Morgunblaðið - 24.12.1921, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
brugðið upp klœðafaldi sínum og
sveipað um það. Ilún viröist hafa
gripið það upp úr íúminu í flýti
og þotiö af stað með það. — Nú
skil eg: þetta eru flóttamenn.
— En heimsk eru þau engu að
síöur, hélt pálminn áfram. Og fylgi
þeim ekki verndarengill, þá liefði
þeim verið betra að gefa sig óvin
um sínum á vald, en að leita hingað
út á eyðimörkina.
— Eg get hugsað mér Jivernig
þetta hefir atvikast: Maðurinn er
við vinnu sína, barnið sefur í vögg-
unni og konan er farin út að sœkja
vatn. Þegar hún er komin nokkur
skref frá dyrunum, sér hún óvin-
ina koma æðandi. Hún þýtur inn,
grípur barnið, kallar til mannsins
að koma með sér, og hleypur af
stað. Síðan hafa þau verið á flótta
marga daga, og er er viss um, að
þau hafa ekki notið augnabliks-
hvíldar. Já, þann veg er þessu
háttað; en eg segi nú samt, að ef
ekki fylgi þeim verndarengill, þá ..
— Þau eru svo óttaslegin, að þau
finna enn hvorki til sársauka né
þreytu ; en þorstann sé eg speglað-
ann í augum þeirra. Eg held eg
ætti að vera farinn að þekkja þorsta-
merkin á ásjónum ferðamannanna.
Og þegar pálmanmn kom þorst-
inn í hug, fóru krampadrættir um
stofninn og blöðin engdust saman,
eins og þeim væri haldið yfir eldi.
— Yæri eg maður, mælti hann,
þá mundi eg aldrei hætta mér út á
eyðimörkina. Enda er það ofdirfska
öðrum en þeim, er rœtur eiga niðri
í hinum ótœmandi vatnslindiun. Hér
getur jafnvel pálmanum verið hætta
búin — já, jafnvel pálma, eins og
mér.
— Gæti eg gefið þeim ráð, mundi
eg ráða þeim að hverfa héðan hið
fyrsta heim aftur. Því að óvinir
þeirra geta aldrei orðið þeim jafn-
skæðir og eyðimörldn. Ef til vill
álíta þau, að gott sé að hafast hér,
við. En sá veit gjör sem reynir, og
oft hefi eg átt fult í fangi með að
halda í mér lífinu. Er mér einkum
minnisstætt eitt sinn er eg var ung-
ur, þegar hvirfilvindurinn feykti
yfir mig háu sandfjalli. Mér lá við
köfnun. Og gceti eg dáið, þá mundi
þetta hafa orðið minn bani.
Pálminn hélt áfram að hugsa
upphátt, eins og gömlum einstæð-
ingurri er títt.
— Eg heyri kynlegan hljómþyt
fara um krónuna mína, mælti hann;
hvert einasta blað titrar. Eg veit
efcki hvað veldur þeim kynjum, er
um mig fara við að sjá þessa vesa-
lings flóttamenn. En konan hrygga
er svo undur fögur. Hún minnir mig
á hina dásamlegustu minningu lið-
ins tíma.
Og meðan þyturinn hvein í blöð-
tmum, rifjaði pálminn upp fyrir sér
viðburð löngu liðinna alda. Tvö
stórmenni fóru þar um eyðimörk-
ina. Það var drotningin frá Saba og
Salómon kommgur hinn vitri. Hann
var að fylgja henni heim á leið, og
hér ætluðu þau að sldlja.
Til minja um þessa stund, mœlti
drotningin, sái eg döðlukjarná hér
í jörðina, og eg mæli svo um, að
upp af honum spretti pálmi, sem
vaxi og þróist, uns Gyðingar eign-
ast þann konung, er meiri sé en
Salómon. Og sem hún hafði þetta
mælt, sáði hún kjarnanum og vökv-
aði með tárum sínum.
En hvernig víkur því við, að mér
kemur þetta í hug einmitt í dag?
— spurði pálminn sjálfan sig. Get-
ur það hugsast, að þessi flóttakona
sé svo fríð, að hún minni mig á
hana, sem fríðust var allra drotn-
inga—- þá konu, sem með ummæl-
um símnn réði tilveru minui, lífi
og þroska til þessa dags ?
