Morgunblaðið - 13.08.1919, Qupperneq 2
2
MORGiní BL AÐÍÐ
5. 0£
verður á morgun (fimtudag) ki. 8 siðdegis.
Aðalliðið við A. B.
Aðgangur kostar: Sœti kr. 3.00,
Pallstæði 2.50,
0nnur stæði 200,
Barnastæði 0,50,
Sjáum nú hvað okkar menn duga
Tlííir sem veflinqi va(da verda að koma og sfd
Tf. B. keppa í síðasfa sinn.
Aldrei betra tækitæri að sjá göða knattspyrnu.
Heimboðsnefndin.
MORGUNBLAÐIÐ
Ritatjóri: Vilh. Finsen.
Ritstjórn og afgreiðsla í Lækjargötu 2.
Sími 500. — Prentsmiðjusími 48.
Kemur út alla daga vikunnar, afi
mánudögum undanteknum.
Ritstjórnarskrifstofan opin:
Virka daga kl. 10—12.
Helgidaga kl. 1—3.
Afgreiðslan opin:
Virka daga kl. 8—5.
Helgidaga kl. 8—12.
Auglýsingum sé skilað annaðhvort
á afgreiðsluna eða í ísafoldarprent-
smiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir útkomu
þess blaðs, sem þær eiga að birtast
Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fá
að ölluin jafnaði betri stað .í blaðinu
(á lesmálssíðum) en þær sem síðar
koma.
Auglýsingaverð: Á fremstu síðu kr.
1.60 hver em. dálksbreiddar; á öðrum
síðum kr. 0.80cm.
Verð blaðsins er 1 kr. á mánuði.
Það þykir alt af tíðindum sæta;
er stjórnarskifti verða og heilt
ráðuneyti leggur úr höndum sér
stjórnartaumana og knýr nýtt til
að myndast og skipa sæti sitt.
Sá atburður hefir nú gerst met)
þjóð vorri síðustu dagana. Fyrsta
íslenzka ráðuneytið leggur niður
völd.
Ýmsum glöggum mönnum á veð
urfar þingsins, hafði ekki komið
það á óvart, að eitthvað mundi
aðsigi í þinginu. Óvanalega hljótt
var þar, svo sem oft er undanfari
stórviðburða og stórviðra. Þó hafði
engan órað fyrir, að öll mundi
stjórnin fjúka. Menn höfðu talið
víst, að minsta kosti sæti forsætis-
ráðherra eftir.
En nú er svo komið, að það er
autt skarð fyrir skildi.
Nú kemur til kasta þngsms að
velja rnenn, að mynda nýtt ráðu-
neyti. Hverjum verður nú skotið
Upp í ráðherraembættin? Hverja
telur þingið sig hafa samvizkusam-
legan rétt til að velja fyrir stjórn-
endur þjóðarinnar á þessum mik-
ilvægu tímamótum henuar ? Og
hverjir telja sig vaxna því að taka
á herðar sér þá byrði, sem ráð-
herrastaða leggur þeim á herðar?
Nú má þingið ekki fara gömlu
ieiðiaa að tefla einhverjum ósjálf-
bjarga flokkspeðum fram og upp
í ráðherrastól, án þess að snefill af
mætti sé til þess að skipa það rúin.
Nu v e r ð a þingmenn vorir að
sameina sig um þá menn, ef nokkr-
ir eru til innan þingsins, sem lík-
legastir eru til að bjarga þjóð vorri
úr þeim kröggum og þeirri kyr-
stöðu, sem nú er.
Og séu þeir ekki til innan þings
ins, þá er að fara út fyrir það. Ef
þingið getur ekki lagt fram úr sín
um flokki þá menn, sem nú þarf á
að halda til forráða, þá verður það
að leita út fyrir sig sjálft. Það er
öllum kunnugt, að innan þingsins
eru fáir menn, sem tekið gætu við
stjórn landsins svo í lagi færi. En
þjóðin á marga slíka menn. En
ábyrgðin hvílir á þinginu. Undir
því er það komið, hverjum þjóðin
á að lúta næst, hvort það vejrður
úrræðalaust, seinlátt og óframsýnt
ráðuneyti eða framsýnt, víðsýnt og
glögt á hvað þjóðinni horíir til
heilla. Það er á valdi þess, hvort
okkur verður nú vafinn einhver
óheilla Héðinn að höfði.
