Morgunblaðið - 30.12.1922, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.12.1922, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ Leikffjelag Reykjavikur. Himnafön Hönnu litlu verður leikin á nýársdag kl. 8 síðd. — Aðgöngumiðar seldir á laugard. 30. des. frá 4—7 og á nýársdag frá 10—12 og eftir kl. 2. ast á, hafa líkle.ga verið „branda- jól“.Það er sagt, að þegar þau eru, það er að segja, „stóru branda- jól“ sje eldhættara en ella. Læknirinn og yfirhjúkrunarkon- an voru um það leyti búin að kveikja á jólatrjenu, er stóð eins og Salómon konungur í allri sinni dýrð. Það var verlð að syngja útgöngusálminn í kirkjunni. Þá heyrum við ys og þys, frammi í forstofunni. Einhver hrekkjóttur jólasveinn hefir líklega skotist að jólatrjenu, hallað til kerti eða blásið * baðmullarhnoðra, svo að hann lenti í ljósinu. Þá var bað- i'null liöfð fyrir jólasnjó á trjenu, síðan hefir slíkur snjór aldrei á það fallið. Og það er ekki að sökum að spyrja: Hnoðrinn stóð í björtu báli. Hann kveikti í öðrum hnoðra og loginn læsti sig í einu vetfangi upp eftir stofn- inum. „Snjórinn“ var helst til eldfimur! Trjeð var og óvanalega þurt og tók að brenna. Og sök- um þess að það náði alveg upp í loft, þá kviknaði í loftinu. Lækn- irinn og yfirhjúkrunarkonan höfðu þegar tekið mannlega á móti jóla- sveininum og skutu a hann og hyrrálfa hans úr tveimur „rex“- slökkvidælum. Og iunan skams var eldurinn slöktur. Hyrrálfar allir á flótta og hovCnir. En þegar reyk- urinn var liorfinn sást hvern ó- skunda álfar þess:r höfðu gert. Jólatrjeð var hálfbrunnið, gat á loftinu, jólasælgætið skemt og gólfið fljótandi í vatni. Þá var sem jólag'leðin ætlaði ekki að liafa viðnám. En þá sagði læknirinn okkar þessi lietjuorð, er liann kvaðst hafa eftir einhverjum licrs- höfðingja: „Það er tími til að vinna annan si,gur.“ Yið sem höfðuin verið n ðurlútir og von- ardaufir, rjettum úr okkur. Lækn- irinn okkar stýrði sókninni af hálfu gleðinnar og það svo drengi- lega, að fylkingar ólundar og von- brigða riðluðust og lögðu á flótta á e'ftir hyrrálfa hernum. Það var far'ð að kveikja aftur á trjenu. Og að lítilli stundu liðinni Ijet- um við eins og ekkert hefði í- skorist. Og við sungum og ósk- uðuni hvert öðru „gleðilegra jóla“ eins og við vorum vön að gera. Og jeg held, að gleðióskin liafi meira að segja orðið enn þá inni- legri, af því að auk jólagleðinnar skaut upp þakklátssemi við í'or- sjónina í huga okkar. Þóttumst við öll sleppa vel, að hyrrálfar gerðu ekki meiri óskiuida. Þetta -jóla- K:vintýri endaði ljómandi vel, eins og öll ævintýri eiga að gera. var herstjóri Grikkja í Litlu- Asíu, Hadjianestis hershöfðingi líflát’nn. Voru allir þessir menn dæmdir sekir um landráð og auk dauðadómsins voru þeir dæmdir í sektir, frá 200,000 til miljón drakma (18,000 til 90,000 kr.). Orömlu stjórninni var fuudið það til saka, að hún hefði haldið á- fram ófríðnum við Tyrki, þrátt fyrir fulla vissu um, að gríski lierinn hlyti að bíða ósigur. Enn- fremur að stjórnin hefði stutt Konstantín konung til valda á ný, þó hún vissi að það mundi verða þjóðihui til tjóns og bandamenn mundu snúa við henni bakinu. Bretar og ítalir gerðu alt sem þeir gátu til að afstýra aftökunni en það varð árangurslaust. Hótuðu þeir að slíta stjórnmálasambandi