Morgunblaðið - 24.12.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1918, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ leikur á sviði trúarbragöanna — sannleikur, sem kirkjan hefir enn að langmestu leyti gengið fram hjá með fyrirlitning. Eg á við þann sannleika, að menn eru að fá reynsluþekking ¦ á ósýnilegum heimi. Menn eru að fá óyggjandi vissu um það, að mennirnir lifi eftir dauðann. Menn eru að fá bendingar um það, hvernig því framhaldslífi muni vera háttað — ófullkomnar bendingar að vísu, en mikilsverðar samt. Menn eru að fá óyggjandi vissu um að takast má að ná sambandi við framliðna menn. Menn eru að fá vitneskju um það, að ósýnilegur heimur grípur inn í þennan heím með miklu verulegra hætti en flesta okkar mun hafa grunað. Það er verið að færa okkur vitneskju um þá gífurlegu ábyrgð, sem fylgir þessu jarðneska lífi, vegna afleið- inganna af því í öðrum heimi, bæði f'yrir sjálfa okkur og aðra. Og það er veriS að lyfta upp fyrir okkur fortjaldinu frá þeim helgidómi, þar sem sjálfur drottinn vor og meist- ari, Jesús Kristur, er að stýra gangi viðburðanna, mönnunum til hjálp- ræðis. Þetta er að eins sýnishorn af mikilvægi þess sannleika, sem kirkjunni hugkvæmist ekki að nota til eflingar guðsríkis. Þessum sannleika viljum við helga þetta félag. Um þennan sannleika viljum við reyna að fræða sjálfa okkur og aðra. Eg er ekki í ncinum vafa um það, að hann er ráðið til þess að efla andlegan áhuga með þjóð- inni. Eg er ekki f jarri því að halda, að á þessum tímum sé hann eina ráðið. Eg hefi ekki minst á þennan sannleika, nema að því leyti, sem hann liggur á sviði trúarbragð- anna. Eg er ekki í neinum vafa um það, að hann muni teygja sig yfir á öll svið mannlegrar þekkingar með tímanum. Eg get ekki betur séð en að greinilegar bendingar í þá átt séu að koma fram. En út í það efni get eg ekki farið að þessu sinni. Að hinu verð eg að víkja, að þó að vitneskjan, sem þessi sann- leikur flytur, sé í sumum efnum óyggjandi, þá er hún þó að flestu leyti ófullkomin. Enn sjáum við gegnum gler og í þoku, eins og postulinn, en ekki augliti til aug- litis. Þess vegna er það ómótmæl- anlegt, að þeim, sem fara að gefa gætur að þessum sannleik, getur hætt við að komast út á hinar og aðrar villigötur. Það á ekki að f æla okkur frá sannleikanum. Versta tegund af bleyðiskap og lítil- mensku er óttinn við sannleikann. En það á að hvetja okkur tíl að- gæzlu og varkárni, skynsamlegrar athugunar og íhugunai. Og það verður þá eitt ætlunarverk þessa félags að vara menn við villigöt- unum. Þá kem eg að oðrum liðnum í stefnuskránni, og um hann get eg verið fáoröur. Til þess er ekki ætl- #st, að þetta verði neitt tilrauna- félag, að minsta kosti ekki í fyrir- sjáanlegri framtíð. Við eigum þess engan kost að gera það að slíku félagi nú, og af ýmsum ástæðum tel eg það ekki æskilegt. En við vitum það öll, að þó að bókleg og munnleg fræðsla sé dýrmæt og al- gerlega ómissandi í þessu máli, þá er hún ekki einhiít öllum, til þess að fá afdráttarlausa vissu um þann sannleik, sem hér er á fefðinni. Tómasar-eðlið er ríkt í okkur sum- um. Tómas trúði ekki, þó að það væru vinir hans, sem segðu honum frá stórmerkinu mikla. Hann vissi þó, að þetta vora sannorðir menn og lærisveinar Jesú Krists, sem sögðu honum, livdð þeir hefðu séð. Líkt er okkur sumum tVrið, og eg get ekki skilið, að í raun og veru séum við neitt verri fyrir það, þó að það sé satt, að þeir eru