Morgunblaðið - 24.12.1918, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1918, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ f****^*** Stríðinu lokið! Félagi. Eftir Anðreas Latzk o.*) Alheimsstríðið hefir gefið mér félaga. Og betri félaga getur eng- inn krafist. Það eru nú réttir 14 mánuðir síð- an eg kyntist honum í skógi nokkr- um, rétt hjá þjóðveginum til Görz. Síðan hefir hann ekki yfirgefið mig eitt einasta augnablik. Við höfum þegar vakað saman í mörg hundruð nætur og alt af er hann á hælum mér. Þetta mega menn ekki skilja svo sem hann sé of nærgöngull. Þvert á móti. Hann gætir þess alt af með mestu samvizkusemi hver munur er á honum og m,ér, liðsforingjan- um. Alt af er hann nokkrum skref- um frá mér eins og fyrirskipað er í * Andreas Latzko er ungverskur rit- höfundur. Hann var í stríðinu sem liðsforingi í „landslorminum", þangað til hann varð svo taugaveiklaður, að hann var ófær til herþjónustu. Síðan hefir hann dvalið i Sviss og hefir þar ritað safn af ófriðarsögum, er hann nefnir „Menschen im Krieg". Hefir sú bók verið þýdd á flest tungumál Norðurálfu og vakið mikla eftirtekt hvarvetna. Úr þeirri bók er þessi dag- bókar-kafli tekinn. herreglunum. Hann hniprar sig kutreislega inn í horn eða á bak við stoð og dirfist þess að eins að líta til mín. Hann vill vera þar sem .eg er Hann krefst eigi annars en þess, að eg þoli návist sína — alt af og alls staðar! Bf eg loka augunum til þess að fá að vera feinar mínútur í friði, eins og fyrir stríðið, þá starir hahn á mig úr horni sínu með ásakandi þrákelkni og starir svo fast að augnaráð hans brennir bak mitt, smýgur inn undir augnalok mín og mótar svo skýrt í mér mynd sína, að mér verður það á, að líta nndrandi eftir honum, ef honum gleymist það eitt augnablik, að minna mig á návist sína. Hann hefir etið sig inn í mig, sezt þar að eins og heima hjá sér. Hann er innan í mér eins og hinn einkennilegi Bio-galdrakarl í klef- anum yfir höfði áhorfenda. Og hann snýr sveifinni og lætur mynd sína blasa við mér á hverjum vegg, hverjum flöt og hvar sem mér verður litið. Og þar sem enginn grunnur er fyrir mynd hans, þegar eg stari eirðarlaus út um gluggann, út í bláinn, til þess að hafa andartaks- frið fyrir honum — þá er hann þar líka, svífur fyrir framan mig eins og mynd hans héngi föst á hinni ósýnilegu sjónarlínu. Ef til vær.i þeir X-geislar, sem næði að brjót- ast í gegn um hauskúpu, þá mundi hægt að sjá mynd hans, dálítið máða — eins og myndirnar á göml- um veggtjöldum — ofna í heila minn. Eg minnist einnar ferðar á frið- artímum, með hraðlestinni milli Miinchen og Wien — fram hjá haustfegurð Bayerns-vatna og gegn um hið gullna haf hinna visnuðu Wienar-skóga. En yfir allri þeirri dásamlegu fegurð, er eg naut úr sæti mínu, lá ljótt, svart stryk, sem var því að kenna, að stór loftbóla var í gluggaglerinu. Þannig svífur einnig hinn þolgóði stríðsfélagi minn yfir skóga og múra, staðnæmist, danzar yfir and- lit þeirra, sem fram hjá mér ganga, yfir regnvott stálbikið á götunum og yfir alt, sem mér verð- ur litið á. Hann þröngvar sér í milli mín og heimsins, eins og loft bólan spilti áður allri útsjón fyrir mér. Læknarnir þykjast að vísu vita betur. Þeir trúa því ekki, að h a n n búi í mér og sé mér trúr. Prá sjónarmiði vísindanna er það algerlega undir mér sjálfum kom- ið. Því að vilji eg ekki lengur draga hann, þá ætti eg að geta sagt honum upp félagsskapnum, alveg eins og eg hefði getað brotið rúðuna með loftbólunni. Lækn- arnir trúa því ekki, að deyjandi maður geti sameinast öðrum og lif- að lífi sínu í honum framvegis með miskunnarlausUm þráa. Þeir hyggJa, að sá maður, sem stendur