Morgunblaðið - 07.09.1919, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.09.1919, Qupperneq 1
6. árgangur, 284. tölublað Sunnudag 7. september 1919 1» at oldarpr entsmið i a mmm GAMLA BIO H Vínuppskera Aida Holleuzkar sjónleikur i 2 þátt. Chaplin og Fatty Gaoianleikur. Varnir gegn berkiaveiki. Skipun milliþlnganefndar. Magnús Pétursson flytur svo lát- andi þingsályktunartillögu um skip- un milliþinganefndar til þess að at- huga og koma fram með tillögur • um varnir gegn berklaveiki. „Alþingi skorar á stjórnina að skipa 3 lækna í milliþinganefnd til þess að rannsaka á hvern hátt megi bezt verjast berklaveikinni hér á landi. Nefnd þessi leggi síðan rökstudd- ar tillögur sínar fyrir næsta þing, og þá sérstaklega tillögur um þær breytingar á löggjöfinni, er húii tel- ur nauðsynlegar í þessu efni.“ ÁSTÆÐUR. „Læknaþing það, sem haldið var síðastliðið vor, hafði meðal ann'ars tU umræðu, hver ráð skyldi upp taka, til þess að verjast og stemma stigu fyrir þeim mikla vágesti, er tillagan nefnir. Voru menn þar á einu máli um að ekki mætti við svo búið standa, heldur yrði nú að hef j- ast handa og gera tilraun til að minka mannfalt það hið mikla, nr árlega verður hér af völduni berkla veikinnar. Sigurður læknir Magn- ússon var málshef jandi á fundinum og til skýringar fyrir þingmenn set eg hér smákafla úr erindi hans, að mestu leyti orðrétta. „Baráttan við berkilaveikina er óefað eitthvert örðugastu, en um leið mikilvægasta, viðfangsefni læknanna íslenzku. Berklaveikin er tfrðin næsta algeng iiér á landi. Eft- ir dánarskýrslum presta og lækua fyrir árin 1913—1916 deyja að með- altali 155,6 menn á ári úr ýmiskon- ar berklaveiki. Þegar miðað er við alla dána, en þeir þó taldir frá, sem deyja af ó- kunuum orsökum (og meðal þeirra er sennilega berklaveiki eitt dauða- meinið, eltki síður en aðrir sjúk- dóinar), þá deyr þannig hér á landi . næstum sjöundi hver maður úr berklaveiki, eða nákvæmar ákveðið einn af hverjum 7,5. Ekki þykir mér ólíklegt, að talsvert fleiri deyi úr úerklavciki en þessar tölur sýna, og l’ú eiiikum meðal barua og gamal- ínenna. Nú eru auðvitað ekki með þessu taldar fram allar syndir, sem berkla veikin hefir á baki sér. Margir þeirra, sem deyja úr öðrum sjúkd., hafa verið berklaveikir og um eitt- hvert skeið æfiimar óviunufærir. Tiirinig má telja vafalaust, að marsir þeirra, sem talið er sam- kvæmt skýrslunum að dáið hafi úr ymsum farsáttum, svo sem kvef- P&st, mislingum og kíghósta, liafi 1 rauu °íí veru dáið úr berklaveiki oða af því að þeir voru berklaveikir uudir__________ Þá er 1 ö g g j ö f i n. Lög um varnir gegn berklaveiki þarf að endiirskoða og bæta. Sérstaklega þarf að bæta því inn í lögin, að styrk til veru á berklahæli eða spítala skuli ekki skoða sem fá- tækrastyrk, er réttindamissi hafi í för með sér. Samá ætti að vera um styrk til berklaveikra foreldra til þess að koma fyrir barni. Það er fyrst og fremst ómannúðlegt, að styrkur, veittur sjúklingum, leiði til réttindamissis, og í öðru lagi er það til stórtjóns fyrir þjóð- t'élagið, að gera mönnum erfitt fyr- ir að vernda heilsu sína eða ná henni aftur. Öll sóttvörn er dýr, en áreiðanlega er dýrara að van- rækja liana, ekki sízt þar sem um er að ræða alvarlegasta sjúkdóm landsins.“ Þó eg hafi ekki tekið hér nema örlítið brot úr erindi Sig. Magn- ússonar, þá hygg eg það nægi til iess að vekja menn til umhugs- ana um, að hér er um svo mikið alvöru- og’ þjóðvarnarmál að ræða, að full ástæða er til að, hefjast nú ?egar handa á einhvern hátt af stjórn, þingi, læknum og almenn- iugi. Reyna mun eg að skýra málið betur, er til umræðu kemur.