Morgunblaðið - 24.11.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1918, Blaðsíða 2
t MORGUNBLAÐIÐ hermir þær fregnir frá Berlín, að me.stu ofstækisflokkarnir í mörg- nm bæjum á norðurströnd Þýzka- lands hafi hrifsað undir sig vald- stjórnina úr höndum hlutaðeigandi stjórnarvalda og hafi með því valdið meiri óróa í kauphöllinni 1 Berlín en þar hefir orðið í síðustu þrjú ár. lieuter segir frá, að hergagna- lestir hafi sprungið í loft upp í nokkrum þorpum í Hainault. Þorp- ið Jamious hefir gjöreyðilagst og manntjón sagt mikið. Síðusíu loftskeyti London í gærkvöld. Albert konungur og drotning lians og börn lcomu til Bryssel í gær. Var þeim tekið með efskap- legum fagnaðarlátum. Franskt, brezkt, amerískt og belgiskt lið var með í innreiðinni. Frakkar hafa haldið innreið sína í Colmar undir forystu Castelnau hershöfðingja. Hefir þeim hvar- vetna verið tekið með fögnuði, Þeir halda áfram í sífellu austur eftir. J. R. Clyner matvælaumsjónar- maður og Robert Cecil lávarður eru farnir úr stjórninni. Að austan Hún breiðist út óðfluga og magnast. Til dæmis var veikin fyr- ir 3 dögum að eins á 4 bæjum í Grímsnesi, en nú er hún á 12. Læknirinn í Skálholti liggur veik- ur og fólk farið að deyja í stórum stíl. Veikin hagar sér nú mjög líkt og hér í bænum. Lungnabólgu- tilfellin alt af að fjölga, til dæmis liggja á einum bæ í Flóanum 10 manns og þar af eru 5 með lungna- bólgu. Það er því gjörsamlega úti um þá kenningu, að veikin sé væg- ari eystra en hér. Eina lánið í öllum þessum vand- ræðum er það, að tíðin er frámuna góð. Meðal látinna manna eystra er sagður Gestur bóndi Einarsson á Hæli. Frá Dýrafirði Þaðan komu ljótar fréttir í gær. Inflúenzan komin þar í hvert hús og hefir lagst þungt á menu. Ilér- aðslæknirinn liggur mjög þungí haldinn og fólkið því læknislaust. Fékk Carl Proppé kaupmaður sím- skeyti um þetta í gær og var jafn- framt beðið um læknishjálp vestur. Meðal þeirra, sem sérstaklega eru þungt haldnir á Þingevri, er .Johs. Proppé kaupm. í dag fer botnvörpungurinn Snorri Goði með læknanema til Þingeyrar og fólk til þess að hjúkra sjúk- um. Síðan í gær hafa blaðitiu borist þessar dánarfregnir: Carl Fondangtr, prestssonur frá Jótlandi, andaðist á Hverfisgötu 32, Salótne Halldórsdóttir, vinnukona, andaðist í Barnaskólan- UDl, Katrín Guðlau^sdóttir, Tjarnargötu 8. Þór. Björnsson, Bergstaðastræti 48. Edward Jensen danskur sjómaður. Ingvar Guðmundsson trésmiður. Trausti Guðmundsson. Sigurbjarni Guðnason vélstjóri. Hann lézt í Bretlandi. Einarína Sveinsdóttir gift kona, Framnesveg 30. BiGBOK Hjúkrnnarnefndin tilkynnir 1000 króna gjöf í hjálparsjóðinn frú Hinu ísl. Steinolíuhlutafélagi og 1000 kr Trolle & Rothe A.S. Auk þesaa hefír Steinolíufólagið gefíð alla olíuna sem afhent hefír verið fátækum úr geymsluhúsi félagsins við Amtmanns- stig, en það eru um 1000 pottar þegar. Eitt þúsund króna gjöf færði Gísli J. Johnsen konsúll í Vestmannaeyj- um hjúkrunarnefndinni i gær til úc- býtingar meðal bógstaddra. Emil Strand skipamiðlari var með- al farþega á Botniu síðast. 