við Gri'kki ef ráðherrarnir væru líflátnir, og það efndu þeir. Enski sendiherrann, Lindey hjelt á stað til Englands frá Aþenu undir eins eftir aftökuna og sama gerði ítalski sendiherrann. Hinn nýji konungur Grikkja hafði einnig gert alt sem í hans valdi stóð til að bjarga lífi ráðherranna, en það varð árangurslaust. Stjórnin fór sínu fram. Ýmsir fleir.i hafa verið dregnir fyrir herrjett útaf óförum Grikkja í sumar þar á meðal Andrjes prins sem er bróðir Konstantíns kon- ungs og fjórði sonur Georgs Gi'ikkjakonungs. Eigi var liann dæmdur til dáuða en sviftur met- orðum sínum í hernum og dæmd- ur útlægur úr landi. Hjelt hann burt frá Grikklandi undir eins og dómurinn var fallinn, ásamt fjölskyldu sinni. Hann er fæddur 1882 og ólst upp sem hermaður. Hafði liann herdeildarstjórn í Balkanstyrjöldinni og þótti dug- andi hermaður. 1917 flýði hann úr land:, er Konstantín var rekin frá ríkjum í fyrra skiftið. 1 ofriðnum við Tyrki stjórnaði hann öðrum aðalher Gríkkja, suður- hernum. Aftaka ráðherranna hefir vakið almenna gremju í garð Grikkja og spilt mjög málstað þeirra.- . I í lok síðasta mánaðar ljet bylt- Dgarstjórnin gríska, er við völd- im tók oft.ir að Konstantín var ekinn frá völdum í haust, taka f lífi fimm af ráðherrum þeim r verið höfðu í fyrri stjórninni. Ti\r þeim stefnt fyrir herrjett, er vað upp dauðadóm þeirra. Ráðherrarnir voru Gunaris, er ar forsætisráðherra síðustu stjórn r, Theotokis, Stratos, Baltazzis g Protopapadakis. Ennfremur w bók. Hallgrímskver. Úrval úr ljóð'um Hallgríms PjeturSsonar. Safnað hefir og búið undir prentun Yagnús Jónsson. Kostnaðarm. Steindór Gunnarsson. Reykja- \ik — 1922 — Pjelagsprent- smiðjan. Það var gott og rjett að gefa ú'i „Hallgrímskver“. „Sálmar og kvæði“, eftir Hallgrím Pjetursson, hin vandaða útgáfa í tveim bind- um, er Sigurður Kvistjáusson gaf ú'. fyrir rúmum 30 áritm er nú öil seld fyrir nokkru og ófáanleg. 1 tvrðuL' líklega nokkur bið á nýrri heildarútgáfu og það því fremur sem aðalverlt Hallgríms, Passín- sálmaruir, verða auðvitað hjer eftir sem hingað til gefnir út jafnóðum og upplag þrýtur. Er þá hætt við að unga kynslóðiu fáj sjaldnar en skyldi ljóð Híill- gríms í hendur, Önnur en Pass- íusálmana, og jafnvel þeir munu nú ekki veru ems alment um hönd liafðir og áður var, að minsta kosti í kaupstöðunum. Hjer kem- ur hið nýja Hallgrímskver til ltjálpar. Það er úrval úr „Sálm- um og kva-ðuirí1 Hallgríms, 529 erindi alls, þar af 287 úr Pass- íusálunum, og er í því frábrugðið öðrum söfnum er alþýða manna hefir nefnt Hallgrímskver, að þau hafa aldrei tekið úr Passíusálm- unum, og hins vegar er þetta urval gert með alt öðrum hætti: „hjer eru ekki tekin heil kvæði og heilir sálmar, lieldur lesið út úr ljóðum hans hið allra dýrasta, eitt vers, tvö eða fleiri í stað, eftir því sem verkast vildi, og þessu svo raðað nokkurn veginn niður eftir efni. Tilgangurinn með þessu má hverjum vera aug- ijós. Hann er sá, að ná saman í eitt kver því, sem Hallgrímur hefir allra fegurst sagt um hitt og þetta, um Krist, um bænina, um dauðann, um veröldina o. s. frv.“, eins og' útg'efandinn segir í formálanum. 