Morgunblaðið - 14.02.1922, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1922, Blaðsíða 1
Stofnandi: Vilk Finsen. • Landsblað LÖgP jetfa. Ritstjóri: Þorst. Gíslason. 9. árg., 85. tbl. Þriðjudaginn 14. febrúar 1922. tsafoldarprentsmið.ia h.f. Gamla Bió Barkskipið „Sydkorset it Framárfkarandi falle&ur og efnisríkar sjónleikur í 6 þáttum, aem lengi var í Kino Palæet i Kaupmannahiifn og hlaut einróma lof. Aðalhlutverkið leik- ur Elmo Lincoln, nýr ágætur ameriakur ieikari. Uikfélag Reykjavikur1. Kinnarhvolssvstur verða, leiknar næstkomandi miðwikudag og fimtudag kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó þriðjudag kl. 5—7 og dagana sem leikið er kl. 10—12 og 2— 7. . Fyrst um sinn verður þetta leikrit ekki leikið oftar. Kveöja til alþingismanns og atvinnumála- ráðherra Pjetnrs sál. Jónssonar frá samþingisniönnum hans. Flutt yfir líkbörum hans í Alþingishúsinu 13. febr. 1922, af Sigurði presti Stefánssyni. Bæn. Drottinn vor himneski faðir, þegar þú kallar, hverfum vjer af skeiðfleti lífsins. Gef oss að renna svo skeiðið, að vjer skiljum eftir ljúfar endurminn mgar ; hjörtum samferðamanna vorra, er vjer hverfum hjeðan. Yertu mátt- ^gur ; veikleika vorum og láttu alt itlfS vort. vera hielgað þeirri viðleitni a^ gera skyldu vora fyrir þínu heilaga a«gliti. Þá blessar þjóð vor og ætt- jörð minningu vora, og erfiði jarðlífs- ins endar með sælum friði og hvíld í Wessaða föðurfaðminum þínum fvrir Ofottimi vorn Jesúm Krist, sem gert hefir dauðann að inngangi eilífs lífs Amen í Jesú nafni Amén. Hugvekja sterk er hver, sem deyr heyra það og' sjá, er hjá oss verka má því meir, Sem merkilegri’ er sá. Þó sjerhvers erkilín sje leir, ^Öngum er munur á ^vernig í serk þeim tjá sig tveir °8 til hvers guð brúkar þá. Jón Þorláksson. Yfir dyrum alþingishússins olck- ;iv' mætti vel standa greypt í stein- sú áminning til vor fulltrúa 't()®4rinnar: ,Gjörðu skyldu þína‘. ” ^ún ætti einnig að vera greypt! 1 hug og hjarta hvers einasta al-1 l^nKtsinanns, er liann gengu'r að ‘St,(l |urn mnum í þessu húsi. -hKjörðin kveður oss sjerstak- lega til starfa á þessum stað. Inn- an þessara veggja eiga þau ráSiu að vera ráðin, senx bera blessunar- ríka ávextí fyrir þjóð vora og ætt- jörð. Gjörðu skyldu þína, með guð fyrir augum þjer, þá erttx sam- verkamaður hans,, í hvaða starfi er þú hefir með höndum, og verkfæri í hans hendi, öðrum til gagns, þjer sjálfum* t.il sæmdar og guði til dýrðar. Að þessu sinni erum vjer ekki kvaddir til hinna venjulegn þing- starfa í þessu húsi, og þó erum vjor kvaddir til alvarlegrar athafnar. Dauðinn kveður oss hjer til fundar og dauðinn stýlar þingsköpin. — Hann hvíslar áð sjerhverjum okkar á þessari kyrlátu skilnaðarstund: Gjörðu skyldu þína, gjörðu síðustu skyldu þína á þessum stað, við sam- verkamanninn þinn, sem lokið hef- >ir síðustu skuldinni sinni, og liggur hjer í kalda faðminum mínum fyrir augum þjer. Flyttu honum síðustu vinar og bróðurkveðjuna þína. Til þess að inna þessa skyldu af hendi erum vjer, fulltrúar þjóð- arinar, kvaddir liingað að þessu sinni. Það er skylda þakklátrar ræktarsemi við látinn samverka- mann, og í dapurleik skilnaðarins má oss öllum vera þetta ljúf skylda. Jeg hygg, að öllum samverka- mönnum