Morgunblaðið - 01.01.1924, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.01.1924, Blaðsíða 6
NÝÁRSBLAÐ 1. jan. 1924. Gleðilegt nýár! pokk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Veiðarfæraversl. Geysir. GleSilefft ár! pakkir fyrir. viðskiftin á liðna árinu. Bfnalaug Reykjavíkur. 1 I IJ_I '1 1 1 J Gleðilegt nýár! pökk fyrir viðskiftin á liðna árinu Vigfús .Ouðbrándsson. klæðskeri. “T m ■ •: - j~h 1 Gleðilegt ár! pökk fyrir viðsfeiftin á liðná árinu. Mjólkurfjelag Reykjavíkur. ilegt nýár! fyrir viðskiftin á liðna árinu. Eiríkur Leifsson. \ manna eftir því, hvort þeir líta fremur á skynsamlega nautn áfeng- is eða óskynsamlega. Skipaferðir eru hjer geysimiklar, bæði út til annara borga í Dán- mörku, Þýskalands og Skotlands, einkum eftir að fjarðarmynnið hjá Hálsi var dýpkað og höfnin, svo að nú er hjer fært stórskipum. Leið- in er vitum sett, svo að fært er bæði nótt. og dag, og haldið opinni af ísbrjót allan veturinn. Járnbraut- ir og alls konar vegir liggja vitanlega út og suður, austur og vestur. Sicip Eimskipafjelagsins munu vera farin að venja komur sínar til Álaborgar og er það vel til fundið. Það er krókalítið að koma hjer við, ágætt að setja hjer á land þá hesta, stm seljast til Danmerkur, og margt er hjer gott fyrir okkur að fá, eink- um steinlím og mars konar iðnað- arafurðir. Því hefi jeg veriö svo l jölorður um þennan bæ. — Og Jó ■- ar eru Dana bestir. Við fórum lijeðan um sunn.idags- kvöldið. Niðri við skipað var svo fjölment, sem þá er fjölmennast er við skipa-komur eða -farir í Revkja- vík. Voru vinsamlegar kveöjur af beggja hendi, þótt viðkynningm væri ekki mikil. Næsta morgun vorum við í Kaup- mannahöfn. „Svona fór tun sjóferð þá.“ Nína Sæmundsson. Jeg dvaldi þrjá — fjóra daga. í Höfn, hitti kunningjana þar og gegndi ýmsuin erindum fyrir kunn- ingjana heima eins og gengur. — Meðal annara hitti j-eg ungfrú Nínu Sæmundsson myndasmið. Hún er nú orðin alkunn í Danmörku og víðar af listaverkum sínum. Jeg furðaði mig á því hjer fyrir nokkrum ár- um, að skipstjóri einn þýskur, er MORGUNBLAÐIÐ Jíjer var á ferð með saltskip og sá af hendingu litla mynd eftir Nínti,. þekti ópar mýndina og kannaðist vié höfttnd hennar; myndin var „jÖtskur sjómáður“.. Listasafnið bjer á nú tvær ihyndir eftir Nínu, „Sofandi dreng“ og „RÖkkur“ . Þær erú mönnúm kunnar af sýningunt Listvinafjelágsins, þar sem þær vöktu almenna áðdáun. Þriðja mynd in liefir orSiö kttnn hjer á sama hátt, „Nessos og Deianeira“. Nína var áð ljúka við karlmanns- mynd í fullri stærð; „Örn hinn ungi“ heitir hún. Kvað sú mynd búin og þykja ágæt, að dómi danskra blaðá. Nína er nú í París; ætlaði að fást þar 'við sjertstakt verkefni. Húh er efnalatts og efnileg. Ilttn þarf styrks meS hjeðan fyrst ;um sinú, á hann sannarlega sldliS og . í , - fær 'liann vonandi. Myndir Nínu eru með lífi, þótt það'sjáist ekki á því, að kráftarnir eigi1 að skína út úr knýttum vöSv- ttmýÞær eru ekki líflausir hlutir í maúúsmynd mdS einkennilegum formum, gerðurn svo og svo til þess að ýékja eftirtekt áhorfandans eða ai: frumleiksfíkn myndasmiðsins. M ami i dettur í hug að maðtir heyrfei hjartað slá í brjósti þeirra, ef maðttr hlustaði eftir því. Manni finst þær gæddar sál tíg vera hngs- ándi Verur ; útlitið leiðir hugsanir þeirra í ljós. í Erh. —-----o----- Oorska bökmEntasagan nýja. „Norsk Litteraturhistorie af Francis Bull og Fredrik Paasche. Kristiania. Asche- haug & Co. Noyðmenn eru hreyknir af bók- mentum sínum, og hafa líka