Morgunblaðið - 21.05.1919, Blaðsíða 1
Miðvikudag
21
maí 1919
6. árganguí
187,
tölublað
í saf oldarpr entsmið j a
Afgreiðslusími nr. 500
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilkjálmur Finsen
Æfiotýri á gönguför
verður leikið miðvibudag 21. maí kl. 8 slðd. i Iðuó.
Aðgöngum. seldir í dag frá kl. io—12 og eftir 2.
Friðarskilmálarsir.
„Tskmarkalaust ofbeldi“
í>ýzka stjórnin ætlar að reyna að
fá skilmálunum breytt.
Daginn eftir að friðarskilmálar
bandamanna voru kuhngerðir, gaf
þýzka stjórnin út svolátandi ávarp
til þjóðarinnar:
Hinn einlægi friðarvilji þjóðar
yorrar, sem nú er í sárum vanda
stödd, félik fyrsta svarið með hin-
um ógurlega hörðu friðarkostum
bandamanna. Þvzka þjóðin hefir
lagt niður vopnin og drengilega
uppfylt alla vopnahlésskilmálana,
enda þótt þeir væri harðir aðgöngu.
Samt sem áður hafa óvinir vorir
baldið ófriðnum áfram í sex mán-
uði með því að liafa Þýzkaland í
sultarkví.
Þýzka Jijóðin hefir borið allar
Jiessar byrðar'og treyst ]iví loforði
er bandamenn gáfu 5. nóvember, að
friðurinn skyldi verða réttlátur og
bygður á hinum 14 grundvallarat-
riðum Wilsons. En þau skilyrði,
sem oss eru nú sett í staðinn fyrir
þetta, eru þvert ofan í gefin loforð
og óþolandi fyrir hina þýzku þjóð,
og eigi hægt að fullnægja þeim,
Þótt þjóðin tæki á öllu ]iví, sem húu
íi til. Það á að beita þýzku þjóðina
takmarkalausu ofbeldi.
Aí slíkum nauðungarfriði hlýtur
að spretta nýtt þjóðahatur og
manndráp þegar fram í sækir. Von-
in um alþjóðabandalag, sem átti að
gera þjóðirnar frjálsar og Hyggja
friðinn, er með Jjessu dauðadæmd.
Þýzku ])jóðina á að sundurlima.
Þýzku verkamannastéttina á að of-
urselja érlendu auðvaldi, hið unga
þýzka lýðveldi á að vera þrælbmid-
ið af „imperialisma“ bandamanna.
Þetta er markmiðið með þessum
nauðungarfriði.
Þýzka stjórnin mun svara þessu
ofbeldi með samningsuppkasti, er
byggist á réttlátum friði og' tryggi
ævarandi þjóðafrið. Hin ‘sárbitra
gremja, sem gripið hefir alla Þjóð-
verja, sýnir það bezt, að stjórnin
lætur með þessu í ljós vilja al-
þjóðar.
Þýzka stjórnin mun beita öllum
kröftum sínum til þess að tryggja
þýzku þjóðinni þá þjóðarsamein-
ingu og frelsi, hið sama frjálsræði
til efnalegra og' andlegra framfara,
sem bandamenn vilja veita öllum
þjóðum álfunnar nema vorri þjóð.
Þjóð vor verður að bjarga sér
sjálf. Gagnvart þessari tortímingar-
þættu verður þjóðin og su stjórn,
sem hiin hefir valið sér, að snúa
tökum saman. Án tillits til flokka-
skiftingar verður þjóðin að slá
^kjaldborg um óbifanlegan vilja til
lJess að vernda þýzka þjóðernið og
frelsið, sem hún hefir fengið.
Leibfélag Reykjavikur.
Stjórnin skorar á alla borgara rík-
isins, að standa sameinaða með
henni á braut skyldunnar, á þessum
raunatímum, og treysta á sigur
réttlætisins og skynseminnar.
Ummæli þýzku blaðanna.