sælir, sem trúa, þótt þeir sjái ekki. Eg tel það alveg víst, að sú leið sé tii, sem Júlía nefnir „opnar dyr að auðsæjum leyndardómi", til þess að fá vitnesk;ju um staðreynd- ir ósýnilegs heims — að mönnun- um sé í raun og veru kleift, að minsta kosti mörgum. að temja svo sjálfa sig, að þeir geti fengið þá vitneskju, án þess að þurfa að leita tii nokkurra meðalgangara. Eg get vel hugsað mér, að þessi leiðin verðí á einhverjum ókomnum tím- um aðalleiðin, ef tii vill eina leið- in. En hitt er víst, að þessa tamn- ingu höfum við ekki fengið enn. Ef við viljum sjá og þreifa á, eins og Tómas, þá verðuin við að nota miðl- ana. Og eg tel það sjálfsagt ætlun- arverk þessa félags, að stuðla að því, að menn geti átt kost á að njóta þeirra að einhverju leyti. Níi þegar hefir safnast nokkurt fé til þess að fá einhvern útlendan, heimsfrægan miðil til þe»s að koma hingað. Félagið ætti að gera gang- skör að því, svo fljótt sem þess er nokkur kostur, að úr því verði. Menn geta reitt sig á það, að þeir verða margir í þessum bæ, sem vilja ná hans fundi, þegar hann kemur. En þá tel eg sjálfsagt, að þeir, sem í þessu félagi verða, verði látnir sitja fyrir. En jafn- framt ætti félagiö að sjálfsögðu að sfuðla að því, að rækt verði lögð við innlenda miðia, sem ugglaust rpynnst margir, þegar ekki verður jafn-örðugt að hafa upp á þeim, eins og það er nú. Þá er loks 3. liðurinn. Mér finst óhjákvæmilegt, að félagið starfi á þeim grundvelli, sem þar er tekinn fram. Mér finst ekki, að það muni verða neinn andlegur gróði að því að stofna félag til þess að þjarka nm það, sem allir geta gengið úr skugga um, að er sannað, ef þeir vilja leggja þag á sig ao afla sér fræðslu um þetta mál, eins og menn afla sér hennar á öðrum sviðum þekkingarinnar. Mér finst ekki, að eg hafi tíma né löngun til þess að vera í slíkum félagsskap, og svo veit eg, að er um ýrasa af skoðana- bræðrum mínuin og vinum. En jafnfjarri skapi mínu er það að vilja binda sannfæriug nokkurs manns eða útiloka menn t'rá félag- inu fyrir þá sök, að þeir hafa ekki eignast þá sannfærhtg. sem eg liefi. Eg vil, að allir góðir menn geti átt erindi inn í þetta féiag, þeir sem vilja fræðast um það mál, sem félagið heldur fram, og telja' líklegt að dýrmætan sannleika kunni að vera að finna á þeim leiðimi, sem félagið bendir mönnum á Svo verð- ur tíminn að leiða það í ljós, hvort einstakir, efagjarniv félagsmetíh telja sig fá hér þær röksemdir, sem þeim nægja til þess að reisa á þeim óbifanlega sannfæring. Eg hefi, í samráði við nok'kura skoðanabræður mína, ráðið af að leggja það til, að félagið verði nefnt ,<,Sálarránias6knafélag Es- lands". Eins og eg hefi tekið fram, merkir nafnið ekki það, að félagið ætli sjálft að halda sambands- fundi. Það gerir ekki heldur brezka né ameríska sálarrannsóknafé- lagið. En okkar félag vill, eins og þessi félög, sem -íg hefi nú nefnt, stuðla að því, að einstakir menn geti haldið rannsóknum uppi. Og grundvöllurinn uudir öllu þess væntanlega starfi er sálarlífs- rannsóknirnar, það sem á ensku er nefnt Psyehieal Eesearch Mér finst því liggja beinast við, að félagið kenni sig við þær. Eg hefi þá gert ofurlitla grein fyrir stefnu þessa væntanlega fé- lags, eins og við höfum hugsað okkur hana, sem rcðað höfum til þessa íundar. Eg veit, að eg hefi farið afar fljótt yfir sögur. En eg geri ráð fyrir, að fleiri taki til máls og vil eg ekki tef ja of mikið íyrir ykkur. En fáeinum orðum langar