þessa látna sæmdarmanns geti komið saman um það, að æðsta lífsregla hans í öllum margbreyttu störfunum hans um æfina, hafi verið að gera skyldu sína. Sú lífs- reglan markaði allan þjóðmálafer- ilinn hans, allan lífsferilinn hans. Til þessa samverkamanns vors er nú komið hið dýra drottins orðið: t Hjermeð tilkynnist vinum og vandamönnum að húsfrú Sig- ríður Marteinsdóttir á Ásmundarstöðum í Breiðdal, andaðist að heimili sínu 11. þ. m. Aðstandendur . Það tilkynnist hjer með vinum og vandamönnum að Guðrún' Ólöf Magnúsdóttir, andaðist á Landakotsspítala þann 13. þ. m. Fyrir hönd aðstandenda Kristján Möller. Mótorbátur 15—20 toil óskast keyptur. Verðtilboð með byggingarlýsingu og aldri, tegund vjelar og aldur, sendist í lokuðu brjefi, merkt „Mótorbátur" á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir kl. 4 15. þ m. 99 Nýja Bió Thaís a sjónleikur í 6 þáttum eftir hinni heimsfrægu skáldsögn Anatole France, er hlaut Nobelsverðlaun- in siðastliðið hanst Leikin af Goldwyn Pictnre Co. og leikur hin fræga leikkona - Mary Garden aðalhlutv. Myndin fer fram i Alexandrln nm árið 400 og lýsir afburða vel lifnaðarháttum þeirra tima, sukki hinnar ráðandi stjettar og mein- nm þeim, sem að lokam urðn rómverska rikinu að falli. Að þvi er sýnir nákvæmni í ntbúnaði öllnm á sýningnnni má jafna þess- ari mynd við „Qno Yadis'*. Sýning kl. 8þs Schoubye G;jör reíktiingsskap ráösmetasku þinnar. ÞaS kemnr til vor allra fyt eða síðar. Þaö ltemur til hans, sem ávaxtaði talenturnar sínar, það kemúr til hans, sem gróf þær í jörðu; þaö kemur til konungsins í másætinu; það kemur til lögg'jaf- ans í löggjafarsessinum; það kem- ur til auðmannsins í allsnægtunum qg' fátæklingsins í örbyrgðinni. — Leggjum hönd vora á lijartað, og spyrjum sjálfa oss, hvernig oss myndi verða, væri það á þessari stundu til vor talað. Dapurleiki og söknuður stýra alloftast þessum fundum. Það skarðið, sem hjer er í hóp vorn höggvið, fyllir huga voírn helgri alvöru. Frá oss er hann skyndilega horfinn, sem sjálfsagt má telja einn langbesta manninn, af bestu mönnum þjóðarinar á Alþingi ís- lendinga, í öll þau ár sem hann hef- ir starfað þar að velferðarmálum þjóðarinnar. Góður maður er dýr- mæt guðs gjöf, hvar sem hann stendur í flokki samferðamann- anna, og því dýrmætari, sem störf- in hans eru fjölbreyttari og þýðing armeirí. Við þessa líkkistu . koma mJer í hUg org skáldsins okkar goða, eftir látinn samverkamann: „Því jeg hyg-g á þúsund árum þjóð- ar minnar, hrann ljós þitt ei á erfi- tárum eftir betri mann“. Aldrei er oss tamara að líta yfir liðna æfi samferðamanna vorra á lífsleiðinni, en er vjer fylgjum þeim til grafar. Endui-minningarn- ar stíga þá með ómótstæðilegu afli upp úr djúpi salna vorra, stxind- um daprar, stundum glaðar, st.ixnd- urn huggandi, stundum hrellandi. Á þessum fundi skipa gleðiríku endurminningarnar öndvegið í huga vorum. Ljós trúarinnar á hann, sem leitt hefir x ljós lxfið og ódauð- leikann, verpur himneskri birtu nið xxr á þessa líkkistu,og þó hið dimma hlið dauðans blasi við sjónum vor- xxm, getum vjer í trú Guðs sonar sagt: „Hjer er Guðs hús, hjer er lilið himinsins”. Hann gei'ði sltyldu sína. Sá vitnisburður stendxxr með óaf- máanlegu letri yfii' öllu