Morgunblaðið - 30.08.1919, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
LITI-Ð
Með e.s. Islandi er nýkomið:
„Irtna" jurfa~margarim nýsfroMað}
c9tý6renf Raffi ~ JavaBíanóað
dínasfa apíasmjör. cRgœff cFalmin
lakkeraðar (lósir.
JSjuffengar smáRöRur og syfiurvorur
og sfor senðing af ýmsu ágœfi.
Cfifa pOSfUÍÍtl sanngjornu verði.
Smjörhúsið,
Hafnarstr. 22. Reykjavík.
HOBGUNBLAÐIÐ
Ritstjóri: Vilh. Finsen.
Bitstjórn og afgreiBsla í Lækjargötu 2.
Sími 500. — Prentsmiðjusími 48.
Kemur ót alla daga vikunnar, aC
ménudögum undanteknum.
Bitstjórnarskrifstofan opin:
Virka daga kl. 10—12.
Helgidaga kl. 1—3.
Afgreiðslan opin:
Virka daga kl. 8—5.
Helgidaga kl. 8—12.
Auglýsingum sé skilað annaðhvort
& afgreiðsluna eða í ísafoldarprent-
smiðju fyrir kl. 5 daginn fyrir ótkomu
þess blaðs, sem þær eiga að birtast í.
Auglýsingar, sem koma fyrir kl. 12, fé
að öllum jafnaði betri stað í blaðinu
(á lesmálssíðum) en þær sem síðar
koma.
Auglýsingaverð: Á fremstu síðu kr.
1.60 hver cm. dálksbreiddar; á öðrum
síðum kr. 0.80cm.
Verð blaðsins er 1 kr. á mánuði.
Sendiherrann
og
Bogi Th. Melsted
Greinin „Utanríkismálin1 ‘, sem
birtist í Morgunblaðinn 15. þ. m.,
hefir gefið Boga Th. Melsteð sagn-
fræðingi ástæðu til að skrifa nýja
hugvekju um málið og reyna að
' sanna, hvjlíkt skaðræði íslending-
um geti orðið að því að hafa um-
boðsmann erlendis.
Af því að grein Boga byrjar með
því að kveða upp þann dóm að
greinin, sem hann ætlar að svara,
sé „rituð af sýnilegri vanþekkingu
og margt skakt í henni“, og a::
því enn fremur, að Melsteð er sagn-
fræðingur, hefði mátt búast við því
að svar hans yrði rökstudd hug-
leiðing, hleypidómalaus og sleggju-
dómalaus. En þar fer á annan veg-
Greinin hans er tvinnuð saman úr
getsökum, sleggjudómum og ósann-
indum og algjörlega ósamboðin vís-
indamanni og ærukærum manni.
Og vanþekkingu lýsir hón frekar
Öllu öðru.
Persónulega hæfileika forstöðu-
toanns og fulltrúa stjórnarráðs-
skrifstofunnar gerir hann að um-
talsefni og segir þar í rauninni ná-
kvæmlega hið sama, sem stóð í
greininni „U.tanríkismálin' ‘. Þar
var einmitt skýrt bent á hverjir
hæfileikamenn þessir umræddu
toenn væru, og sama gerir Melsseð
í sinni grein. Að vísu er góð vísa
' aldrei of oft kveðin, en undarlegt
er það samt að sjá hið sama endur-
tekið í grein Melsteðs, af því að
hún er rituð til að bæta upp van-
þekkingu þá og leiðrétta rangfærsl-
ur, sem fram hafi komið í hinni
greininni. Bogi Melsteð segir, að
enginn maður á íslandi muhdi vera
jafn vel fær um að gegna skrif-
stofustjóraembættinu í Khöfn og
Jón Krabbe, nema ef til vill for-
sætisráðherrann. Gat hann sparað
sér þær upplýsingar, því í grein-
inni ,,Utanríkismálin“ er það skýrt
tekið fram, hversu vel Krabbe hafi
staðið í stöðu sinni og hver holl-
vættur hann hafi reynst íslandi.
Og það er einmitt tekið þar fram
og stendur ljóst öllum þeim sem
lesið geta prent, að hann hafi skil-
yrði til að vera sendiherra íslands.
En það er að sjá af skrifum Mel-
steðs, að sendiherrauu sé þegar ráð-
inn, því þungamiðjan í öllum mót-
bárum hans gegn umboðsmanni í
Khöfn er só, áð maðurinn, sem
sendur verður, verði ónytjungur.