— Þyturinn fer vaxandi í blöðum
mínum, ög hann er angurblíður eins
og Iíksöngur. Engu líkara, en að
þau séu að spá feigð einhvers. En
gott er til þess að vita, að ekki get-
ur slík spá átt við mig, sem er ó-
dauðlegur.
Það hlutu að vera flóttamennirn-
ir, sem þyturinn spáði feigð, hugs-
aði pálminn. Enda hugðu þau sjálf
maðurinn og konan, að ekki gæti
hjá því farið,að þeirra síðasta stund
væri í nánd. Það var auðséð á yfir-
bragði þeirra, er þau fóru framhjá
úlfalda-beinagrindum, sem lágu þar
við veginn; og á augnaráðinu, sem
þau gutu til hræfugla tveggja, er
flugu fram hjá. Við öðru var ekki
að búast. Þau hlutu að farast.
Þá komu þau auga á pálmann og
grastóna í kring og flýttu sér þang-
að, í von um að finna þar vatn. En
þegar loks þangað kom, hnigu þau
niður af þreytu og örvæntingu —
því að lindin var þomuð. Konan
lagði barnið frá sér og settist grát-
andi við lindar-farveginn; en mað-
urinn fleygði sér niður við hlið
hennar og lamdi með kreftum hnef-
um skrælnaða jörðina. Og pálminn
heyrði þau vera að tala sín á milli
um að þarna hlytu þau að bera
bein sín.
Hann skyldi það einnig af sam-
tali þeirra, að Heródes konungur
hefði látið myrða öll börn tveggja
og þriggja ára, af ótta við það, að
hinn mikli vœntanlegi konungur
Gyðinga vœri fæddur.
— Þyturinn fer vaxandi, mælti
pálminn. Þeir eiga víst ekki langt
eftir, vesalings flóttamennirnir.1
Hann heyrði það líka á þeim, að
þeim stóð ótti af eyðimörkinni. —
Maðurinn sagði, að betra hefði þeim
verið að vera kyrr og veita hermönn-
unum viðnám, en að flýja hingað
— það hefði orðið þeim léttbærari
dauðdagi.
— Ouð hjálpar okkur, svaraði
konan.
-— Hvernig má það verða, mælti
maðurinn, þar sem við erum hér
vamarlaus innan um óargadýr og
höggorma. — Og hann reif klæði
sín í örvæntingu og grúfði andlit-
inu niður í jörðina. Hann var með
öllu vonlaus, eins og sá, er fengið
hefir banasár.
En konan sat flöturn beiiium,
spenti greipar um Imé sér og horfði
út yfir eyðimörkina. Og svipur
hennar lýsti talnnarkalausri sorg.
Pálminn tók eftir því, að enn
óx þyturinn í laufinu. Kónan hafði
auðsjáanlega orðið þess vör; því að
liún leit upp í laufkrónuna. Og um
leið hóf hún ósjálfrátt upp hend-
urnar.
— Döðlur, döðlur! hrópaði hún.
Svo innileg bæn fólst í röddinni,
að pálminn óskaði að hann væri
ekki hœrri en svo, að jafn-auðvelt
væri að ná í döðlur hans, eins og
að tína rauðu berin af þyrnirunn-
anum. Hann vissi sem sé að krón-
an var alsett döðluskúfum, — en
hvernig áttu flóttamennirnir að ná
til þeirra, slíka ógnar-hœð.
Maðurinn hafði þegar veitt því
eftirtekt, að döðlurnar héngu svo
hátt, að engin leið var að ná þeim.
Honum varð það því ekki einusinni
að líta víð, en hafði hinsvegar orð
á því við konuna, að lítið gagnaði:
að óska þess, sem ómögulegt væri.
Jólaöagur.
Ljómnna hátið Ijómar l dag
yfir löndin — borg og sveit.
Berst upp í hvelin lofsöngsla-g
lengra en nokkur veit.
Brosunum fjölgar, barniff fagnar.
böliff þokast fjarri.
Gleðin fœr vœngi, gráturinn þagnar,
guff er öUum nœrri.
Eitt lítiff barn var borið á jörff —
og bjart varð í sama mund.
Himneskar disir héldu þar vörff.
-— paff var hamingju og sigur stund,
þvi enn verffur bjart, ef um það er talað,
og óskirnar hreinni og betri.
Boffskapur þess hefir sálunum svalað
og sumar skapað úr vetri. —
— paff er háiið í dag á himni og jörð
og heimurinn bjartur og nýr.
Lofsöngvar hljóma yfir hrimgaffan svörð.