Stjórnarblaðið „Vorwárts" hefir
„Tortímingarfriður* ‘ að yfirskrift
á friðarskilmálunum. Segir blaðið,
að ljóst komi það fram í skilmál-
unum, að bandamenn vilji misk-
unnarlausjt ganga milli bols og
höfuðs á Þýzkalandi. Þeir liafi nú
kastað grímunni, og þó sérstaklega
Bandaríkin. „Vér vitum enn eigi,
hvort þjóð vor beygir sig undir
þetta dæmalausa ofbeldi. Hallærið
í landinu leggur oss sérstakar
skyldur á herðar, en ef vér skrif-
um undir þessa friðarskilmála, þá
er það eingöngu vegna þess, að vér
erum neyddir til þess. Þetta getúr
ekki orðið annað en falskur friður.
Það er tilraun til þess að útrýma
lieilli þjóð, eigi með vopnum, held-
ur með viðskiftaánauð. Það verður
aldrei annað en ,pappírssnifsi‘,
sem dregur það á langinn, að liinn
rétti friður komist á. Réttlætishug-
sjónin er svívirt.11
„Berliner Tageblatt“. segir,"að
Þjóðverjar geti alls eigi gengið að
friðarskilmálunum. Þeir sé niiklu
verri heldur en Þjóðverjar hefði
nökkuru sinni getað gert sér í hug-
arlund. Þetta sé að eins kúgunar-
pólitík, og ef skilmálunum fáist
ckki breytt, þá sé ekkert annað
svar við þeim en : Nei!
Hægri blöðin taka enn dýpra í
árinni og alþýzku blöðin telja það
óðs manns æði, að ganga að skil-
málunum.
„Tágliche Rundseháu“ segir, að
skilmálarnir sé miklu verri heldur
en hinir svartsýnustu Þjóðverjar
höfðu búist við. Öllum, sem hefði
vonast eftir réttlátum friði, eða al-
þjóðasambandi, liefði skjöplast
hrapallega. Hungurdauði hef-
ir of væga merkingu til þess að
lýsa skilmálunum. Það er þræla-
f r i ð u r. Ófriðnum er lialdið áfram
á annan miklu hræðilegri liátt held-
ur en áður og öðrum vopnum beitt,
til þess að ko'ma í veg fyrir það, að
þýzka þjóðin geti noltkru sinni náð
sér.
Ummæli þýzkra stjórnmálamanna.
Þegar er Þjóðverjum hafði verið
birtir friðarskilmálarnir, leituðu
þýzkir blaðamenn umsagnar full-
trúa þeirra. Leizt þeim mjög á einn
\ eg — að samningarnir væri óhaf-
andi. Landsberg dómsmálaráðherra
sagði, að þeir fengi ekki að ræða
samningana munnlega við fulltrúa
bandamanna, heldur yrði þeir að
senda álit sitt í bréfum og banda-
rnenn svöruðu á sama hátt, þangað
til eig'i væri um annað að gera fyr-
ir Þjóðverja en segja annaðhvort
já eða nei.
Prófessor Walter Schlúcking
sag'ði, að jafnvel í smávægilegustu
atriðum kæmi fram sá ásétningur
Frákka, að niðurlægja Þýzkaland.
Skilmálarnir væri blátt áfram
hræðilegir.
Giesbert mælti: Slíkur friður og
sá, sem nú er oss boðinn, þýðir það,
að hinir þýzku verkamenn skulu
um aldur og æfi vera þrælar „im-
perialisma‘ ‘ bandamanna.Vér verð-
um nú þegar, að snúa inn á þá einu
braut, sem oss er opin, en hún er
sú, að semja frið við Rússa og fá
Bolzhewikkahersveitir til Þýzka-
lands. Vér getum ekki gengið að
j'riðarskilmálunum. Þess vegna
verðum vér að taka afleiðingunum
af því óttalaust.
Keil, forsætisráðherra í Wúrten-
berg' mælti í ræðu, sem hann hélt í
þinginu hinn 8. maí: „í gær var
dómsdagur hinnar þýzku þjóðar.
Friðarskilýrðin eru kylfuhögg á
oss. Stórveldið þýzka á að hneppa
ií fjötra. — Aldrei njummi vér
iganga að þessum skilyrðum. En vér
viljum eigi heldur sleppa allri von
um það, að þeim fáist breytt til
batnaðar.
Hirch, forsætisráðherra Prússa,
mælti á líka leið í þingi þóirra. Mót-
mælti hann þar kröftuglega í nafni
prússnesku þjóðarinnar, tilraunum
bandamanna til þess að hneppa
þýzku þjóðina í ánauð. Hann skor-
aði á alla, að sýna stillingu á þess-
,um alvarlegu tímum og láta engar
msingar hlaupa með sig í gönur.
