Morgunblaðið - 08.01.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1922, Blaðsíða 2
MORGUNBLAHB þyrt'ti að taka það allra nauðsyn- legasta fyrst, eins og garðaua, jafn vel bara suðurgarðinn fyrst, væxi mikil bót. Það sem því ekki má dragast, að gert sje strax, er, að fá þar til hæfan mann til að mæla upp höfnina og gera tillögur um hvað og hvernig væri best að haga endurbótum á ihöfnnmi. Því ekki rnætti byrja á verkinu, fyr en fastur grundvöllur væri fenginn fvrir, hvemig verkið ætti að vinn- ast. Þó það væri ekki urinið alt í einu, þá þyrfti skipulag hafn- arinnar að vera fastákveðið, áð- ur en byrjað væri. M u n i ð , þennan mann má •ekki dragaist lengur að fá. Til þess á að minsta kosti að nota fje hafnarininar, en ekki til vega og húsabygginga, því þegar fjeð þannig er orðið fast um lengri tíma *er hætt við, að örðugra yrði að fá lán til hafnarinnar, og það mundi seinka umbótum á höfninini. Jeg hefi þetta svo ekki leugra að þessu sinni. Bn hef skrifað þetta til að reyna að sýna fram á, hversu nauðsynlegar endurbæt- ur á höfninui era bænum, sjer- staklega til að útrýma hafsjónum. Og þar sem að bæjarstjómin, einkanlega nú í seinni tíð, virð- íst leggja fje bæjarins í miður keppileg fyrirtæki, eins og hag beejarins er háttað, en ekki ‘hafa augun opin fyrir þessu velferðar- máli, þá ættu borgarar bæjarins að vainda vel til kosninga, er í könd fara. Þess, vegna vildi jeg sjerstak- lega mæla með og hiðja menn að athuga vel lista þann, er þeir ölafur Þórðarson skipstjóri og Ólafur Böðvarsson kaupm. eru frambjóðendur á. Þeir eru báðir dugnaðarmenn «g framsýnir, er mundu hafa á- huga fyrir þessu máli, sem verð- ur mesta velferðarmál þessa bæj- ar. Þeir eru þar að auki sjálfstæð- ir og stefnufastir og gættair fjár- málamenn, er ekki vildu stofna fjármálum bæjarins út í nein vandræði. Að endingu vil jeg biðja menn -að minnast þms, að höfnin hefir verið og verður hjartað, er veitir bænum bæði vöxt og viðgang, sje hún eudurbætt, en án þess getur bæriun aldrei átt neina verulega framtíð. Hafnarfirði 7. janúar 1922. Þorgr. Sveitasson. t)----------- Oragnótaveiðar öísli Johnsen konsúll hefir nú gert ráðstafauir til þess að reyna slaguótaveiðar við Vestmannaeyjar og ætlar að gera út einn bát til fress, að stunda þær. Með Botníu næst á hann von á dönskum manni «em kann þessa veiðiaðferð, og á kann að hafa þar stjóm 'á hendi. Hegir konsúllinn, að >ef þessi veiði- aðferð hepnist hjer, sem hann væutir að verði, sje um stórmikinn s|>amað að ræða. Fyrst og fremst sparast vinnan við að beita lóð- irnar, og í öðru lagi sparist kaup á beitunni, sem nemur um 2000 kr. á hvem vjelbát. Við hvem vjelbát, sem veiði stundar, með þeim tækjum, sem nú tíðkast hjer þarf 8 nianna vinnu, en aðeins 4 manna vinna við bát, sem stundar veiði með dragnót. öetur því dragnótaveiðin svarað kostnaði þótt mun minna aflist á bátinn en með hinni veiðiaðferðinni. Bjarni Þorkelsson skipasmiður segist hafa kynt sjer nokknð drag- nótaveiðar á ferðum sínum um Jótland 1906 og 1910, en þá vom dragnætur aðeins notaðar við kola- veiðar. Hann keypti nokkru síðar di'agnót frá Helsingör nótavinnu- stöð og reyndi hana með Páli heitnum Einarssyni frá Hvassa- hrauni í Viðeyjarsundi, og fengi þeir í hana mikið af sandkola. Síðan reyndi Páll nótina við þorsk- veiðar hjer úti í flóanum. Fjekk hann mikið í íyrsta drætti. En í öðrum drætti rifnaði nótin, því það var venjulegkolaveiSanótogekki ■gerð