Morgunblaðið - 20.04.1924, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.04.1924, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐID „Kiossferli að fylgja þínum fýsir mig, Jesú kær“. .. „Sjá, vjer förum uú upp til Jerúsalem“. Virðum fyrir oss og liugfestum atburði hverrar líðandi stundar hins mikla dags: 1. Kvöldmáltíðin byrjar um kl. 6 á skírdagskvöld. „Hjartan- lega hefi jeg þráð að neyta þessar- ar páskamáltíðar með yður, áður en jeg líð“. (Lúk. 22, 15). „petta er líkami minn .... þetta er sátt- málablóð mitt, sem úthelt er fyrir rnarga, til syndafyrirgefningar“. (Matth. 26, 26.-28.). 2. „Og er þeir mötuðust, sagði hann: Sannlega segi jeg yður, einn yðar mun svíkja mig“ • • ,,En Júdas svaraði og sagði: Br það jeg, Rabbi?“ (Matth. 26, 21, 25.). „Oekk hann þegar út. En þá var nótt“. (Jóh. 13, 30.). 3. Páskamáltíð'nni skyldi vera lokið fyrir miðnætti. Skilnaðar- ræðum Jesú (Jóh. 13.—17. kap.) hefir þá verið lokið í sama mund, k’. 12. (Nærfelt 15 öldum áður var þessi sama nótt nefnd „vöku- nótt Drottins“. II. Mós., 12, 42.). 4. Gangan út í Getsemane kl. 12—1. „Að svo mæltu gekk Jesús út með lærisveinum sínum og yf- ir um lækinn Kedron“, (Jóh. 18, 1.). „pá kemur hann með þeim í garð, er heitir Getsemane“. (Matt. 26, 36.). 5. Sálarbaráttan í Getsemane kl. 1—4. „Sál mín er sárhrygg alt t'.l dauða. .. Abba, faðir! alt er þjer mögulegt; tak þennan kaleik fiá mjer. pó ekki sem jeg vil, heldur sem þú vilt“. — „Bn sveiti hans varð eins og blóð- dropar, er íjellu á jörðina“. — „Gátuð þjer ekki vakað með mjer ema stund“ (þrem sinnum). (Matt. 26, 36.-46.; Mark. 14, 32.-42.; Lúk. 22, 39.-46.). 6. Jesús tekinn höndum kl. 4 aðfaranótt langafrjádags. „pá yf- irgáfu allir lærisveinamir hann og flýðu“. Matt. 26, 47.-56.; Mark. 14, 43.—50.; Lúk. 22, 47.-54.; Jóh. 18, 2.—12.). 7. Yfirhpyrslan hjá Annasi og Kaífasi, „sem það ár var æðsti prestur* ‘, kl. 4r—5. (Matt. 26, 57.; Mark 14, 53.; Lúk. 22, 54.; Jóh. 18, 13.-24.). 8. Yfirheyrslu-hlje kl. 5—6, meðan beðið var eftir því, að ,,alt ráðið kæmi saman. Hrösun Pjet- urs. „Og hann gekk út og grjet beisklega“. (Matt. 26, 58.—75.; Mark. 14, 54.—752.; Lúk. 23, 55,-65.; Jóh. 18, 15.-27.). 9. Yfirheyrslan hjá öldunga- ráðinu kl. 6 — „er dagur rann“. (Lúk. 22, 66.). „Ert þú þá Guðs- sonurinn ? Og hann segir við þá: þjer segið það, því að jeg er þæð. En þeir sögðu: Hvað þurfum við nú framar vitnis við?“ (Lúk. 22, 69.—71.). 10. Til Pílatusar kl. 6t/2 — það var snemma morguns“ (Jóh. 18:28). „Og þeir stóðu upp, allur hópurinn og færðii hann til Píla- tusar“ (Lúk. 23:1. ) 11. Yfirheyrslan hjá Pílatusi — þaðan til Heródesar, kl. 7—8. (Matt. 27:2—23; Mark. 15:1—14; Lúk. 23:1—23; Jóh. 18:28—40). 12. Dauðadómurinn kveðinn upp kl. 8—8Pílatus mælti: „Sýlm er jeg af blóði þessa rjett'áta manns.... Og alt fólkið svaraði: Komí blóð hans yfir oss og börn vor! Gaf hann þá Barrabas laus- an, en ljet húðstrýkja Jesúm og framseldi hann til krossfesting- ar.“ (Matt. 27:24^-26; Mark. 15: 15; Lúk. 23:24—25/ Jóh. 19:1 -16). 13. Til Golgata. Krossfestingin kJ. 9 árdegis (hinn 14. dag Abíb- mánaðar, þann sama dag er ísra- elsmenh voru leiddir burtu úr Egyptalandi). „En það var þriðja stund,*) er þeir krossfestu hann.“ En Jesús sagði: „Faðir fyrirgef þeim, því þ'e'r vita ekki hvað þei# gera.“ (Matt. 27:32—37; Mark. 15:22—26; Lúk. 23:33—34; Jóh. 19 :17—19). 14. Myrkrið mikla, kl. 12—3. „Og nú var hjer um bil sjötta stund, og myrkur kom yfir alt landið, alt til níundu stundar.“ (MatL 27:45—46; Mark. 15:33— 34; Lúk. 23:44—45). 