“ Erl. símfregnir. Khöfn, í gær. „PolitikenU ilytur mjog eftir- tektarverðar freguir um hernaðar- mmninga, sem verið hafi á döfinni iiiilli Dana og Þjóðverja árið 1907. Hafi Christensen ráðist í samning- iiia með milligöngu annars manns, 'ii án vitundar ráðuneytisins, en -'yrir Þjóðverja hönd var Moltke to'ringi herstjórnarráðsins. Samn- iiigarnir höfðu strandað á því, að Þjóðverjar vildu ekki gcra nægi- iegar tilslakanir viðvíkjandi Suður- Jótlandi. Önnur blöð fara hægar í sakirn- ar og bíða eftir frekari skýringum. Rúmenar láta nndan. Frá París er símað, að Rúmenar iiverfi á brott með lið sitt frá Buda- t>est. í h Bandamenn og Ungveriar Símað er frá Pai'ís, að baiida- menn hafi sent umboðsmann sinn ■11 Búdape.st til þe.ss að „legg'ja stjórninni lífsreglurnar1 ‘. Noske. Frá Berlín er símað, að jafnvel flokksmenn Noske krefjist þess, að hann víkji frá völdum, vegna fram- ferðis síns og ístöðuleysis gagnvart 1\ erf or in g jun um. Minni máttar. Þjóðverjar liafa gengið að því að gera breytþngar þær á grundvallar- lögum sínum, sem Bandamenn höfðu krafist. Jerkfallið í Khöfn. ForsætisráÖlierrami danski hefir reynt að iniðla málum í verkfalls- málinu, en það bar engan árangur. Krjstian Kálund tír. phil. Þeir sem komið hafa iipi í lestr- arsal háskólabókasafnsins í Kaup- mannahöfn, inimu hafa tekið eftir rosknum mnný, bognum í baki, er ætíð sat við handrita'borðið þar í lalnum. Og varla munu menn hafa komið þar að staðaldri án þess að fá að vita, að maður þessi var Dr. phil. K. Kálund, sem mörgum lönd- um vorum er kunnur, að minsta kosti af afspurn, og _sem ætti að vera enn fleirum kunnur sökum leirrar þakklætisskuldar, sem Is- land og íslenzk fræði og j»eir sem »eiin nnna, eru í við hann. — Peter Erasmus Kristian Kálund var fæddur 19. dag ágústmánaðar 1844, í Söllested á Lálandi. Hann varð stúdent 19 ára gainall frá hinum velþekta Herlufsholm-skóla; lagði síðan stund á norræn fræði og tók m'eistarapróf í þeim árið 1869. Þrem árum seinna ferðaðist hann til íslands til þess að rann- saka og ákveða sögustaðinn. Hafði hann tveggja ára útivist og ferð- • * aðist um landið á sumrum. Arang- urinn af ferðinni birti hann í hinni ágætu bók sinni: „Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island“. Er hún í tveim bind- um, og er fyrri helmingur síðara bindis jafnframt doktorsritgerð hans og varði hann hana árið 1879. En þar að auk er eftir hann styttri ritgerð: „Islands Fortidslevnin- ger“ (Aarb. for nord. Oldkyndig- hed 1882). Um þetta leyti var hann orðinn kennari við Metropolitan- skolen í. Höfn, en varð þar ekki langgæður. Því árið 1883 varð iiann bókavörður við handritasafn Arna Magnússonar og gegndi hann því starfi til dauðadags. Vart mun hafa verið hægt að hugsa sér á- kjósanlegri mann til þessa starfa en einmitt Kálund, því bæði var hann handritalesari með afbrigð- um og þar að auki iiafði hann eink- ar víðtæka og nákvæma þekkingu á íslenzkum fornritum og öllu þar að lútandi. Þá er Kálund kom að safninu voru skrár yfir þáð í raun réttri ekki til, eða að minsta kosti ónothæfar og var því nægilegt verkefni fyrir liendi að bœta úr því. Komu sktfárnar út í tveim bindum (1888—’94) og eru þær hið mesta verk, bæði að vöxtiim og kostum, og lýsa þekkingu og dugna'ði liöf- undarins engu síður en samvizku- semi hans, nákvæmni