til annara veiða. Páll drakn- aði nokkru síðar, og segir B. Þ. að þess vegna hafi ekki orðið úr því, að frekari tilraunir væru þá gerðar 'hjer með draguótaveiðina. BlaucDm. Af alvarlegri augnsjúkdómum hjer á landi er enginn líkt því eins þýöingarmikill og ölaucom*), vegna þess hve algengt það er og hve óljós byrjunareinkennin eru, en sjer í lagi vegna þess, hve horfumar fyrir lækningu eru slæmar, ef ekkert er aðgjört í tíma. — Mun því ekki van- þörf á línum þessum almenningi til leiðbeiningar. — Hverjum er hœtt við Glaucomi? (ölaucoma) er augnveiki, sem lýsir sjer aðallega í því, að þrýstingur- inn innan í auganu er óeðlilega bækkaður (augað harðara en eðli- legt er). Hvaða ástæður liggi tíl grundvallar fyrir þessar þrýstings- hækkun, vita menn ekki um með neinni vissu, en á lengri eöa skemri tíma leiðir hún til rýrnunar og skemda á ýmsum hlutum augans, fyrst og fremst sjóntauginni, og veldur algjörlega ólæknandi blindu. Hverjum er hœttast viðGlaucoma? Um það gilda engar fastar %eglur, nema sú, að ölaucom er sjaldgæft lijá fólki innan 45 ára aldurs. Lang- flestir sjúklingarnir eru 50 ára og þar yfir. Erlendis er talið að konur veikist nokkra oftar en karlmenn, en það mun ekki vera bjer. Yeikin virðist ekki vera sjerlega arfgeng. Beyndar eru til ættir, þar sem til- tölulega margir veikjast af ölau- cotni, en fremur er það fátítt. Þó eru nokkrir sjúkdómar, sem talið er sennilegt, að geti valdið ölaucomi, nfl. ýmsir hjarta-, æða- og nýrnas j úkdómar, sömuleiðis taugagigt í andlitstaugum; sjaldnar meltingas j úkdómar, sykursýki og berklaveiki. A,f bráJðnæmum sjúk- dómum má nefna Influenzu. Áreynsla, líkamleg eða andleg, of- drykkja, ofkæling, ofbirta (þar á meðal snjóbirta) og veikindi yfir- leitt, önnur en þau, seem upp hafa verið talin, valda ekki ölaucomi, út af fvrir sig. en geta vafalaust haft *) f grein þessari er með „Glaucom“ einungis átt við þær tegundir veikinnar, sem algengastar eru hjer á landi (Glau- coma simplex og Glaucoma chronicum fere simplex. ill áhrif, þar som það or yfirstand andi. Meiri hluti ölaucom-sjúklinga or fjarsýnn, iniklu færri nærsýnir. — Glaucom er eklci smitandi. ölaucom er algengara á f jalllendi en á láglendi. Hjer á landi mun það sennilega vera nokkru algengara, en í nærliggjandi löndum. Er það síst of hátt áætlað, að þrír f jórðu hlutar blindra manna lijer á landi sjeu Glaucom- sjúklingar. Einkenni Glaucoms. Þótt alloft- ast sje auðvelt fyrir augnlækni að þekkja Glaucom, jafnvel í byrjun, fer fjarri því að einkenni þess sjeu greinileg eða áberandi fvrn- sjúk- lingana sjálfa. Helsta einkennið, og oftsinnis það eina, er sjóndepra, sem smátt og smátt fer í vöxt. Vegna þess hve hægfara hún er, er algengt að menn taki ekki eftir henni, fyr en hún nemur talsverðu, sjerstaklega ef góð sjón er á hinu auganu. Þannig er það ekki svo sjerlega fágætt, að menn komi til læknis, blindir á öðru auga, án þess að hafa hugmynd nm það sjálfir. Oft lýsir sjóndepran sjer þannig, að menn fá öðruhvoru þokuslæ'ðing fyrir augun, og sjá þá alt óskýrt á meðan, eða þeir sjá regnbogahring (rosábaug), sem vengulega .er ó- greinilega dökkblár yst, en grænn inst, í kringum ljós, ef þeir horfa í það. Oft ber mest á þessu eftir lík- amlega áreynslu, ekki hvað síst ef menn beygja sig niður En þess á milli er svo sjónin góð. Oft er þetta hið fyrsta einkenni, sem glaueom-sjúklingar verða varir,enda getur það komið í ljós löngu áður en fer