Morgunblaðið - 19.11.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.11.1922, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Nýkomið: Biblía, bæði stóra útgáfan og vasaútgáfan við ýmsu verði, Nýja testamenti, vasaútgáfa, íslenskt söngvasafn, II, hefti, Fæst hjá bóksölum. Bókav. Sigf. Eymundssonsr. Til sölu i næstu fardögum ein af bestu jörðum í Arnessýslu, ásamt ágætu íbúðarhúsi og öllum úti-húsum. Tún og engjar afgirt og vjeltæk. — Eignaskiftifgætu komið til greina. — Upplýsingar í talsíma 261 Tvisvar sinnum stœrri en áður er eg nú orðin, hefi bestar vörur, lægst verð, mest hreinlæti, fljótasta afgreiðslu, fallegastar útstillingar og alt eftir þessu. — A. E. C. Engin núll! Bravó! Engin núll! segja allir, sem heyra talað um hlutaveltu skátanna í Bárunni i dag því þar fá menn fyrir 50 aura: Farsedil til Kaup- mannahafnar á 1. farrými á Gullfossi, saltfisk, kol, riffil, úr, bílferðir, sjálfblekung, skó sína sólaða, silfurmuni og fjölda annara ágætra hluta. AV. Engin núll, -en í stað þeirra fá menn happdrættismiða og að hlutaveltunni lokinni verður dregið um þessa muni: Reidhjól Myndavjel (verð 150 kr.) Islendingasögur. Ágæt skemtiskrá. — Húsið opnað kl. 5. Hlje frá 7—8. Langbesta hluta veltan,' sem hjer hefir verið haldin. Stórkostlefi Yörusynins: í das í Járnvöruöeilö Jes Zimsen. Plótín var frábært, rökvísin í ágætu lagi; af vorra daga spek- inguin er Henri Bergson ef til vill líkastur honum. Og Timaios var sú bókin sem hann liafði mestar mætur á. En ekki man jeg eftir því, að Plótín víki nokk- nrstaðar í öllum þessum 54 rit- gerðum einu orði að þeirri setn- ingunni sem Platón hefir merki- legasta skrifað, og í standa orðin astron synnomon. Fleiri dæmi inun ekki þurfa að telja frá fom- öld, því að mjer virðast tals- verðar líkur til þess, að aldrei hafi nokkur maðnr rækilegar lesið Timaios en Plótín gerði. En tvö r:t ætla jeg að nefna frá vorum dögum, og tel einnig það rægja, sakir lærdóms og ment- nnar þeirra sem samið hafa. Ann- að ritið er „Um lífið eftir dauð- aun samkvæmt því sem mann- kynið hefir ímyndað sjer um það «fni.“ O. jClemen: Das Leben nach dem Tode im Glauben der Menschheit, 1920. Bók þessi er samin af hinum fræga þýska pró- fessor af miklum og merkilegum lærdómi og með góðri þýskri skipan. En merkilegasti staður- inn í ritum Platóns er þar ekki nefndur, jafnvel þó að efnið krefjist þess að hans sje getið. Svo langt er sá höfundur frá því að hafa veitt því eftirtekt hvað sá staður er merkilegur. Hin ritgerðin er eftir Norðmann- inn prófessor , W. Sehencke, og stendur í 3. bindi af sögu menn- ingarinnar (Kulturens Historie) ^eftir norska höfunda.Ritgerð þessi um trúarbrögðin (Religion) er samin af snild og lærdómi. Og þessi höfundur víkur að kenningu Platóns þeirri sem hjer ræðir um (S. 283). En mjög fróðlega kemur það fram, að ekki hefir þó hinn merkilegasti etaður neitt verulega vakið athygli prófessorsins. Hann segir nefnilega að Platón hafi gefið mönnum vonir um að sálin - hyrfi aftur til æðri heims. En af því sem áður segir, má sjá að Schencke minnir að Platón hafi kent að sá