En hitt dylst engum, að það er
ekkert glæsilegt að taka við út-
nefningu ráðherra nú og „dumpa“
svo ef til vill við kosningar í haust.
Öumir halda því líka frám, að ei
sé mögulegt að mynda stjórn, fyr
en kosningar séu afstaðnar. Þá fá-
ist hreipar línur og skýr takmörk
þeirra flokka og flokksbrota, er
nú hjara innan þingsins. Og þá
komist skipulag á þann graut hálf-
myndaðra, hálfhugsaðra, hálf-
dauðra og hálfafturgenginna
flokka, sem nú þvælast hver fyrir
öðrum.
Sannleikur er það, að alt af
hreinsa nýjar kosningar til. En
hvað sem er um það, þá verður
úngið að muna eftir þeirri skyldu,
sem hvílir á því, muna eftir þjóð-
inni, sem áreiðanlega mun bera
jess menjar um marga áratugi,
hvernig það ráðuneyti starfar, er
nú sezt 4 laggirnar.
Víða erlendis hefir sá siður kom-
ist á, að gefa þjónum á gistihúsum
veitingahúsum svo kallaða
drykkjupeninga“ eða „þjórfé“,
e. stinga að þeim nokkrum aur-
um framyfir um leið og borgað er
fyrir veitingarnar. — Fyrst í stað,
jegar þessi siður var að komast á,
urðu þessir drykkjupeningar að
lireimii og beinni viðbót við þau
fullu laun, sem þjónarnir fengu
hjá húsbændum sínum. En smátt
og smátt, einkum á fjölsóttari
stöðum, urðu þesar g.jafir meiri en
sjálf launin, svo að þjónarnir voru
og eru enn víða alls ekki ráðnir
upp á nein laun heldur verða jafn-
vel sumstaðar að borga með sér til
að fá stöðurnar.
Víðast hvar eru þessar þjórfjár
gjafir afarilla liðnar og það af
þessum ástæðum:
Menn sjá ekki ástæðu til að yfir
borga veitingar fremur en aðrar
vörur, er menn kaupa. En þessar
gjafir eru auðvitað ekki annað en
yfirborgun í sínu upprunalega
formi.
Menn sjá ekki ástæðu til að þjón
ar í veitingahúsum eigi að fá auka
þóknun fremur en t. d. þjónar við
afliendingu 1 búðum, og þegar svo
er komið að þessar peningagjafir
eru orðnar einu launin, sem þjón-
arnir fá, þá virðist sú launaaðferð
hafa fleiri ókosti en kosti fram yf
ir fasta launaformið.
Fólk kann alment ekki við það
að vita ekki upp á hár hvað þjón
arnir gera sig ánægða með, en kær
ir sig ekki um það á hinn bóginn.
að láta af hendi meira en það sem
er sanngjarnt.
Fyrir utan það, að þessar gjafir
hafa fremur siðspillandi áhrif á þá
sem þiggja, og lækka þjóna í áliti,
þá hafa tekjur þjónanna núna á
stríðsárunum víða verið svo óviss
ar, að sumstaðar hafa þeir heimtað
að komast á fost laun, að sjálf
sogðu einkum í stríðslöndunum.
Feíkna mikið hefir verið skrifað
móti þessu þj'órfjárfargani o
jnörg ráð fundin til að fá það af-
rmmið. En það gengur illa. Mörg
veitingahús hafa reynt að afnema
rað, en illa tekist, nema öllu fyrir
komulaginu væri þá gjörbreytt.
Einna bezt hefir gefist sú aðferð,
að láta gestina sjálfa þjóna sér,
e. sækja sjálfa veitingarnar að
Komið með
AUGLÝSINGAR
tímanlega
framreiðsluborðinu og fara með
rær til sætis síns ,Er þá keypt og
borgað án þjórfjár, eins og við
hvert annað búðarborð. En þetta
fyrirkomulag þykir ekki hæft á
fínni veitingastöðum.
Um leið og hér á landi eru að
vaxa upp veitingastaðir eins og
tíðkast í öðrum löndum, þykir
hlíta að gera þetta að umtalsefni,
til þess að menn fái þá ástæðu
til að leggja orð í belg, ef mönn-
um þykir málið þess vert. Það er
sem sé hægast að kæfa hvern ósið
í fæðingunni, og má nú ekki seinna
vera, því’að hann hefir þegar náð
hér allmiklum tökum. Þótt hvorki
þyki það enn þá sjálfsagt eða bein
skylda að gefa þjórfé, þá mun þess
ekki langt að bíða, að farið verður
að taka tillit til slíkra gjafa við
ráðningu þjóna, svo að það er þá
um leið orðið sama sem skylda.
