Morgunblaðið - 01.01.1924, Qupperneq 8
NÝÁRSBLAB 1. jan. 1924.
wsr
“WS
“«3
Hvaö er þetta?
Vjer gefurn einn happdrættismiða Stúdentagar'ðsins, sem
kosta krónu hver, með hverjum þeim viðskiftum, sem pant-
— anir eru komnar á fyrir 5. janúar næstkomandi. —
Athugið það strax
hvað þjer þurfið að láta prenta á næstu mánuðum og send-
ið handritin fyrir þennan tíma, með því styðjið þjer þjóð-
menningarmál um leið og yður gefst tækifæri til að auðg-
ast ef hepnin er með, því vinningarnir eru 35, og eru að
----- verðmæti minst ----—
15 þúsunð krónur.
Verðið á prentuninni er sannanlega hvergi lægra en hjá
oss, og frágangurinn er alviðurkendur. Pappírinn hjá oss
þolir allan samanburð hvað verð og gæði snertir, og ef
þjer efist, þá komið og reynið. — Komið í Mjóstræti 6 eða
hringið upp 948 og þjer kveðjið ánægðari en þjer heilsuðuð.
Prentsmiðjan ACTA.
Lyder Brun er fjórði maður í
beinan karllegg frá skáldinu
Nordahl-Brun, sem varð biskup í
Björgvin og barðist þar gegn rat-
ionalismanum á sama hátt og Balle
í Danm. Eru þeir Lunde biskup og
Lyder Brun systkinasynir, en víst
mjög ólíkir í skoðunum. Hann á
danska konu, ófurstadóttir frá
Khöfn. Jeg hafði mikið gaman af
að kynnast persónulega þessum
lærða manni. A heimili hans þetta
kvöld kyntist jeg ungum og gáf-
uðum lærdómsmanni, háskóladóe-
ent dr. Anton Friedrichsen. Taldi
hann sig vera hálfgerðan íslend-
ing, því að hann er dóttursonur
öísla Johnsonar prófessors, og því
afkomandi Jóns sýslumanns Ja-
kobssonar. Vissi hann öll deili á
ætt sinni hinni íslensku. Annan
héskóladócent hitti jeg þar líka,
dr. P. Marstrander, mjög álitlegan
og efnilegan mann. Af kennurum
safnaðarprestaskólans kyntist jeg
aðeins dr. Olaf Moe, sem vafalítið
cr fremstur og lærðastur þeirra
kennara, og leitst mjer hið besta á
manninn. Hann hefir nýlokið við
ágætt og ítarlegt rit um Pál post-
ula. Þann af kennurum þessa
prestaskóla, sem talinn er mestur
fyrirferðar og mikill gustur hefir
staðið af í seinni tíð, prófessor
Hallesby, gat jeg því miður ekki
rekist á, því að hann var á ferð
vestur í Ameríku.
Ekki verður því neitað, að stefn-
umar í kirkjumálum Norðmanna
hafa hin síðari árin fjarlægst hvor
aðra meir en holt er, og hefir það
leitt til megnari fjandskapar með
þeim en kristilegt getur talist.
Jeg hygg, að þeim heima hjer,
sem hafa verið að amast við því,
að íslenskur safnaðarlýður kæmist
í nánara samband við danskan
safnaðarlýð, af því að leiða mundi
tii þröngsýni og ofstækis, og talið
hitt eðlilegra, að við settum okk-
ur í samband við norskt safnaðar-
folk, væri holt að kynnast kirkju-
málum Norðmanna á nálægum
tíma. Því þótt heitt kunni að vera
i missiónarstefnunni dönsku og
hún einatt óbilgjörn í garð ann-
ara stefna, þá er það lítilræði eitt
í samanburði við það, er nú á
sjer stað í Noregi. Vilja menn þar
hiklaust neita þeim um kristið
nafn og þegnrjett innan norsku
kirkjunnar, er fylgja frjálslyndari
stefnu í trúmálum. Mætti t. d.
benda á uppþotið út af skipun
biskupsins í Niðarósi í vor. Hver
fundur eftir annan skoraði á bisk-
upana að neita að vígja dr. Gle-
ditsch, hinn skipaða biskup, vegna
þess, að hann þótti of frjálslynd-
ur, og það mun vera áreiðanlegt
um einn þeirra, biskupinn í Os-
lo, að hann hafi færst undan því
að vígja hann. En sá biskup, er
varð til þess, Bernt Stöylen, bisk-
up í Agðastifti (Kristjanssand)
hefir sætt þungum átölum fyrir
a'.i gefa kost á sjer til þess. Vígsl-
an fór fram í Þrándheimi 3. sept.,
í viðurvist konungs. En með því
vildi konungur óbeinlínis mót-
nxæla aðgerðum hinna.