æðri heimur væri fvrir ofan stjörnúrnar. IV. Undir því er alt komið að vita, að hinn „æðri heimur“ eða guðsríki, og eins sá heimuriim, sem kallaður hefir verið helvíti, er hvorki fyrir ofan stjömurn- urnar eða neðan, heldur einmitt á stjörnunum. Svo mikils virði er sú vitneskja, að af henni leiðir aldaskifti þau sem svo mjög og svo lengi hefir verið spáð. Hin a’ð.sta kenning grískrar speki og enn þess manns sem af Grikkjum var kominn og Norðmönnum, er nú fyrir íslenskar uppgötvanir, að vísindum orðin. Vilji menn haga rannsóknum eftir mínum ráðum, þá munu þeir gánga alveg úr skugga um að þeir geta fengið samband við íbúa annara stjarná. Og eigi einungis mtum menn geía talað við þá, heldur munu íbúaí annara stjama koma hjer fram, og það sem þeir segja, þegar hug- arfar jarðarbúa verður hætt að vera því til fyrirstöðu að þeir geti talað eftir vild sinni,- mun verða mjög fróðlegt. Reykjavík mun verða. nokkru frægari hær en líklegt hefir þótt,þegar íslensk- ir fræðimenn verða betur sam- taka en hingað til hefir verið, manni sem mjög hefir haft hug á því að framhald gæti orðið af sumrí forníslenskri sjálfstæðis viðleitni. Og meira orð mun fara af þús- und ara hatíð íslendinga þeirri sem ni) fer að líða að. en með líkindum mundi þykja um svo fámenna þjóð. Gunnar og Njáll og enn aðrir fornmenn ágætir, munu þátt taka með oss í þús- und ára afmælishátíð Alþingis. Jeg veit að slíkt er ekki var- lega sagt, en þó ætla jeg nokkru við að bæta. Sjálfir Æsir munu þátt taka með oss í þeirri há- tíð. Því að þeir eru lengra kom- ið mannkyn á annari stjörnn. Á því getur enginn vaf) leikið, þeg- ar nokkur þekking er á sumum hinnm helstu midirstöðuatriðum í líffræði, að hinir kæru guðir for- feðra vorra og formæðra, eru ekkj tómur hugarhurður. Óðinn lifir og Þór og Baldur og Freyr og Njörður og Frigg og Freyjá o,g enn aðrar Ásynjur sem ekki eru síður ágætar en Æsirnir, þó að jeg nefni þær síðar. Jeg hygg að jeg muni vera í minsta iagi þeirra manna sem vora jörð byggja, gefinn fyrir að ala með mjer ástæðulausar ímyndanir. Og ekki ætla jeg að leyna því sem mjer líklegt þykir. Vilji íslendingar vita með mjer að_ Æsir. eru til, og taka þar upp aftur vináttu með frænd- semi, þá geri jeg mjer vonir um að veturinn yrði mun vægari en annars kynni að verða. Og jeg mundi ennfremur búast við því, að vorið yrði slíkt sem ekki hefði á Islandi sjest áður og sumarið síðan, en heyfengur tvöfaldur við það sem er í meðalári. En þó mun sumt sem ennþá betra er, af því leiða, að taka þeim skilningi á heiminum og lífinu sem hjer er verið að boða, og til þess miðar, þó langt sje að því marki, að eytt verði allri þjáning og dauðinn sigraður. Helgi Pjeturss. i ... Stiórnarskiftin í Italíu. London 1. nóv. Nýja stjórnin ítalska tók við völdum í gær. Var Mussolini fljót- ur að mynda ráðuneytið, og er auðsjeð, að hann hefir bviist við því, að læti þeirra Fascistanna mundu leiða til þess, að hann tæki við völdunum. Mussolini er sjálfur forsætis- ráðherra og gegnir jafnframt til bráðabirga störfum innanríkisráð- herra og utanríkisráðherra. Aðrir Faseistar í