1 fljótu bragði kynni þessi að- ferð að virðast órjettlát við skáld- ið. Eriudi hans koma þarna ekki í því sambandi sem hann hefir sjálfur sett þau í, heldur sjálf- stæð, líkt og dýrir steinar, er teknir væru sínir úr hverju sörvi og raðað saman eftir skyldleik. En þar til er því að svara, að þeir sem vilja kynnast kvæðum skáldsins sem heild, geta það jafnt eftir sem áður og þetta kver ætti einmitt að vera hvatning til þess og hinn hesti undirbúningur. Hins vegar verður rjettlætingin í því fólgin, hvernig erindin verka út af fyrir sig og í því sam- bandi sem þau nú eru í. Jeg hefi nú tvívegis farið yfir kverið með mikilli ánægju. Virðist mjer valið ýfirleitt vel af hendi leyst og jeg efast ekki um að margur mun hjer finna gimsteina, er lion- um hefði láðst að leita uppi í heildarútgáfu af ljóðum skáldsins. Það er í rauninni aðdáanlegt hve mikið hjer er saman komið frá hendi eins manns, af anda, krafti og' speki, og hve litlu ryði tím- inn hefir slegið á Ijóð Hallgríms. Allur frágangur á kverinu er vandaður. G. F. nýársnött í ftþenu □g á miðiarðarhafinu. Eftir E. Kornerup. Skrifað á Ceylon, Það er nýárs.dagskvöld. Við sitjum í stóru veitingahúsi og borðum vel. Drekkum skál Dan- merkur og Ameríku í góðu víni og beiiium huganum til Californ- íil eða heim til Danmerkur. Þegar líður á uóttina ætlum við að fara til Grand Bretanía gistihússins. Við ókum þangað í opnum vagui. Hlýtt er í veðri og fólk er ljettklætt. Stærðar púnsskálar og kampa- vínsbikarar bíða eftir því, að nienn rjett glas sitt fram og fái það fylt úr þeim. Og þarna er dansað. Líðandi, vaggandi, aftnr og fram og fram og aftur One og Two-steps. — SÖmu dansarnir alstaðar á jörð- inni. Hjer em yndislegar konur í fleguum kjóium, í nýtísu búu- aði frá París, hrafnsvart hár og hörundslitur, sem var of gul\ir. Alla vega lit ljós, alt, sem I tilheyrir nýársdagskvöldi í Ev- rópu. En við verðum að halda áfram. Bifreiðin bíður. Á stað. Við nemum staðar við gistihús eitt. Göngum inu. Kvöldkápur kvenfólksins eru teknar og bornar á burtu af einkeimisklæddum þiónum. Alt í einu stöudum við i stærðar danssal. Hringinn íkring eru borð og við þau sitja kouur, er drekka kampavín og karlmenn með heiðursmerkjum. Um hljóð- færasláttinn sjer margmenn sveit. Fólkið gengur um og heilsar hvað öðru og býður gleðilegt uý- ár. Dansinn heldur áfram. Við komum frá Akrapolis, ofan af hæðinni við Panthenon, dýrð- legustu byggiugu heimsins, semuú er í rústum, en gefur þó lifaudi mynd af hinum mikilhæfu Grikkj- um. Við gengum niður í sjálfa borgina og töluðum um hið dá- samlega safu uppi á Akrapolis, og um mismuninn á joniskum og doriskum myndastyttum. Niðri í Piræus lá gufuskip ferð- búið. Reykurinn þyrlaðist kolsvart ur upp í gulkvítan himinn. „Land- festar voru leystar — og skipið leið út úr höfninni — við sögð- um skilið við borgina og söfn liennar. Grísku eyjarnar fjarlægðust brátt og skipið tók að velta á óró- legum sjó. Öldurnar urðu hærri og hærri. Það leit út fyrir stór- viðri. Hiniiiiinn var hulinn dökk- um skýjum og því lengra sem við komum út á hafið, þess meira öskraði stormurinn í reiða og rám. Sjólöðrið þyrlaðist um framstefni skipsins, og risavaxnar bylgjur brotnuðu inn yfir þilfarið. Far- þegar flýðu niður. Annaðhvort scfnuðu þeir eða þjáðust af óbæri- legum kvölum. Þetta var líka óvenjulega vont veður. Alt lauslegt á 'þilfari skips. ins þyrlaðist í háaloft og skruðn- ingar heyrðust