Morgunblaðið - 24.12.1918, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1918, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ um, hraktir burtu, settir fyrir óvin- ina og þess krafist af þeim, að þeir þrauki í sljórri undirgefni í þessu einvígi milli hergagnaverksmiðj- anna, varnarlausir og alveg eins og peð í tafli ? .... Er það sæmandi að misbeita orð- inu „stríð" sem hughvöt, þegar ekkert er framar komið undir hug- rekki og afli, heldur hríðskota- byssum og dugnaði kvenna og barna í hergagnaverksmiðjunum ? Hver dirfist annars en bera lotn- ingu fyrir harðstjórum þeim, er létu fleygja mönnum fyrir ljón og tígrisdýr, þegar hann ber þá saman við þá menn, sem stjórna með sím- anum þessari baráttu milli manna og véla — í þeirri fögru von, að birgðir vorar af mannakjöti endist lengur heldur en birgðir óvinanna af stáli og járni! Nei! Öll þau orð, sem til voru áður en þessi slátrun hófst, eru alt of falleg og of blátt áfram. T. d. orðið vígvöllur, sem eg hefi lært að hata! Það er aðalstöð — sund- urskotinn kofi, og bak við hann eru járnbrautarteinarnir rifnir upp, vegna þess að lestirnar fara ekki lengra. Hér skila þær farmi sínum, hraustum, sólbrendum mönnum, og hirðir þá hér aftur, þá er þeir koma út úr vélinni með blóðuga limi og spanskgrænir í framan. Það var komið undir kvöld, er eg kom til þessarar aðalstöðvar. Skeggjaður hermaður, með hægri handlegginn í fatla, sat þar á jörð- unni hjá brautarpallinum. Og þegar hann sá mig ganga þar fram hjá' gljástrokinn, þá strauk hann varlega með hendinni um hinn brotna handlegg, leit með ófögru og hatursfullu axignaráði til mín og hrópaði hæðnislega: — Já, já, herra liðsforingi, hér er framreitt mannasalat! .... Á eg að gleyma hinu ógeðslega brosi, sem rangskældi varir hans, titrandi af kvölum? Er það geð- veiklun, að eg fcreyri aldrei orðið „vígstöðvar" án þess að orðið „mannasalat" urgi í eyrum mér eins og bergmál af því? Eða eru það ekki heldur hinir, sem eru geggjaðir, þeir sem ekki heyra orð- ið „mannasalat", en gleypa við orðagjálfi æsingamannanna, sem hrósa eins og farandsalar hinni á- gætu vöru „heimsstríð", vegna þess, að þá fá þeir að aka í bif- reiðum eins og hershöfðingjar, í staðinn fyrir það að liggja í leir- gröfum andspænis dauðanum, und- ir stjórn liðþjálfa. Eru enn þá til þeir menn með holdi og blóði, sem geta lesið blöð- in án þess að taka andköf af skelf- ingu ? Geta menn séð í anda mynd- irnar af særðum mönnum, sem blæðir hægt og hægt til ólífis, þar sem þeir liggja í forarleðju og dynjandi regni, og samt rólegir lesið um fullnaða hjúkrunarþjón- ustu, f jaðravagna til sjúkraflutn- ings og veggfóðraðar skotgrafir, sem þessir þorparar finna upp til þess að koma sér hjá herþjónustu ? Menn koma heim þögulir og undrandi. 1 augum þeirra speglast dauðinn enn þá og þeir ráfa utan við sig, eins og í svefni, um hin skrautlegu stræti. í eyrum þeirra ómar enn þá hið villudýrslega reiðiöskur, sem þeir hafa sjálfir æpt mitt í þrumandi skothríðinni, til þess að hjarta þeirra skyldi eigi bresta af innri kvöl. Þeir koma hlaðnir hinum hræðilegustu endurminningum. Samvizka þeirra minnir þá sífelt á undrandi augna- ráð fallinna og helsærðra óvina — en þeir dirfast eigi að tala, vegna þess að allir, jafnvel konur og börn, hampa með forvitnis skraf- hreyfni hinum sömu orðatiltækj- um um sprengikúlur, gaskúlur og byssustingjaáhlaup. Þannig líða or- lofsdagarnir og burtförin aftur til dauðans er lausn