Morgunblaðið - 21.08.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1919, Blaðsíða 1
6. árgan^ur, 269 tölublað Fimtudag 21. ágúst 1919 Isafoldarprentsmiöla ternmm GAMLA BIO ------------ * Dýrkeyp! f ægð, F.iliegur o»> áhi ifamikill sorgatleikur í 4 þ.Ututn eftir Robert Reinert. Aðalhlutverkið leikur hin fræga ít Lfea leikkona Maria Carmí af framúrskarandi sni'd. Aiþingi. Nefndaráiit. Tjónið af Kötlugosinu. Landbúnaðarnefnd neðri deildar Jiefir skilað áliti um þingsályktun- artillögu Gísla Sveinssonar um bætur vegna skemda og tjóns af Kötlugosinu. Er álitið á þessa leið: ,,í tillögunni er farið fram á eft- irgjöf jarðarafgjalds á opinberum jörðum í V estur-Skaf taf ellssýslu fyrir fardagaárið 1918—1919 og að verja megi úr ríkissjóði nauðsyn- legri fjárhæð til að létta undir með búendum á öskusvæðinu í öflun fóðurbætis fyrir næsta vetur. Mið- ar þetta til að bæta úr brýnustu örðugleikum í svip. Yerður ekki annað sagt en að það sé í alja staði eðlilegt og sjálísagt, að ríkið geri eittlivað til að bæta úr hinu mikla tjóni, er menn urðu fyrir á gos- svæðinu, og stuðli til að inönnum verði mögulegt að lifa og bjargast lrnr áfram. Ríður auðvitað á þessu luest fyrst í stað, meðan jarðirnar eru að ná sér eftir öskufallið, flóð- in og umrótið, og bændur að jafna sig eftir liörmungarnar, sem yfir þá duudu. Getur tillaga þessi orðið nð góðu liði, komist hún í fram- kvæmd, og er þó málaleitunin mjög bófleg. „LTm fyrra liðiun er það að seg'ja, ívilnanir af hálfu stjórnarinuar verði ekki minni en liér er stungið upp á. „Laudsmönnum er t>að víst al- ment ljóst, hvílíkt voðatjón og iinekki íbúar Vestur-Skaftafells- sýslu hafa beðið og bíða við gosið. I>ví miður hefir almenn hjálp ekki enn komið frá landsmönnum. Eim- skipafélag íslauds hefir hlaupið vel undir bagga með 15 þús. kr.r einn- ig nokkur kaupfélög og fleiri. aðr- ir. Má þetta að vísu heita af al- mannafé. En hjálpfýsi landsmanna hefði átt að koma miklu sltýrar í ljós en þetta, og vonandi gerir hún það með haustinu. „Talið er, að gripir hafi beint farist í gosinu (eða hlaupinu) og tapast sem hér segir: 37 hross og nálægt 600 sauðfjár. Sé hross metið á 300 kr. og hver kind á 35 kr„ er tjónið 32100 kr. En þó veldur förg- un búpenings, missir síðastliðinn vetur og örðugleikar á að fjölga aftur fénaði, meðan landið er að ná sér eftir gosið, vafalaust marg- falt meira tjóni og atvinnuhnekki, sem ekki verður metið til peninga. Þær busifjar verða ekki tölum taldar. „Samkvæmt þessu áliti mælir nefndin iiið bezta með tillögunni.“ Fjárveitinganefndiii hefir einnig- athugað tillöguna og ékki fundið neitt að atliuga. Jón á Hvanná er framsögumað- ur landbúnaðarnefudar. tingfundir i gær. Efri deild. Frv. um samþyktir um stofnun eftirlits- og fóðurbirgðafélaga var afgreitt til ueðri deildar. Frv. um mat á saltkjöti til út- flutnings var vísað til 3. umr., þá er Sigurjón, framsögum. og at- vinnumálaráðherra höfðu mælt nokkur orð um það. Frv. um gjald af . innlendri vindlagérð og brjóstsykurtilbún- ingi var eftir framsögu G. Ól. vísað ckki cr nema sjálfsögð nær- 8>etni a-f ríkinu við landseta sína að gefa þeim eftir landskuld fyrir yfirstandandi ár undir slíkum kringumstæðum. Opinberar jarðir eru ckki margar í sýslunni. Nemur tirgjaldið íyrir árið um 4000 kr. þó að þessar jarðir hafi orðið fyrir uokkuð mismunandi skemd- l,11b þá hafa j>ær spilst yfirleitt, Seöi sjá má af skýrslu þeirri um ^ötlugosið eftir sýslumann Yestur- ^kaftfellinga, sem nú hefir verið ^býtt. Er því bezt, að þetta gangi ^fnt yfir alla leiguliðana. »bm síðara lið tillögunnar er að ei«s spurningin, að hve miklu Icyti rikissj6ður á að létta alment undir bændum á öskusvæðinu í öfl- I*11 íóðurbætis. Flutningsmaður lief- att tal við nefndina um þetta . og getið þess, að minst >di þurfa 1000 strokka eða 500 , olíuföt af síld, eða jafngildi PtiL , ^ ... ‘ áf öðrum fóðurbæti. Vildi e^llll> að stjórnin útvegaði síldina j.j a í'óðurbætinn, annnaðist um ,1 'ttlll>g á honum til Víkur í Mýr- jjj « greiddi auk þess emhvern a kostnaðarins úr ríkissjóði, 86111 aðallega flutningsgjald, , v^ri ekki minna en 10 kr. W„. 