Sumstaðar erlendis eru beinlínis
dómar fyrir því, að það sé laga-
skylda að gefa að minsta kosti tí-
unda part af greiðsluupphæð
þjórfé. Hér á landi mun varla kom-
ið svo langt, að það sé einu sinni
talin siðferðisskylda, hvað þá laga-
leg skylda. En svo langt er komið
að það þykir að minsta kosti ekk
ert „flott“ af þeim, sem annars
vilja sýnast nokkuð, að skorast
undan að gefa þjórfé. Og það sem
gerir þessa byrjun, sem þegar er
innleidd, illræmda, er það, að þeim
sem ekki vilja ala það*sem að þeirra
dómi er afturför og ósiður, þykir
á hinn bóginn leitt að vera álitnir
annaðhvort nirflar, eða þá að þeir
kunni ekki „útlenda mannasiði* ‘!
En sem sagt var, þá er siðurinn
ekki rótgrónari en svo, að ef menn
vilja uppræta hann, þá er það vel
hægt með aðstoð blaðanna. Hér er
enn engin þjónastétt, sem mundi
finna skert réttindi sín, heldur
mestmegnis notaðar stúlkur til að
ganga um beina og hinar sömu að
eins um stundarsakir. Má oft sjá
þess dæmi, að stúlkurnar þekkja
alls ekki siðinu, þær vita sumar
ekki einu sinni hvort þær ciga að
>akka fyrir þjórféð, og fleygja því
máske með hinum peningunum í
fjárhirzlu ‘ veitingahússins. Og al-
veg er brent fyrir það, að þær
sýni þeim gestum neina frekari al-
úð, sem vanir eru að gefa þjórfé.
Er það í rauninni líka sjálfsagt,
að gera öllum vel til, og fara ekki
í neitt manngreiuarálit, þótt reynt
sé að múta til þess. —
Það, sem hér er um að ræða, er
rví, á þessu stigi málsins, hvort
menn kæra sig um að koma í veg
fyrir að þessi peningagjafasiður
verði að fastri reglu og skyldu. í
lýjum tímaritum erlendum má sjá
langar greinir með áskorunum um
afnám hans, og mætti vænta að
menn væru á líkri skoðun hér. En
ió þurfa fyrst og fremst að heyr-
ast einhverjar alvarlegar raddir um
lað, og þá kemur næst að gera
lær ráðstafanir, sem nauðsynleg-
r eru, helzt í samráði við veitinga
húsin sjálf.
Afl og efni
Islands.
Eftir Fr. B. Arngrímsson.
„Bíum, bíum, barnið góða
sofðu viurt og sofðu lengi.“
J. II.
Það eru vögguvísur og líksöngv-
ar öllu hcldur en hersöngvar og
sigurljóð, sem mér koma fyrst
hug, þegar eg' lít á úrslit heims-
ófriðarins og áhrif hans á Norður
lönd og fsland.
Fimtíu ára starf og strit liins
germanska kynbálks í Miðevrópu
fyrir velmegun sinui, verzlunar-
frelsi, eða fullveldi, á sjónum, og
jafnrétti til að stofnsetja og eign
ast nýlendur í Afríku, Asíu og ann-
ars staðar í heiminum, cr gersam-
lega eyðilagt. Tvö stórveldi stykkj
uð í sundur, Germanir, íbúar Jieirra
ræntir löndum, vopnum, herflota
og' verzlunarflota, og klyfjaðir ó-
bærilegum skuldum. Öll Miðevrópa
liggur, að heita má, í blóði sínu;
hér á Norðurlöndum hafa frændur
vorir beðið talsverðan hnekki og
ísland sjálft ekki íarið varhluta af
ófriðnum, þó alt minna en flestar
aðrar þjóðir. — Hér á íslandi hef-
ir fimtíu ára strit helztu leiðtoga
alþýðu, sem telur nú um 90 þús-
und manns, endað með því að fs-
land er skírt fullvalda eða frjálst
ríki; en þjóðin hefir á þessum síð-
ustu árum sökt sér í skuldir, sem
nú nema, að sögn, minst 14 miljón-
um króna, þ. e. um 150 kr. á mann,
en sjálf á liún ekkert vígi, né neitt
verulegt hergagn, né varnarlið til
að verja kauptún sín, ekki einasta
höfuðstaðinn, og' ekki svo mikið
sem einn strandvarnabát til að
verja strendur landsins og fiski-
flota þess, ef á þyrfti að halda.