15. Dauði Jesú — langa frjádag kl. 3. „pað er fullkomnað“ — „Faðir, í þínar hendur fel jeg anda minn!“ (Matt. 27:50; Mark. 15:37; Lúk. 23:46; Jóh. 19:30). 116. Greftrunin kl. 6 síðdegis, fyrir sólsetur (III Mós. 23:5). „Og nú var komið kvöld, en það var aðfangadagur, það er dagur- inn fyrir hvíldardaginn.“ Og Jó- sef frá Arímaþeu „keypti línklæði, tók hann ofan og sveipaði hann línklæðinu og lagði hann í gröf, er höggvin var út í klett, og velti steini fyr'r dyr grafarinnar.“ — (Matt. 27:57—60; Mark. 15:42— 46; Lúk. 23:50—53; Jóh. 19:38 —42). 17. Laugardagurinn kyrri. — Gröfin innsigluð. (Matt. 27:62— 68; Lúk. 23:56). Páskamorgun. Dýrðleg sigurhátíð! — ótt:st ekki; þjer leitið að Jesú frá Naza- ret, hinum krossfesta; hann er upp risinn og er ekki hjer. Sjá, þarna er staður'nn, þar sem hann var lagður. — Sjálfur gaf hann dýrðlega fyrirheitið: „pjer munuð sjá mig, því að jeg lifi og þjer munuð lifa.“ — Dýrð sje Guði! Á. Jóh. —----0__---- KJÖTTOLLSMÁLIÐ OG FISKIVEIÐALÖGGJÖFIN. Eftir Kristján Bergsson. Kærur norskra sjómanna. pá fer nú að verða fátt um varnir hjá hr. H. V., þegar hann er farinn að nota „slúðursögur“ norskra sjómanna, sem „innlegg“ í málið, því þó þeir sjeu þektir víða um þeim þá hefir aldrei heyrst að þeir væru öðrum monn- ,um ábyggilegri, og síst þegar svo ástendur, að þeir þurfa að verja sinn eiginn málst., enda má benda hr. H. V. 4, að síðan lögin komu i gildi, hefir ekki eitt einasta írorskt skip verið dæmt; heldur hafa liinir seku altaf gengið inn á sætt, þ. e. eftir að þeir hafa verið búúr að meðganga brotið. peir hafa sæst upp 4 einhverja sekt, sem mun altaf hafa verið svo lág sem hægt var að ganga að; það er því auðsjeð að þeir 'hafa ekki verið beittir hörku. En *) Dagurinn hófst klukkan sex; „þriðja stund“ dags er kl. 9; sjötta stund dags kl. 12 á hádegi, níunda stund kl. 3 síðdegis o. s. frv. ástæðan til þess, að lögunum hefir verið beitt svona vægilega, mun e’nmitt vera eftir skipun frá- farandi stjórnar, sem altaf vildi halda vináttunni við Norðmenn, meðan að þeir hjeldu fyrir henni sjálfsögðum rjetti og drógu hana á samningunum. Vart mundum við vantreysta norskum dómurum þó þeir dæmdu ísl. þegn fyr- ir þjófnað, sem hann hefði með- gengið að hafa drýgt, þrátt fyrir það, þó hann þættist ekkert hafa brotið, eftir að hann kæmi hing- að heim. Langt er frá því, að jeg vantreysti norskum löggæslufor- ingjum eða dómurum, nje væni þá um hlutdrægni þó að Pjetur Newman, skipstjóri á botnvörp- urgnum „Salmonby“ frá Grimsby, bæri þeim ófagra sögu í „Fish Trade Gazette“ frá 9. febr. þ. á. „Salmonby“ var tekinn að ólög- legum veiðum við Norður-Noreg 9. janúar 1924, af norska eftir- litsskipinu „Favn,“ fluttur til Vardö, yfirheyrður og sektaður. pegar til Englands kemur, segist skipstjórinn hafa verið 1 sjómílu fyr'r utan landhelgi, þegar hann var tekinn; og bætir við: ,,í Nor- egi er ekkert rjettlæti, alt rjettar- haldið er tómur yfirdrepsskapur og látalæt’i. Skýrslur skipstjór- anna á fiskiskipunum eru fengn- ar í hendur foringjum gæsluskipanna til þess að þeir geti bygt á því kæru sína, og framburði manna gæsluskipanna er altaf trúað. Rjetturinn gerir bara skop að framburði fiski- mannanna.