mig samt til að bæta við, áður en eg sezt niður. Það er langt síðan er eg, ásamt sumum vinum míuum, fór að þrá það, að sams konar félag myndað- ist eins og það, sem eg vona að við stofnum í kvöld. Það er ef til vill skömm að segja frá því,. en satt er það samt, að eg hefi ekki haft hug- rekki til að gangast fyrir því, fyr en nú. Eg hefi verið svo hræddur um, að starfskraitarnir yrðu of litlir til þess, að halda félagi sam- an og gera það a'ðvænlegt í and- legum skilningi. Eu nú bafa þeir atburðir gerst raeð oss. sem hafa knúð mig áfrain. Engili dauðans hefir farið um þennan bæ, og er nú á ferðinni um betta land. Marg- ir hafa lent í þungum hörmungum. Og þyngsta hörmungin hefir verið sú, að sjá á eftir ástvinum sínum yfir á landið, sem allur þorri manna veit svo undur lítið eða ekk- ert um, og það með þeirri meðvit- und, að eiga aldrei að verða þeirra var framar í þessum heimi. Margir hafa reynt að létta þess- ar hörmungar með fégjöfum, sumir af frábærum drengskap og höfðingslund. En sumir okkar hafa orðið að segja með pcstulanum: „Silfur og gull á eg ekki", — og haga sér eftir því. Og þá skýtur eðlilega upp þeirri hugsun, hvort ekkert sé það til í eigu manns, seitt geti komið sér vel fyrir harm- þrungnar sálir. Sumum okkar hefir verið gefin gjöf, sem vio teljum dýrmætarí- miklum auði. Þa'ð er sú sannfær- ing, sem ætlast er til, að þetta fé- lag vimii fyrir. Það er.vissan um ósýnilegan heim og framhaldslíf okkar, þegar þessu jarðneska lífi er lokið. Mér finst það lýsa gegnd- arlau.su vanþakklæti við þann, sem- hefir gofið okkur gjöfina, ef við' reynum elAi að miðla af henni nú — ef við önzum ekki, þegar svo^ margar-íelmtraðar og sundurtætt- ar sálir hrópa A hjálp og huggun. Auðvitað finn eg enn til ótta við það, hvað starfskraftarnir muní verða veikir. Eu eg er farinn a5 skammast mín fyrir þann ótta. Eg' renni augunum yfir þennan fríða> og fjölmenna flokk, sem hér er" saman kominn. Eg minnist þess, að postular Krists voru ekki nema> 12. Þeir lögðu allan heiminn und- ir sig. Þeir, sem þegar hafa tjáð sig vilja vera með í þessum félags- skap eru víst hátt upp undir 200. Eg geri ráð fyrir að margir sétt» enn væntanlegir. Við stöndum- með óendanlega dýrmætan sana- leik í höndunum, dýimætari en^ nokkurn fána, sem blaktað hefir yfir nokkru jarðnesku, fullvalda ríki. Drottinn hefir tráað okkur" fyrir því, að bera hann áfram til'i sigurs. Eg vona, að við gerum það. Að svo mæltu skal eg leyfa mér~ að leggja það til a ð fundurinu stofni félag á' þeim grundvelli, sem eg hefi nn> lýst, og a ð það félag verði nefnt „Sál-- arrannsóknafélag íslands''. Og jafnframt skal eg óska þess,- að þetta félag megi verða blessun- arrík jólagjðl fyrir þessa þjóð, en einkum fyrir þá, sem staddir eru v dimmustum skuggum tregans og" raunanna; að það geti æfinlega af hjarta tekið undir lofsöng hinna- himnesku hersveila: „D.-srð sé guðL í upphæðum''; að því auðnist æf- inlega að hafa vmsældir af öllum lýð, eins og sagt er um fyrstu> kristnu mennina — líka af góðum og ástríkum lýð hinumegin við for- tjald dauðans, sem eg tel alveg' víst, að eigi einhverja fulltrúa k þessum fundi, þó að við sjáum þá- ekki; að blessun drottins megi æf- inlega hvíla yfir því, meðan það verður til; og að það megi bera gæfu til að reka eitthvert brot af erindi hans, sem ftamar öllum öðr- um lifði og dó til þess að bera sann-- leikanum vitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.