Morgunblaðið - 19.01.1922, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
T ilbuinn áburour.
Þeir sem kynnu að vilja fá sjer tilbúinn ábúrð í vor, sendi
pantanir sínar fyrir lok þessa mánaðar.
Reykjavík 18. janúar 1922.
Eínar Helgason.
= Jörðin Múli —
i Biskupstungum, Arnessýslu
fæst til ábúðar í næstu fardögum 1922 með góðri byggingu.
Semjið við
Zophonias Baldvinsson
Laugaveg 27 B. — Sími 716 og 880.
Aðalfunður
Ekknasjöðs Raykjavikur verður haldinn fimtudaginn 19. þ.
m. kl. 8 síðd. i húsi K. F. U. M. (litla salnum). Stjórnin.
lir. 10, S. kr. 10, N. B. NieLsen kr.
50, 'Arni Jóhannsson kr. 20, Sig. Pjet-
ursson fangav. kr. 10, Kaffigestir kr.
2.00, Vatnsgestir kr. 2.00, Jökull kr.
10.00, Ó. B. K. kr. 10.00 N. N* kr.
10.00, Kaffigestir kr. 6.00, B. 40 kgr.
jarðepli, Ó. B. 20 kgr. skyr, X. X.
4i‘ kgr. kókó, O. Johnson & Kaaber
20 kgr. kaffi, 10 kgr. kóikó, 63 kgr.
hveiti, 100 kgr. sagó, 100 kgr. jarðepli
3 ks. mjólk, Gunnar Sigurðsson Von
5« kgr. grjón, 25 kgr. saltfisk 1 ks.
mjólk, Sanitas 15 heil fl. saft, T. Þór
liíitisson Laufási 15 kgr. saltkjöt, Kr.
Daðason 40 kgr. saltfisk, Ónefnd 12(4
kgr. rófur, hf. Alliance 2 ton kol, Þor
steinn Jóhannsson Lvg- 68 100 ltr.
mjólk, Smjörl'íkisgerðin 27 ltr undan-
renna.
Bestu þakkir.
18. jan. 1921.
Har. Sigurösson.
Skólaleikir. Nokkrir nemendur
mentaskólans ljeku í gærkvöldi í Iðnó
fyrir skólann og nokkra gesti, smá-
leik eftir Holberg og tókst skemtilega.
Þessi leiksiður sem áður var allmikið
tíðkaður, hefir íegið niðri um nokkur
ár, þangað til í fyrra að leikinn var
uppi S skóla dálítill smáleikur eftir
Gunnar Arnason frá Skútustöðum og
svo þetta ár. Auðvitað eru ástæðurn-
ar fyrir skólaleikunum talsvert áðrar
nú en áður, meðan þeir voru einu
siótdeikir bæjarins, en samt getur
verið gaman að þessu og gagn fyrir
skólann og ætti því að halda þessu
áfram
: Það er líka til latínuskólans, sem
sækja á uppruna þess, að farið var
að leika hjer á landi, eins og getið
var um í formálsræðu S. Sigurbjörns-
sonar, þó eldri en hann gat um.
(
Geir kom frá Knglandi í gærkvöldi
og voru allir skipverjar hans heilir
heilsu.
Fyrirlestur um Völuspá. Prófessor
Sig. Nordal byrjar fyrirlestra fyrir
almeuning um Völuspá í háskólanum
föstudaginn 20. þ. m. kl. 6 síðd.
.. Ungmennaf jelagið heldur fund í
kvöld kl. 81/,, á Hússtjórnarskólanum
Verður þar m. a. haldinn fyrirlestur.
Kvenfjelagið „Hringurinn” hjelt að
alfund sinn í fyrrakvöld á Hótel
Skjaldbreið. Pormaður fjelagsins fyr-
ir næsta ár var endurkosinn frú Krist
ír Jacobson.