Þar biandar hann á óleyfilegan
hátt saman manni og málefni. í því
sambandi fær hann tækifæri til að
þaýta } sjálfstæðisflokkinn, en það
hefir Boga lengi verið ljúf iðja. En
hvernig kemst hann að þeirri nið-
urstöðu, að sjálfstæðisflokkurinn
veiti sendiherraembættið ? Enginn
veit um hver verða á sendiherra
og Bogi Melsteð ekki heldur. Og
það er engin ástæða til að ætla, að
eigi verði vandað sem bezt valið
á manni þeim, sem sendur verður.
Æskilegra hefði verið og réttara að
Melsteð hefði hhldið sér við efnið
og deilt um það, hvort ísland skuli
hafa stjórnarumboðsmann erlendis
eða ekki. Þetta eru tvo mál, sem
eigi má blanda saman, og síst af
öllu samir það sagnfræðingi að hafa
hausavíxl á þeim.
Þá er að snúa sér að rangfærsl-
unum, sem Melsteð ætlar sér að
leiðrétta. Hin fyrsta er sú, að talað
var um tvo embættismenn á
stjórnarráðsskrifstofunni, en rétt-
ara er að annar, nfl. fulltrúinn, er
sýslunarmaður. En varla skiftir
þetta þó máli. Sýnir athugasemdin
nákvæmni athugandans, nákvæmni
sem gott væri að hann temdi sjálf-
um sér þegar h a n n skrifar.
Næstu „rangfærsluna“, semhann
leiðréttir, áu þess þó að rökstyðja
leiðréttinguna hefir haun búið til
sjálfur. Hann gæsalappar sem sé
heila setningu, sem hann telur
tekna upp úr greíninni, sem hann
er að svara, setningu sem
þar hefir aldrei staðið.
Þetta verður að teljast óheiðarlegt
ahæfi og ósamboðið hverjum þeim,
vandur er að virðingu sinni. Setn-
ingin hljóðar svo hjá sagnfræðingn-
um: — „og svo er sagt í fyrnefndri
grein að nó „hafi stjórn íslands eng
an umboðsmann í Kaupmannahöfn
til þess að framkvæma þar almenn
stjórnarstörf“. — Rakalaus ósann-
indi. Setningin stendur hvergi í
greininni né neitt annað henni sam-
hljóða að efni til. Og ilt er að vita
til þess, að sagnritari, sem gert hef-
ir sér áð lífsstarfi að skrifa sögu
íslands skuli fara þannig með heim-
ildir.
Annars hefðu orðin um að ís-
land hefði engan umboðsmann í
Khöfn mátt standa, því þau eru
rétt, en ekki röng, eins og Melsteð
fullyrðir. Skrifstofustjórinn á
stjórnarráðsskrifsofunni í Khöfn
er ekki umboðsmaður íslenzku
stjórnarinnar í sömu merkingu og
alment gildir um stjórnarumboðs-
menn. Skrifstofan er afgreiðslu-
skrifstofa og verksvið hennar hefir
ætíð verið það, að afgreiða mál sem
ganga milli stjórnarráðsins hér
annars vegar, og dönsku stjómar-
ráðanna, ríkisráðs og konungs hins
vegar. Ef Melsteð vill hafa fyrir
því að lesa það sem skrifað stend-
ur um starfsvið skrifstofunnar og
verkahring sendiherra með erlend-
um þjóðum og bera það tvent sam-
an, þá getur hann séð hve gagnólíkt
þetta er. Og sannast að segja getur
varla heitið til of mikils mælst, að
hann vissi það, eða að minsta kosti
kynti sér það áður en haun skrif-
aði um það.
Ósaunindin, sem Melsteð segir að
nokkrir menn hér í bænum séu að
breiða út, hefir sá eigi heyrt, er
þetta riar, og svo mun hafa verið
um flesta, þangað til þeir lásu þau
í giein Melsteðs. Hann á því eflaust
mestan heiðurinn af því að hafa
breitt Gróusöguna út, því hann er
sá eini, sem hefir farið með hana
í blöðin.
„Landsmálameim vora vantar til-
finnanlega þekkingu á öðrum lönd-
um og utanríkismálum. — Það sýn-
ir meðal annars umræðan um mál
ietta,“ segir Melsteð. Já, þetta er
satt og hann sannar það með skrifi
sínu. Hann sýnir það þráfaldlega,
að hann hefir ekki hugmynd um
lað sem hann er að skrifa um.Hann
mkkir ekki tilhögun sendiherra-
sveita og hvert vald og umboð
leim er ætlað. Hann þekkir ekki
íeldur starfsvið sendiherrans, sem
>anir hafa gert.út hingað, og vill
„minna á það, að Dauir hafa ekki
sent.hingað sendiherra (,Gesandt‘)
... heldur ráðgjafa (,Minister‘).“
Ráðgjafa! Því ekki þjón — úr því
að sagnfræðingurinn er að spreyta
sig á afleitum merkingum orðsins?
