Morgunblaðið - 24.12.1921, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Egyptalandi“, hcópaöi hún. „Eger
alveg að leggja af sta8“.
„Svala, Svala, litla Svala“, sagði
Jpmungssonurmn; „viltu ekki dvelja
hjá mér eina nótt enn“.
„ÞaS er heöiS eftir mér í Egypta-
landi“, sagði svalan. „Á morgun
fljúga vinir mínir upp aö fossi. Elóð
liestarnir liggja þar í sefinu, og Me-
mon guð situr þar í stóru granit-
liásæti. Ilann starir á stjörnuruar
liölanga nóttina, og er morgun-
stjarnan rís, lýstur hann upp einu
gleöiópi. Svo þegir hann. Um hádegi
koma gul ljónin niöur að vatninu til
þess að drekka. Augu þeirra eru sem
grænir steinar og öskur þeirra er
hærra en beljiö í fossinum“.
„Svala, Svala, litla sva!a“, sagöi
konungssonurinn, „langt, langt inni
í borginni sé eg ungan mann í þak-
herbergi. Hann grúfir sig yfir skrif-
borðið, sem er þakið blöðum, og í
glasi viö hliöina á honum er fölnað-
ur fjóluvöndur. Hár hans er jarpt
og hrokkið, Varirpar rauðar sem
epli, augun stór og dreymandi. Hann
er aö reyna aö ljúka við leikrit
handa leikhússtjóranum, en honum
er svo kalt, að hann getur ekki skrif-
að. Það er enginn eldur á arninum
«g hann er aðframkominn af
hungri' ‘.
„Eg skal dvelja hjá þér eina nótt
enn“, sagöi svalan, sem var í raun-
inni einkar brjóstgóð. „Á eg líka aö
færa honum roöastein?“
„Æ, eg á engan roðastein eftir“,
sagöi konungssonurinn, „augun eru
aleiga mín. Þau eru úr sjaldgæfum
safírum, sem íluttust hingaö frá
Indlandi fyrir þúsund árum. Taktu
annað þeirra og færðu honum það.
Ilann selur gimsteinasalanum það,
■og kaupir sér mat og eldiviö, og
getur lokiö viö leikritið sitt“.
„Góði konungssonur“, sagöi Sval-
an; „þaö get eg ekki gert“. Og hún
fór að gráta.
„Svala, Svala, litla Svala“, sagði
konungssonurinn, „gerðu eins og eg
segi þér“.
pá kroppaði svalan augað úr kon-
ungssyninum og flaug til skáldsins
í þakherberginu. Það var auövelt
aö komast inn, því að gat var á þak-
inu. Hún skautst inn um það og inn
í herbergið. Ungi maðurinn sat með
andlitið huliö í höndum sér og
heyrði þess vegna ekki flögrið; en
þegar hann leit upp, fann hann sa-
fírinn fagra, sem lá á fölnuðum f jól-
unnm. „Eg er farinn að fá viður-
kenningu“ hrópaði hann; „þetta er
frá einhverjum sem dáist mikið að
méi. Nú get eg lokið við leikritið
mitt“. Og hann ljómaði af gleði |
Daginn eftir flaug svalan niður
aö höfninni. Hún settist á siglutréð
á stóru skipi og horfði á sjómenn-
ina, sem drógu stórar kistur með
ka ðli upp úr farmrúminu. ,Hiv-ohoj‘ j
kölluðu þeir við hvm-ja kistu, sem
upp kom. „Eg er að fara til Egypta-
lands“, hrópaði svalan, en því var
enginn gaumur gefinn. Og þegar
tunglið kom upp, flaug hún aftur
til konungssonarins sœla.
„Eg er komin til þess að kveðja
þig“ hrópaði hún.
„Svala, Svala, litla Svala“, sagði
konungssonurinn, „viltu ekki dvelja
hjá mér eina nótt enn“.