í botni skipsins, svo þeim fanst sem niðri voru að alt væri að gliðna í sundur, eink- um þeim, sem á sjó voru í fyrsta sinni. Stormurinn jókst heldur. Ýmsar óvenjulegar varúðarreglur voru sottar. Hásetar slöugruðu um þil- farið og fjötruðu fast það sem b.endi náðist til. Sumir körfustól- arnir voru farnir veg allrar ver- aldar og hænsabúrin. Vesalings hænsnin þjáðust eins og aðrir. Nóttin var hin versta. Jafnvel gamlir sjóliundar hjeldu vera konnia þeirra síðustu stund. Dauð- sjúkir Grikkir og uáfölir, skjálf- andi Tyrkir sögðu heimsendir kom inn. Það dagaði. Skýin þutu yfir himininn, en hafið var rólegra; við vorum í skjóli við Kretu, en þó valt skipið enn sitt á livað. Kreta sýndist tindótt, fjólublátt f jall, dásamlega fagurt. Hásetarnir sem þaðan voru horfðu löngunar- augum þangað. Nií voru öldurn'ar akki orðuar jafn ægilegar. Þær komu breiðari eu áður og brotnuðu minna. Dagurinn leið og sólin seig á ný i ægiun. En enginn hafði borðað þennaii dag. Sjórinn var of úfinn til þess að nokkuð tyldi á borð- nnum og matsveinninn gat ekki haft pottana yfir eldinum. Alt vildi fara um. Menn gátu aðeins fengið kex og ávexti. Næsta nótt var ekki betri, hristingur, velting- ur, högg ú skrokk skipsins af brotsjóunum og brestir í öllum klefum, Funöur í kvenfjelagi frikirkjunn- ar þriðjudaginn 2. jan. á venju- legum stað og tíma. Rætt um jólatrje o. fl. Stjórnin. Kaupmenn: Til þess að búast við góðum árangri af vörusýningu yðar, þurfa gluggarnir að vera vel hrein ir utan og innan. Til að halda giuggunum þurum og hreinum að innan, þurfið þjer að hafa raf- magns gluggaofn. Aðeins fá stykki eftir. I iiinii: UilÍ S UiÍS Laugaveg 20 B. Sími 830. Konfekt skrautöskjur í heild- og smásölu, fyltar og ófyltar, selur ódýrast :Björnsbakarí. Í»bmoleum, Einnig látúnsskinnur á stiga og eldhúsborfl hjá matthiasi í Balti. ^iSkólavörðustíg 22. Eu þegar dagaðj lá hafið loks- ius blátt, blátt eins og Miðjarðar- hafið getur aðeins verið eða hafið við Honkong, skínandi blátt. Ekkj skýdepill á kimni. Dálítið -vaggaði þó skipið enn, en nú var ekkert löður, aðeins undiralda. Við höfð- um farið gegnum hræðilegt storm- belti nálægt Kreta. Og nú varð skipið alt iðandi. Fólk kom upp úr öllum opum og rifnm. Og matarlystin var gífur* leg. Pluginn er jafngóður mat- sveinu og sulturinn. Hann hafði gert kraftaverk. Menn borðuðu eins og einhver sjerstakur há- tíðamatur væri í boði. Nú brosti himininn og hafið við manni. Hásetarnir dönsuðu á þil- farinu og muunhörpur og fiðlur, gitarar og önnur hljóðfæri voru knúin víðsvegar. Heitur andvari barst á móti okkur. Afríka lá framundaii í brennandi ljóma, eins og mjó, gul rönd yfir sjóndeildarhringinn. —* Máfaflokkar fóru að koma í Ijós, arabiskir seglbátar með gífurlega stórum seg’lum sveimuðu um. —• Hafið var orðið gult eins og ströndin, gult af framburði úr Níl, Aiexandría kom í íjós, turnar bvít hús, hvítar hallir, hvítar kirkjur, hvítt og gult eins og sandurinn. Hofnin var full af skip um. Guli fáninn blakti í vindinum, Læknirinn kom út í skipið og eftirlitið liófst. Vegabrjefin vorit skoðuð af öðrum yfirvöldum og síðan var skipið gefið frjálst. Og frá því augnabliki var allu;- friður úti. Það var eins og styrjöld. Half-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.