Það væri að eins ein bjargarvon, og
hún sú, að leggja niður allar innan-
lands deilur, að fylkja sér hlið við
hlið og' skjóta á skjaldborg um
stjórnina.
Brezkir verkamenn mótmæla
friðarskilmálunum.
Það er ekki ofmælt, þótt sagt sé
að allan heiminn furði á hinum
hörðu friðarkostum bandamamia.
-Eftir alt, sem á undan var gengið,
allar hinar innf jálgu ræður og' yfir-
lýsingar stjórnmálamanna banda-
manna um það, að bandamenn berð-
ust eigi fyrir neinu öðru en réttlæti
og jafnrétti meðal allra þjóða, hafði
engum komið það til hugar, að þeir
mundu vilja níðast svo á Þjóðverj-
um, sem nú ber raun vitni. Hvað
er nú orðið af hinum fögru hug-
sjónum, sem áttu að umskapa lieim-
inn og færa mannkyninu blessun
hins ævarandi friðar? Svo spyrja
nú margir, því jafn harða friðar-
kosti og bandamenn setja Þjóðverj-
mn nú, hefir enginn þekt fyr. Fyrst
eru Þjóðverjar néyddir til þess að
láta af höndum hergögn sín, eim-
reiðar, járnbrautarvágna, skipa-
stól, landbúnaðarvélar o. s. frv, og
svo, þegar þeim hefir verið komið
þannig á kné, áð þejr eru varnar-
lausir, þá er vegið að þeim. Og
treystist þeir ekki til þess að geta
fullnægt friðarskilmálunum, þá á
að beita þá vopninu sem ægilegast
hefir reynst: að svelta þá inni.
„Mun sú þeim eigi sárust nauð,
að sjá oss feita og káta,
er ekkert fæst á borðið brauð
og börnin þeirra gráta?“
lætur Þorsteinn árlingsson Farise-
ann segja. Er hér ekki líkt á
komið ?
Það kveður jafnvel svo ramt að
því, hvílíkum vonbrigðum heimur-
inn hefir orðið fyrir, er friðarskil-
málarnir voru birtir, að brezkir
verkamenn hafa mótmælt þeim
liarðlega. Segja þeir, sem er, að
grundvallaratriði friðarins, sem
áttu .að vera hinár 14 greinar Wil-
sons, sé bersýnilega fótumtroðnar
og bandámenn hafi gengið á bak
allra sinna orða og' loforða. Þeir
vilja, að Þýzkaland geti orðið efna-
lega sjálfstætt og frjálst ríki, að
það risi aftur úr rústum. Þeir vilja
taka það inn í alþjóðasambandið og
þ^ir vilja ekki svifta það nýlendun-
um. Þeir mótmæla því kröftuglega,
að sneitt sé af Þýzkalandi á alla
vegu éftir geðþótta bandamanna,
án þess að íbúar þeirra héraða sé
að spúrðir. Þess vegna heimta þeir
það, að þjóðaratkvæði fari fram,
eigi einungis í þeim héruðum, sem
Póllandi eru ætluð (Slésíu, Posen og
Vestur-Prússlaúdi) og Moresnet,
sem Belgum er ætlað, heldur einnig
í Elsass Lothringen. Og þeir mót-
mæla því harðlega, hvernig á að
fara með Saarhéraðið. Enn fremur
mótmæla þeir því, að þýzka Austur-
ríki skuli ekki fá að sameinast
Þýzkalandi.
Verkamenn í Bandaríkjunum
hafa enn eigi látið uppi álit sitt, en
búist er við því, að þeim muni
þykja Wilson ekki fastheldinn á
hugsjónir sínar, enda mun nú mega
segja það, að heiminum hafa ekki
brugðist svo vonir um neinn mann
sem hann.
Sjómenn á skipum grænlenzku verzl-
unaríélagsins í Kaupmannahöfn heimte.
liærra kaup, styttri vinnutíma og fleiri
atyinnubætur. Félagið hefir ekki séð
sér fært að ganga að kröfum þeirra
og komst fvrsta Grænlandsfarið í ár
því ekki á stað á réttum tíma.