Morgunblaðið - 20.04.1924, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.1924, Blaðsíða 5
M^ORGUNBLABIB MORGUNBLAÐIÐ. Stofnandi: Vilh. Finsen. Útgefandi: Fjelag í Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valt5rr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 5. Símar. Ritstjórn nr. 498. Afgr. og bókhald nr. 500. Auglýsingaskrifst. nr. 700. Heimasímar: J. Kj. nr. 742. V. St. nr. 1220. E. Hafb. nr. 770. Áskriftagjald innanbæjar og í ná- grenní kr. 2,00 á mánutSi, innanlands fjær kr. 2,50. í lausasölu 10 aura eint. Yfirlýsing. Samkvæmt samningi þeim, sem yið undirritaðir ritstjórar „Morg- nnblaðsins'1 og „ísafoldar“ liöfum gert við útgáfufjelagið, er á þessi blöð, er svo ákveðið, að tilgangur blaðanna sje sem kjer segir: „Að styðja frjálst viðskifta- „líf, og vinna á móti leyndum „og ljósum tilraunum til þess „að hefta rjettmætt frelsi þjóð- „arinnar í heild sinni og ein- „staklinga hennar“. Að öðru leyti erum við með *ðllu óháðir og höfuin full og óskert umráð yfir öllu, sem í blöð- Unum stendur. Eeykjavík, 16. apríl 1924 Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. iStjórn útgáfufjelags „Morgun- blaðsins“ og „ísafoldar“ vottar, að framanrituð yfirlýsing er rjett, ■og sannleikanum samkvæm í öll- nm greinum. J. Fenger. Garðar Gíslason. C. Proppé. Ofanskráð yfirlýsing var í gær send ritstjóra „Lögrjettu“ til birtingar í næsta blaði hans. -------o------- Fjárlögln í efri deild. pað hefir áður verið skýrt frá því hjer í blaðinu, hverja með- ferð fjárlögin fengu úr N.d. nú á þinginu. Voru þau afgreidd með nxn 180 þús. kr. tekjuafgangi. Var þá jafnframt skýrt frá þeirri lofsamlegu stefnubreytingu, sem nú virtist hafa náð nokkurri festu í þinginu: tilraun til þess að stöðva hina sívaxandi skuldaaukn- ingu ríkissjóðs, sem hefir verið svo gífurleg undanfarin ár, að ríkið hefir nú skuldabagga á bak- »nu, sem nemur um 22 mijlj. kr, Eyðsla undanfarinna þinga er að- alorsök þessa bagga. Hvert ár sem leið, bætti við skuldimar um 2 miljónir krónur. Neðri deild skyldi rjettilega þá btettu, sem af því stafaði, ef enn ð^æri haldið áfram á þessari braut. Pingmenn deildarinnar voru ekki að fást nm það, þótt þeir kæmn hú með minna heim til kjördæma sinna, en venja hefir verið undan- farið. peir voru fyrst og fremst kosnir til þess að rjetta við fjár- haginn, en almenn sparnaðarsam- tök þurftn, til þess að árangurinn yi-ði nokkur. petta skildu þing- teenn N.d. og þetta skilja kjós- ®ndur landsins. IJndanfarin ár hefir það sýnt Kl8, að mesti austurinn úr rikis- ®Jóði hefir venjulega átt upptökin * N.d. pað er ekkert óeðlilegt, því deild er öðruvísi skipnð en E.d. Eandskjörnu þingmennimir í E.d. vora upprunalega settir til þess að vera hentill á N.d. og á alt þmgið. Peir hafa líka oftast verið það, einkum á fjármálasviðinu. Vjer höfum ennborið það traust til E.d., að hún yrði hemill, og að sjálfsögðu að hún gæfi ekkert eftir á 'hemlinum — síst á þessn sviði — fjármálunnm. pann 16. þ. m. voru fjárl. við 2. umr. þar í deildinni. pví miður urðum vjer fyrir nokkrum von- brigðum þegar vjer sáum hvernig hún fór með þau. Deildin samþ. aliar breytingar fjárveitinganefnd ar, sem neina útgjaldamegm (hækkun) ltr. 203.627.66, en lækk- uu aðeins kr. 3.300.00. Verður það ‘um 200 þús. kr. bækkmi á gjöldum. ríkissjóðs. Af tillögum éinstakra manna