,,paö er kominn vetur“,sagði sval-
an, „og bráðum fer að fenna. I
Egyptalandi vermir sólin gramau
pálmaviðinn, og krókódílarnir liggja '
í leðjunni og svipast letilega um.
Félagar mínir eru að búa hreiöur
í Balbekmusterinu, og gulu og hvítu
dúfurnar horfa á þá og kvaka hver
við aðra.Góði konungssonur, eg verð
að fara frá þér, en eg mun aldrei
gleyma þér, og, að vori ætla eg að
færa þér tvo yndislega gimsteina, í
stað þeirra, sem þú hefir gefið. Roöa
steinninn skal vera rauðari en rós,og
safírinn blár sem hiö mikla haf“.
,,Á torginu hérria fyrir neöan“,
sagði konurigssonurinn sæli, „stend-
ur lítil stúlka, sem selur eldspýtur.
Hún hefir mist eldspýturnar ofan í
holræsið, og þær eru allar ónýtar.
Faðir hennar ber hana, ef hún kem-
ur peningalaus heim, og hún er að
gráta. Hún á hvorki skó né sokka,
og hún er berhöföuö. Taktu hitt
augað mitt, og gefðu henni. Þá mun
faðir hennar ekki berja hana“.
„Eg skal dvelja hjá þér eina n'ótt
enn“, sagöi svalan, „en eg get ekki
tekið úr þér augað. pú yrðir þá al-
veg blindur“.
„Svaía, Svala, litla Svala“, sagði
konungssonurinn. „geröu eins og eg
segi þér“.
Þá kroppaöi svalan hitt augað úr
konungssyninuin og sþautst með það
niður. Hún laut aö stúlkunni litlu
og heddi gimsteininum í lófa hennar.
„En hvað þetta er fallegt glerbrot“,
brópaði stúlkan litla, og hivn hljóp
hlæjandi heim.
En Svalan flaug aftur ti'l kon-
ungssonarins. „Nú ertu blindur,“
sagði hún, „og þess vegna ætla
eg altaf a8 vera hjá þér.“
„Nei, vSvala litla“, sagði vesl-
ings konungssonurinn, „þú verður
að fara til Egyptalands“.
"Eg vil altaf vera hjá þér“,
sagði vSvalan, og hún sofnaði við
fætur konvmgssonarins.
Allan uæsti; dag sat hún á öxl
konungssonarins og sagði honum
sögur af því sem hún 'hafði séð í
framandi löndum. Hún sagði hon-
um frá íbisfuglunum, sem standa
í löngum röðum á bökkum Nílár
og veiða gullfiska með nefinu; frá
sfinxinum, sem er jafngamall
sjálfri veröldinui og býr í óbygð-
um og veit alt; frá kaupmönnun-
um, sem ganga í hægðum sínum
viö hlið úlfaldanna og bera raf-
perlur í höndum sér; frá kon-
ungi Mánaf jallanna, sem er svart-
ur eins og ibenviður og tilbiður
stóran krystal; frá stóru, grænu
nöðrunni, sem sefur í pálmaviðar-
krónu og tuttugu prestar ala á
hunangskökum; frá dvergunum,
sem sigla yfir stórt vatn á breið-
um, flötum blöðum, og eiga stöð-
ugt í höggi við fiðrildin.
„Elsku, litla Svala“, sagði kon-
ungssonurinn, „þú hefir sagt mér
margt furðulegt, en furðulegra en
alt annað er þó þjáning mann-
anna. Fljúgðu yfir borg mína,
Svala litla, og segðu mér hvað
þú sérð“.
Og Svalan flaug yfir hina miklu
borg og sá auðmennina njóta lífs-
ins í skrauthýsum sínum, en bein-
ingamennrlina sitja við hliðin. Hún
flaug inn í dimrna, þrönga götu,
og sá föl andlit barna, er voru
aðfram komin af hungri og horfðu
sljó út á myrk strætin. Undir
bogagiingunum á brú einni lágu
tveir litlir drengir í faðmlögum
til þess að halda á sér hita. „Ó,
hvað við erum svangii’“, sögðu
þeir. „Þið megið ekki liggja
hérna“, hvæsti vörðurinn og rak
þá út í rigninguna.
