Morgunblaðið - 24.12.1918, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1918, Blaðsíða 7
r MORGUNBLAÐIÐ 9 áhorfandi. Það var bóndaskilningi hans ofvaxið, að til væru þeir menn, sem ekki liöfðu séð eða heyrt ueitt um hinar afskaplegu píslir hans. Ensmám saman kom þó saga hans í stuttum setningum, kröfug- um blótsyrðum og hryglustmium og varð eg þó fremur að geta upp á, en að hann segði frá. Eftir árangurslausa árás, sem gerð hafði verið á skotgrafir óvin- anna, hafði hann legið heila nótt meðvitundarlaus og með brotinn fót, rétt fyrir framan gaddavírs- girðingar okkar. En þegar dagaði, fleygðu þeir krókunum eftir hon- um. Það eru stórir járnkrókar, bundnir á ltaðal, og notaðir til þess að draga líkin af vinum og féndum inn í skotgrafirnar, áður en Görz- sólin hefur starf sitt. Með einum slíkum krók, sem krækt hafði ver- ið í þúsund lík, hafði einhver þorp- ari — guð hegni honum fyrir það — rifið alla kinnina á honum, áð- ur en öðrum handlægnari fiski- manni tókst að draga hann inn. Og nú vildi hann gjarna — ef hann mætti fara fram á það — fá sig fluttan sem fyrst til sjúkraskál- ans, því að hann var hræddur — — um fótinn á sér, og að hann yrði örkumlamaður og betlari. Eg hljóp á stað eins og fætur toguðu, yfir steina og trjáboli og til næstu hersveitar. Árangúrs- laust! Það var ekki einn einasti vagn til í öllum skóginum, og eg hafði léð þessum þremur náungum seinasta vagninn minn! .... Hvers vegna hafði eg ekki skor- að á þá að flytja með sér þenn- an eina særða mann, sem lá á eng- inu, og skilja hann eftir í sjúkra- skálanum um leið og þeir færu fram hjá? Og hvers vegna hafði þeim eigi sjálfum komið til hugar að inna þessa mannúðarskyldu af hendi! .... Eg krepti hnefana í bræði og greip ósjálfrátt til marghleypunn- ar, eins og eg gæti enn skotið þessa kátu menn í vagninum! Lafmóður og brennheitur eftir hinn langa sprett, staulaðist eg til haka, skjálfandi í knjáliðunum og lotinn, eins og eg bæri á herðum mínum hina blýþungu mynd þeirra manna, sem gera sér það til gamans, að kasta út önglum eftir mannahræum. Einkennileg, svíð- andi og kyrkjandi kend, sem eg hafði ekki orðið var við áratug- nm saman, kom í háls mér, þá er eg var kominn aftor til stöðva minna °g varð að hlusta á kveinstafi hins h.iálparlausa vesalings. Hann var nú ekki einn lengur. h'jöldi lítt særðra manna hafði sezt hjá honum meðan eg var burtu. ^egar eg gægðist fram á milli ^jánna, sá eg þá sitja þögla og nnipra sig saman í hóp á enginu, sá sem hafði verið kræktur, °Ppaði um á öðrum fæti, eirðar- aus óþolandi kvölum, hélt um r°tna fótinn með annari hendinni fleygði höfðinu til skiftis út á nxlirnar, Um miðjan dag sendi eg undir- liðsforingja mína á stað og hét þeim stórfé fyrir það, ef þeir gætu náð í vagn. En sjálfur hljóp eg aftur út á engið með koníaksflösku í hendinni. Nú hoppaði hann ekki lengur. Mitt á meðal hinna lá hann á knjánum, laut áfram og velti höfð- inu fram og aftur á jörðunni, eins og það væri einhver dauður lilut- ur. En svo stökk hann alt í einu á fætur aftur með ógurlegu lcvala- ópi, og þá kvað við skelfingarklið- ur frá hinum særðu mönnunum, sem höfðu setið kærulausir