undan þeirri van- virðu, að vera hugleysingi meðal þeirra heima, sem tala um það að deyja og drepa eins og það væri ekki neitt. Það er heiður að því að vera talinn bandvitlaus hjá þeim þorp- urum, sem hefir tekist svo ljóm- andi vel að forherða mannkynið, til þess að geta sjálfir smeygt höfð- inu úr snörunni, hafa útrýmt mann- úðinni og gefið fögnuði út af þján- ingum annara borgararétt, í stað þess að vekja samvizku mannkyns- ins, í staðinn fyrir að láta hrópa í kallara á hinum fjölmennustu stöðum „m ann-a-s a-1 a t", þang- að til hárin rísa á höfðum allra þeirra, sem feður, menn, bræður og synir hafa verið hrifnir frá og þeytt inn í líkaverksmiðjuna, og þangað til hVer einasti maður í víðri veröld tekur und^r! .... Nú, —• ef þér væruð hérna rrúna, herra læknir — þá gæti eg sýnt yður félaga minn hér í herberg- inu, vakinn upp af eldtungum hat- ursins gegn hernaðarfréttunum og kæruleysinu heima. Eg finn að hann stendur á bak við mig, en andlit hans blasir við mér á hinni hvítu örk, eins og dauft vatns- merki, og eg keppist við að skrifa, til þess að skriftin geti að minsta kosti hulið augun, sem stara ásak- andi á mig. Bólgið — rotnandi —, lyftist andlit hans upp af pappírnum, eins og mynd frelsarans á sveitadúk Veronika. Þannig var hann einnig nákvæm- lega, þegar hinir þrír blaðamenn sáu hann liggjandi í skógarjaðrin- um á sumarmorgni og — sneru sér ósjálfrátt undan, næstum eins og eftir fyrirskipun í her. Þeir komu að finna mig. Eg átti að Ijá þeim hesta og vagn, vegna þess að bif- reiðin, sem átti að flytja þá með eldingarhraða yfir hættusvæðið, lá með brotinn hjólmöndul á veg- inum til Görz. Það voru ástúðlegir menn á kné- buxum og með sportshúfur, sem voru alveg eins og þær ætti að nota í Sherlock Holmes kvikmynd. Þeir buðust til þess að bera bréf og flytja kveðjur heim. Þeim fanst framúrskarandi viðkunnanlegt hjá mér og hlógu dátt að hvílu minni, sem gerð var úr pálmaviðargrein- um, — og voru sérstaklega þakk- látir þegar vagninn var til áður en ítalir hófu hina daglegu skothríð sína. Þegar þeir óku út úr skóginum, urðu þeir þó aftur að fara fram hjá manninum, sem lá þar í hnipri í grasinu, með andlit sitt hræðilega afskræmt. En þeir litu ekki á hann að þessu sinni heldur! Eins og eftir fyrirskipun snera þeir allir andlitunum undan, horfðu á spell þau, er flugárás hafði valdið dag- inn áður, böðuðu út höndunum og töluðu hver í kapp við annan, eins ög þeir sætu við glugga í veit- ingahúsi. Eg dró andann ótt, eins og eg hefði hlaupið upp bratta brekku. Staðurinn, sem eg stóð nú á, fanst mér skyndilega breyttur og ókunn- ur. Var þetta enn þá sami skógur- inn, þar sem sprengikúlurnar skullu oft niður með þrumugný, þar sem hinar stóru Caproni-flug- vélar sveimuðu yfir eins og gamm- ar með útþanda vængi og létu rigna niður sprengjum og stálörv- um, meðan skothríð vélbyssanna lamdi skóginn eins og haglél. Út úr þessum skógi óku þrír hraustir og heilbrigðir menn og veifuðu húf- um sínum glaðlega! Hvar var þá sá múrveggur, sem knúði hina til þess að þreyja og þrauka í hnipri undir brotnum greinum 1 .... Vagninn ók í mestu makindum yfir brúnflekkótt engið og það vantaði eigi annað en hinn ljós- rauða leiðarvísi Baedeckers til þess að þettaværi alveg eins og skemti- för. Þeir fóru heim! Ef til vill heim til kvenna og barna ? .... Sár titringur, eins og sjónin væri bundin við vagnhjólin — og á þessu augnabliki, þegar sálin var varnarlaus af þrá, kom þetta