Hvaða þjóðir kalla stjórnarum-
boðsmenn sma með öðrum þjóðum
ráðgjafa?. Það er Melsteð sjálfur,
sem fer skakt með nafnið á sendi-
herranum, hann heitir á dönsku
„overordentlig og befuldmægtiget
Minister" og er alls ekki ráðgjafi
eða ráðgefandi erindreki dönsku
stjórnarinnar heldur sendiherra,
með umboði því, sem vant er að
gefa þeim embættismönnum. (Sbr.
t. d. sendiherra Norðmanna í Kaup-
mannahöfn sem líka er kallaður
,,Minister“.) Danski sendiherrann
hér er einmitt „befuldmægtiget“,
en ekki ráðgefandi, og ráðgjafa-
nafn sagnfræðingsins því vitleysa
og ékkert annað,
Melsteð talar um, að sumir menn
vilji fara að flæma Jón Krabbe úr
þessari stöðu (þ. e. skrifstofustjóra-
stöðunni) og skipa í hans Stað tild-
urherra. Hver talar um það? En
getur ekki Melsteð skilið, að mað-
ur, sem orðinn er embættismaður í
utanríkisráðuneytinu, getur ekki
til langframa verið forstjóri af-
gíeiðsluskrifstofu stjórnarinnar.
Hvort störfin eru mikil eða lítil,
kemur málinu ekkert við, heldur
hitt, hvers eðlis störfin eru. Hins
vegar eru störf skrifstofustjórans
svo mikil nó, að varla getur hann
haft önnur embætti, jafnvel þótt
lítil séu, með höndum, ef trúa má
Melsteð, því hann kemst að þeirri
niðurstöðu, að tvo menn þurfi auk
væntanlegs sendiherra til þess að
gegna þeim, ef breytt verði til.
Melsteð heldur að síminn geri það
óþarft að hafa sendiherta í Khöfn,
og spyr hvort greinarhöf. viti ekki
að sími sé „til fslands". Ójú, en
hitt veit eg líka, að önnur ríki, þó
smá séu, hafa álitið það nauðsyn-
legt að hafa sendiherra sína í öðr-
um löndum, þó símasamband væri
á milii, og styttri leið að fara en
milli íslands og Danmerkur.
Þá veit Melsteð eigi til að neinn
sé á móti því, að ísland hafi um-
boðsmami í Danmörku. Alténd þó
sjálfur hann, sem hamasi inóti því
af veikum mætti, að stjórnin sendi
umboðsmann til Danmerkur. Hann
segir að skrifstofustjórinn á stjóm-
arskrifsofunni sé umboðsmaður ís-
lands í Kaupmannahöfn, en það
sýnir bezt að Melsteð veit ekki eða
vill ekki vita hvað stjórnarumboðs-
maður er.
„ísland hefir algjörlega frjálsar
hendur í máli þessu,“ segir Mel-
steð, og er ekki skyldugt til að
skipa og senda sérstakan fastan
„ráðgjafa“ í Khöfn. Nei, ekki er
það skyldugt, og Danir voru eigi
heldur skyldugir til þess að senda
hingað ^endiherra. Kurteisisskyldu
höfum vér til þess að gera út sendi-
herra en hún virðist liggja Melsteð
í léttu rúmi. Hins er og vert að
gæta, að fullvaldri þjóð getur al-
drei verið holt, að sníða af sér öll
einkenni fullveldisins; fara með
það eins og þjófur með stolinn grip.
Þá er það að eins til ills.
Þjóðin þarf að vita og skilja,
hvers virði það er að hafa sem full-
komnasta „repræsentation" út á
við. Allar sjálfstæðar þjóðir hafa
séð nauðsyn þess eigi síst smáþjóð-
irnar, og varið miklu fé og dýrum
kröftum til þess. Útverðirnir eru
nauðsynleg’ustu s^jórnm'álamenn
hverrar þjóðar. Sómi landsins ót á
við og heill þess er að miklu leyti
undir þeim komið. Svo hefir það
reynst annars staðar.