nam hækkunin kr. 10 þús. og 300 kr., sem deildin samþykti, en kr. 2 þús. lækkunin. Útkoman verður því sú, að deildin hefir hækkað gjaldabálk fjárlaganna um 209 þús. kr. Vitaskuld er þetta. ekki alt eyðsla. Sumir hækknnarliðirnir, bg það þeir stærstu, liggja í því, að deildin lagfærir óvarlegar á- ætlanir; t. d. bætir nál. 116 þús. kr. við vexti af innlendum lán- um. penna sama lið þurfti Nd. einnig að hækka um 100 þús. kr. Og í 'nefndaráliti fjánv.n. efri deildar segir, að þessi viðbót, 116 þús kr., muni ekki nærri vera nægileg, heldur þurfi nál. 140 þús. kr. Sætir því furðu, hve fyrv. fjármálaráðherra hefir ver- ið ókunnur um fjárhag ríkisins. pað lítur út fyrir, að hann hafi ekki betur þekt innl. skuldir rík- isins en það, að einnngis vaxta- áætlun hans munar um 240 þús. kr. — pað er engin furða, þótt fjarmál ríkisins sjeu í óreiðu, þeg- ar þannig er setið við stýrið. Eftir að núverandi fjármálaráð- herra tók við fjármálastjórniimi hefir hann smámsaman verið að finna ýmsa skuldapósta, sem ekkí var gert ráð fyrir í fjárlagafrv. A f jármálaráðherra þakkir skilið fyrir það, að hann vill engn leyna fyrir þinginn, enda er það fyrsta skilyrðið fyrir því að hægt sje eitthvað áð lagfæra. Nokkrar fleiri hækkanir, sem Ed. hefir gjört, eiga einhvem rjett á sjer. Eftir fljóta yfirvegun virðast þær geta numið nál. 60 þús. kr. Aðrar hækkanir, sem nema nál. 35 þús. kr., eiga miður rjett á sjer, eins og nú er komið fjárhag ríkissjóðs. pótt þessi upp- hæð sje ekki stór, verður Ed. að vera samtaka Nd. með að koma á jafnvtegi í fjárlögin. Enginn ónauðsynlegur liður má komast inn í þau. Skuldir ríldssjóðs mega ekki aukast meira. Nú_ verður að byrja a® greiða eitthvað af þeim. Vjer vonum að Ed. lagfærifjár- lögin við 3. nmr. Erlent blaðavalJ. Á fmidi sem Blaðamannafjelag íslands hjelt í gær var samþykt svo hljóðandi tillaga: „Blaðamannafjelag íslands ályktar að lýsa yfir að það telur mjög varhugavert að haldið sje uppi pólitískum blöðum á íslandi, þannig að umráðin eða rneiri hluti fjármagns þess, sem að baki stendur, sje í höndum manna, sem eiga annar.a en innlendra hags- muna að gæta. Telur fjelagið sjálfstæði íslands geta stafað hin mesta hætta af slíku.“ Núverandi ritstjórar „Morgunblaðsins“ eru eigi enn komnir í Blaðamannafjelag íslands, og eru því ekki knnnugir störfum þess, én eftir því, sem þeir þekkja til, mun þetta vera einhver hin skyn- samlegasta tillaga, sem frá því hefir farið. páð liggur í hlutarins eðli, að fái erlendir menn með erlendum áhugamálum tök á íslenskum blöðum, ráði innihald þeirra og hafi fjárhagsleg tök á þeim, þá er víst að Öll ástæða er til að vera á vérði gegn slíku. En oss er manna best kunnugt um að eigi er enn ástæða til áð óttast slíkt eins og nú horfir við — sem betur fer. Sjeu nokkrir sem balda að tillaga þessi snerti ,,Morgunblaðið“, þá ætti þeim að duga að athuga yfirlýsingu þá, sem birtist hjer í blaðinu í dag. Alþingi. Miðvikudaginn 16. apríL Fjárlögin í efri deild. Jóh. Jóh. hafði framsögu og rakti brtt. nefndarinnar allná- kvæmlega. Umræðurnar stóðn fram yfir miðnætti og fóru fremur spaklega fram. Fjvn. hafði flutt 38 brtt. við frv., og vom þær allar sam- þyktar, flestar án mótatkvæða, nema ein, sem var tekin aftur, og | má það kalla einsdæmi; en nefnd- ina skipar líka rúmur þriðjungur deildarinnar. Helstu brtt. voru