hjá og að eins hugsað um sínar eigin þján- ingar. Þetta var ógurlegra en svo, að nokkur maður gæti þolað! .... Skinnið á kjálkanum, sem eigi þoldi meiri þenslu, hafði rifnað. Eins og geislar á áttavita lágu breiðar sprungur í allar áttir; en í miðju vall út rautt og brenn- heitt kjötið. Og hann hljóðaði! .... Hann barði með knýttum knefunum á hinn gríðarmikla, blóðrauða kepp, þangað til hann hneig aftur til jarðar veinandi undan sjálfs sín höggum. Það var orðið dimt þegar hann að lokum var tekinn í vagn. Og þegar kvöldþokan greiddi hægt vef sinn í gegn um skóginn og eg lá aleinn og andvaka milli hinna svörtu trjástofna. sem virtust færa sig saman í myrkrinu, þá kom hann aftur, stóð nppréttur í tungls- ljósinu fyrir framan mig og hina afskræmdu og bólgnu kinn hans bar helbláa við svarta trjástofna. Eg sá hann alls staðar og hann birtist mér nótt eftir nótt í hverj- um draumi, svo að eg sperti upp augun með fingrimum — þangað til líkami minn þoldi ekki mátið lengur, en gafst upp eftir tíu skelf- ingarnætur og var lagður sem hljóðandi og slcjálfandi lík inn í sama sjúkraskálann, þar sem hið prestsýkta blóð hans hafði dregið hann til dauða! Og nú er eg geðveikur! Það stendur svart á hvítu á spjaldinu yfir rúmi mínu. Menn klappa mér, eins og þeir vilji stilla hræddan hest, þegar eg krefst þess að fá að fara á fætur og komast út úr þessu húsi, þar sem ætti að taka binn inn. En þeir eru frjálsir! Úr glugg- anum mínum sé eg út á götu, yfir múrvegginn umhverfis húsagarð- mn, og þar sé eg þá fara fram og aftur, taka ofíin, heilsast með handabandi og þyrpast utan um síðustu fregnirnar. Eg sé konur og stúlkur ganga spariklæddúr og metnaðarfullar við hlið manna, sem hafa kross á brjóstinu til merkis um það, að þeir séu morð- ingjar. Eg sé ekkjur með blakt- andi sorgarslæður, en síþolinmóð- ar; unga pilta, með hlómsveigi á hjálmunum og búna til að fara til vígstöðvanna. Enginn möglar! Enginn sér húðfletta, sundurtætta menn leynast í dimmum skotum, ! rifna á hol eða með helbláa, sjálf- lýsandi kinn. Þeir hlaupa fram hjá glugga mínum, baða út höndunum guð- móði gripnir; — því að orðin, sem guðmóðinn vekja,koma alt af fersk á markaðinn á hverjum degi, og hver maður telur sér vel borgið, þegar hann glaðvær lætur sér þau um munn fara og fagnaðarlætin ganga á alt í kring um hann. Eg veit þeir þegja, jafnvel þá er þeir vildu tala, hljóða, æpa; að þeir eru höfuðsetnir, sem vilja segja skoðun sína og ámæla ekki hinum þúsund sinnum verri hugleysingj- um, sem eigi hafa látið stóryrðin lileypa sér í gönur, en sjá glögg- lega brjálsemina í þessum miljóna- morðum, en þora þó ekki að opna varirnar af ótta við ásakanir hinna hugsunarlausu. Út, um gluggann minn sé eg all- an lieiminn snarsnúast eins og hann væri vitlaus, laminn áfram af hinum liáu og hálaunuðu herrum og leiguþýjum þeirra. Eg sé allan hópinn! Eg sé æs- ingaseggina, sem aldrei hafa getað orðið að mönnum, en vilja sitja við þann eldinn, sem bezt brenn- ur. Eg sé fantana, sem fjöldinn verndar, elur og fóstrar, horfa hræsnisaugum á þá grýlu, sem þeir hafa sjálfir fundið upp, og lemja grýlutrúna inn í meðvitund mil- jóna hraustra