“ petta ásamt mörgu fieiru af sama tagi seg:r enski skipstjórinn um rjettarfarið í Noregi, ien annaðhvort er, að Englendingar byggja ekki mikið á þessum ummælum skipstjórans, orðnir því nokkuð vanir, að sak- borningarnir snúi sannleikanum v:ð þegar heim er komið, til að fegra málstað sinn gagnvart út- gerðinni og ábyrgðarfjelögum, eilegar þá, að þeir þori ekki að vernda rjett þegna sinna fyrir yfirgangi Norðmanna! Að minsta kosti hefir ekkert heyrst um frið- slit milli þessara þjóða. Hverjir borga tolliiui? Pað er vert að gera sjer það Jjóst, hverj'r það eru, sem koma til með að borga tollinn, eða það mesta af honum. pegar fisktoll- urinn á Spáni var til umræðu, var því óspart haldið hjer fram «f sumum blöðunum, að Spánverj- ar mundu sjálfir koma til að borga mest af tollinum, og var þar þó ólíku saman að jafna, þareð tollurinn var ekki jafnhár þar, keldur voru sumar þjóðir með mjög lítinn toll á sínum fiski. petta var þess valdandi, að fólkið gat fengið mikið ódýrari fisk en ísienska fiskinn. Var það augljost, að annað tveggja urðum við að borga tollinn sjálfir, eða verða af viðskiftunum. Nú er ekki sjáanlegt aruiað en að sumu blöðin líti svo á, sem íslenskir bændur verði að borga með verðtapi allan tollinn í Nor- egi og er þó sami tollur þar á öllu kjoti, en jeg get ekki sjeð annað, en að Norðmenn þurfi eins og verið hefir, að kaupa megnið af okkar kjötti, og munu því borga tollinn sjálfir. pví þrátt fyrir tollinn, verður íslenska salt- kjötið jafnan talsvert dýrara en norskt eða danskt nýtt kjöt, og þar að auki geta þeir ekki sjálfir framleitt nægilegt kjöt. Nú er það þannig, að þrátt fyrir allan ir.nflutning á íslensku kjöti til Noregs, þá hefir þó jafnan verið fiutt þangað mjög mikið af ame- risku kjöti. petta kjöt hefir þótt rnikið verra en íslenska kjötið en verið samt notað mikið til skipa, sökum þess hvað það er ódýrt. Nú er þetta kjöt komið undir sama toll sem íslenska kjötið. En þareð töluvert af verðinu ligg- ur í tollinum, þá verður nú verð- munurinn ekki svo mikill, og má því ætla að notkun þessa kjöts muni frekar fara minkandi, en íslenska kjötsins, enda hefir það sýnt sig síðastliðið haust — og var þó tollurinn orð'nn talsvert hár þá, — að ekki skorti eftirspurn gftir íslensku saltkjöti. Fari svo að sannanlegt sje, að íslenskir bændur komi til að líða fjávhags- legt tjón af þessum ástæðum, þá efast jeg ekki um, að sjómannk- stjettin og íslensk útgerð mundi bregðast vel við og taka á sig þann hluta af byrð'nni, sem þeim bæri og þeir gætu úndir risið. Nú er það ennfremur skoðvn margra, af okkar bestu bændum og mestu áhugamönnum (sambr. grein Jóns Árnasonar í Tímanum 2. febrúar 1924), að niðursöltur. á kjöti sje orðin úrelt verkunar- aðferð og v:ð þurfum að koma því fersku á markaðinn, eða sem mestu af því. Er mikið um það talað að landið á einhvern hát1[ eignist kælisk’p. Vel gæti þv| farið svo, að ósanngirni frænds vorra Austmanna, snerist okkuí ti! góðs og gæti flýtt fyrir um) bótum á sölu og sölufyrirkomu- lagi kjötsins. Yæri þá vel fariS ef svo snerist vopnið í höniuni Norðmanna, og þeir mistu bæð kjötið og önnur viðskifti er þei> hafa hjer haft og hefðu hin^ mestu háðung af málum þessum. , Viðskifti frændþjóðanna. pó viðskiftin milli landann^ hafi jafnan verið nokkuð mikil og vinsamleg, þá hefir oft veri$ grunt að erjunum og er eins o§ sum af sárum þeim hinum forná hafi aldrei um heilt gróið. Pví ! snemma var það, sem íslendinga'c töidu sig sjerstaka þjóð og vildii vera lausir við afskifti Norð. manna af málum sínum. En þeiý litu aftur á móti jafnan á okkuc með smáum augum. Munum vi$ það, þegar þeir fóru að reyn^ að komast hjer til valda; en ls- lendingar sáu jafnan við viðleitni þeirra, hvort heldur var útrjett kendin til vináttu eða höfð voru launráð, þá voru Islendingar lengi vel á verði fyrir ágangi þeirra. Lítur nú út fyrir, að þeir hugsi sjer okkur aumari en við í raun