og vand- virkni. Á þessum árum gaf hann út ýmsar Islendingasögurnar, þar á meðal Laxdælu, sem einnig kom út með skýringum hans á þýzku. Enn.fremur liggur eftir hann f jöld- inn allur af smærri ritgerðum í tímaritum, dönskum og þýzkum. Ritari var hann lengst af í „Sel- skabet for udgiTelse af gammel nordisk litteratur“, alt frá stofn- uu þess, og sömuleiðis í hinu nor- ræna fornleifafélagi, enn fremur meðlimur í ýmsum vísindafélögum. Allir þeir mörgu — ekki sízt íslendingar — sem sótt hafa fróð- leik í Árna Magnússonar safnið, munu. minnast Dr. Kálunds með hlýjum huga. Hann hóf starf sitt við það með því að koma á það reglu og skipulagi, þar setp var að útbúa skrárnar, svo að hægt væri að átta sig á öllu því marga, sem safnið hefir að geyma, og hann lauk ekki því starfi þótt þær væru koinuar út, lieldur liéit því áiraui til dauðadags. Alt af var hann reíðubúinn tfl að láta allar þær upplýsingar í té, sem óskað'var, og muiiu fáir hafa farið ónýtis- för. til hans, er þeir óskuðu að fræðast itm eitthvað viðvíkjandi ís- lenzkum handritum og íslenzkum fræðum yfirleitt. Það voru ]»ó ekki eingöngu fornu hókmentirnar, sem lianii hélt sér að, þótt á því sviði liggi allur meginhluti starfs hans. Hann las einnig það er liann komst yfir af nýrri íslenzkum bókment- um. Islenzku mun hann hafa getað talað sæmilega, þótt varla liafi hann gert mikið að því. — Dr. Kálund andaðist eftir stutta legu snemma í sumar. Fyrir and- lát sitt hafði hann arfleitt Fræða- félagið íslenzka að eigum sínum öllum, nema hvað háskólabóka- safnið í Kaupmannahöfn fékk nokkurn liluta bókasafns hans. íslendingar mega vera þeim »akklátir, sem gera sér að lífs- starfi að efla veg þess, á hverju sviði sem er. Kálund heitiun var eiiin þessara manna. Hann fylti hóp þeirra Maurers, Fiske og Rasks. Gagnið ,sem landið hefir 'haft af þessum f'jarlægu vinum, verður eigi méð tölum talið. Þeir hafa haft kringumstæður til, að halda fána íslenzkra bókmenta á lofti, þegar vér vorum einskis meg- andi. Alþingi. NefDdarálit íslenzkur fáni á skipum. Sjávarútvegsnefnd neðri deildar heldur fast við breytingu þá, er gerð var á siglingalögunum í neðri deild, og leggui’ til að sú breyting sé a-ftur sett lnn, en efri deild hafði breytt frumvarpinu í upp- runalegt horf. — Málið fer því að líkindum í sameinað þing. PingfuBdir í gær. Efri deild, Frv. til laga um landamerki varð að löguin. Frv. til laga Um breyting á log- um um húsaskatt var tekið út af dagskrá eftir beiðni Maguúsar Torfasouar. Frv. um leyfi fyrir íslandsbanka til að auka seðiaútgáfu sína varð að lögum. Neðri deild. Breyting á sveitarstjórnarlögun- um varð að lögum. Frv. um sölu á kirkjujörðunum Hvaiineyri og Leyniugi til Siglu- fjarðar var vísað til stjórnarinnar. Frv. til laga um þingfararkup alþingismanna var vísað til 2. umr. Sig. Sigurðsson mælti móti hækkun á þingfararkaupinu. Er sú ræða kölluð „Flóaáveita“. Breyting á hafnarlögum fyrir Vestmannaeyjar fór til 2. umr. og sjávarútvegsnefndar. Frv. um hafn'argerð í Ólafsvík fór til 2. umr. og fjárhagsnefndar. Gæzlustjóri Söfnunarsjóðs Is- Umds var kosinn Gunnar Guim- arsson sjálfseignarbóndi í Gröf í Breiðuvík uiidir Jökli. Gæzlustjór- inu kvaö verða að mæta vikulega; væri því san^gjarnt að greiða hon- um ferðakositnað, því launin eru að eins 50 kr. Frv. til laga um skipun barna- kennara var vísað til 3. umr. eftir allmiklar umræður. Frv. um læknisliérað í Hólshréppi í N.