manna, þangað til þeir hafa skapað þann fjölda, sem hvorki hefir hjarta né heila fram- ar, en trúir að eins í blindni og hatar. Eg sé æðið halda áfram í blóði og þjáningum, sé að áhorf- endurnir ganga kærulausir fram hjá, og er kallaður heimskingi, þegar eg svifti opnum glugganum og hrópa út, að börnum þeim, sem þau hafa alið og fóstrað — mönn- unum, sem þær hafa elskað, sé slátrað eins og skepnum, þeir séu eltir eins og óargadýr, með hjartað fult af kvíða fyrir heimilunum. Þessir heimskingjar þarna úti, sem fórna ljósi og yl lífs síns fyrir veglegar samhrygðarheimsóknir og meðaumkunarsvip, láta fleygja holdi sínu og blóði í gaddavírinn, láta það rotna sem hræ á mörkum úti—hafa enga aðra huggun en þá: að hafa gert „óvinunum“ sömu skil. Þessir heimskingjar eru frjáls- ir ferða sinna og fá leyfi til þess að knýja daglega nýja bráð fram fyrír fallbyssukjaftana! En eg verð að sitja hér athafnalaus, al- einn, ásamt hinum miskunnarlausa félaga mínum, sem samvizka mín endurfæðir dag eftir dag. Eg stend hjá glugganum — og milli mín og götunnar liggur ógur- legur valköstur allra þeirra manna, sem eg hefi séð falla. Eg get ekk- ert að hafst, — því að marghleyp- an, sem mér var fengin til þess að skjóta með á heimþrársjúka ves- linga, sem ómild forlög höfðu dæmt til þess að vera í öðru vísi einkennisbúningum, — hún var tekin af mér af ótta við það, að eg kynni ef til vill að beina henni að einhverjum stórmorðingjhm og senda þá, öðrum til aðvörunar, til þeirra, er þeir höfðu orðið að bana_ Eg verð því að bíða hér í þessu. búri, sjáandi maður meðal blindra, og get eigi gert annað en beðið vindinn fyrir þessi blöð, — skrifa að nýju dag eftir dag og strá blöð- unum jafnharðan út á götuna. Eg skal skrifa látlaust. Eg skal sá blöðunum yfir allan heiminn! Þangað til fræið lifnar í hverri sál, þangað til einhver ástvinur — blá vofa — birtist í hverju svefnher- bergi og sýnir sár sín, og þang- að til að lokum — að lokum heyrist miljónraddað heiftaróp: „m ann-a-sa-lat“ þruma \iti fyrir glugga mínum, sem dýrlegur fyrirboði um endurlausn heimsins. Á r n i Ó 1 a þýddi. fiátföamEssur. í Dómkirkjunni: Aðfangadagskvöld kl. 6 Biskupinn 1. Jóladag: Kl. 11 síra Jóh. Þ. — Kl. 1 y2 síra Bj. J. (dönsk messa). — Kl. 5 síra Fr. Pr. 2. Jóladag: Kl. 11 aíra Bj. J. — Kl. 5 síra Jóh. Þ. í Fríkirkjunni: Aðfangadagskvöld kl. 0 síra Ól. ÓJ. 1. Jóladag: KJ. 12 síra Ól. ÓL — Kl. 5 prófessor Har. Níelsson. 2. Jóladag: Kl. 2 Skírnarguðsþjón- usta. í Jesú hjarta kirkju (Landakoti): 1. Jóladag: Kl. 6, 6y3 og 7 f. h. Lág- messur. — Kl. 10 Hátíðarmessa. — Kl. 6 síðd. Hátíðarguðsþjónusta. 2. Jóladag: Kl. 6% f. h. Lágmessa.— Kl. 10 Hámessa. — KL 0 síðd. Hátfð- arguðsþjónusta. í Garðaprestakali: Aðfangadagskvöld: Á Bessastöðum kl. 5, síra Á. B. — í Hafnarfirði kl. 7%, síra Á. B. 1. Jóladag: Á Vífilsstöðum kl. • f. h., sira Á. B. — 1 Hafnarfrði kl. 12, síra Á. B. 2. Jóladag: f Hafnarfirði Id. 12, síra Fr. Fr. — Á Bessastöðum kl. 12,. síra Á. B. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði: Aðfangadagskvöld kl. 9 síra ól. ÓJ. 1. Jóladag kl. 6 síðd. sfra ÓI. ól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.