að bera á varanlegri sjón- depru. Stöku sinum taka menn eftir við samanburð á báðum augum, að þeg- ar þeir loka augunum á víxl, og horfa beint fram undan sjer, þá sjá þeir ver til hliðana með öðru auganu en hinu. Þessi skerðing á sjónar- sviðinu (sem venjulega ber mest á nefmegin eða að ofan), er þýðingar- mikið glaucom-einkenni, en það er hreinasta undantekning að sjúkling- arnir verði hennar varir sjálfir, fyr en sjónin er farin að deprast aðmikl- um mun. Þó kemur það fyrir, að menn með byrjandi Glaucom, en sem ennþá sjá fullum fetum frá sjer, hætta að sjá almennilega nærri sjer fyrir tímann, nema með gleraugum, eða sjeu þeir (eins og langalgengast er), komnir á ,,gleraugnaaldur“*); þá að eins með sterkari gleraugum en menn á þeirra aldri eiga að þurfa. Sje við- komandi ekki fjarsýnn, er nokkuð upp úr þessu leggjandi. Verkir eru sjaldgæfir. Hitt er til- tölulega algengt að sjúklingarnir *) Kringum fimtugs aldur eða tæp- lega það, hætta þeir, sem hvorki eru nær- eða fjarsýnir, að sjá almennilega nærri sjer, og þurfa til þess gleraugna með það sein eftir er æfinar. En frá sjer sjá þeir eins vel og áður, eða því sem næst. pessi breyting kemur smátt og smátt, er öldungis eðlilegt ellimark, og stafar ekki af neinum óhraustleik eða veilu í augunum. Hinsvegar er það óholt og þreytandi að nota þá ekki hæfileg gleraugu við alla nærvinnu. — En geti menn á þessum aldri t. d. lesið fullum fetum gleraugnalaust, er það ein- ungis vottur þess, a‘S þeir eru nærsýnir, en ekkert hraustleikamerki, eins og margir halda. Betra seint en aldrei. ^ Okkar ágætu þýsku Slitf öt, sem allir erfismenn þektu fyrir stríðið eru komin aftur. Verðid lágt T. d. ágæt blá Nauuqinsföt kr. 6,50 pr. stk. — Niðsterkar blá- föndóttar buxur. kr. 12,50. — Molskins-buxur frá Ir. 8,50. — Hvítir Jakkar og Buxur »fyrir bakara* o. fi. — Brún Kakiföt. Maskinuföt (samfestingar) frá 13,95. Bránt Kakitau og Molskinn. Eins og áður verða best kaup á slitfötum hjá flsg. E. flnligssii s Eo. ðnsH. i, lia-fi öðruhvoru óljós óþægindi í aug- unum, sem þeir geti ekki einusinni sjálfir lýst, eða muna ckki eftir, nema farið sje að grenslast nánar eftir því. Á augum með Glaucom er venju- legast lítið að sjá og finna að utan. Ekki svo sjaldan eru ljósopin (pupillurnar) misvíð, og þá víðari á veika auganu ;og samdrátturvíðara ljósopsins stirðari, þegar ljós fellur áaugun. Stöku sinnum ber á ógreinilegum bláleitum roða kringum sjáaldur veika augans, ýmist öðruhvoru eða að jafnaði. Þó finst og stundum, ef þrýst er á augun (utan yfir efra augnalok) að þau eru mishörð, viðkomu (veika augað barðara). Þessi 3 einkenni finnast sjaldan í byrjun veikinnar af sjúklingnnum sjálfum, eh venjulega eitt eða fleiri þeirra þegar lengur líður fram, og ekki hvað síst eftir að augað er orðið blint. — í stuttu máli: Sjóndepra er eina áreiðanlega einkennið, sem fyr eða síðar kemnr í ljós. — En auðvitað er ekki þar með sagt, að alt eidra fólk, sem fer að tapa sjón, hafi , Glaucom. ' Gangur og háttalag veikinnar. — Sje auga sýkt af Glaucomi, og ekk- ert aðgert, verður augað á lengri eða skemri tíma steinblint, og er sú blinda með öllu ólæknandi. Ýmist fer sjóndepran þegjandi og hljóðalaust vaxandi, sjúklingarnir hafa enga verki, og á augunum er ekkert að sjá að utan, eða þá að sjónin er verri með köflum, en betri Óþess í milli. Þá kemur það stöku sinnum fyrir — sjerstaklega þegar lengra líður á veikina, að kvalaköst koina í