500 krónur afhenti Jón. Sveinsson trésmíðameistari Morgunblaðinu í gær í Hjálparsjóðinn. Það var fallega gert. Jarðarför Jóns prófessors Krist- jánssonar og konu hans fór fram frá Háskólanum í gær. Fjöldi manns var viðstaddur og viðhöfn hin mesta. Biskupinn talaði í dómkirkjunni. Farþegar verða margir með Botníu til útlanda. Meðal þeirra vitum vér um T. Klingenberg konsúl og fólk hans, Odd Gíslason yfirdómslögmann og Debell forstjóra. . Fiskurinn, sem Kveldúlfsfélagið gaf fátækum um daginn, var í 500 körfur, eða um 40 þús. pund. Botnía fer að líkindum á þriðju- daginn héðan. Ágætt piano brúkað, en eins og nýtt, til sölu áður en Botnia fer, fyrir 1600 kr. Til sýnis í Hijófífærahúsmu, mmmaiagmij H. P. DiiusA-deild. Hafnarstræti Kjólatsu, Káputau, Tvisttau, Flóne!, Léreft ein- og tvibreitt, Rifstau, Prjónavörur, Drengjaföt, Matioshúfur, Silkislæður, Pifur, Broderinger Dacnekrager Aiskonar smávörur o. fl. o. fl. JXI1 f ITXTTSf I ITlTTLll fHLÍ Bann Hér með er öllum stranglega bannað að skjóta í Jófríðarstaða- og Aslandi. Þeir sem ekki hlýða þessu banni, verða tafarlaust kærðir. Oddgeir Þorkelsson, Þorv. ÞorvarOarson Henrik A. Hansen Um 600 máltíðum var úthlutað fá- tækum úr eldhúsi Thor Jensens í Sláturhúsinu í gær. Tveir læknanemar voru sendir aust- ur í sveitir í gær til þess að lijálpa sjúkum. Sig. Sigurðsson ráðanautur mun fara austur í dag eða á morgun til þess að kynna sér ástandið fyrir hönd landstjórnarinnar. Sjúklingarnir. f fyrrakvöld höfðu alls 96 sjúklingar verið lagöir inn á Barnaskólaspítalann. Af þeim hafa 27 dáið. 33 börn eru nú á Barnahæjinu. Líð- ur þeim öllum ágætlega. Þau sem veik voru eru öll á batavegi. -----------------------fffff— t Jarðaiför stjúpmóður minnar.Rrist- bjargar Helgadóttur, fer fram mið- vikudaginn 27. nóv. og hefst með húskveðju klukkan 9^/2 fyrir hádegi frá heimiii hinnar látnu, Þingholts- stiæti 9. Guðrún Daníélsdóttir. Jarðarförekkjunnar, Margrétar Jóns- dóttur, fer fram máuudag 25. þ. m. kl. 1 frá Fiíkirkjunni. Benedikta Banediktsdóttir, Guðfinnur Kr. Guðmundsson.- Hérmeð íiikyunist vinum og vanda- mönnum að konan mín, Þóra Sigriður Jónsdóttir, andaðist 13. þ. m. Jarðarförin fer fram Mánudag 25. þ. m. og byrjar með húskveðju kl. 2 frá heimili hinnar látnn, Mjóstr. 2. fón Pálssou. Hérrneð tilkynnist að maðurinn minn elskulegur, Rcgnvaldur Jóns- son, andaðist að heimili okkar, Nýlendugötu 13 B. 20. nóvemver. Sigríður Oddný Níelsdóttir. Jarðarför, Bolettu Finnbogadóttur, fer fiam frá dómkirkjunni, mánu- daginn 23. þ. m. kl. 1 Va e. h. Eldhús Thor Jensens. í fyrradag var 117 manns gefin þar kjötsúpa og 211 fengu mjólkurvelling. . 750 krónur var fiskur seldur úr Kveldúlfsbotnvörpungnum í fyrradag, auk þess fisks, sem gefinn var fátæk- um og sjúkum. Upphæð þessi rennur í Hjálparsjóðinn. 1 MessaS í dag í dómkirkjunni í Reykjavík kl. 11; séra Friðrik Frið- riksson. Engin síðdegismessa. Víðir hefir selt afla sinn í Englandi fyrir rúm 4700 sterlingspund. Allir sjúklingarnir í Barnaskólanum eru níi á góðum batavegi. Ma grethe Havsteen. Hérmeð tilkynnist að jarðarför, Helgu Markúsdóttur, fer fram þriðju- daginn 26. [>. m. og hefst með hús- kveðju kl. D/a frá heimili hinnar látDu, Túngötu 48. Aðstandendur hinnar látnu. ^ Ji&iga Herbergi með húsgögnum óskast nú þegar. Upplýsingar hjá Ander- sen & Lauth.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.