á- stæðu til að vera það. Fáar þjóðir hafa, að tiltölu við fólksfjölda, lagt öllu tilkomumeiri skerf til heimshókmentanna en þeir, hina tvo síðustu mannsaldrana. Meðal stórmennanna í heimi skáldment- anna á því tímaskeiði hafa, verið Norðmenn, sem um langan aldur mun minst verða í hinni almennu bókmentasögu. Og þótt megnið af norsku fornbókmentunum sje ekki „norskt“ í nútíma-merkmgu, held ur íslenskt, er það þó runnið af norrænni rót, og er minnisvarði, sem norrænn andi hefir sett sjer, þótt þessi norræni andi fengi sína sjerstöku mótun úti á íslandi. En þetta rjettlætir í fylsta máta það, að „norsk bókmentasaga“ er einnig látin grípa yfir þetta fram- leiðsli hins norræna anda, sje að- eins gætt hinnar gömln reglu: „Þeim heiðurinn, sem heiðurinn ber“, og ekki dregin fjöður yfir íslenskan upprtma þess. Fyrir tæpum mannsaldri samdi Henrik Jæger sína „norsltu bók- mentasögu með myndum“. sem þótti ágætt verk. En nú er hún úrelt orðin, og fullnægir ekki kröfttm vorra tíma. Er það ekki nema skiljanlegt. Sem geta má nærri horfir margt í norskum hók- mentum öðruvísi við úú en þá. Vísindalegar rannsóknir hafa leitt margt í ljós, það er áðttr var hul- ið. Nær það bæði til uppruna ýmsra rita, og til skilningsins á efni þeirra og á höfundum þeirra. En þar við bætist svo, að þar gæt- ir fleiri grasa í garði nú en á dögum Jægers. Því að Norðmenn hafa verið býsfla miklir aíkasta- menn á sviði bókmentanna síðasta raannsaldurinn, hvort heldur litið er til vísindalegra rita eða til skáldrita. Hvorttveggja þet ta rjéttlætir í mesta máta framkomú nýrrar bókmentasögu, eins og þeirrar, sem hjer ræðir tim og nefnd er yfir línum þessum. Norð- mönnum hefir mjög aukist sjálfs- vitund síðan er þeir hlutu algert sjálfstæði sem þjóðríki 1905. — Framkoma bókmentasögu þessar- ar ! er þá líka liður í viðleitni þeirra á að efla og styrkja þá sjálfsvitund, enda er fátt betnr fallið til að efla sjálfsvitund þjóða en að sýna þjóðinni eins og í skuggsjá hver andans orka hýr með henni. . <, Höfundar hinna nýju bókmenta sögu, sem hjer er að fæðast, þeir Francis Bull og Fredrik Paasehe, eru ungir, lærðir og athafnamiklir prófessorar við Kristjaníu-háskóla. Gefa nöfn þeirra heggja hina bestu tryggingu fyrir því, að þetta riýja ritverk þeirra verði bók- mentum Norðmanna til ekki rninni sóma en rit Jægers var á sínum tíma. Báðir eru þeir kttnnir orðnir af ritum sínum heima fyrír, og annar þeirra að rninsta kosti, Fredrik Paasche, orðinn mörgum kunnur hjer á landi, og að góðu einu, fyrir ritstörf sín, er alveg sjerstaklega snerta oss og forn- bókmentir vorar. Hann hefir tek- i'ð sjer fyrir hendur að vinna úr þeirri námu gull og dýra málma. Hann elskar þær, er óhætt að segja; en einmitt af því er hon- ttm það svo mikið áhugamál, að vekja atbygli samlanda sinna á þessum bókmentalegu dýrgripum, og þá um leið á þjóðinni, sem í allri sinni einangrun úti á hala veraldar, bar gæfu til að láta, ljós sitt skína, meðan mentaljóssins gætti sarna sem ekki meðal frænd- þjóðanna af sama norræna ;vtt- stofninum. Titill fyrsta bindisins, sem ein- mitt Fredrik Paasche er höfundur að — en af því eru tvö fyrstu heftin þegar út komin — bljóðar á þessa leið: ,.Norges og Islands Litterátur indtil TJdgaúgen af Middelalderen1. Orðin ,og íslands1 láta lesendurna þegar renna grun í, að Paasche ætli að minnast reglunnar gömlu, sem jeg áður minti á, „þeint heiðttrinn, sem beiðurinn ber“, — og sje síst þess sinnis að vilja taka frá íslending- tfm nokkuð