Alþýðublaðið - 31.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.05.1920, Blaðsíða 2
s ALÞYÐUBLAÐIÐ Kaupfélag Reykjavikur (gamla Landsbankannm) selur ódýra sumarfrakka. Aígreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. io, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. þvf nær öll og efldi flokk í þing- inu móti stjóminni og meirihluta þingsins, sem studdi þessi sjálf sögðu bjargráð. Hin háðu blöð tóku og f sama streng, og tókst með þessum hætti að skapa mikla anduð gegn bjargráðunum hjá tveimur stéttum, hinum ríkustu og þeim fátœkustu. Kaupmenn, sem vöktu þennan gauragang, höfðu vitanlega rétt fyrir sér í því, að bjargráð landsins hindruðu þá frá að nota til fulls þá aðstöðu, sem dýrtíðin og siglingavandræðin hefði annars lagt þeim upp í hendur. En fátæklingunum gekk til fáfræði og talhlýðni. Bjargráð landsins höfðu verið þeim nauðsynlegust. Þeir áttu meirihluta þings og stjórninni mest að þakka, en voru vanþakklátir, af þvf að þeir vissu ekki hvað til þeirra friðar heyrði". Um undantekninguna, jafnaðar- mennina, segir hann: „Sá eini hluti sjómanna og þurrabuðarmanna, sem ekki gleypti flugur inilliliðanna og auglýsinga- blaðanna, voru jafnaðarmennirnir. Þeir stóðu ailra manna fastast með bjargráðum landsins, og vildu helzt að landsverzlunin hefði hald- ið lengur áfram, a. m. k. með sumar vörutegundir. Jafnaðarmenn- irnir máttu sín mikils á Akureyri og f Reykjavík, en í allflestum öðrum kauptúnum urðu verka- mennirnir auðunnin bráð helztu andstæðinga sinna. Sáu margir skynsamari bændur þá það, sem ,r íjhi ' hinir grunnhygnari áttu bágt með að átta sig á, að framþráun sveit-' anna var mest hætta búin af því, ef kaupmenn og útgerðarmenn gátu gert verkalýðinn í kauptún- unum að blindu verkfæri í þeirra höndum*. í sambandi við samvinnuna milli bænda og verkamanna segir höf.: „Engir eru hættulegri fyrir fram- tíð sveitanna, heldur en þeir þröng- sýnu bændur, sem vilja kúga og beita harðrétti við aðrar stéttir, sem ver eru settar í lifinu. Þessir menn eru heldur fáir, en hafa furðu mikil áhrif til hins verra. Dæmi um skaðsemi þeirra er ó- sanngjörn sala innanlands á sveita- afurðum, þ. e. selja hærra verði innanlands en utan. Annað dærai sama eðlis er það, þegar bændur láta í ljós ánægju sína yfir því, að verkafólk við sjóinn á við ili og ómannúðleg starfskjör að búa, eins og því miður á sér stundum stað. Ástæðan er vitanlega sú eigingjarna þröngsýni, að ef lausa- fólkið eigi nógu ilt við sjóinn, neyðist það til að leita aftur í lengri eða skemri vist hjá þessum mönnum. En hver er svo afleið- ingin? Sú, að saklausir gjalda hinna seku. Eitt samvinnufélag selur méð kaupmenskuaðferð inn- anlands. Það er ekki í Samband- inu og sambandsfélögin fara ekki þannig að. En þau fá ámæli af misnotkun eins félags, og óverð- skuldað vantraust er felt um allan félagsskapinn. Sama er að segja um hina mentunarsnauðu og grimm- lyndu menn, sem halda fram illri og ómannúðlegri meðferð á starf- andi fólki. Þeir eru fáir. En orð þeirra gera ótrúlegan skaða. Þau eru lögð í munn sveitamanna yfir- leitt. Þau eru álitin vera allsherjar- dómur þeirra. Og svo kemur> hefndin fram í aukinni andúð verkafólksins við sjóinn til sveita- bænda í heild sinni. í stað þess að bæta aðstöðu bændastéttarinn- t ar, vinna þessar illviðriskrákur stétt sinni hið mesta ógagn, sem von er til. Því að það er gömul reynsla, að ranglætið hefnir sín á þeim, sem það fremja*. Næst kemur grein um saltkjöts- söiuna fyrir stríðið, eftir Jón Jóns- son, og fylgir henni bréf á dönsku frá Severin Jörgensen, er var formaður sambandskaupfélagsins danska um 25 ára skeið. Þá koma lög Kaupfélags Eyfirð- inga, sem vera mun eitthvert öflugasta kaupfélag landsins. Grein eftir ritstjórann um launa- kjör í kaupfélögum, eru orð í tíraa töluð; því tæplega er það vansa- lanst, hve félögin hafa greitt starfs- mönnum sínum Iágt kaup, oft og tiðum. Síðast í‘ heftinu er enn grein eltir ritstjórann um samgöngumál. Bendir hann þar, meðai annars, á þá hættu, er stafað getur af því, ef Eimskipafélag íslands kemst í hendur nokkurra auðkýfinga og sýnir fram á hve ótækt það fyrir- komulag er, ef Eimskipafélagið, landssjóður og samvinnufélögin bauka hvert í sínu lagi við skipa- útgerð. Segir hann um þetta atriði:: „í stað þess að vera keppi- nautar, þurfa þessir þrfr aðilar a® vinna saman. Ög það mætti verða með þeim hætti, að landið fengi yfirtök í Eimskipafélaginu, legðt inn í það skip sín, þau sem þáð nú á og þau sem það þarf að eignast, strandskip og flóabáta. Og í síðaSta lagi legðu samvinnu- menn inn í þetta félag það fé„ sem þeir annars hefðu lagt í sín sérstöku skip. Með þessum hætti væru aðalsiglingar til landsins og með ströndum fram, í eias sterku^ fullkomnu kerfi. Farmgjöld væru hin sömu, eða því sem næst, þó > að varan skifti um skip, einu sinni eða oftar, ef það væri í raun og veru betra fyrir heildina. Með þessu skipulagi myndi hverfa úr sögunni hinar skaðlegu en skilj- anlegu kröfur, scm fólk á smærri og ótryggari höfnum gerir til millilandaskipanna. Þessar strand- ferðir stórra skipa milli smáhafna eru afskaplega dýrar, og þær myndu hverfa með öllu úr sög- unni, ef ibúum héraðanna, sem liggja að þessum höfnum, væri það ljóst, að þeim væri jafngott að fá vöruna með strandskipum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.