Og Svalan flaug aftur til kon-
ungssonarins og sagði honum hvað
hún hefði séð.
„Eg er þakinn skýrn gulli“,
sagði konungssonurinn. „Þú verð-
ur að taka það, blað fyrir blað,
og færa fátæklingunum mínum.
Mennimir halda altaf, að gullið
geti gert þá sæla“.
Svalan reitti hvert gullblaðið á
fætur ööru af konungssyninum uns
hann stóð eftir tættur og tötra-
lrgur, og hvert blaðið eftir ann-
að færði hún fátæklingunum, og
börnin uröu blómlegri og hlógu
og léku sér á götunum. „Við
höfum nóg að borða“, hrópuðu
þau.
En svo kom snjórinn og á eftir
snjónum kom frostið. Göturnar
voru eins og úr silfri, þær vora
svo bjartar og glitrandi og langar
ísnálar héngu eins og krystal-
spjót niður af þakskeggjum hús-
anna. Menn gengu um í loðfeldum
ogdrenghnokkarnir voru með rauö-
ar húfur og rendu sér á skantum á
ísnum.
Veslings litlu svölunni varð æ
ka'ldara og kaldara, en hún vildi
ekki yfirgeía konungssoninn,
Henni þótti of vænt um hann til
þess. Hún tíndi upp brauðmola
fyrir framan dyr bakarans, þeg-
ar hann sá það ekki, og reyndi að
halda á sér hita með því að slá
vængjunum.
En að lokum fann hún dauða
sinn nálgast. Hún hafði aðeins
mátt til þess að fljúga upp á öxl
konungssonarins einu sinni enn.
„Vertu sæll, elsku kommgssonur“,
sagði hún í hálfum hljóðum,
„Vi’ltu lofa mér að kyssa hönd
þína“.
„Mér þykir vænt um að þú
skulir vera að fara til Egypta-
lands, svalan litla“, sagði konungs-
sonurinn, „þú hefir dvalið hér of
lengi, en þú verður að kyssa mig
á munninn af því að eg elska
þig-“
„Eg er ekki að fara til Egypta-
lands“, sagði svalan. „Eg er að
fara yfir í höll dauöans. Dauð-
inn er bróðir svefnsins, er það
ekki?“ Og hún kysti konungsson-
inn sæla á munninn og féll svo
dauð við fætur hans.
í þvl bili heyrðist undar egt
hljóð inni í líkneskinu, eins og
eitthvað hefði brostið. Sannleikur-
inn var sá, að blýhjartað haíði
klofnað S tvent. Þvílíkur gaddur!
Snemma morguninn eftir fó;
borgarstjórinn, ásamt bæjarstjirn-
inni um torgið fyrir neðan. Fr
hann fór fram hjá súlunni leit
hann upp á líkueskið. „Gnð minn
góður! hvað konungssonurinn sæli
er tötralegur!“ sagði hann.
„Já, en hvað hann er tötraleg-
ur“, sagði bæjarstjórnin, sem alt-
af var á sama máli og borgar-
stjórinn; og þeir fóru upp til þess
að skoöa hann.
„Roðasteinninn er dottinn úr
sverði hans, augun eru horfin og
hann er ekki lengur gyltur, sagði
borgarstjórinn. „Satt að segja er
hann engu betri en beiningamað-
ur.“
„Engu betri en beiningamaður“
sagði bæjarstjórnin.
„Og hér er þar að auki dauður
fugl við fætur hans“ hélt borg-
arstjórinn áfram. Við verðum að
gefa út tilkynningu um að fugl-
um sé bannað að deyja hér.“ Og
ritari borgarinnar skrifaði hjá sér
uppástunguna.