af því, sem er vort. í eiginlégasta skilningi, eins og stundum hefir viljað brenna við hjá norskum vísindamönnum á því sviði. Hann tekur þá líka af skarið um þetta í örstuttum for- mála þessa fyrsta bindis. Formál- inn er á þessa leið: „Til forna voru bókmentir Nor- egs og norrænu nýlendanna í sam- lógum um tungu, og svo mjög gætti hins sameiginlega í sögu þeirra, að eðlilegt verðnr að gera í einu lagi grein fyrir andlegu lífi þeirra, móðurlandsins og nýlend- anna, að því er til bókmentanna kemur. En þar sem íslenslm bók- mentirnar eru auðugastar, og hafa að sitmu leyti áreiðanleg sjerein- kenni til brunns að bera, þá verð- ur það ja.fneðlilegt hinu, að norsk bókmentasaga, sem ætlað er að ná yfir þjóðhálkinn í heild sinni, leggi sjerstaka áherslu á nafn ís- landsi. Þess vegna: liefiiv það líka hjer verið sett: á sjálft titilblaðið* ‘.. Þetta fyrsta: bindi: bókmenl asög- unnar vei'ður þá líka að miklu; ieyti saga hinna íslensktt miðaldá- bókmenta t'ram að siðbót, með því að, mestur hlúti hinna norrænu: hókmenta á þessu, tímabiili er færður í letur á íslandi. Norð- menn frumsömdú s-vo að segja ekkert á norrænu; mest af því, sem þeir rituðu, vorú þýðiugar út- lendra skáldrita, helgisagna og prjedikana. Sögur voru þar engar ritaðar nema lítilsháttar á latínu, cg þær fremur ómerkilegar. Eitt- hvað af fornkvæðum vorum kynni þc ttpphaflega að hafa verið ort í Noregi, en borist hingað út' með landnámsm önnum og verið fiert hjer í letur. í þessum tveimur fyrsin heftum hindisins er aðeins sagt frá rúnakveðskapnitm og Eddukvæðttnum; lengra er þar ekki komið. En svo skemtilega er þar með efni farið, að maðiir hlakkar til að fá framhaldið. í öðnt bindinú gerir Francis Bull grein fyrir bókmentum Norð- manna frá siðbót fram að 1814. Af því bindi ertt komin 2 hefti, og er þar mjög skemtilega á stað farið. Þriðja bindið verðtir tim bók- niéntirn'ar • á fyrri hluta 19. aldar, .og ritaty.Paasche það. Og í fjórða og fimta hindinu ritar-Francis Bull úm norsku bók- mentirnar frá miðbiki aldarinnar fram á vora daga. Bókmentasaga þessi kemur út í 60 heftum, (hvert hefti 32 blað- síðnr) í stóru broti, er seljast. k 1 krónu heftið. Má það teljast mjög ódýrt, svo mikill sem fram- leiðslukostnaðurinn er enn. Á 2—3 ái'um á alt ritið að vera fullprent- að. f rit.inu verður me-sti sægur af myndum (sumar litprentaðar), bæði af mönnum og merkum stöð- um, af eftirmyndum gamalla skinn hándritsblaða, titilblaða af göml- um, prentuðum bókum, sýnishorn af rithönd ýmsra merkra höfunda o. s. frv. o. s. frv. Það er sannfæring mín, að þessi nýja bókmentasaga Norðmamta verði ekki aðeins hin fróðlegasta til yfirlits yfir bókmentalegt fram- leiðsli norræns anda, eins og það hefir þróast í Noregi frá því er eiginlegar norskar bókmentir hefj- ast, heldur og hin skemtilegasta, ekki síst fyrir oss frændur þeirra úti á fslandi, er höfum öðrum fremur ýms meðfædd skilyrði til þess að skilja andann í þessum hókmentnm. Hún ætti þá líka, jafn ódýr og hún er, í saman- hurði við það, sem gerist um aðr- ar hæktir á nálægum tíma, að geta fengið marga kaupendnr hjer hjá oss. Dr. J. H. --------x-------- Til Fornólfs. Sýndur mjer var á Sónar-gandi silfurhærður og þjóðum mærður Fomólfur, er fræðikjarna fljettar í ljóð við Urðar glóðir. Þeysti hann loft og þoku svifti; þar sem hann fór nm birti stórmn. Hendingarnar hrundu á landið, hljómurinn svall á hverju fjalli. Herjólfur. --------x--------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.