1Vert e®a 5—6 kr. fyrir fiV0 er ‘Ker tat e®tt ^® ^1' strokk. Yrði kostnaður ríkis- sknn ^ 111('ð eftirgjöf á lands- IqOjjjj11111’ l'klega ekki mikið yfir . ír> Álítur nefndin þetta b-iarnt og mælir ineð því, að til 3. umr., og sömuleiðis frv. um brúargerðir, sem E. P. hafði fram- sögu um. Akveðið var að liafa tvær umr. mn tillög'itr út af athugasemdum yfirskoðunarmamra landsreikning- anna fyrir árin 1916 og 1917, og fundi síðan slitið. Neðri deild. Frv. um breyting á lögum um lögreglusamþyktir fyrir kaupstað- ina var eftir stutta grcinargerð framsm. Einars Arnórssonar, fært í sama búning og' það var í er það fór til efri deildar, sektahámarkið fært upp í 1000 kr. Kemur frv. nú til kasta sameinaðs þings. Frv. um breyting á lögum um sjúkrasamlög var samþ. eins og það kom frá efri deikl og afgreitt sem lög frá Alþingi. Þá var og frv. um sölu á Ögri og Sellóni afgreitt sem lög, um- ræðulaust. Frv. um breyting á löguin um tilhögun á lögg’æzlu við fisltiveiðar utan landhelgis var vrsað til 2. umr. og sjávarútvegsnefndar. Frv. uin brcyting á lögum um friðun fugla og eg'gja (friðun arn- ar til 1940 og vals til 1930) var vísað til 2. umr., þá er aðalflutn- ingsmaður (Sv. Ól.) hafði gert skýra grein fyrir því. Frv. um landsbókasafn og lands- skjalasafn (slj.frv.) var til 2. umr. Aðalbreytiugiu, sem með því var t Það tilkynnist hér með ættir.gjum og vinum, &ð dóttir okkar, HUdur EUsabet, andaðist að heimili okkar, Kirastíg 11, 20. þ. m. J;rðarförin ákveðin iíðar. Raqnheiður Sumarliðadóttir. Ludviq C. Maqnússon, E.s. Skjöldur fer aukaferð til Borgarness langardaginn 23 þ m. kl 11 árdegis. Reykjavik 21. igúst 1919. 1 H.f. Eggert Olafsson. fyrirhuguð á skipulagi safnanna, var sú, að yfirstjórn beg'g'ja safn- anna skuli koma uiidir eitt höfuð, er nefnist laudsbókavörður. Frv. þetta var til athugunar í menta- málanefnd. Leitaði hún álits lands- bókavarðar og þjóðskjalavarðar um málið. Á rannsókn sinni og áliti þessara manna bygði svo nefndin niðurstöðu sína. Réð hún deildinni frá að samþykkja frv„ þar sem það bæði myndi hafa í för með sér gagngerða ókosti fyrir bæði söfn- in, og jafnvel auka launagjöld landssjóðs. Einar Arnórsson gerði stuttlega grein fyrir niðurstöðu nafndarinnar. Forsætisráðherra, andmælti varlega ræðu hans. Kvað sér liggja í léttu rúmi „í sjálfu sér‘ ‘ hvort frv. yrði samþykt eða ekki. Viðurkendi, að þessi nýja skipun myndi ef til vill ekki hafa góð á- hrif á starfrækslu safnanna. En hins vegar viðurkendi hann ekki, að það myndi auka útgjöld lands- sjóðs, heldur myndi við það spar- ast nökkuð. Vér hefðum ekki ráð á því að sundurgreina öll möguleg störf og fjölga þann veg embætt- um um skör fram. Einar Arnórs- son svaraði og kvað starfrækslu safnanna hljóta að vera aðalatrið- ið. — Við atkvgr. var 1. og 2. gr. frv. feld, og frv. alt talið þar með fallið. Þá var frv. um banu gegn refa- rækt, •sem lengi hefir verið á döf- inni og allmikið rætt. Margir liöfðu beðið um orðið, er málið var síð- ast á dagskrá. En nú brá svo und- arlega við, að allir, bæði refavinir og refafjendur, féllu