þessar: Vextir af innl. lánum 500 þús. kr. í stað 384,152,34 kr. Til landkelgisgæslu 80 þús. kr. í stað 70 þús. kr., og má verja alt að 20 þús. kr. til þess að útbúa pór sem eftirlits- skip. Til sjúkraskýlis og læknis- hústaðar í Borgarfirði 15 þús. kr., í stað þess að veita 20 þús. kr. til sjúkraskýla og læknabústáða óá- kveðið. Til flntningabrauta hækk- að úr 75 þús. kr. í 100 þús. kr. Til Kvennaskólans í Rvílk 2 þús. kr. húsaleigustyrknr. Skólagjald1 Flensborgarskólans renni í skóla- sjóð, en ekki í ríkissjóð. Til tal- símakvenna, uppbótin hækkuð úr 9400 kr. í 10500 kr. Til Jóh. L. L. Jóhannessonar 5 þús. kr. í stað 4 þús. kr. og til pórbergs pórðar- sonar 1200 kr. í stað 500 kr. Til veðurathugana 26 þús. kr. í stað 20 þús. kr. En margar smærri breytingar eru hjer ótaldar. Af öðrum tillögnm, er samþykt- ar voru, má nefna: Til Flenshorg- arskólans 14 þús. kr. í stað 12 þús. kr. (frá B. Kr).. Til dr. Helga Pjetnrss 6 þús. kr. (frá J. J. og Jóh. Jós.). Til frjettastofu blaðamanna 2 þús. kr. í stað 4 þús. kr., til geitnalækninga 2500 kr. í stað 2 þús. kr. og til fjel. ísl. lijtíkrunarkvenna til styrktar hjúkrunarnemtun 1 þús. kr. (frá H. Steinss.). Feldar voru tillögur H. Steinss. um að fella niðnr styrk til Verslunarskólans og Samvinnuskólans, og varatillögnr hans nm lækkun á þeim styrk; till. B. Kr. um 1 þús. kr. styrk til lýðskólans x Bergstaðastræti; till. Ing. P. um að hækka styrkinn til Fiskifjelagsins úr 55 þús. kr upp í 65 þús. kr. og um að fella niður styrkinn til porsteins Gísla- sonar. Till. E. Á. um ábyrgð á 350 þús. kr. láni til Siglufjarðar til rafmagnsveitu, og ýmsar smærri. Neðri deild. Innflutningshöft. 2. umr. var haldið þar áfram og talaði M. T. í nærfelt hálftíma. pá var fjrh. einn eftir á mælenda- skrá, og fjell hann frá orðinu, ef enginn annan tæki til máls. Varð það að samkomulagi, enda virtist málið þrautrætt. Fyrst var horin undir atkvæði till. Jak. M. að vísa málinu til stjómarinnar, og var hún samþ. með 14:13 atkv. og er frv. þar með xxr sögunni. En heim- ildarlögin frá 1920 era enn í gildi, og má vænta þess, að stjórnin beiti þeim samkvæmt yfirlýsingu sinni. Nafnakall var ekki nm till., en með henni munu hafa greitt atkv. allir íhaldsmenn og Jak.M., en á móti Framsóknarmenn, M. T. og B. Sv. 1 Skattfrelsi Eimskipafjelagsins var til 2. umr. Allshn. hafði klofn- að. Vildi minni hl. (J. Baldv. og M. J.) fella frv., en meiri hl. (B. St., J. K. og Jör. B.) vill sam- þykkja það með þeim breytingum, að fjelagið sje ekki undanþegið útsvari í Reykjavík á þessu ári, en greiði 5% af nettógróða í út- svar, þar sem það hefir aðalsetur, árin 1925—’28. Aftur greiði það ekki tekjuskatt árin 1924—’28. Deilur urðu nokkrar milli fram- sögumanna (B. St. og J. Baldv.) sí<x á milli og þeirra við B. L., sem vildi láta samþ. frv. óbreytt, 0g skarst allmjög í odda milli hans og J. Baldv. Voru till. meiri hl. samþyktar og frv. vísað til 3. umræðu. Seðlaútgáfa íslandsbanka. Frv. var vísað til 2. umr. ’V Gengi erl. myntar. Rvík, 19. apríl. Sterlingspund.............. 32,50 Danskar krónur...........124,77 Sa»nskar krónur...........201,00 Norskar krónur...........105,29 Dollar.................... 7',65 DAGBÓK. n Edda 59244236^/g—1 (miðv.d.) fyrirl.