæðulitið að tóbaks- og sælgætisbúðir hefðu lengur opið en aðrar verzlanir. Bríet Bjarnhéðinsdóttir benti á i sambandi við 17. júní mætti eins nefna 19 júní, frelsisminningukvenna 01. Friðriksson vildi lofa tóbaks- og sælgætisverzlunum að hafa opið eftir því sem þær álitu nauðsynlegt. þar sem það væri upplýst að þær tviskiftu vinnutíma og íþyngdu þvi ekki þjónum sinum um of, því tiL verndunar verzlunarfólkinu værifrum- varpið fram komið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.