-ísafjarðarsýslu. var afgr. til e. d. Önnur mál voru tekin út af dagskrá. Sameinað Alþingi. Fundinum var frestað vegna annríkis fjárveitinganefndar neðri deildar. Aðalverkefni fundarins var að kjósa í svo kallaðar bit.l- ingastöður, eins og sjá mátti af dagskránni. Halda’ sumir að það hafi verið fjárveitinganefnd bitl- inganna, sem ekki var viðbúin, m. ö o. áð skiftafundurinn hafi ekki getað orðið á eitt sáttur. Er starf hans erfiðara nú en áður, því öll flokksbörn þingsins eru ðskilgetin, »ar allir flokkar eru í minni hluta. Flugið í gær kl. 2V2 fór fram ílug á flugvellinum. Capt. Faber „af- greiddi nokkrar pantanir“ af mörgum, sem fyrir lágu, ]»ví nú er ein „upps-tigning* ‘ eftirspurð vara. Fyrstur flaug í gær cand. Hall-' dór Jónasson, ritari Flugfélagsins. Fór Fáber með hann í stutta lang- ferð norður fyrir bæ og sýndi lion- um öll ríki Álftaness og Seltjarn- arness, Hafnarfjörð, kollinn á Esj- uuni og margt fleira. Var lianu hug- faiiginn af ferðalaginu. Faber fór í þessari ferð 3300 fet upp í loftið, en svo liátt liafði lianu ekki farið áður í íslenzku lofti. Næstur honum fór Pétur Hall- dórsson hóksali í kynnisför upp i skýin og var mætavel ánægður með förina. Þá settist Sv. Juel Henn- ingsen kaupmaður í himnavagninn og hafði komist 200 .mannhæðum hærra en Esjan. Egi'll Vilhjálms- son bifreiðarstjóri var einn þeirra sem flugu í gan’, og er ekki gott að vita nema hann afræki alger- lega bifreiðamar héðau í frá og koiui á flugferðum í staðimi. U| §vo kom aðaiviðburðm’iim; HBHB NYJA BIO mtmmm I Maður ! gegn manni. Ljómandi fallegur sjóaleikur i 3 þáttum, leikinn af Nordisk Films Co. Aðalhlutv. leika: Anton de Verdier, Carl Lauritzen, Prú Fritz-Petersen, Það sem sérstaklega prýðir mynd þessa er hinn aðdlanlega fallegi »Ballett«-dans, sem kall- ast »hinar 4 árstíðir*. Þess ntan er mycdin hugðræn og skemtil. heldur áfram í dag, ef veður leyfir, kl. 2—s og eftir kl. 7. Listflugið sýnt kl. 5. Skrá faest á flugvellinum með skýringum. Aðgangur kostar 1 krónu fyrir allan daginn. Pyrsta flugstúlkan á íslandi flaug í gær. Það var Ásta Magnúsdöttir, ljósmyndara. Hún virtist ekki hissa á neinu, og hefði vel mátt telja mönnum trú um að hún væri þaulreyndur flugmaður v úr stríðinu. E11 hinar stúlkurnar allar, sem hafa ætlað sér að verða rir. 1, verða nú að láta sé nægja að verða nr. 2, 3, 4 eða hver veit livað. Því það verða víst margar um boðið. Eigi var flogið nærrí eins tnikið i dag og gert var ráð fyrir, því rigning hamlaði. — í dag verður flogið með farþega og enn fremur verður listflug. Kæmi oss eigi á ó- vart þó einhverjum rynni kalt vatn milli skinns og hörunds, er capt. Faber fer að sýna „kúnstirnar“. Því þær eru ægilegar. Utau af landi. Seyðisfirði, í gærkvöldi. Grasspretta á útengi austanlands hefir verið í meðallagi í sumar. Túnaspretta betri en í meðallagi og nýting ágæt þangað til í miðj- uin ágústmánuði; síðan hafa verið stöðugir óþurkar. Mótorbátar hafa aflað lítið í júlí og ágúst, en afla uú vel- Engin síld liefir fengist á Aust- fjörðum í sumar, en öll beitusíld verið sótt til norðurlands. Mjög lít- ið hefir fiskast á opna báta í sumar. Færeysku fiskiskipin hafa fisk- að óvenju vel fyrir Austurlaudi í sumar. Ilafa þau selt kaupmönuum töluvert af fiski. t Nýtt dilkalcjöt kostar hér uu kr. 3.25 kílóið og nýr fiskur með hrygg 40 aura kg. Norsk fiskiskip á heimleið frá Norðurlandi koma hér daglega. Hafið þér notað L. 0, Suuth-ritvélar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.