Handa bágstadda heimilinu, sem get
ið var um hjer í blaðinu nýlega, hafa
safnast 70 kr. og eru þessir gefend-
urnir: ,S. 10 kr., Gazi 10 kr., A. 10
kr., N. N. 20 kr., kona 10 kr., Dreng-
ur sem hefir atvinuu- 10 kr. Besta
þakklíeti til gefendanna.
Verslunarmannafjelag Reykjavíkur.
heldur fund í kvöld kl. 81/, á Hótel
Skjaldbreið.
Germania. Það var rangt sem stóð
hjer 'í blaðinu í gær, að fjelag þetta
ætlaði að halda aðalfund í gærkvöldi.
Fundúrinn verður haldinn í kvöld.
Skugga-Svein eru knattspyrnumenn
bæjarins að æfa og ætla að sýna hann
bæjarbúum í næsta mánuði. Leið-
beinir Jens B. Waage bankabókari
þeim á æfingunum.
Strandmennirnir af þýska botn-
vörpungnum sem strandaði austur í
Meðallandi fyrir skömmu, kom hing-
að í gærkvöldi, Eru þeir 13 talsins.
Skipið "Grethe strandaði á gamlárs-
kvöld og sluppu allir skipverjar ó-
skemdir af strandinu. En nokkrum
dögum áður en strandið varð hand-
leggsbrotnaði 1. vjelstjóri og mátti
hann því illa við vosi því, sem strand
inu fylgja. Skipstjóri lætur mjög vel
yfir gestrisni og viðtökum þeirra,
sem hýstu skipsbrotsmennina meðan
iþeir biðu fyrir austan og eins á leið-
inni. Lætur hann vel yfir ferðinni,
en gat þess þó, að eigi hefði þeim
Þjóðverjúiftm þótt árennilegt að
ríða vötnin þar eystra, enda voru
þau með versta móti. En Jóhannesi
bónda á Söndum, sem flutti þá hing-
að suður tókst að koma þeim heilum
á húfi yfir allar torfærur.
Árekstur? Sagt er að Hjeðinn lands
verslunarskrifstofustjóri eigi að verða
1 maður á Alþ.fl.listanum nú við
bæjarstjórnarkosningariiar og til
stuðnings honum eigi á fundi, sem
til stendur í verkm.fjel. „Dagsbrún”,
að reyna að koma honum þar 'í for-
mannssætið. — —En mjer er spurn:
Mundi formenska í Dagsbrúnarfjel-
aginu ekki geta rekist óþægilega á
stöðu hans við landsverslunina ? x.
Samverjinn f gær voru 94 máltíðir
látnar úti þar
--------O---------
Skuldir Rússa erlendis. Sam-
kvæmt áætlunum sovjetstjórnarinnar,
nerna skuldir Rússa erlendis 12. milj.
749.000.000 gullrúblum eða 1^4 milj-
ard sterlingspunda. Af þessu fje
skulda þeir Frökkum 5 miljard rúbl-
ur og Bretum annað eins.
Þökk.
Þegar eg varð fyrir þeirri sáru
sorg að missa manninn minn í sjó-
inn í haust og stóð uppi allslaus
með 3 ung börn, þá rjettu sam-
borgarar mínir á Flateyri mjer sína
hjálpandi hönd og gáfu mjer
stórfje til framfærslu mjer og
barnanna og ljettu mjer þannig
hið sára böl. — Eg vil geta
þessum flateyringum til verðugs
hróss, og jafnframt biðja guð að
launa þeim slíkt örlæti og bróð-
urþel.
Flateyri 30. nóv. 1921
Arnfriðuí* Álfsdóttir.
Þakkarávarp.
Hjer með vottum við undir-
rituð okkar innilegasta þakklæti
öllum þeim mörgu Akurnesingum
sem af mannúðarfullum kærleika
gáfu okkur peninga í haust er
jeg lá veikur á spítala, Og
sjerstaklega þökkum við þeim
góðu hjónum Jónasi Sigurgeirs-
syni og Helgu Þórðardóttur ásamt
tengdaföður mínum Sigurgeiri
Guðmundssyni umhyggju þeirra
fyrir mjer veikum að við ekki
gleymum mínum góðu og gömlu
fjelögum Guðjóni Þórðarsyni og
Vilhjálmi Benediktssyni sem aðal-
lega gengust fyrir samskotunum.
