Alþýðublaðið - 21.05.1958, Page 6

Alþýðublaðið - 21.05.1958, Page 6
6 Alþýðublaðlð Miðvikudagur 21. maí 1958 c Lifió i ReyKJavik ) IEREAFÉLAG ÍSLANDS efndi til kynnisfarar í Heið- mörk, skemm;tigarð Reykvík- inga, á uppstigningardagirm. Ég slóst í förina í forvitnis- skvni. Sumir halda því frarn, að Heiðmörk sé einhver merkileg- asti skernmtigarður í heimi frá náttúrunnar hendi. Ekki er ég dómibær um það. Hi.tt er víst, að garóurinn hefur margt sér til ágætis. Og spá mín er sú, að því lengi'a sem. líður, því betur muni Reykvikingar kunna að meta Heiðmörk og þar muni þeim þykja gott að koma og dvelja. Saga Heiðmerkur er ekk: löng. Borgarstjórinn í Reykja- vík opnaði garðinn við hátíð- lega atihöfn og að viðstöddu fjöl menni 25. júní 1950 og gróður- setti hið fræga borgarstjóratré. Árið áður höfðu þó verið gróð- ursettar einhverjar trjápl'öntur þar. Skógræktarfélag íslands gekkst fyrir fjársöfnun tii girð ingarefniskauna, en Skógrækt- arfélag Reykjavíkur sá um upp setningu girðingarinnar um landið. Upphafleg stærð Heiðmerkur var um 1400 ha. En nýlega hef- Ur verið aukið við hana hluta úr Vífilsstaðalandi og Garða- hreppi, svo að nú mun stærð Heiðmerkur vera um 2100 ha. Girðingin um landið er 27 km. löng. Friðun Heiðmerkur hefur þegar borið stóríelldan árang- ur. Landið er nú sem óðasí að gróa upp. Nýjar beinvaxnar birkihríslur hafa risið á legg við hliðina á kræklóttu kjarr- inu, sem. fyrir var. Og allur gróður er stærrj og þroskameiri en áður. En hér heíur meira gerzt. Sjálí’boðaliðar úr fjöi- mörgum félögum í Reykjavík hafa unnið að gróðursetningu trjáplantna í Heiðmörk, síðan hún var friðuð, áf miklum á- huga og dugnaði. Er þegar búið að setja niður um 860 þús. trjá- plöntur. Hivert félag hefur sinn ákveðna reit til ræktunar og umsjár, og munu nú um 50 fé- lög starfa að skógrækt í Heið- mörk. Eitt þessara félaga er Ferðaféiag íslands. ^___ » Ræktunarspilda Ferðafélags Íslands er við suðurjaðar Hóims hrauns, 20 ha. að stærð, sérlcga Hlið Ferðafélagsins. (Ljósm.: Gestur Guðfinnsson). hlýlegur og skjólsæll gróður- reitur. Félagið hefur sett mark ið hátt, þaö hefur gert sér að reglu að gróðursetja 6 þús. trjá | plöntur á ári eða sem svarar í einn ha. lands. Á síðastliðnu vori hafði það lokið við að gróð- ursetja samtals 46 þús. trjá- plöntur. Margir hafa þar unnið gott verk. En engum mun gert rangt til, þó að sagt sé, að Jó- hannes Kolbeinsson eigi þar drýgstan hlut að máli. Hann hefur haft forustu um gróður- ! setningarstarfið og unnið að því á hverju vori af mikilli ó- sérplægni og dugnaði og aldrei iegið á liði sínu. Guðmundur Marteinsson, hinn áhugasami skógræktarmaður, sem var leið sögumaður okkar og fræðari | þarna á uppstigningardag, gaf þær upplýsingar, að Ferðafélag ið hefði forustuna í gróðursetn. ingunni, ekkert félag annað væri búið að gróðursetja jafn- margar trjáplöntur í Heiðmörk. í landi Ferðafélagsins er einnig að finna margar þróttmestu og stærstu trjáplönturnar. I —o— j Það var gaman að koma í Heiðmörk og skoða sig þar um, ! enda ágætt veður, sólskin og blíðviðri. Talsvert var þar af ! fólki hingað og þangað, sumir á ‘ gangi í hrauninu, aðrir liggj- j andi í sólbaði í lautum og boll- j um. Sums staðar voru börn að ! leikjum. Auðséð er, að Heið- mörk er þegar orðin friðland og skemmtigarður Reykvík- inga í ríkum mæli. Þetta er að verða staður, þar sem margii kcma og dvelja. En um leið skapast sú hætta, sem fylgir j fjölsóttum stöðum: misjöfn um gengni, Þeir, sem ferðast hafa Gróðursetning í Heiðmörk. Ljósm.: Tryggvi Sveinbjörnssoiu dálítið um landið, vita, að ferða menningu og umgengnisþroska íslendinga er oft og tíðum nokk uð ábótavant. Fólk fleygir flösk um og bréfadrasli út um bíl- j glugga. hvar sem er, og margur j áningarstaður og tjaldstæði ber , gestum sínum slæmt vitni. Ég átti Ieið upp á Hveravell.i ein- hvern tíma í júlí síðastliðið sumar. Á grænni lyngfLesjuj sunnanvert við Bláfellsveginn var nýlegt tjaldstæði. Aðkom-j an þar var heldur óyndisleg. 1 Grjóthnullungar, sem rifnir höfðu verið upp og bornir að tjaldinu, lágu þar eftir á víð og dreif. Urmull af tómum flösk- um, niðursuðudósum og öðrú drasli lá eins og hráviði út um allt. Þarna hafði auðsjáanlega verið á ferð stór hópur manna og í þyrstara lagi. Og viðskiln- aðurinn gat varla óglæsilegri verið. Manni datt helzt í hug Landssamband íslenzkra óþrifn aðarseggja eða h.f. Sóðaskapur & Drasl. Grennslast var eftlr hverjir hefðu gert þarna í ból- ið sitt, og bárust böndin að fé- lagi einu á Suðurnesjum, ég hef meiningu um, að það hafi m. a. náttúruvernd á stefnuski'á sinni. En þó að slrkt sem þetta komj fyrir, þá er hitt þó miklu algengara, að fólk virði hin ó- skráðu lög góðrar umgengni úti í náttúrunni, og mér er kunn- ugt um, að félög eins og t. d. Farfuglar og Ferðafélag íslands ganga ríkt eftir því, að vel sé urn gengið og engu spillt, bar sem þau fara eða dvelja. Enn sem komið er virðist umgengni í Heiðmörk til fyrirmyndar, og vonandi láta Reykvíkingar sér alltaf annt um þennan stað og sýna honum ræktarsemi og virðingu. —o— Snotur og skemmtileg fjár- borg er í Hólmshrauni 1 landi Heiðmerkur, sem sjálfsagt er að varðveita vel. Hún er hlaðin af Eggerti Norðdahl bónda í Hólmi árið 1918. Borgin er liringhlaðin, ein hin stærsta sinnar tegundar á landi hér. líklega 12—15 m. í þvermál. Veggirnir, sem eru fullir tveir metrar á. hæð, eru úr hraun- grýti, sérlega vel hlaðnir og geta vafalaust staðið lengi, því undirstaðan er traust. Dyrnar á borginni eru lágar og þröngar, virðast hafa sigið eitthvað sam an. Margan fýsir þar inn að ganga, en hér skilur æfinlega á milli réttlátra og ranglátra, þeirra, sem iðkað hafa iöstur og bænahald og eru rýrir og litlir fyrir sér á líkamlega visu, og hinna, sem þrýstnari eru og :sællegri utan um sig og lifað hafa í vellystingum praktug- lega. Svo fór einnig að þessu sinni. Hinn rýrari hlutinn gat troðið sér inn, með naumindum ,þó, feitu sauðirnir urðu frá að hverfa. Þeir, sem inn komast. en ætla sér út aftur, skulu var- ,aðir við því að borða nesti sitt í fjárborginni. Slíkt skyldi eng- inn gera. Það gæti haft alvar- legar afleiðingar. Það gæti far- ið fyrir þeim eins og tryppinu. !em tróð sér inn í fjárborgina á Strandarheiði, það komst ekki út aftur. Það