Öll hrelling á burtu snýr.
Ástin á Ijósinu leysist úr dróma.
Nú likna menn sjúkum og mœddum.
í kirkjum og hreisum Ijósin Ijóma
lifsins konungi fœddum.
Jóladagur! Flyt Ijós yfir láff
og lif og trúardýrð.
Kom þú með himinsins lieilög ráff,
sem hér verða aldrei. skýrð,
svo brosunum fjölgi, börnin fagni,
böliff þokist fjarri,
gleffin kvikni, gráturinn þagni
og guð verffi öllum noerri.
J. B.
En barnið, sem var að hlaupa
þar í kring og leika sér að stráum,
það heyrði andvörp móður sinnar.
Og litli drengurinn gat ekki unað
því, að mamma hans fengi ekki það,
sem hún bað um. Þegar hann heýrði
nefndar döðlur, varð honum litið
upp í tréð, og hann braut heilann
um það, hvernig hann ætti að fara
að því, að ná í döðlurnar. Og lá
við, að hrukkur kæmu á ennið undir
ljósu lokkunum. Loks brá fyrir
brosi á andliti sveinsins. Hann hljóp
að pálmanum, klappaði honum með
litlu hendinni og sagði með blíðri
barnsrödd:
Beygffu þig, pálmt! Beygðu þig,
pálmi!
— En hvað er nú þetta — hvað er
um að vera?
Það hvein í pálmablöðunum, eins
og um þau færi fellibylur, og bol-
urinn kyptist við hvað eftir annað.
Pálminn fann, að hér var við ofur-
efli að etja. Hann varff að hlýða
drengnum litla.
Og hann lét bolinn sinn háa lúta
baminu, eins og menn lúta höfð-
ingjum. Hann laut svo lágt, að
krónan milda með blaktandi blöð-
unum nam við sand eyðimerkurinn-
ar, og bolurinn varð eins og afar-
mikill bégi.
Drengnum virtist alls ekkert
bregða við þetta, en hann hljóp að
krónunni með fagnaðarópi og tíndi
hvern döðluskúfinn á fætur öðrum
af gamla pálmanum.
Þegar hann þóttist vera búinn
að fá nóg, og pálminn lá enn
hreyfingarlaus, gekk hann til hans
aftnr og sagði með innileikans blíð-
ustu rödd :
Uistu upp'þpálmi! — ristu upp.
Og stóra tréð rétti úr sér liægt
og með lotningu, og í blöðunum
heyrðist þytur — eins og hörpu-
hljómur.
— Nú veit eg yfir hverjum þið
syngið líksönginn, mælti gamli pálm-
inn, þegar hann var búinn að rétta
úr sér. Það er ekki yfir neinum
þessara flóttamanna.
En maðurinn og konan krupu á
kné og lofuðu guð: — Þú hefir séð
örvœnting okkar og freLsað okkur.
Þú ert hinn voldugi, sem beygir
stofn pálmans eins og reyrstrá. —
Hver er sá óvinur, er við þurfum að
óttast, þegar þú verndar okkur.
Næsta sinn, er kaupmannalest fór
um eyðimörkina, sáu þeir að lauf-
króna pálmans mikla var visnnð.
—- Hvernig víkur þessu við ? sagði
einn ferðamannanna. Þessi pálmi
átti ekki að visna fyr en hann liti
þann konung, er meiri vceri en
Salómon.
— Má vera að hann hafi séð
hann, svaraði annar.
Árni Jóhannsson.
Kirkjutónlist
eftir Jórr Leifs, (Leipzig).
íslenskir lesendur hafa frétt,
hversu mjög kirkjutónlist er iðkuð
í Miðevrópu. Listfengan organleik
má þar heyra í flestum kirkjum.
Organin eru ákaflega fullkomin,
enda margra tugi ,þúsund króna
virði. Við guðsþjónustur þar syngja
listæfð kór, ýmist með eða án undir-
leik orkesturs. Ýmiskonar hljóðfæra-
leikur er iðkaður, bæði í einleik og
samleik. Víða er það siður, að fast- *
ar tónmessur eru haldnar, með
margskonar skipulagi. Þá syngur
blandað kór, orkestur leikur, organ
er leikið, ritningarkaflar eru upp-
lesnir, blessanir og bœnir eru haldn- j
ar o. s. frv.