Þess konar fullveldi er meira í orði
en á borði, ekkert sem alþýðan get-
ur verið sérlega liróðug af.
Um 40 ár eða meir, nfl. síðan Jón
Siugrðsson leið, hafa stjórnmála-
arpar íslands verið að þrefa við
Dani um sérréttindi íslenzku þjóð-
armnar, og hafa heimtað sérstaka
stjórn og fullkomið framkvæmdas-
vald, jafnt og fult löggjafarvald,
og nú upp á síðkastið dómsvald.
Ekkert bindur nú ísland lengur við
Danmörku, nema sameiginlegur
konungur og verndun Dana um
næstu 25 ár; og hagfræðingar ís-
lands og verkfræðingar hafa starf-
að að því og hjálpað til þess að
leggja hafsíma til Hjaltlands, sem
er brezk eign, ekki beint til Dan-
merkur, og þar næst lagt síma yfir
ísland, sem er uú metiun mjög
mikils. Auk þess hafa þeir og þjóð-
félagið brúað ýmsar ár og fljót,
bygt þjóðvegi og' komið upp verk-
smiðjum, klæðaverksmiðjum, þó
cnn sé í smáum stíl, komið upp öfl-
ugum skipastól, en bændur hafa
keypt ýmis konar jarðyrkjuáhöld,
og fræðimenn hafa ferðast um
landið og athugað og' rannsakað
orkulindir þess, steinaríki þess og
jarðveg. En þrátt fyrir þetta starf
og strit, veit almenningur ekki
mikið betur nú en fyrir 45 árum
síðan, hve mikla orku eða vinnu-
afl ísland geymir, né hvaða nýtileg
efni felast í skauti þess; og engar
verksmiðjur eru enn til að nota
leirtegundir þess sem byggingar-
efni né til að höggva hraungrýti
þoss og nota það eða aðrar stein-
tegundir. Og þótt allur þorri al-
þýðu hafi, síðan fyrir 25 árum, liaít
einhverja hugmynd um og jafnvel
sönnun fyrir því, að mögulegt sé
með nútíðaráhöldum að láta ár
landsins og fossa ala rafmagn til
ljósa, eldunar og liúshituuar og til
ýmis konar iðju, og' hafi vitað að
ekki þurfti annað en að kaupa
verkvélarnar frá Ameríku eða frá
grannalöndunum, einkum Noregi
og Svíþjóð, sem nú eru langt kom-
in í þeirri iðnaðargrein, þá eru að
eins örfáir kaupstaðir enn hér á
landi, sem nota rafmagn til ljósa og
lítillega til eldunar enginn hinna
stærri kaupstaða nema Seyðisfjörð-
ur einn, en alls enginn til húshit-
unar né til stóriðnaðar. Akureyri,
ísafjörður og Reykjavík nota enn
steinolíu til ljósmatar, þegar hún
fæst, og kol eða mó sem eldsneyti
(Iieykjavík er það lengst komin í
kolanotkuu að hún hefir koks og
býr til gas, sem þeir kaupa, er efni
hafa til þess), annars yrðu þessir
prír stærstu bæir landsins að sitja
í kuldanum og myrkrinu á vetrum.
Þeir einir, sem hér á landi nota
rafmagn til húshitunar, eru eða
hafa verið bændurnir á Karlsskála
við Reyðarfjörð og bóndi nokkur
í Þykkvabæ í Suður-Múlasýslu, að
iví er mér er sagt. Svoua seint og
örðugt hefir hinni nýju fræðigrein
eða iðnaði, rafmagnsfræðinni og
rafiðjunni, gengið að ryðja sér til
rúms hér á Islandi, og svona örð-
ugt hefir rafljósið og' rafhituuiu
átt meö það hér, að eyða rnyrkri
vetrarins og kulda.
Hverjum eða hverju er um að
kenna? Er það alþýðunni eða
stjórninni eða fátæktiíini, eða
hverju?
Ekki alþýðunni, því að hún var
einna fyrst til að sjá þörfina á að
fara að nota orkulindir landsins.
Það var óskúlagenginn maður, Seiö