Biðjum við svo góðan guð að
launa öllum okkar velgjörða-
mönnum af fíkdómi sinnar náðar.
Hvoli á Akranesi 7. jan 1922
Einar Tjörfason.
Sigriður Sigurgeirsdóttir.
Mótorbátur
fæst keyptur, að stærð 7 Va
tonn, bygður úr eik með 12
hesta vjel. Veiðarfæri geta fylgt.
Nánari upplýsingar í síma nr.
11 á Akranesi.
H r e i n a r ljereftstuskur keyptar
háu verði. ísafoldarprentsmiðja h.f.
til Tuxham-motora
svo sem:
Millumstykki,
Sambandsmúffur,
Pakkdósir,
Skrúfa,
eru af sjerstökum ástæðum til
sölu nú þegar. öll stykki eru ný.
Upplýsingar gefur
Verslun
Sigurjóns Pjeturss. & Co.
Hafnarstræti 18.
Danskai krónur
og aðra erlenda peninga, kaupir
og selur
IWorten Ottesen.
Duglegur seljari
getur fengið atvinnu.
Uppl. á afgr. Morgunblaðsins.
S t o f a
með húsgögnum til leigu fyrir
einhleypa. Forstofuinngangur.
A. v. á.
heldur aðalfund sinn laugard. 21-
þ. m. í barnaskólanum á SeÞ
tjarnarnesi Fundurinn byrjar kl.
7 e. m.
Áríðandi að allir félagar mæti.
Stjórn Fr.fél. Seltirninga.
Máfahlíð
i Fróðárhreppi á Sn®-
fellsnesi fæst hálf eða
öll til kaups og ábúdar
frá næstu fardögum. Góð-
ir skilmálar. Upp*ýsing-
ar á Bergstaðastræti 62«
Semja ber w«ö ábúanda
jarðarinnar
5ig. IngiinundarsDn.
— 400 —
— 401 —
aftur. En hann var þó ekbi annað en maður, og
þörf hans fyrir kynningu annara manna var ekki
fullnægt. Hann hafði ekki fundið neitt heimili.
Það var á sama 'hátt að félagar hans skildu hann
ekki og f jölskylda hans og Lizzie, sem hann har þó
mikla virðingu fyrir, skildi hann ekki. — Það
var dálítil heiskja í hugsunum hans um þetta efni.
Þú verður að ná vináttu hans aftur“, sagði
hann við Lizzie, þegar þau kvöddust úti 'fyrir heim-
ili hennar.
„Jeg get þaö ekki — ekki nú“, sagði hún.
„O-sei, sei!“ sagSi hann brosandi, „þú þarft ekk-
ert annað en að blístra, þá kemur hann hlaupandi”
„Jeg átti ekki við það“, sagði hún stillflega.
Hún iiallaði sjer áfram til hans, þegar hún bauö
honum góða nótt. En það var ekkert eggjandi í hreyf-
ingunni, aðeins auðmýkt. Haun þiðnaði allur upp.
Hann tók hana í íaðm sinn og kysti hana, og hann
fann að sá koss, sem hún þrýsti á varir hans, var svo
kreinn og sannur, að engin kona hafði nokkru sinni
gefið hreinni koss.
Hún fór að gráta og stundi upp:
„Jeg gæti dáið fyrir þig, jeg gæti strax dáið fyrir
>ig“-
Svo losaði hún sig úr faðmlögum hans og hljóp
upp tröppurnar. En Martin fann að tár komu fram
í augu hans.
» XLIIT. kapítuli.
„Þegar sólin eyðileggur“ vár send út í október.
