Morgunblaðið - 22.02.1923, Page 4
Þingfiðindi.
Stjórnarfrumvörpin.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá, hafa verið lögð fyrir þingið
nú 26 stjórnarfrumvörp. Þau eru
þessi:
1. Frv. tii íjárlaga íyrir 1924.
2. Frv. til. laga um nýja em-
bættaskipun.
3. Frv. til laga um framleng-
ing á gildi laga um útflutn-
ingsgjald.
4. Frv. tii laga um tekjuskatt
og eignaskatt.
5. Frv. tii laga um breytingu á
iögum nr. 66, 27. júní 1921,
uni íasteignaskatt.
6. Frv. til laga um einkaleyfi.
7. Frv. til laga um breyting á
sveitarstjórnarlögum 10. nóv.
1905.
8. Frv. til laga um undanþágu
frá lögum nr. 91, 14. nóv.
1917, uni aðflutningsbann á
áfengi.
9. Frv. til laga um breytingu á
lögum nr. 74, 27. júní 1921,
um tekjuskatt og eignaskatt.
10. Frv. til laga um afnám bisk-
upsembættisins.
11. Frv. til laga um afnám land-
læknisembættisins o,g stofn-
un heilbrigðisráðs.
12. Frv. til laga um afnám yfir-
skjalavarðarembættisins við
þjóðskjalasafn íslands.
13. Frv. til laga um vitabygging-
ar.
14. Frv. til laga um manntals-
þing.
15. Frv. til laga um verðtoll á
nokkrum vörutegundum.
16. Frv. til fjáraukalaga fyrirár-
in 1920 og 1921.
17. Frv. til íjáraukalaga fyrir ár-
ið 1922.
lb. Frv. til laga um samþykt á
landsreikningunum 1920 og
1921.
Öll þessi 18 frumvörp eru lögð
fram í neðri deild, en í efri deild
þessi 8 frumvörp:
19. Frv. til laga um samþyktir
um sýsluvegasjóði.
20. Frv. til hjúalaga.
21. Frv. til laga um breyting á
fátækralögum frá 10. nóv.
1905.
22. Frv. til laga um vatnsorku-
sjerleyfi.
23. Frv. til laga um varnir gegn
kynsjúkdómum.
24. Frv. til vatnalaga.
25. Frv. til laga um ríkisskulda-
brjef.
26. Frv. til laga um skiftimynt
úr eirnikkel.
Af þessum stjórnarfrumvörpum
eru sum gamalkunnug, svo sem
vatnalagafrumvörpin, sem mikið
hefir verið rætt um áður, og seg-
ist atvinnumálaráðherra þó leggja
þau fram til frekari athugunar,
þó hann búist hins vegar ekki við
því að þau verði afgreidd til fulln
ustu nú á þessu þingi, enda sjeu
þeir góðu möguleikar til fram-
kvæmda, sem fyrir hendi hafi ver-
ið fyrir fáum árum, nú horfnir
aftnr.
Af hinum frv. eru það sjálfsagt
að ýinsn leyt.i breytingarnar á
skattalögunum, sem allur almenn-
jngur lætur sig einna rnestu skifta.
Bn í lögunum nr. 14. frá 27. júní
1921 var gert ráð fyrir því, að
cndurskoðun þeirra færi fram á
þessu ári. Segir svo í athugasemd-
um við frumv., að þar sem gömlu
skattarnir eru afnumdir og nýtt
kerfi skattauefnda og yfirskatta-
nefnda sett á stofn, getur varla
komið til mála, að hverfa frá
tekjuskattsfyrirkomulaginu, held-
ur verður endurskoðunin að byggj
ast á því sem einu sinni er orðið
og færa það í rjett horf, sem helst
hefir orðið vart við að miður
færi eftir núgildandi lögum.