aug- að; það verður rautt og þrútið, og steinliart viðkomu, en sjúklingarnir sjá lítið sem ekkert. Getur þá augað orðið blint á nokkrum dögum, eða jafnvel klukkustundum, og dæmi eru til, að heilbrigða augað hafi orð- ið veikt um leið, og farið sömu leið- ina á örstuttnm tíma. Það er þó hvorttveggja undantekning, en að kastinu afstöðnu er sjónin venju- lega mun verri en á undan og hrak- ar hraðar eftir það. Þessi köst geta komið hvað eftir annað, líka í blind augu, og stundum fyrst þa. Kveði mikið að þeim, geta augun sprungið Algengara er þó að sár detti á þau, sem svo valda sjúklingunum mik- illa óþæginda.. Á endanum visna svo augun og linast upp, hverfa þá allir vefkir að mestu leyti. Ilinsvegar era það margir glau- com-sjúklingar, sem hafa gengið með blint eða blind augu, áram eða jafn- vel áratugum saman, án þess nokk- urn tíma að hafa kent óþæginda eða verkja. Frá fyrstu byrjun veikinnar, og þangað til augað er orðið alblint, líður altaf tiltölulega langur tími, venjulega nokkur ár, sjaldan minna en eitt ár. En eins og áður er getið, vita sjúklingarnir nálega aldrei um fyrstu byrjun veikinnar. Glaucom legst svo að segja undan- tekningarlaust á bæði augu, en lang- oftast með millibili, sem venjulega- nemur nokkrum árum. MeSferff á Glaucomi og horfur fyrir lœkningu. Nútímameðferðin miðar öll að því, að hækka þrýsting- inn í augunum varanlega, og þá svo mikið, að augað, og þá fyrst og fremst sjóntaugin skemmist ekki frekar. En sjúklingarnir geta aldrei fengið aftur, svo nokkru verulegu nemi, sjón þá sem þeir þegar hafa mist. Hjer er því ekki um eiginlega lœkningu að ræða, heldur að eins stöðvun á veikinni. Til að lækka þrýstinginn eru ýmist notuð meðul, eða uppskurður, er gjörður á augunum; stundum hvort- tveggja saman. Meðalameðferðin er aðallega í því fólgin, að uppleystum efnum' er dreypt í augað (einusinni eða oftar á dag), og verður það að gjörast að staðaldri, ef að gagni á að koma. — Ýmsir annmarkar eru á þessu: droparnir eru dýrir og halda sjer illa, svo að oft verður að endurnýja þa. Margir fá þrota, verki eða óþol- andi sviða í augun við notkunina, sjerstaklega er fram í sækir, og verða að hætta fyrir þá sök. En að- al-ókosturinn við meðalameðferð- ina er sá, að hún er sjaldan einhlít til langframa, endirinn verður lang- samlega oftast sá, að augað eða aug- un verða blind. Með' uppskurði fæst oft.ar varan- leg stöðvun, þó ekki líkt því altaf, og ekki ósjaldan þarf að endurtaka hann á sania auganu. Við verkjuin í blindum glauc- om-augum er venjulega ekki hægt að gjöra neitt er að gagni megi koma nema að taka augun burtu. Eins og sjá má af þessu, eru horf- ur fyrir lækningu (stöðvun) altaf vafasamar yfirleitt, og þá verður heldur ekki sagt ineð nokknrri vissu fyrirfram um hvert einstakt sjúk- dómstilfelli. Þær eru mun betri, e£ sjúklingarnir koma snemma. — En þó ekki fáist ifullkomin stöðvun, tekst oftast að tefja fyrir algerðri blindu að miklum mun, stundum svo lengi, að sjúklingarnir, sem flestir eru komnir á gamalsaldur, halda einhverri sjón til æfiloka. Þegar sjóninni er svo mikið hrak- að, að sjúblingarnir sjá aðeins litla skímu, er vonin lítil sem engin um að takast megi að bjarga auganu frá algerðri blindu, þó oftast megi tef ja eitthvað fyrir henni. Og sjeu augun orðin alblind, er ekkert. hægt að gjöra, eins og áður hefir verið drepið á. Eftirlit eftir á hráffnauðsynlegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.