En þeir menn hafa verið til í fs-
lendinga tölu, sem ár og síð hafa
gengið berserksgang á móti því að
ísland stækkaði í augum annara
þjóða. í viðreisnarbaráttu landsins
vörðu þeir jafnan danska málstað-
inn, reyndu að telja DÖnum trú um
að sjálfstæðiskröfurnar íslenzku
hefðu engan byr og skipuðu sér
jafnan á vörð gegn sjálfstæðisósk-
um þjóðarinnar. Viðburðirnir nýj-
ustu hafa drepið þessa menn í póli-
tísku tilliti. Enn heyrist samt
stöku sinnum útburðarvæll, ámát-
legur og hjáróma, en tónninn samt
líkur og fyr. En enginn skal taka
mark á honum. Því vællinn er svo
ógeðslegur.
Seðlaútgáfa
Islandsbanka.
Pjárhagsnefnd Nd. hefir komið
fram með álit sitt um frv. til heim-
ildarlaga fyrir landstjómina til að
leyfa íslandsbanka að auka seðla-
upphæð þá, er bankinn samkvæmt
lögum frá 1905 má gefa út. í grein-
argerðinni segir:
„Eftir að frv. þau, sem stjórnin
lagði fyrir þetta þing um seðla-
útgáfu Landsbankans og breyting
á lögum íslandsbanka 10. nóv.
1905, voru fallin í þessari hv. deild,
tók nefndin þetta frv. til athugun-
ar og hefir átt nokkra fundi með
ráðherrunum um málið. Hafa þeir
tjáð nefndinni, að íslandsbanki
óski að frv. þessu verði breytt
þannig, að væntanleg lög um þetta
efni gildi til 1. maí 1920, en hins
vegar hafa þeir óskað, landsstjórn-
arinuar vegna, að lögin vcrði látin
gilda til 1. maí 1921.
Nefndin leggur því til, að frv.
*
þetta verði samþ. með eftirfarandi
breytingu: í stað „1. september
1919“ komi: 1. maí 1921.“
Magn. Guðmundsson hefir fram-
sögu.
Bókasafn
sjúklinga á Yííilsstööum.
Þar sem bókaútgefendum mun
ekki vera það kunnugt, að á Yífils-
stöðum er lrtið og fátækt bókasafn,
þá eru það vinsamleg tilmæli mín
til þeirra, að þeir ininnist þess á
þann hátt, að senda því að gjöf
eitt eintak af þeim bókum, sem þeir
gefa út.
Bókasiifnið á mjög erfitt með að
eignast nýjustu bækur, því tillög
er sjúklingar borga nægja að eins
til viðhalds á bókum safnsins. Allir
kannast við það, hversu tíminn er
fljótur að líða, þegar maður hefir
góða bók að lesa, og væri það því
mjög fallega gert af hverjum, sem
ástæður hefði, að senda safninu
blöð og bækur, til þess að sjúk-
lingar gætu stytt sér stundirnar
með því að lesa það; fyrir það
mundu þeir verða mjög þakklátir
því að þetta mundi auka ánægju
og heilbrigði þeirra.
Kunnugur.
Vér viljum skora á menn að
verða við beiðni „Kunnugs“ og
senda bækur til Yífilsstaða.
MiiGnU
Eftir
Jón Dúason.
Framh.
Það er óhjákvæmilegt annað en,
að íslenzkur atvinnurekstur á Græn
landi, innflutningur íslenzks fólks,
sem sest að í landinu, innflutning-
Ur íslenzks auðs og íslenzkrar menn-
ingar og það, að íslenzkir menn taki
landið sér til eignar, og hinar miklu
samgöngur, sem verða inilli land-
anna hljóti að hafa gerbreytandi á-
hrif á alla þróun og framtíð Græn-
lands, þar með löggjöf og stjórnar-
skipun. Danir hafa nú löngu séð,
hve mjög þá skortir þrek og dug til
að gera nokkuð úr Grænlandi og
styðst það álit við 200 ára reynslu.
Þess vegna voru 1907—08, þegar
mikið var talað um Grænland,
frammi ráðagerðir um það á mikils
megandi stöðum í Danmörku, að
slengja íslandi og Grænlandi sam-
an undir einn hatt, þ. e. flytja
Grænland frá innanríkisráðherran-
um undir íslandsráðherra- Því mið-
ur varð enginn íslendingur til að
styðja þessi viturlegu og eflaust
vel meintu ráð, sem orðið hefðu til
eflingar íslenzkri ótgerð og eflaust
komið Grænlandi að tilætluðum
notum! Ríkissjóður Dana græðir
nú 1,000,000 kr. (netto) á Græn-
landi árlegt og þótt þetta sé ekki
nema örlítið brot af því sem hægt
væri að kafa upp úr landinu, er
ekki líklegt, að Dönum sé sem stend
ur umhugað um að losa sig við
stjórnarfarslega ábyrgð á . þessu
gamla dótturlandi voru; en auðvit-
að hafa tímarnir breyzt. — Kryolit-
námufélagið eitt greiðir % milj. kr.