frá orðinu, og létu frv. fara til atkvæða við svo húið. Hinar vinsamlegri till. þeirra B. J„ S. St. og M. P., um að g'ela yrðlingunum hengingár*- frest voru drepnar. Nú höfðu ref- irnir einu sinni verið gintir úr grenjum, og sýndi nú neðri deild allræ’kilega, að refir skulu ekki eiga þar friðland lengur. En vinir refanna gengu saman í dýra- veyndunarfélag neðri deildar og búmannlegu tillögum landbúnaðar- uefndar. Um flestar greiuar og brtt. var greitt atkvæði með uafnakalli, og kom afstaða allra til refanna mjög skýrt í ljós, nema hvað J. M. neitaði að greiða atkvæði. Færði hanu til þá ástæðu, að hann hefði ekki kynt sér málið, og mun því engum hafa dottið í hug, að haun vildi, „eftir atvikum", hlífa þess- um vitru og „diplomatÍsku“ dýr- um (shr. refinn, sem lézt vera dauður, og skaut þanuig veiði- manninum ref fyrir r ...). Frv. var svo vísað til 3. umr. En ekki'var ein báran stök fyrir veslings refunum. Nú kom á dag- skrá till. til þingsál. um eyðiug refa, líka frá landbúnaðarnefnd. Jón frá Hvanná liafði framsögu. En liann er einn lxinn skæðasti ó- vinur refanna, og sannast þar mál- takið: „Hvað elskar sér líkt“, og vice versa. Var nú kominn svo mik- ill móður í menn, að brtt. ein, sem meiri lhutinn hugði vera refunum til línkindar, var þrídrepin, eftir því sem eiuum þm. sagðist frá. Ber- um vér þó eigi ábyrgð á því. En till. landbúnaðarnefndar var síðan samþykt. Um meðferð alla og úrslit þessa refamáls á þingi, enn sem komið er, má segja það, að nú myndi ref- irnir alveg vafalaust hleypa upp þinginu og taka völdin í þessu stjórnvana landi, ef þeir væru ekki í algerðum minni hluta. En nú eru góð ráð dýr fyrir þeiin, og líklega fá þeir eigi flúið örlög sín. Er þá sá einn til að freista að falla með særnd og „selja skinnið dýrt“. Mega því þingbændur ekki kippa sér upp við það, þótt dýrbítur láti grön gnauða í fé þeirra næstu árin. Loks var till. til þingsál. um landsbankaútibú á Vopnafirði vís- að til stjórnariiinar, og var þá dag- skrá lokið. Dagskr&r í dag. Kl. 1 miðdegis. í efri deild: L Frv. um landamerki o. fl.; 2. umr. 2. Frv. uin greiðslu af ríkisfé til konungs og könungsættar; 2. umr. 3. Frv. til fjáraukalaga fyrir ár- iu 1916 og 1917; 1. umr. 4. Frv. um samþykt á landsreikn- ingnum 1916 og 1917; 1. umr. 5. Frv. um löggilding verzlunar- staðar á Mýramel; 1. umr. í neðri deild: 1. Frv. um ullarmat; 3. uinr. 2. Frv. uiu breytiug xt lögum nr. 33, 2. nóv. 1914; 3. umr. 3. Frv. um samþyktir um akfæra sýslu og hreppavegi; 3. umr. 4. Frv. um forkaupsrétt á jörð- um; 3. umr. 5. Frv. um breytíngar í símalög'- unum; 2. umr. 6. Frv. um löggiltar reglugerðir sýslunefnda um eyðing refa o. fl.; 2. umr. 7. Till. til þingsál. uin Lands- bankaútibú í Stykkishólmi; frh. einnar umr. 8. Till. til þingsál. tun láusstofn- un fyrir landbúnaðinn; frh. einnar umr. 9. Frv. um breyting á lögum um fasteignamat; 1. umr. 10. Frv. um breyting á 1. gr. laga nr. 36, 30. júlí 1909, um laun há- skólakennara; 1. umr. (Ef deildin leyfir.) 11. Frv. um bæjargjöld í Reykja- vík; 1. umr. (Ef deildin leyfir.) 