-. lokafundur, „Gullfoss“ var í Yestmannaeyjum í gær og var talið líklegt að hann mundi fara þaSan í nótt. í Vest- mannaeyjum átti hann aS taka nm 300 tonn af vörum til útflutnings, fislc og lýsi. Dánarfregn. Nýlega ljest á Vífils- staSahæli frú HólmfríSur Eiríksdótt- ir, kona Bjöms Hallssonar fyrv. alþingismanns á Rangá. Hún var miS- aldra kona óg hafSi legiS lengi á VífilsstöSum. Listasafn Einars Jónssonar er opiS í dag klukkan 1—3 og einnig á miS- vikudaginn á sama tíma. Togaramir. Undanfama daga hafa þessir togarar veriS inni: Ása meS 90 tunnur, Austri meS 95, Gýlfi meS 80, Egill Skallagrímsson meS 106, Jón forseti 87 og GlaSnr meS 9L daginn langa) á sjúkrahúsinu á ísafirði eftir stutta legu. Hans verður nánar minst siðar. „Sixty-fonr“ er komiS hingaS aftnr meS saltfarm til Hallgríms Bene- diktssonar o. fl. „Lögrjetta.** Margir voru hissa iþegar þeir lásu kveSjuorS ritstjóra „Lögrjettu“ til „MorgunblaSsins“ er birtist £ blaSinu 15. þessa mánaSar Eitir aS liann fer lofsamlegum orSuin um sigurför blaSsins í stjórnmálabar- áttxmni undanfarin ár, sendir hann xitgáfufjelaginu ónot og fer óvirS- ingarorðum um ýmsa fyrri sámverka- menn sína. Vjer vonum að ritstjórinn. sje ekki aS harma stjórnnrál asígUT- iun og þá stefnu sem blaðið hefir fylgt og mun fylgja framvegis. Knattspyrnufjelagið Víkingur. AS- alfundur verður haldinn næstkomandt þriðjudag klukkan 8, eftir miðdag í Bárunni. Verslunarmannafjelag Reykjavíkur heldur skemtifund fyrir meðlimi sína þriðjixdaginn 22. þessa mánaðar, kl. 8y2 síðdegis iá Hótel Skjaldbreið. Er þetta síðasti fundur fjelagsins þar. til í haust. ,,Botnia“ fór frá Kaupmannahöfn. 18. þessa mánaðar. Kemur norðan om land. „Island“ er á Akureyri. - Snmardagurinn fyrsti verður al- mennur fjársöfnunardagur fyrir Barnadagsstarfsemina. Starfsemi þessi’ cr svo góSknnnug aS allir verða aS kaupa „merki“ dagsins og hlnsta & sumarfagnað bamanna, þar sem hatfn verður á boðstólum. Stjömuf jelagiS. — Fundur í dag hR 314 síðd. — Engir gestir. — „Lagarfoss“ fór hjeðan í gærkvöraí! klukkan 12. Tekur hann um 200 tonn af vörum til útflutnings í Eyjmn. Farþegar hjeðan voru fáir. Meðnl þeirra var Kristján SkagfjörS, en £’ Eyjunnm bætist við tíu manns, seta. fer þaðan áleiðis til Ameríku. „Díana“, skip Bergenska fjelagsins, kom í gærmorgun hingað norðan nm land. MeSal farþega voru sjera Sig- urSur Stefánsson, Kjerúlf læknir, Júlíus Havsteen sýslumaður, og sjera' Matthías Eggertsson í Grímsey. Sýningu Kristínar Jónsdóttnr í Nat.han og Olsenshúsi verður lokað annaS kvöld. Sjera SignrSur Stefánsson frá Vig- nr kom með e.s. Diana hingað til bæjarins, að leita sjer lækninga. r— Hann liggur á Landakotsspítala aB- þungt haldinn. Bjarni sonur hana bóndi í Vigur kom með honnm. 8 fet af skömmum voru í „Tfm- anum“ í gær um „MorgxxnblaðiS", ritstjóra og útgefendur þess. Elfir lauslegan yfrrlestur fann sá sem þetta ritar ekkert satt í þessum 8 fetnm. Fyrirlestur fyrir alþýðufræðslm stúdentafjelagsins flytur Guðbrandmr, Jónsson á annan í páskum kl. 2 BH borg hinna ellefu þúsund meyja, og fylgja honum margar skuggamyndir. Allir kannast við Kolnis, eina af feg- urstu borgum í heimi og miðstöS kristninnar meS germönsknm þjóðum, og allir kanast við dómkirkjuna frægu og Kolins-myjarnar. Má búapt við að fyrirlesturinn verði hinn fróð- legasti. í þetta sinn verður fyrirlest- uricn í Iðnó. --------e--------—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.