ráðuneytinu er Aldo Oviglio dómsmálaráðherra, Al- berto de Stefani fjármálaráðherra og Giurati, sem er ráðherra land- svæða þeirra, er ítalir unnu í ófriðnum. Annars eru bæði „na- tioualistar“, frjálslyndir menn, jafnaðarmenn og miðflokksmenn í stjórninni, og þykir mönnum Mussolini hafa orðið vel ágengt í því, að fá stuðning annara flokka. Þingið kemur saman 15. nóv. og þykir sennilegt, að nýja ráðuneytið muni njóta stuðnings meiri hlutans þar. Ef ekki, þá verður þingið rofið og nýjar kosningar látnar fara frain. Mikinn gauragang gerðu Fas- cistar í sambandi við myndun nýja ráðuneytisins í gær. Fóru 15,000 hermenn úr flokki þeirra í skrúðgöngú um Rómahorg og safnaðist að þeim svo mikill mann- fjöldi, að flokknrinn var orðinn um 100,000 þegar komið var til konnngshallarinnar. Æpti mann- fjöldinn þar fagnaðaróp konung- inum til vegsemdar, svo að alt ætlaði ofan að keyra. Það þykir ekki ósennilegt, að þessi nýja stjórn, sem komist hefir til valda með býsna óvenju- legum hætti, verði vinsæl meðal þjóðarinnar, í það minsta fyrst um sinn. Sannleikurinn er sá, að síðustu árin hafa verið vandræða- tímar í ftalíu, alment atvinnu- leysi, verslunin í megnasta ólagi og fjárreiður allar komnar á við- sjárverða hraut. Svo mikið hefir kveðið að þessn, að ýmsir vitrari stjórnmálamenn þjóðarinnar hafa spáð ríkinu gjaldþroti, ef eigi yrði breytt í annað horf hið bráð- asta. Sumir hafa þá trú, að Mussolini takist að kippa öllu í lag aftur, og það er þessi von sem valdið hefir því, að þjóðin sættir sig yfirleitt vel við það sem orðið er. Það hefir vakfð mikla athygli, að sendiherra ítala í París, Sforza greifi, hefir sagt af sjer starfi sínn, og látið þess getið, að hann vildi ekki vinna undir stjórn Mnssolini. En nýji forsætisráð- herrann sendi honnm samstundis skeyti aftnr, þar sem hann „skip- ar“ honum, að gegna störfum áfram. Er þeirri deilu ekki lok- ið enn. | ........ -O—------5 Erl. símfregnir frá frjettaritara MofgtmblaMsa. Khöfn 18. nóv. 1922. Trakkar ðg Þjóðverjar. París: Poincaré hefir haldið mikla ræðu í þinginu með nýjum árásum á Þýskaland. Lagði hann áherslu á, að Þjóðverjar hefðu aldrei sýnt vilja til þess að full- nægja endurreisnarskyldunum og sýndi frain á ósamræmið í því, að meðan þýská ríkið væri að fara á höfuðið, gerði stóriðnaður- inn þýski heljarmikil kaup í Ame- ríku. — Hann sagði, að Þýska- land .yrði að taka lán, eins og Frakkland 1871, og heimta ihn skatta, en það hefði ekki verið gert síðnstu 4 árin. Soldániim flýr. Konstantínópel: Soldáninn var hræddur um að á sig yrði ráðist og er farinn til Malta með ensku herskipi, en hefir lýst yfir, að sú hurtför tákni ekki að hann afsali sjer soldánsvaldinu. Frá Danmörku. ' i i iii Síðan Bretar sleptu yfirráðum yfir Egyptalandi í fyrravor, hefir nefnd setið á rökstólum þar til þess að semja frumvai'p til stjórn- arskrár fyrir ríkið. Hefir hún nýlega skilað stjói;ninni áliti sínn. Stjórnarskipun Egypta verðnr þingbnndin konungsstjórn og ber konungurinn kommgsheiti Egypta ■»E Súdan. Þingið verður í tveim-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.