Frumvarp það, sem hjer liggur
fyrir, er yfirleitt samið með það
íyrir augum, að fara aðeins fram
á sjálfsagðar eða nauðsynlegar
breyt ngar frá því skipulagi sem
nú er komið á, enda fer endur-
skoðunin þannig best rtr hendi,
að hægra sje við að bæta en úr
að draga. Þær greinar frumvarps-
ins er fara fram á breytingar frá
núgildandi lögum eru þessar:
Aðalbreytingarnar sem ráðgerð
ar eru í frv. frá því sem nú er,
eru þær, að skattur af tekjum
yfir 15 þús. kr. hækkar yfirleitt,
en lækkar af þe:m, sem þar eru
fyrir neðan. Þessar breytingar
koma einkanlega fram í 6. gr. Nú
er t. d. gert ráð fyrir því, að
leggja ekki skatt á tekjur undir
2000 kr., í stað 1000 kr. áður á
ári, og er hann . 10 kr., af 3—4
þús. kr. 20 kr. í stað 60 kr. áður,
a! 4—5 þús. kr. 40 kr. í stað 100
kr. áður, af 5—6 þús. kr. 70 kr.
i stað 150 áður, af 6—7 þús. 110
kr. o. s. frv. Af 14—15 þús. kr.
árstekjum er nú gert ráð fyrir
790 kr. skatti, en eftir núgildandi
lögum á að greiða 510 kr. af 10—
11 þús. kr. tekjum. Af 20—30
þús. kr. árstekjum eru nú greidd-
ar 1460 kr., en er gert ráð fyr'r
■í stjófnarfrv. að greiða 1720 kr.
Af 50—75 þús. kr. tekjum eru nú
greiddar 5060 kr., en nú er gert
ráð fyrir 8120 kr. skatti af 50—
60 þús. kr. tekjum, 10520 kr.
skatti af 60—70 þús. kr. tekjum
og 13020 kr. skatti af 70—80 þús.
kr. tekjum. Af 150 þús. kr. tekjum
eru nú greiddar 20310 kr., en er
nú gert ráð fyrir 35620 kr. af
hverjum 150 þús. og 30% af af-
ganginum þar yfir. Ymsar aðrar
breytingar eru, svo sem að sam-
skattur bavna í foreldrahúsum
fellur burtu, frádráttur fyrir eig-
in persónu er feldur niður o. fl.,
en annars er frumvarpið samhlj.
núgildandi lögum í einstökum
greinum.
Af öðrum frumvörpum skal
hjer getið frv. um breytingar á
embættaskipuninni. Br þar farið
fram á sameiningu ýmsra sýslu-
njannaembætta, Gullbrmgu, Kjós-
ar og Borgarfjarðarsýslur renni
saman, með sýslumannssetri í
Ilafrrarfirði, Mýra, Snæfellsness og
Hnappadalssýsla verði eitt lög-
gagnarumdæmi og sitji sýslumað-
ur í Stykkishólmi, Dala og
Strandasýsla renni saman, en
sýslumaður sitji í Dalasýslu, Húna
vatns og Skagafjarðarsýslur sam-
e'nist undir sýslumann á Blöndu-
ósi, Eyjafjörður og Siglufjarðar-
kaupstaðui' renni hvorttveggja
undir sýslumanninn á Akureyri,
Suður-Múla og Austur-Skaftafells
sýslur renni saman og sitji sýslu-
maður á Eskifirði, en Vestur-
Skaftafellssýsla renni saman við
Arness og Rangárvallasýslu. •
Þossi sameining á þó ekki að
fura fram undir eins, heldul' jafn-
óðum og sýslurnar losna. Segir
stjórnin svo í athugasemdum við
frv. þetta, að „öllum sje orðið
það ljóst, að hinn fasti árlegþ
kostnaður við starfrækslu hins op-
iubera sje orðinn gífurlega mikill,
og svo virðist sem atvinnuvegir
þjóðarinnar muni varla í framtíð-
MukGUNBLAÐÍÐ
inni geta risið undir útgjöldum
1 þessa átt, og er því nauðsyn að
royna að sporna v'J öllum ónauð-
synleguiii embættastofnunum og
draga úr hinnm miklu útgjöldum
sem þegar eni orðin. Auk þess
getur það varla talist heppilegt,
að ofmikið af vinnukrafti þjóðar-
innar gangi til starfrækslu opin-
berra embætta“. Embættin sem
frv. ger’r ráð fyrir að hverfi úr
sögunni eru 6, og eru árslaun
þeirra nú rúmlega 53 þús. kr. og
skrifstofukostnaður að auki rúm-
lega 67 þús. kr. En nú eru alls
á landinu 20 bæjarfógetar og
sýslumenn, og eru laun þeirra nú
rúmlega 152 þús. kr. á ári og
skrifstofukostnaður um 100 þús.