Þegar Martin skar sundur seglgarnið, sem bundið var
utan um hin þrjú eintök, sem útgefendurnir sendu
honum, varð hann sorgbitinn. Honum datt í hug sú
óumrafðilega gleði, sem hann mundi hafa fundið til,
ef þetta hefði aðeins skeð einum eða tveim mánuðum
fyr. En nú leithann á þetta með köldu blóði. Þetta var
fyrsta bókin hans, og þó var hann svo kærulaus um
hana, jafnvel hryggur! Það skifti nú alt saman svo
litlu máli. Það eina, sem nokkurs var um vert, var, að
hann gæti fengið nóga peninga, og jafnvel þeir voru
honum lítils virði.
Ilann fór irieð eitt eintak út í eldhús til Maríu.
„Þessa bók hefi jeg samið. Jeg hefi skrifað hana
þarna inni í stofunni, og jeg hugsa að getið sje um
nokkrar súpuskálarnúr yðar í henni. Þjer eigið að eiga
hana, María, til minningar um mig“.
Ilaim gerði þetta ekki af neinni stórmensku, að-
ein.s til þess að gleðja konuna og sýna henni, að hún
hefði ekki farið villur vegar, þegar hún trúði á hann
og treysti honum. Hún Iagði bókina inn í dagstofuna,
ofan á biblíuná. Það var helgur dómur þessi bók, sem
leigjandi hennar hafði samið. Og þetta dró nokkuð úr
því, að Martin hafði eittsinn unnið í þvottahúsi. Þótt
hún skildi ekki eina línu í bókinni vissi hún að hver
þeirra hlaut að vera listaverk.
Martin tók á móti ummælum um bók*sína daglega,
en þau höf’ðu ekki meiri áhrif á hann en útkoma bók-
arinnar sjálfrar. En húu vakti athygli, það var áreið-
anlegt. Og þaö var þaö sama og meiri peningar. Ilanu
- gat nú gert eitthvað fyrir Lizzie, efna öll loforð sín,
og samt sem áön^ byggja sína grasþöktu höll.
Pjelagið, sem gaf út bókina, hafði verið svo var-
færið, að prenta aðeins 1500 eintök. En strax og fyrstu
ritdómarnir komu, var strax byrjað á nýrri prentun,
og- npplagið haft helmingi stærra. Og áður en það
væri uppselt, átti að prenta þriðja upplagið, 5 þúsnnd
einfök. TJtgáfufjelag eitt í London samdi um enska
útgáfu, og stuttu síðar koin fregn um, að verið væri
að þýða bókina á frönsku, þýsku og norðurlandamál-
in. Árásin á Mallerlinck gat ekki verið framkvæmd á
Iieillavænlegri stundu, því nú var barist í blöðum og
tímaritum um „Þegar sólin eyðileggur“. ■— Fylgjend-
ur Maeterlincks fylgtu sjer undir fána hans, ritstýr-
endur og' heimspekingar beggja rnegin Atlantshafsins
skrifuðu með og móti. Jafnvel sjálfur Bernard Shau
koni á stríðsvöllinn og slöngvaði þar út einni greiö
svo þróttmikilli, að nœrri lá, að hún gengi að báðum
aðiljum dauðum.
„Þetta er sjerlega merkilegt“, skrifaði fjelagi*
Martin, „að skýrandi, heimspekileg grein selst eins og
skáldsaga. Þjer hefðuð ekki getað valið betra efni, og
þar að auki hafa hin ytri skilyrði verið einkar góð-
Vjer þurfum væntanlega ekki að segja yður það, a®
við munum smíða meðan járnið er heitt. Nú eru þegar
seld um 40 þús. eintök í Bandaríkjunum og Kanada?
og nýtt upp lag er í aðsígi. Við vinnum nótt og dag,
til þess að fullnægja eftirspurninni. ■
Við sendum yður hjermeð eftirrit af samningi
um kaup á næstu bók yðar. Þjer takið sjálfsagt eftir