hafði stækkað svo mikið meðan það var inni. Gekk maður undir manns hönd Framhald á 9. síðu. , ULLARTEPPI, margar stærðir HAMPTEPPí, margar stærðir. " GANGADREGLAR. ULLARDREGLAR, 70—90 cm. HAMPDREGLIAR, 70—90 cm. GOBLJNDREGLAR,, margar mjög fallegar 2'erðiir. GÚMMÍMOTTUR. BAÐMOTTUR. Teppa- n<r dregladeildin. Vesturgötu 1. r r m 1 fk M psfs&l# F Rl M c RKJaPaTT U R SJALDGÆFUSTU íslenzku frímerkin, eru sennilega þrjú þekkt afbrgði, en það eru af- brigði af merkjunum, sem voru yfirprentuð í GILDI árið 1902 og 5 aurar yfirprentaðir á 35 aura merki Matthíasar Jochum sonar með tvöfaldri yfirprent- un. Af hverju áðurnefndra rnerkja eru aðeins 100 eintök til að því er bezt vierður vitaö. Svo er aftur enn nýrra dæmi en það er úr Heklusettinu. Af því voru 35 aurarnir yfirprent aðir með 5 aurura og allir muna og kom það fyrir tvær arkr að þær fengu yfirprent- un í hvolfi. Það slys kom fyrir að fjögur merkjanna eyðilögð- ust, svo að af þessu m'erki eru ekki til nema 96 stykki, að því er ég bezt veit. Þá er svo aftu- á móti dæmi þess hve eftirsótt merki. geta hækkað fljótt í verði, að í aðal stöðvum Sameinuðu Þjóðanna mátti í fyrra sumar kaupa 3. centa merki á nafnverði, sem gefið var út árið 1954 í tilefni að mannréttindadeginum. Seld ist msrki þetta upp síðari hluta sumars og það skipti eng- um togum verð þess er nú kom ið yfi- 10 dali eða hefir nær því fjögurhundruðfaldast á einum vetri. Þetta mun þó vera einsdæmi og þá sökum þess hve geysileg íeftirspurn er eftL merkjum frá Sameinuðu þjóðunum, þar eð þær eru ný- lega farnar að gefa út merki til þess að gera alþjóðlegt við- fangsefni. Mö.-g eru þau rík, sem bein- línis hafa notfært sér það hve mikill veikleiki söfnunin get- ur verið hjá sumum frímerkja- söfnurum og afla sér beinlín-- is þjóðartekna á þann hátt að gefa oft út frímerki í litlurn útgáfum. Eru það ýýms smá- ríki. sem hafa þá oft aðaltekj- ur sína- af ferðamönnum og f r í mer kj aútgáf u. Eðlilegt er nú að sú spurn- ing vakni hjá ykkur, hlustend- ur 'góðii', hvers vegna er eigin- lega fóík að safna frímerkj- um? :Þetta, enu aðeiina smá- pappírs miðar með verðgildi og mynd og í augum margra hafa þeir aðens það gildi að vera kvittun fyrir greidöu burðar-, gialdi. F rímerkið er safngripur ekki aðeins vegna þess að það sé ástríða einhverrar persónu, að safna hinu og þessu. Heldur vegna þess að það er fallegt gleður augað og veitir alhiiða fræðslu um menn og málefni, Sá frímerkjsafnari er aðeins keppist við að ná í svo og svo mörg eintök af mismunándi frímerkjum, en sýnir þeim svo tengan annan áhuga, er raun- verulega ekki frímerkjasafn- ari, heldur fyrst fig fremst á- stríðusafnari og eítthvert at- vik hefir orðið þess valdandi, að hann tók frímerkin fram yfir annað, jafnvel kannske fjárgróðavon. Frímerkjasafnariim aftur á móti getur sitið kvöld leftir kvöld yfir merkjunum sínum. Hann skoðar þau og raðar þeim vandlega upp á síður frímerkja bókar sinnar, metur gæði ein- takanna sem hann setur í hana, kynni.r sér af hverju hvert sett var fíefð út og skrif- ar það jafnvel fyrir ofan, ef Framhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.