.Svo rifu þeir niður líkneski kon-
ungssonarins sæla. „Þar sem hann
er ekki lengur fagur er hann ekki
lengur nýtsamur“ sagði prófess-
orinn í listum við háskólann.
Svo bræddn þeir líkneskið í
ofni og borgarstjórinn hélt fund
með bæjarstjóminni til þess að
ráðstafa málminum. „Við verðnm
auðvitað að fá annað likneski“,
sagði hann, „og það á að vera af
mér‘ ‘.
„Af mér“, sagði sérhver af bæj-
arstjórunum, og þeir fóru að ríf-
ast. Og þegar eg heyrði til þeirra
siðast voru þeir ennþá að rífast.
„Þetta er imdarlegt“, sagði
verkstjóri steypusmiðjunnar. „Blý-
hjartað klofna bráðnar alls ekki
í ofninum. Við verðum að kasta
því út“. Og þeir köstuðu því út
á sorphaug, þar sem svalan dauða
lá fyrir.
„Færðu mér tvo dýrmætustu
hlutina .í borginni“, sagði guð. við
einn af englum sínum; og engill-
inn færði honum blýhjartað og
fuglinn dauða.
„Þú hefir valið rétt“, sagði guð,
„því að fuglinn litli á að syngja
í Paradísargaröi míniun um alla
eilífð, og könungssonurinn sœli á
að vegisama nafn mitt \ gullnu
borginni minni“. S. G.
Oræfaganga.
Eltir Jóhann Sigurjónsson
í „Pólitiken“ frá 24. nóv. xegir
frá því, aö Jóhann Sigurjónsson
skáld hafi látið eftir sig nokkur
handrít, sem ekki hafi áður verið
prentuð, ýmist í rími eöa lausu
máli, og meðal þeirra er ferðasaga,
sem blaöið birtir, og fer hún hér á
eftir.
Jóhann heitinn fór þessa göngu-
för, ásamt þremur ungum mönnum
öðrum, meðan hann hafði Fjalla-
Eyvind í smíöum, og komu þeir
gangandi alla leið hingað til Reykja-
víkur.
Kl. 2 um nóttina lamdi stormur-
inn á gluggann og vakti mig. Fyrst
eftir að eg vaknaði, vissi eg ekki
hvar eg var, en þegar eg leit. á sam-
ferðamenn mína sofandi, mundi eg
að eg var á ferðalagi.
Eg rifjaði upp í huganum fejröa-
áætlun okkar. Við vorum fjórir og
höfðum lagt upp í gönguför frá Ak-
ureyri til Reykjavíkur. Við höfðum
valiö okkur Vatnahjallaveg, sem er
erfiðasti og sjaldfarnasti en jafn-
framt fegursti vegurinn frá Norður-
‘landi til Suðurlands. Hann liggnr
upp úr Eyjafjarðardölum og niöur
í Haukadal, til Geysis hins inikla.
Við höfðum verið hálfan annan dag
frá Akureyri inn að Tjörn, og þar
vorum við nú staddir. Sá bær er inst
inni í Eyjafjarðardalnum, næst há-
lendinu. Þaðan llófst ferðin yfir ör-
æfin. Viö höföum mælt það á landa-
brjefinu, aö tuttugu mílur vœru
milli bæja eftir beinni línu, og þá
leið ætluðum við aö fara á fjórum
dögum, síðan að hvíla okkur einn
dag við Geysi, en ganga svo á tveim-
ur dögum þaðan til Reykjavíkur.
Þetta var nú feröaáœtlunin. Viö
höföum með okkur nesti og tjald og
svefnpoka úr vatnsheldu ljerefti,
því við vissum að uppi undir jökl-
nnum gætum við fengið á okkur
snjóhríð, þótt sumar væri. Fylgdar-
maðurinn hafði komið á eftir okkur
og náð okkur kvöldinu áður. Alt var
í reglu.