króna.
1 sambandi við þetta frv. um
fækkun sýslumannaembættanna
standa einnig frumvörpin um af-
cám biskupsembætt'sins, landlækn
isembættisins og þjóðskjalavarðar-
embættisins. Störfum biskupsins
er gert ráð fyrir að skifta milli
vígslubiskujia, sem annast vígslur
allar, stjórnarráðs og prófasta. —
Svipuð frumvörp hafa áður kom’ð
fram 1881, 1891 og 1903 (þá var
gert ráð fyrir að sameina em-'
bættið f orstöðumannsembættinu
við prestaskólann) og 1905 kom
fram þingsályktunartillaga um
það, að veita ekki biskupsembætt-
ið undir eins. Sparnaður'nn, sem
gert er ráð fyrir af þessu frumv.
er rúmlega 14 þús. kr. á ári, eða
föstu launin 9500 kr., skrifstofu-
kostnaður 3.500 kr. og ferðakostn-
aður við vísitatíuferðir 1200 kr.
Ekki er þó ætlast til þess, að
þessi breyt'ng komi til fram-
kvæmda fyr en núverandi 'biskuji
lætur af embætti.
Með afnámi þjóðskjalavarðarem-
bættisins á að sameina það lands-
bokavarðarstarfinu, þegar annað-
hvort starfið losnar. Með þessu er
gert ráð fyrir 9500 kr. árlegum
sjiarnaði, miðað við núverand:
laun. Eins er um landlæknisem-
bættið og afnám þess, og hefir
það mál einnig verið rætt áður.
Er gert ráð fyrir því, a,ð störfum
landlæknis verði skift m'lli stjórn-
arráðsins og heilbrigðisráðs, sem
skipað sje hjeraðslækninum í
Revkjavík og tveimur prófessor-
um úr læknadeild háskólans. —
Þessi breyting á einnig að verða
þegar núverandi landlæknis lætur
af embætti.
Loks má nefna frv. um breyt-
ing á fátækralögunum. Eru þau
borin fram samkv. þingsályktun
frá 1917. Er í þessu frv. t. d. gert
ráð fyrir því, að sve'tfestutíminn
sje 5 ár, í stað 10 nú. — Að öðru
leyti vísast til upptalningarinnar
á frumvörpunum hjer að framan
f.g verður síðar sagt nákvæmlega
frá meðferð þeirra, þegar þau
koma úr nefndum þeim, sem hafa
þau til athugunar.
--o--
Dagbók
Ræða fjármálaráðherra, þegíii' liann
lagði fjárlagafnnnvarpið fyrir þingið,
kemur hjer í blaðinu á morgun.
Óvenjulega mörg börn voru saman
kc<min í dómkirkjunni í gærkvöldi.
Hafði mörguin hundruðuin barna ver-
ið boðið á síðustu æfingu Kórfjelags
Páls ísólfssonar. — Söngflokkurinn
syngur í fyrsta sinni í kvöld.
Búnaðarsambasul Austurlands
hefir í huga að ráða til sín ráðunaut á næsta vori til eins cða
tveggja ára. Þeir, sem vilja sækja urn þessa stöðu snúi sjer til
formanns sambandsins Hallgrims l*órarinssonar, Ketils-
stödum, Suður-Múla8ýslu fyrir lok aprílmánaðar næstkomandi.