Einn daginn, sem jeg dvaldi í
Kristjaníu, datt mjer í hug að
heimsækja hinn sameiginlega
sendiherra Dana og Islendinga þar
i borginni. Erindi átti jeg ekk-
ert, og þekti sendiherrann ekki
vitund — vissi varla hvað hann'
hjet. En mjer fanst það kurteisis-
skylda niín við þann mann,. sem
færi með íslensk utanríkismál þar
í landi. En því segi jeg frá þessu
hjer, að þetta varð til þess að
veita mjer ánægju-augnablik, sem
jeg hafði alls ekki búist við þarna
í framandi landi. Þegar jeg kom
að sendiherra-bústaðnum, mætti
mjer sú ánægjulega sjón, að sjá
íslenska ríkisfánann klofna blakta
þar á hárri stöng. Hvað þessi sjón
gat glatt hjarta mitt þarna á
ókunnum stað! Jeg kendi beinlínis
ldökkva í sálu minni, og mjer
varð alveg ósjálfrátt að taka
snöggvast ofan höfuðfatið mitt.
kað má vel vera, að einhverjum
finnist það í meira lagi barnalegt,
að vera að segja frá þessu hjer.
Hann um það. En þetta var í
fyrsta skifti sem jeg hefi sjeð
ríkisfánann okkar klofna blakta
á stöng erlendis. Og jeg reyndi
þar með sjálfum mjer hvert dul-
arafl er gefið þessum þrílita dúk
— að þetta tákn þjóðernis vors
er heilagt tákn, sem oss er skylt
að elska og heiðra. Jeg held, að
mjer hafi aldrei þótt íslcnska
fiaggið fallegra en er jeg sá það
biakta þarna á stönginni, með
danska ríkisfánann klofna blakt-
andi á annari stöng við hliðina á
því, og mjer skildist á sama augna-
bliki hvaða þýðingu það getur
haft, að fáni vor sje við og við
dreginn að hún í höfuðborgum
iví 0 ii G U -!N jbL'A Ji'ð
erlendra ríkja, svo sem hvort-
tveggja í senn: tákn þjóðernis
vors og sjálfsíæðis vors. En þessi
þýðing hanS verður ’ekki hvað
minst, þar sem hann hangir svo
— með „dannebrogs“-fánaun við
hliðina á sjer, svo mjög sem mönn-
um erlendis hættir við að gleyma
bæði þjóðlegri og stjórnlegri sjer-
stöðu vorri. En svo var annað,
sem gerði mjer þessa óvæntu sjóu
íslenska krossfánans klofna svo
ánægjulega þarna í garði danska
sendiherrans. Mjer fanst hann
flytja mjer kveðju að lieiman- En
hvar gleðjast menn fremur yfir
kveðju að heiman, en þegar þeir
eru fjarri fósturjörð sinni í út-
löndum? Og þessari kveðju, sem
þríliti krossfáninn okkar flutti
mjer að heiman, svaraði jeg hálfri
stundu síðar með því að senda
konunni minni, sem heima sat,
kveðju í símskeyti.
Hvernig á þessari flöggun stóð
þennan dag, fjekk jeg að vita, er
jeg kom inn á skrifstofu sendi-
herrans. Dagurinn var 26. septem-
ber —- fæðingardagur vors sam-
eiginlega konungs íslendinga og
Dana. Því miður hitti jeg ekki
sendiherrann sjálfan, Otto Krag
kammerherra. Hann var á ferð
suður í löndum. En fulltrúa hans
— Haxthausen, trúi jeg hann
hjeti — tók mjög alúðlega á móti
mjer á skrifstofu sinni, og átti
jeg hálfrar stundar 'viðtal við
hann. Sagði jeg honum m. a. hve
það hefði glatt mig, að sjá íslenska
fiaggið þar hjá bústað hans, og
kvaðst hann skilja það vel, því að
sömu tilfinningar vöknuðu hjá
sjer, er hann á ferðum erlendis
sæi danska flaggið blakta við hún.
Síðasta kvöldið, sem jeg var í
Kristjaníu, flutti jeg erindi það,
sem fjelagið „Norden“ hafði beð-
ið mig um að flytja, „Islandske
I.ivsforhold i Nutiden“. Flutti jeg
það í öðrum hátíðasal háskólans
að viðstöddu fjölmenni. Hæsta-
rjettardómari Hagerup Bull kynti
mig áheyrendunum með mjög
hiýrri ræðu, og eins þakkaði hann
mjer íyrir erindið, er jeg hafði
máli mínu lokið. Varð jeg ekki
annars var en að því væri vel
tekið af áheyrendum, og talaði
jeg þó nærfelt fimm fjórðunga
stundar. Eins fluttu öll helstu
biöðin ágrip af fyrirlestri mínum
daginn eftir, og ljetu hið besta
yfir.