Þannig hefir tónlist um langt'
skeið verið iðkuð í kirkjum allra J
trúarflokka Miðevrópu. Samt heyr-!
ast nú sífelt raddir um, hvílík nauð- j
syn það sé, að nota listir meir í þágn
trúarbragðanna. í blöð og tímarit
hefir verið um þetta ritað. Sýning-
ar, fundir og mót hafa verið haldin
í sama tilgangi. En eitt stœrsta
sporið í þessa átt mun þó hafa ver-
ið stigið með sérstofnún nokkurri
við tónlistarháskólann í Leipzig. Sér-
stofnun þessi heitir „Institut fúr
Kirehenmusik ‘ (stofnun fyrir
kirkjutónlist), og var hátíðlega opn-
uð sunnudaginn þ. 23. otkóber þ. á.
í viðurvist boðsgesta. Var þar sam-
ankominn fjöldi fulltrúa opinberra
stofnana ríkisstjórnarinnar, borgar-
ráðsins, sambanda kennimanna og
leikmanna, blaðanna o. fl.
í byrjun hátíðahaldsins lék kenn-
ari stofnunarinnar, Thomas organ-
isti Gúnther Ramin preludimn og
fuga (g-moll) eftir J. S. Bach. Því
næst voru ræður haldnar. Mesta,
eftirtekt vakti ræða próf. Straube,
Thomaskantors og forstjóra sér-
stofnunarinnar. Mál hans skal hér
stuttlega rakið:
„Nú skal lýst markmiðum stofn-
unar þessarar. Fjárhags-ástandið
veldur mörgum áhyggjum. Fullyrt
er, að kirkjutónlistina skorti fjár-
hagslegan grundvöll. Áhugi og fórn-
fýsi geta unnið bug á slíku. Þýska
kirkjd fer nú í gegum sama eldinn
og franska kirkjan áður. Eftir skiln-
að ríkis og kirkju, sögðu bestu org-
anleikarar þar ekki upp stöðum sín-
um. Þó lækkuðu launin svo, að slík-
ur listamaður sem Widor hafði að-
eins eitt þúsund franka, en áður fékk
hann 12 þúsund franka. Listamenn
þýsku kirkjunnar standa nú nokkuð
betur að vígi, þar sem mótmælenda-
kirkjan hefir eindreginn vilja á því
að halda aðalstöðunum og tryggja
þœr.
Mörg eru rotnunaímerki þessa
tíma. Vér höfum kvikmyndaleikhús,
kaffihús, fjölleikhús og lélega
skemtistaði allra tegimda. Fullyrt
er, að kraftur trúarinnar sé að
hverfa. En menn varist að dæma eft-
ir stórborgunum. Trúarandinn er til
og hann ber að þroska. Þar nœr á-
hugi allra þjóna kirkjunnar að mæt-
ast. Trúin, í orðsins víðtækustu
merkingu, er sá óbifanlegi grund-
vÖllur, sem veldur öllum þroska
og allri framfarale.it. Tónlistamenn
kirkjunnar verða að hafa samvinnu
við hina þjóna kirkjunnar og gera
sitt ítrasta til þess að hrífa söfnuð-
inn, skapa og þroska trúargrund-
völlinn. Þess sannfæring sýnir oss
æðsta takmark starfs vors.
Þetta er tilgangur stofnunarinnar.
Ekki er nóg að menn læri hér að
leika vel á organ og stjórna kórir
heldur læri menn að fœra sér í nyt
allan tónlistarauð mótmælendakirkj-
unnar, afli sér ennfremur þekking-
ar á skipulagi guðsþjónustanna og
öllu þar að lútandi, og lœri að hafa
samvinnu við prestana þannig, aff
guffsþjónustan, sem hedd, verði að
sönnu listaverki.
Kaþólsku kirkjunni er sagt það
til lofs, að hún hafi listfengar og*
áhrifamiklar guðsþjónustur. Mót-
mælendakirkjan hefir engu minna
efni, ef vel er á haldð. Við guðs-
þjónustur ber að leggja meiri á-
herslu á kantötuna (söngverk með
undirleik). Kirkjusiðunum (litur-
gie) verður að sýna meiri rækt.
Nemendur vorir geta aldrei lagt
næga alvöru í nám sitt og starf.
peirn verður best óskað trúaranda
Bruckners og J. S. Baehs, þ. e. að
vinna/ í smáu að miklum tilgangi
soli deo gloria“.
Ræðu þessari var tekið með al-
menhri hrifningu.’ Leikmenn og
kennimenn studdu málið fast.