Atvinna.
Nokkrar stúlkur geta fengið vinnu við fiskverkun í vor og
sumar hjá h.f. Alliance.
Talið við Jóhann Benediktsson, Ánanaustum.
Grein biskups urn M. Jochums-
son, sem birtist hjer í blaðinu, er,
eins og allir sjá, sem Jiana lesa, lof
um kveðskaji lians, mikið og mak-
lfgt lof, eins og vera bar. En Tíminn
rc-ynir að gera úr henni last og nið,
líklega liugsandi sem svo, að þarsem
greinin birtist í erlendu tímariti, eigi
lesendurnir ekki kost á að sjá, hvern-
ig hann misbýður sannleikanum. —
Nægir blaðinu nú ekki lengur að
fjandskajiast við sannleikann á stjórn
málasviðinu1?
Háskólinn. Semiikennariun, dr.
Kort K. Kortsen, talar í dag um
Sören Kierkegaard.
Botnía fer hjeðan í dag kl. 4.
Meðal farþega eru: Valg. Blöndal,
Sörensen trúboði, frú Sigurðsson
(konsúfe), ungfrú Margrjet Arnljóts,
ungfrú Anna Tómasdóttir, Hjalti
Björnsson heildsali, Friðrik Magnús-
óvu heildsali, Jónas Hvannberg kaup-
inaður og frú A. Árnason, Einar
Gíslason málari.
Verslunarm.fjel. Rvíkur heldur
fjölbreyttan skemtifund í kvöld kl.
á Hótel Skjaldbreið.
Jarðarför Hallgríms Kristinssonar
fór fram í gær að viðstöddu afar-
nuklu fjölmenni. Sjera porsteiim
Briem flutti húskveðju. Að henni
lokinni var hinn látni borinn í hús
Guðspekifjelagsins og flutti þar Sig.
Kr. Pjetursson nokkur kveðjuorð. I
dómkirkjunni talaði sjera Har. Ní-
elsson. Hefetu starfsmenn Sambands-
in'fc báru kistuna í kirkju, en þing-
menn framsóknarflokksins og Tryggvi
þórhallsson úr kirkju.
Peir sem ætla í samsæti það, er
halda á sjera Ólafi Óiafssyni og frú,
eru beðnir að vitja aðgöngumiða til
Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar, eigi
síðar en fyrir fcl. 3 í dag, vegna þess
að ekki er hægt að koma því við
að afihenda þá síðar eða við inn-
giinginn.
Gullfoss fer frá Kaupmannaihöfn
í dag.
Skahagrímur kom inn af veiðum
í nótt og fór strax til Englands með
aflann.
ísfiskssalan. Gulltoppur heí'ir ný-
lega selt í Englandi fyrir 800 sterl-
jid. rúm og Et/hel f.vrir 400 stjid. Er
ísfisksmarkaðurinn mjög að bregð-
ast upp á síðkastið.
í Morgunblaðinu 18. þ. m.., var
n.isjirentað Ingólfur Loftsson í stað
Ingvar Loptisson undir andlátstil-
kynningu.
Föstuguðsþjónusta í Hafnarfjarð-
a> kirkju annað kvöld kl. 8.
„Sverrir“, vjelbátur sá, er sökk
r hafnargarðinn og Geir nóði upi>
cr nú komitm upp að bryggju. Líkið
náðfet úr honum í gær.
Skattaframtalið. Síðasti frestur að
skila skattaframtali er í dag. Skatt.-
stofan er ojiin tii kl. 4. Útfyltar skatt
skýrslnr má legg.ja í kassa við dyrn-
ac á bvaða tíma sem ei'.