lífsstarfi Pjetursá Gaut.löndum,hvort sem hanxi starfaði í þágu ættjarðarinnaráheim ! ili sínu, í hjeraði sínu eða á alþingi' þjóðarinnar. Að eins 36 ára var: hann fyrir 27 árum- kvaddur hing- aö sem fulltrúi þjóðarinnar og þó hann væri þá ungur- maður, hafði hann sýnt það í orði og verki, að honum var flestum fremur trúandi fyrir að fai-a með það virðulega trúnaðarstarf. Hann v:ir þá þegar orðinix þjóðkiinnur nytsemdarmað- ur í hjeraði sínu og álitlegt hjer- aðshöfðingjaefni. Enginn, sem ann honum sannmælis, efaðist um þjóð- rækni hans, skyldurækni og sam- viskusemi. Þessir inannkostir hans opnuðu honum bráðlega á alþingi hinar mestu trúnaðarstöður. Þing- ið og landsstjórnin áttu þar sem Pjetur Jónsson var, þann mann, sem sjálfkjörinn þótti tilþeirrastarfanna sem sjerstaklega útheimtu alúð, at- hygli og þekkingu á sem flestxnn greinum þjóðmálanna. Hann leysti þau öll af hendi með þeirri sam- viskusemi, er aldrei hvikaði hárs- breidd frá því sem hann fyrir guði og samvisku sinni taldi rjett vera. Um þetta gátum vjer samverkamenn hans fyr og síðar samfærst af allri lians framkomu. Margir samþing- ismenn hans gátn jafnast við hann og meira en það að ytri glæsi- mensku, skörugsskap og málsnild í þingsölunum, en utan þing- salanna, þar senx úrslit þingmál- anna eru alloftast ákveðin, áttu vel ferðarmál þjóðarinnar engan ein- lægari og hetri liðsmann. Þar var hann allajafna einn mesti þingskör- xingurinn. Þar hlnstuðu samþingis- nxenn hans á orðræður hans og til- lögixr með athygli og eftirtekt, af því þeir vissu, að hann sparaði hvorki tíma nje fyrirhöfn að kynua les upp kafla úr bókmentum Dana í kvöld kl. 9 í Báruhúsinu. Aðgöixgumiðar seldir í Bóka- verslun Isafoidar í dag og eftir kl. 7 í Báruhúsinu. sjer lxver-t mál frá rótum, og allar tillögur hans voru stýlaðar af ein- lægri viðleitni hins hreinskilna og sainviskusama manns, að verða þjóð sinni að liði. Hann var friðarins maður á þingi. Bróðurleg samvinna að vel- ferðarnxálum þjóðarinnar var hon- um fyrir öllu. Þess vegna naut hann og jixfnan hinna mestu vinsælda lijá samþingismönnum sínum. — Skiftar landsmálaskoðanir drógu ekkert úr þeim vinsældum hans. Allir, sem þektu hann, könnuðust við, að það sem fyrst og fremst vakti fvrir Pjetri Jónssyni í hverju máli, var, að gjöra skyldu sína. 1 ys og þis þingannanna gat honum að vísu sái'nað við samþingismenn sína, er honum þótti þeir ganga feti lengra eða skemra í því, er hann taldi miklu varða fyrir land og lýð. En bróðurhönd góða manns ins var óðara útrjett til sátta og samkomulags. Enginn gat til lengd- ar haft ýmugust á hreinskilna og skyldurækna samþingismanninum, sem bar hag ættjarðarinnar svo innilega fvrir brjósti sjer, og eng- um vildi neitt til miska gera. — Um Pjetur á Gautlöndum má segja liið sama sem Reykdæla segir um fvrirrennara hans, hjeraðshöfð- ingjann Áskel goða í Þingeyjar- þingi: „Hann var fáum mönnum líkur, sakir rjettdæmis, er hann hafði manna á milli, og drengskap- ar við hver mann‘ ‘. Alt þetta dró til þess að alþingi, eftir að hafa í nær því 26 ár, trúað honum fyrir vandamestu trúnaðar- stöðunum og þingstörfunum sýndi h onnm fyrir tæpum tveim árum mesta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.