12. Frv. um hvíldartíma háseta á íslenzkum botnvörpuskipum; 2. umr. 0- Undanfarið liefir verið safnað skýrslum um það, hve margar fjöl- skyldur verða muni húsnæðislausar 1. október í haust. Þó ganga megi að því vísu, að skýrslan sé nokkuð ónákvæm, þar sem allir muuu eigi hafa tilkynt vandræði sín á borgar- stjóraskrifstofuna, þá hefir þó fengist full vissa fyrir því, að hús- næðiseklan er nú meiri en nokkkru sinni áður. Fjöldi fólks hefir bók- staflega livergi liöfði sínu að að halla. Það mun láta nærri, að um 40 hús séu nú í smíðum í bænum, flest fremur lítil, að eins handa einni eða tveim fjölskyldum, en einstaka stærri. Ekki bætir það úr vandræð- unum að fullu, og það er ekki ann- að fyrirsjáanlegt, en bærinn verði sjálfur að reisa bráðabirgðaskýli fyrir 20—30 fjölskyldur, svo sem hann hefir áður gert við Laufás- veginn, hinn svo kallaða Suðurpól. Verðið á húsum hér í hæ er orðið svo hátt að það liggur við að menn geti talað um okur. Fyrir húskofa, sem virtur er til brunabóta á 6000 krónur rúmar og eigi fylgir nema dálítill kálgarður, var um daginn krafist 42 þús. króna. Hús, sem áður voru föl fyrir 18—20 þús. eru nú seld fyrir 50—60 þús. kr. Kunnugir halda því fram, að inn- an skamms verði byggingarefni ó- dýrara. Byggingaraðferðin liefir og mikla þýðingu, og ef það rætist, sem spáð er, að holsteinar séu fram- tíðarbyggingarefnið, þá er líklegt að liér megi koma upp liúsum — töluvert ódýrara en hingað til. Það er því liætt við að margir brenni sig á því að kaupa gamla lxúskofa okurverði. Ef liér kæmi upp eldur, sem eyddi mörgum liúsum, húsum sem keypt hafa verið miklu hærra vei’ði en þau eru bruuatrygð fyrir — hvernig fer þá? Það er hætt við því að það tjón mundi verða mörg- um tilfinnanlegt og ef til vill ríða einhverjum að fullu. I Kaupmannahöfn hefir verið mikið okrað á húsum upp á síð- kastið, því þar er sama húsnæðis- eklan og hér í bæ. Til þess að liafa hönd í bagga með slíkum víðskift- um, hefir verið ákveðið að láta seljauda borga aukaskatt af því sem hann græðir á sölunui. Með þessu fyrirkomulag'i hefir og feng- ist nákvæm skýrsla um verðhækk- un húscigna, en hún gæti og verið nógu fróðleg hér. Að margir hér hafa grætt mikið fé á húsakaupum og sölu, efast enginn um, en það vantar nákvæma skýrslu um það. NYJA BIO hh Ritari drotnjngarinnar. Agætur þýzkur gamanleikur í 3 þáttum. Það er tvimælalaust góð skemt- un að horfa á mynd þessa, því að hún er bæði fyndin að efni og vel leikin. S krifstof ustttrf Stúlka með æfingu í vélritun ðskast til rit- starfa á Vitamálaskrif- stofunni nokkra klukku tíma á dag. 1-2 herbergi og eldhús óskast til leign strax eða i. okt. Upplýsingar 1 ísafoldar- prentsmiðju. Sími 48. Stúlka sem skrifar góða hönd og reiknar vel, getnr fengið atvinnu hálfan dag- inn við að taka á móti peningnm. Nýja lyfjabúðin, Laugaveg 18 a Stóimálin á pngi. Ilingað til hafa aðal stórmál þingsins legið í nefndum, svo sem f járlögin, launamálið, stjórnai'skrá- in og fossamálið. Nú- munu að minsta kosti þrjú af þessum málum í þann veginn að koma fram í dagsljósið aftur. Fjár- veitinganefnd neðri deildar hefir lokið við að semjn breytingartil- lögur sínar og munu þær væntan- lega verða opinberaðar innan skamms, þegar prentsmiðjan hefir lagt hönd sína á verkið. — Þá mun og einníg stjórnarskrárnefndin og launanefndin hafa lokið við að semja álit sín, svo að þeirra má þá vænta innan skamrns. En um fossa- nefndina veit enginn neitt að svo komnu máli. Fróðlegt verður að sjá breyt- ingartillögur fjárveitinganefndar. Virðist svo sem ekki hefði verið vanþörf á að semja stjórnarfrum- varpið um að nýju, því að svo var að sjá sein fjármáladeild stjórnar- ráðsins hefði annaðhvort gleymt því hvers virði krónan er nú orðin, eða að hún hefir ætlað þinginu allan vandann af því að ákveða gildið. ------0—------ i Einar Jónsson myndhöggvari mun nú vera kom- inn til Danmerkur. E11 hann hefir, svo sem kunnugt ei’, dvalið í Ame- ríkxx um tveggja ára skeið. Einar ætlar að dvelja í Danmörku í vet- ur; þó er líklegt að hann hregði sér hingað snögga ferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.