fyr- ir! — Það kom yfir mig eins og reiðarslag — eins og höggormsbit, ólæknandi hvað lengi sem eg lifi! An þess að gruna nokkuð, gekk eg til særða mannsins, sem blaða- mennirnir þrír höfðu snúið baki við, eins og hann ætti ekki heima í hinu fróðlega safni af hermdar- verkum sprengjanna, sem forvitnin rak þá til að skoða. Hann sat í hnipri hjá hinum óhreina og rifna fána með rauða krossinum. Höfð- inu stakk hann niður á milli knjáa sér og heyrði ekki til mín. Að baki honum var hinn hring- myndaði, kaffibrúni blettur, sem bar lit af enginu, er enn þá var grænleitt. Hinir særðu, er söfnuð- ust hér saman á hverjum morgni, til þess að komast til vígstöðva- spítalans með vagninum, sem f ærði okkur skotfæri og flutti særða menn til baka — höfðu slitið þess- um bletti á enginu, eins og uppá- haldshorni í setubekknum heima. Eg veit ekki hve marga menn eg hafði séð liggja þarna, oft 10—20 klukkustundir samfleytt, þegar vagninn hafði farið of snemma af stað eða gat eigi tekið fleiri. Þar voru kátir piltar, sem höfðu fótbrotnað eða handleggs- brotnað, og hernaðar-orðatiltækið „þúsundgyllinaskot" lá á fölum en brosandi vörum þeirra, — en þeir er lítið höfðu særzt og taugaveikis- sjúklingarnir gláptu á þá öfundar- augum. Þeir hefðu fegnir viljað, hver einasti, gefa þúsund gyllini og einn lim í kaupbæti fyrir hina sömu vissu: að þurfa aldrei fram- ar að koma aftur. Hve marga hafði eg ekki séð engjast þar og bíta í jörðina af kvalatrylling. Hve marga hafði eg ekki séð liggja þar í dynjandi regni, hálfsokkna nið- ur í blautan leirinn — stynjandi og veinandi — með holrifna búka og yfirgnæfa Boravindinn með neyðaröpum sínum! En það var svo að sjá, sem þessi maður væri að eins ofurlítið sár á hægra fæti. Það hafði blætt á ein- um stað í gegn um bráðabirgða- umbúðirnar og þess vegna bauð eg honum umbúðir mínar auk koní- akks og vindlinga. En hann hreyfði sig ekki. Það var eigi fyr en eg lagði höndina á öxl honum, að hann lyfti upp höfðinu — og eg hröklaðist aftur á bak, þegar eg sá andlit hans, eins.og eg hefði fengið högg á brjóstið. Munnur og nef var rifið hvort frá öðru og gengu eins og æxli út á hægri kinn — sem þó ekki var nein kinn lengur. Það var blárautt og bólgið kjötstykki, en húðin yfir því var gljá af þenslu og í þann veginn að rifna! Hægri vang- inn líktist fremur sollnum ávexti heldur en mannsandliti, en vinstra megin var fölvi og titrandi hrygð og hræðslulegt og kvíðafult auga leit framan í mig. Þá kom skelfingin og sveiflaðist sem vaðslanga um kverkar mér. Hvað var þetta?___ Slíka ógn hafði aldrei fyr verið að sjá á þessu engi, þessari biðstofu eilífð- arinnar. Jafnvel hin hryllilega end- urminning um annan mann, sem hafði setið þarna á sama stað fyrir fáum dögum og haldið báðum höndum undir þarma sína, er lágu úti, — hvarf alveg þá er eg sá þetta Janusarhöfuð, sem vinstra megin var bara friður og mild mannúð, en hægra megin bara stríð, afskræmt og bólgið afkvæmi hatursins. — Flísakúla ? — .... stamaði eg, til þess að brjóta upp á ein- hverju ;^amræðuefni. Svarið var óljóst. Þó gat eg skil- ið svo mikið, að dumdumkúla hafði mölbrotið hægri sköflung hans; en hvað var hann stöðugt að tauta um „krók'' í hvert skifti sem hann greip með skjálfandi hendi upp að brennandi kinninni? — Eg gat ekki skilið hann, því að atvikið var honum enn í svo fersku minni, að hann talaði við mig eins og það væri að gerast að mér á-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.