Var þá að þessu sinni lokið dvöl
minni í höfuðstað Norðmanna.
Næsta dag skyldi halda vestur
yfir fjöllin eftir Björgvinarhraut-
inni, og hlakkaði jeg mjög til
þess ferðalags, þótt ekki væri út-
litið sem best hvað veður snerti.
--------x-------
Fánasöngur.
Þessi fánasöngur er eftir sjera
Friðrik Friðriksson, og var í
fyrsta sinn sunginn af Væringja-
flokknum hjer 1- des. síðastliðinn.
Lýs þú, fáni’, á friðarvegi,
frelsistíð í vændum er,
blakta ‘yfir láði’ og legi,
lofsæl gipta fylgi þjer.
Fyrir þig er Ijúft að lifa,
ljúft að deyja, með ef þarf.
:,: Leið þú oss til þroska’ogþrifa,
iþúsundfalda alt vort starf. :
Yfir frægra feðra haugum
flögra þú, sem minnis-rún;
fyrir niðja vmgra augum
upp þú rís, sem dagsins brún.
Túlka fornar tímans myndir,
tendra lýðnum eld í sál.
:,: Opna nýjar lífsins lindir,
legðu kraft í söng og mál. :,:
pegar flestar þjóðir hlutu’
að þreyta tryldan hildarleik,
og í blóði fánar flutu
faldir undir víga reyk.
pegar menning lá sem lerka,
lömuð við þau friðarspjöll,
:,: fæddist þú til friðarverka,
fáni íslands, hreinn sem mjöll.:,:
Undir þínum fagra feldi
fylki sjer nú íslandsdrótt! ;
Auk þú framsókn, auð og veldi,
andans fjör og nýjan þrótt.
Yfir tömdum fossum flögra,
fjörðum, bæjum, landi’ og dröfn,
:,: margra hafa ógnum ögra,
ísland sýndu ’ á hverri höfn. :,:
--------o--------
Hringhenöur.
Á siglingu í ofviðri.
Skrið er fleyi ærið á
áls um veginn kalda.
Strengir teygjast- rymur rá,
ránar-meyjar falda.
Hrynja boðar, belgist voð,
blik í hroðum glitra,
sýður froða’ um söx á gnoð,
siglu-stoðir titra.
é
Á samsiglingu.
Ólgar um keipa svalið salt
siglu-reipa-húnum;
fús að steypast yfir alt,
aldan hleypir brúnum.
Guðlaugur Guðmundsson.
--------x---------
ÍTlan hat mich gefragt.
Man hat mich gefragt,
Ob ich die Sehnsucht kennt’
Weil ich mit Augen hast
Die Wege einsam ging.
Da schaut’ ich ihm ins Aug:
„Mein Kind, es ist der Schmerz,
Der mir im Hersen brennt.“
Man hat mich gefragt,
Ob lieb’ ich nie empfand,
Weil ich im Liebesspiel
So kúhl im Hersen blieb.
Mir wúrgt’ es fast im Hals:
„Zerissen hat man mir
Der Liebe gold ’nes Band!‘ ‘
Man hat mich gefragt,
Ob Freundschaft ich nicht schatst,
Weil ich so still fúr mich
A uf meiner Kammer sitz!
Ein Grimm in mir aufstand:
„Sie haben sie beschmutst,
Der Freundsehaft Ehr’verletst!“
Man hat mich gefragt,
Ob Glúck ieh je gekannt,
Weil dann und wann sie sah’n
Den Glanz in meinem Aug.
Mir brach das Herze fast:
„Das einzi’ge Glúck ward mir
Beschhert im Jugendland".
Man hat mich gefragt,
Ob ich nicht wollt’ vertrau’n,
Dass Zukunft mir doch noch
Könnt’ schenken bess’re Tag:
pökk fyrir viðskiftin á liðna árinu.
Gleðile^t ár!
Þakkir fyrir viðskiftin
á liðna árinu.
Skóverslun
Stefáns Gunnarssonar.
olc^'
<3 "Sír Q)
| Gleðilegtár! 0
Þakkir fvrir viðskiftin
á liðna árinu. I
[) Júlíus Björnsson Q
®_____se.____«._______9e. 6)
4
4
4
4
4
4
4
Gleðilegt ár!
Þakkir fyrir viðskiftin
á liðna árinu.
Marteinn Einarsson & Co.
►
k
►
y
y
y
y
Gleðilegt ár!
Þakkir fyrir viðskiftin
á liðna árinu.
Sigurður Ólafsson
rakari.
I
f
I
\
Gleð ilegt ár!
Þakkir fyrir viðskiftin
á liðna árinu.
Jón Hjartason & Co.
Da ward’s mir múd um’s Herz:
,,.Ja, hoffen will ich noeh,
Geduldig vorvártsschaun.
Fritz Mehle.