í ríkissjóð árlega fyrir reksturs-
leyfið. Með 4% vöxtum, eins og
reikna mátti fyrir ófriðinn, er nám-
an minst 20 milj. kr. virði, eða sem
svarar þþ af öllum þjóðarauði ls-
lands fyrir ófriðinn. En náman
mmndi þó seljast miklu meira, af
því námufélagið geíur hluthöfun-
geysiháan arð, þrátt fýrir hið háa
iðgjald í landssjóð Grænlands. —
Grænland er auðugt. Þar er ríku-
legt af málmum, kolum og dýrum
steinum. Uin þessa hluti vanhagar
oss mjög til þess að geta orðið ó-
háðir öðrum þjóðuin hvað þessar
vörur snertir, en þær eru líkajhendi
næstar á Grænlandi. Grænland hef-
ir möguleika til að verða stóriðn-
aðar- og stórverzlunarland, og
verðum við fyrstir til að nema land-
ir, er þessi framtíð vor. Allir sem
Grænland hafa sér, þar á meðal dr.
Helgi Pjeturss, einróma náttúru-
fegurð þess og fullyrða, að það eigi
stórkostlega framtíð sem ferða-
manualaiid. Náttúrufegurð Græn-
lands, steinaríki þess, kraftlindir,
landbúnaðarhéruð, fiskimið, kaup-
laust fólk, víðátta fyrir viltar dýra-
hjarðir og hin frábærlega hnatt-
staða Suður-Grænlands við eina af
helztu sjóleiðum heimsins, eru gæði,
sem framtíðin mun ekki telja fram
í miljónum heldur miljörðum króna.
Ef Grænland stæði opið, er ekki að
efa, að þeir landkostir þess, sem
mest uppgrip eru-að og' minst fjár-
magn þurfa, yrðu notaðir frá Is-
landi, t. d. fiskimiðin og gömlu höf-
uðbólin, en líka námur o. fl., og
þess vegna skal lokun landsins tek-
in til nánari athugunar.
____
Réttarkrafa Islendinga.
Viðvíkjandi lokun landsins ber
að greina milli tímans fyrir og eft-
ir 1. desember 1918, er sambands-
lögin gengu í gildi og Island náði
viðurkenningu sem fullvalda ríki
og því næst að verða meðlimur í
þjóðarréttarsamfélaginu. Fyrir 1.
desember var ísland álitið og með
farið eins og hluta ór danska rík-
inu og íslendinga sem danska
þegna. Meðau ekki var fengin-við-
urkenning íyrir fullveldi landsins,
giltu ákvæði dansks ríkisréttar um
borgararéttindi íslendinga á Græn-
landi, og brot gegn þessum lögum
var hægt að fá dæmd við danska
dómstóla og dómana framkvæmda
af dönskum ríkisvöldum. Eftir 1.
desember verður sú breyting á
þessu, að danskur ríkisréttur gild-
ir ekki lengur fyri ísland, og það
er ekki hægt að dæma íslendinga
sem danska þegna eftir honum.
Eftir 1. desember er ísland og Dan-
mörk tveir jafnréttháir fullvalda
aðilar í þjóðarréttarsamfélaginu,
og þau lög, sem hvorir tveggja
verða að hlíta, er þjóðarétturinn og
því næst sambandslögin. Eftir þess-
um lögum, sem nú eru hin einustu,
sein hægt er að fara eftir, stendur
Græuland hverjum íslendingi opið.
En jafnvel áður, meðan „Anord-
ning af 18. marts 1776“ var enn í
gildi hér, mundi þó ekki kafa verið
hægt að bainia okkur sem dönsk-
um borgurum að fiska í græn-
lenzkri landhelgi eftir hennar bók-
staf, né síðari skýringum á henni;
þar á móti var skýlaust bann gegu
því að koma inn á höfn, koma í
land o. s. frv.
Samkvæmt þjóðarréttinum er
hvert ríki skylt að halda uppi and-
legum og efnalegum viðskiftum við
önnur ríki þjóðarréttarsamfélags-
ins. Fyrst og fremst er hvert ríki
skyldugt að halda löndum sínum
opnum fyrir verzlun og siglingum
annara ríkja þjóðaréttarsamfélags-
ins, samgöngum og samvinnu við
þau og bogara þeirra, innflutningi
fólks frá öllum ríkjum þjóðaréttar-