og veru erum. Og þó við höfum áður mátt lúta í lægra haldi, væri nú reynandi að slrifta um bardaga aðferð og sýna „stóra hnefann“ bráðum. Mundum við með því vaxa í augum allra, en ekki síst í augum þeirra, sem ætluðu að r.ota sjer neyð okkar til að koma fram óeðlilegum kröfum. Draumar Noregs. Síðan á dögum Haralds hár- fagra hafa Norðmenn altaf öðru (hvoru verið að dreyma um það, að þeir ættu eftir að verða mikil þjóð og á seinni árum hafa þe:r sýnt óbilgirni mikla og frekju í ýrnsum landakröfum. Frá Spitz- bcrgen er skrefið stigið yfir til Grænlands. Jafnframt er verið að Fylgiblað Morgunbl. 17. apríi. stinga hendinni inn í barm Fær- eyinga —: því engu skal gleymt. pegar svo er komið, er ekki að furða þó mikils þætti muna hver afstaða íslands yrði, enda heíir stoðugt verið skiftst á lofi og lasti, blíðu og hörku til að vinna hugi íslendinga til sambands við Noreg. En hvernig sem alt fer þá er þó vonandi að nánara sam- band verði aldrei milli þessara þjóða en nú er, því svo verður samkomulag nágranna best, að hver búi að sínu. pað væri því vel gert ef hr. Belgi Valtýsson, sem virðist hafa þó nokkra samkygð með Norð- mönnum, vildi benda þeim á veruleikann, og gera þeim skiljan- legt, að þessir stórveldisdraumar þejrra eru ekki annað en hjegóm- legur hroki, sem gerir þá bara jaínvel hlæilega í augum ná- granna sinna. Pað er öllum ís- lendingum ljóst, að Norðmenn hafa miklu meiri hagsmuna að gæta hjer á landi en við í Noregi og vilji Norðmenn hætta að kaupa kjöt okkar, þá er ekkert vald í heiminum, sem gæti fengið þá til að fresta því áformi, en auðvitað yrði þe.m það verst sjálfum. Svar íslendinga. Farist Norðmönnum svo óskyn- samlega, e.ns og hr. H. V. gefur í skyn, að þeir fari þess á leit, að fá eftirgjöf á fiskiveiðalögum vorum, þá verður svarað aðeins á einn veg, og v.ll nú svo heppiiega tii, að aliir flokkar virðast ætla að verða samtaka, eftir því sem fram hefir komið í blöðum frá tveimur aðalflokkunum í landinu, og svarið verður einróma og sam- taka mótmæli. Pví þó við vana- lega sjeum ósamtaka, mun okkur ekki skorta nú samtök um að her- væðast gegn þeirri frekju sem í shkum kröfum felast. Varla gat ísienska þjóðin búist við, að sjálf- stæði hennar væri hætta búin frá dvergþjóðinni fyrir austan okkur, þó saga vor geymi okkur aðvar- anir. Kröfurnar eru að nokkru framkomnar í nefndaráliti því, stm Fiskifjelag íslands sendi til Alþingis þess, sem nú situr, og prentað er í skýrslu Fiskiþ'ngs- ins bls. 70—72, en auk þess er jafnframt eðlilegt og sjálfsagt að banna alveg útlendingum að starf- rækja hjer síldarverksmiðjur eða aðrar slíkar stöðvar. Ennfremur megum við á engan hátt hika frá þeim lögum, sem við sjálfir set- jum, eins og verið hefir, þar sem útlend skip, mest norsk, hafa rek- ið hjer útgerð og síldveiði í stór- Uui stíl þrátt fyrir bamiið. Kröfur íslendinga. paö verður að vera frá íslensk- um en ekki norskum sjómönnum sem kröfurnar koma, og þykist jeg geta fullyrt, að auk þess, sem á undan er talið, þá muni kröf- urnar eitthvað verða í þá átt, að stjórnin taki nú rökk á sig, og noti heimildarlögin 27. júní 1921 „nm útflutning og sölu síldar,“ og væri þeirri útflutningsnefnd jafn- framt gefið fullkomið vald ti! að takmarka veiðina; þá mætti gera síldina eins örugga markaðsvöru eins og hverja aðra af afurðum okkar, en það er það markmið sem þarf að vinna að. Leyfi til verkunar hugsa jeg rajer að væri gefið á nafn skips en ekki nafn stöðvar, og væru þá útlend skip alveg útilokuð frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.