Alþýðublaðið - 31.05.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.05.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ og flóabátum, frá aðalhöfnunum, þar sem umhleðsla getur verið ódýr og auðveld, af því að öll skipin, sem vörurnar flyttu, væru að eins hlekkur í sömu keðju“. Verður svo niðurstaðan, sem • höf. kemst að í lok þess hluta greinarinnar, sem enn er korninn út, þessi: „Bræða saman útgerð Eimskipa- félagsins óg landssjóðs. Landið eigi rúmlega helming stofnfjár og hafi meirihluta í stjórninni. Félag þetta hafi allar höfuðsamgöngur á sjó, milli íslands og útlanda, í sínum höndum. Sömuleiðis strand- ferðirnar og flóabátana. Hvert skip taki við af öðru, eftir því sem bezt hentaði, án aukafarmgjalds, nema fyrir vinnu við umskipun“. Að öðru leyti vísast til tíma- ritsins sjálfs, sem óhætt mun að segja um, að sé eitt meðai beztu og fróðlegustu rita, sem út eru gefin hér á landi. /• 7. / , • 7 TraustsyfirlýBing á Millerand. Khöfn 30. maí. Símað frá París, að þjóðþingið hafi samþykt traustsyfirlýsingu á Millerand með stórum meirihluta. D’Annunzio kominn á stúfana. Khöfn 30. maí. Símað frá París, að d’Annurzio hafi tekið herskildi jugoslavneska bæinn Kavelaj og albanska bæinn Durasso. frá sambanðsríkinu. Khöfn 30. maí. Morgunblöðin koma ekki út fyrst um sinn á mánudögum. Þjóðhjálpin (Samfundshjælpen) hefir mannað 125 skip. 2400 sjó- menn hafa gerst sjálfboðaliðar. Skipagöngur því nær komnar í samt lag. Alþbl. er blað allrar alþýðu! nm iagiim 03 ngm Harpa lék á lúðra fyrir fólkið í gærkvöldi. Skygði það á ánægju manna, að veðrið var ekki hlýtt og annað var óþolandi, að bifreið- ar voru að ónáða fólk með því að brjótast gegn um mannþröng- ina. Slfkt á ekki og má ekki eiga sér stað. Nógar leiðir eru aðrar fyrir bifreiðarnar. * Jón Magnússon forsætisráð- herra kemur heim með Botníu, sem nýfárin er frá Khöfn. Jón Forseti kom á laugardag- inn með ágætan afla. „Oefjun“, dönsk skonnorta, kom í gær með kol til Kol og salt. Yeðrið í dag. Reykjavfk .... A, hiti 5,2. ísafjörður .... logn, hiti 6,4. Akureyri .... Iogn, hiti 8,0. Seyðisfjörður . . S, hiti 8,2. Grímsstaðir . . . SA, hiti 6,0. Vestm.eyjar . . . ASA, hiti 5,3. Þórsh., Færeyjar NA, hiti 8,6. Stóru stafirnir merkja áttina. -}- þýðir frost. Loftvog lægst fyrir suðvestan land og fallandi. Vaxandi sUðaust- læg átt. Knattspyrnuleikurinn á í- þróttavellinum í gær fór svo, að Víkingur vann Fram með 2: o kl. 4—5 og K. R. vann Væringja með 3:2 kl. 5—6, Var góð skemtun að horfa á leikina, eink- um hinn síðari og mátti glögt sjá, að þar voru efni í knattspyrnu- menn. Suðurland fer kl. 6 í kvöld til Austfjarða. Pess ber að geta í sambandi vjð smjörlíkisokrið, að verzlunin á Vesturgötu 11 hefir selt smjör- líki á kr., 1,65 meðan birgðir ent- ust, eða þar til síðastl. laugardag. lítlenðar jréttir. Bandaríkin hjálpa I'jóðverjum. Frumvarp hefir verið lagt fyrir Senatið í Bandarfkjunum, þess efnis, að þau hjálpuðu Þjóðverjum um 250 milj. doilara lán til að gera innkaup þar f Iandinu á brýnustu nauðsynjavörum og til að hjálpa þeim til að greiða af skuld sinni til bandamanna. Eftir því sem markið og dollarinn stendur núna, svarar þetta til 9 miljörðum marka. Má vera að þetta greiði eitthvað úr vandræð- um Þjóðverja og ekki ólíklegt að þetta sé ein af orsökunum til verðfallsins. Álandseyjaskeggjar og Einnar. Álandseyjaþing hefir samþykt yfirlýsingu, þar sem það neitar að samþykkja heimastjórnarlagafrum- varp það, er Finnar fengu þeim í hendur. Heimta eyjaskeggjar af Finnum, að þeir gefi þeim fult sjálfræði um sín mál og fái að gera stjórnarskrá, er verði síðan samþykt með þjóðaratkvæða- greiðslu. Norsk skip dæmd npptæk. Formaður hertökudómsins brezka (Prize Court) hefir dæmt norsku gufuskipin Kim, Björnstj. Björnsson og Alýred Nobel upptæk sökum þess, að þau hafi, er þau voru tekin af brezka flotanum, verið að flytja bannvöru, er hafi átt að fara til Þýzkalands. Þessi skip ætluðu að fara beina leið til Skandinavfu, en réttinum þótti fullsannað, að vör- ur þær er, skipin höfðu meðferðis, hefðu verið ætlaðar Þjóðverjum. Hestar og reiðtýgi keisarans. Hollenska blaðið „Nieuwe Rot- terdamsche Courant“ birti nýlega auglýsingu, þar sem hestar, vagn- ar, aktýgi og reiðtýgi og annað, er áður var eign Vilhjálms fyrv. Þýzkalandskeisara, var auglýst til sölu. Er eftir þessu farið að þrengjast í búi Vílhjálms, er hann verður þannig að færa inn kví- arnar. Hann flutti um daginn, eftir því sem nýkomin skeyti segja, frá Amerongen til Doorn:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.