við glugga, hljóti að sjá húsið hin- um megin við götuna, en ekki stofuþilið að baki sér. Læknarnir trúa að eins því sem til er. Að það sé hægt að geyma dauða menn innan í sér, setja þá fyrir framan sig svo að þeir skyggi á hluti þar á bak við — það er hjá- trú, sem er langt fyrir neðán þeirra virðingu; — frá þeirra sjónarmiði er dauðinn ekkert, því að deyi ¦veikur maður — ja, þá hættir hann að vera veikur. Og hvað veit dag- urinn um, nótina, sem leysir hann þó af hólmi um alla eilífð? En eg veit að það er ekki eg, sem dreg hinn dauða félaga minn með mér alla æfi. Eg veit, að hinn dauði lifir sterkara lífi í mér held- ur en eg sjálfur. Það getur verið^ að vofur, sem bregður fyrir og fela sig í skotum, standa úti á svölum, stara inn í stofu og berja svo fast á rúðurnar að maður heyrir glymja í þeim — sér að eins of- sjónir og ofheyrnir og ekkert ann- að. En hvaðan stafa þær? .... Heili minn leggur til myndina og og við sveifina situr hinn dauði. Hann er kvikmyndameistarinn, sýningin hefst þegar honum lýzt og hættir ekki meðan hann snýr sveifinni. Hverni gætti eg að kom- ast hjá því að sjá það sem hann sýnir mér? Ef eg loka augunumr þá kemur myndin að eins fram inn- an á augnalokunum og sorgarleik- urinn fer fram innan í mér, í stað þess að danza á hurðum og veggj- um. Menn segja, að eg ætti að ráða við hann. En dauðan mann er ekkt hægt að drepa, það ættu læknarnir að minsta kosti að vita! Hanga ekki myndir þeirra Titi- ans og Michel-Angelos enn þá i söfnunum, mörg hundruð árum eftir dauða þeirra? En sú myndr sem deyjandi maður mótaði á heila minn með hinu ógurlega afli fjör- brota sinna fyrir fjórtán mánuð- um, ætti að hverfa vegna þess eins, að sá, sem mótaði hana, hvílir nú í hermannsgröf ? .... Hver sér ekki andlit föður síns heitins, þeg- ar hann minnist hans, og andlit föðursins er ýmist blítt eða ásak- andi, enda þótt hann sé fyrir löngu orðinn að dufti? Og hvers virði væri tilvera vor án þeirra mynda, sem snöggvast koma fram úr gleymskunni að gefnu tilefni? Veikindi ? .... Jú! Heimurinn er veikur og þolir ekkert annað, getur eigi um neitt annað hugsað' heldur en hernað og hópagrafir. Pélagi minn, sem í mér býr, getur eigi eina einustu stund lagst á með- al hinna dauðu, því að alt, sem skeður, er eins og leiftur, sem varpa birtu á hann. Pyrsta blaðið, sem kemur á morgnana: skipum sökt .... áhlaupum hrundið! Og um leið hefst myndasýningin —- menn, sem stynja og berjast ¦— kreptir fingur, sem enn einu sinni koma upp úr djúpi hafsins og fálma eftir lífinu — andlit, af- skræmd af voðalegustu kvölum! Heyri maður á samræður, horfi maður í búðarglugga — alt minnir á þetta eina! Jafnvel næturkyrðin sjálf minnir á það! Og er ekki hver sekúnduhreyfing úrvísisins merki þess, að nú hafi þúsundir manna tekið síðust andvörpin? Þegar maður kannast við afrifna kjálkaf sundurskorna hálsa og lík, sem haf a reynt að bíta hvert annað á bark- ann í síðustu dauðateygjunum, þá ætti það að nægja til þess að mað- ur heyri sífelt í því helvíti, sem er úti fyrir. Mundi sá maður vera geggjaður, sem stykki á fætur úr hvílu sinni í dauðans ofboði, ef hann vissi það með vissu, að verið væri að myrða einhvern í næsta húsi? Og getur maður varist þess, að telja sjálfao sig nágranna þeirra þúsunda, seö1 reyna að hlífa sér í hinum ógur-1 legustu skelfingum, þar sem jörðin spýr sundurtættum limum upp til himins og þar sem himininn lemur jörðina með stálhnefum? Getur maður varist þess, að hlýða á röd» síns þrautpínda innra manns, þeg' ar allur heimurinn minnir á hi* sama? .... Nei! Hinir eru veikir. Geggjaðir er«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.