Dansleikur kuattspyrnufjekgisiris
„l"rmn“ verður haldinn laugardag-
inn 3. mars n. k. í Bárunni. petta er
b' ára atmælishátíð fjelagsins og
vc.rður margt nýstárlegt til skemtun-
ai', og salurinn skreyttur margvís-
Ifcga. Listi fyrir fjelagsmenn og gesti
liygur frammi til 25. þ. m. í bóka-
vcrslun Sigf. Eymundssonar. Eftir
fiugl. dagbák
Rússnesku og þýsku kennir rúss-
ntsk stúlka, Ljuba Eridland, Freyju-
götu 10. Heima frá kl. 7—9 e. h.
Gler og kítti kaujia allir í verslun
Hjálmars porsteinssonar, Skólavörðu-
stíg 2. Sími 840.
Tveir gríwubúningar til sölu. Ann-
sv kvenbúningur, hitt Háskotabún-
ingur. Einnig nokkuð af efnum eftir
í grímubúninga í Yersl. Alfa, Lauga-
veg 5.
Skriftir óskast, nokkrar stundir á
dag, t. d. við brjefaþýðingar á þýsku
og ens'ku, et c. Upplýsingar á skrif-
stofu Mbl.
Hangiðkjöt Z IM S E N. fasst enn lijá J E S
þaiin tíma verður ekki tekið við
áskriftum. m ~~
Vart mun sá maður eða kona vera
tii, er ekki þarf eitthvað að kaupa
eða selja. Eitthvað að feelja öðrum
eða taka á leigu. Æskir eftir starfi
ec'a einhverjum til þess að starfa
f' rir sig, o. s. frv. Allar ofanritaðar
þarfir yðar getur Morgunblaðið hjólp-
ai yður ti 1- að fá uppfyltar. Auglýs-
iN > því og lesið auglýsingar sem
þar birtast. — púsundir af lesend-
un. þess hafa þegar haft hag af
því.
, * -------------------------------
Utsvör í Stykkishólmi árið 1922.
Alls lagt á 256 gjaldendur krónur
29,000,00. lljer eru útsvör talin 150
krónur og yfir: Ágúst Pórarinsson,
verslunarstjóri kr. 600,06. Anton
Christensen, Jyfsali kr. 2200,00.
Ebeneser Sívertsen, suikkari krónur
200,00. Eggert Einarsson, læknir kr.
500i,00. Eggert Eggertsson, óðalsbóndi
kr. 190,00. Guðm. Guðmundsson hjer-
aðslæknir kr. 900,00. Guðm. Guð-
mundsson, s'kipasmiður kr. 190,00.
Gunnar S. Halldórsson, fulltrúi kr.
320,00. Hannes Jónsson, dýralæknir
kr. 675,OOc H.f. Hiti og Ljós, Rvík.
kr. 300,00. ísleifur Jónsson, verkstj.
kr. 150,00. Jónína p. Jónsdóttir,
ekkjufrú kr. 220,00. Jón Guðmunds-
son, veitingamaður kr. 200,00. Jon
M agnússon, hafnsögumaður kr. 150,
00. Jón Skúlason, boni í Fagurey
kr. 170,00. Kaupfjelag Verkamanna
kr. 700,00. Níels B. Jónsson, óðals-
bðndi kr. 170,00. Ólafur Jóhannesson,
oddviti kr. 250,00. Ólafur Jónsson,
vitavörður, Elliðaey kr. 250,00. Ól-
ahir M. Sigurðssoil, snikkari kr.
170JJ0. Páll V. Bjarnaison, sýslu-
naður kr. 800,00. Pjetur Ó. Lár-
usson, bókhaldari kr. 200i,00. Rann-
veig Jónsdóttir, verslun og sauma-
siiijfa. kr. 180,00. Röguvaldur Lár-
usson, skipasmiður kr. 170.00. Sig-
urður Agústsson, bókhaldari krónur
270,00. Sigurður Ó. Lárusson, sókn-
arprestur kr. 350,00. Stefán Jónsson,
skólastjóri, kr. 220,00. Sæmundur
Halldórsson, kaupmaður kr. 3,500,00.
Tang og Riis versluti kr. 7.000.00.
W. Th. Möllor, póstafgreiðslumaður
krónuf 250.00.
■ntp
•* '*•' 'V