Ekki veii eg hvaö nóttin hafði
gert af skýjunum, en þegar eg var
vakinn, kl. (i um morguninn, var
fcimininn lieiður og blár og komið
logn. Ekkert er jafn yndislegt á okk-
ar blesuðu jörö og fagur sumar-
morgun — fjárhúsin, hvað þá ann-
að, litu út eins og þau væru nývökn-
uð. Við tókum saman farangur okk-
ar og' lögðuin á stað. Beztu óskir
fylgdu okkur. Nokkrar smástúlkur
stóðu á hlaðinu og störðu á eftir
okkur, eins og menn stara á hanstin
eftir síðustu farfuglunum.
Þegar við komum niður að ánni,
fórum við úr sokkum og buxum; við
höfðum vaðið hana áður, lil að kotn-
astheim að bænum, svo að viö könn-
uðumst við liana. Ilér var húi; lítil
og meinleysisleg, en niður viö Akur-
eyri, þar sem hún follur í hafið, er
hún orðin að stórri á. Eg hefði ekki
trúaö því, að' þetta væri sama áin,
ef eg heföi ekki gengið fram með
henni mílu eftir mílu, vaðið yfir læk-
ina og árnar, sem í hana féllu, og
séð hana verða minni og minni,
þangað til liún loks hvarf á milli
fjallanna inst inni í dalnum eins og
ofurlítill glitrandi ormur.
Vatnið var kalt og nísti tœrnar,
en við fundum það að eins sem allra
snöggvast, og á eftir voru fætur okk-
ar kátir.
Þar sem brekkuruar hófust nám-
uin við staðar til þess að'líta eftir
flutningnum. Þarna var engiiin veg-
ur, enginn stígur, en uppi við snjó-
skafl í brúninni stóð steinvarða og
eftir henni .stýröum við eins og vita.
Sandurinn lét nndan fótum okkar og
steinarnir ultu niður, en við færð-
umst hœrra og hærra upp.
1 miðri brekkuimi námum við
staðar, til þess að njóta útsýninnar
yfir dalinn. Þarna voru lágu saud-
öklurnar, sem áður heftu útsjónina
í norðri, og litu út eins og smáar
þúfur, eri milli þeirra lítil, falleg
tjörn.
Við héldum svo áfram uppeftir
og hlupum síðasta spottann. Við
höfðum búist við að sjá langt inn í
land af brimini, sjá livíta sólglitr-
andi jökla., eu sáum ekkert annað en
bera eyöimörk. Við skvgndumst eft-
ir því, hvort ekki væri kveðja til
okkar í vörðimni, en hún var engin.
Nú var klukkan orðín 9. Eiuum tíma
síðar vorum við konmir svo langt, að
við sáum Hofsjökul og var liann að
sjá eins og langt, ljóst. ský niðri við
sjóndeildarhringinn. Við áðnm
þarna við flata snjófönn, gáfum
hestumim hey og átum sjálfir morg-
unmat, og um leið og við fórnm
skrifuðum við riöfn okkar í snjóiun.
Aldrei hef eg séð svo eyðilegt
hmd. Sandur, möl og grjót svo langt
sem augað eygir, engin hrísla, ekk-
ert blóm, ekki eitt strá, ekkert dýr,
ekki einu sinni einförulí örn — og
samt er fallegt þarna. Loftið er dá-
samlegt, aö anda því aö sér, hæg gola
svalar kinnum okkar og sólin skín
yfir jökla og einstök, blá fjöll í
fjarska. \rið göngum í suðvestur,
stefnum á Hofsjötul. Við förum
fram hjá Ullarvatni, og í suðvestri
sjáum við yfir Sprengisand. Við sjá-
um Vatnajökul. Við göngum mílu
eftir mílu, yfir eina hæðina af ann-
ari, en léiöin að Hofsjökli virðist
samt Htið styttast. Loks verðum við
hrœddrr um, að laridabréfíð sýni
ekki rétta leið, því stefna okkar er á
jökulinn miðjan, svo að við beygjum
af t il vesturs.