Morgunblaðið - 26.04.1925, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.04.1925, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ lfáfpyggið eigui* yðan hjá , Ihe Eagle Star & British DominiDns Insurance !□., btd. Aðalumboðsmaður á íslanði L GARÐAR GISLASON, Reykjavik. Góð bók. jí'L C. Wagner: Manndáð. pýtt ; hefir Jón Jacobson. Bóka- verslun Sigfúsar Evmunds- sonar. Jeg hygg, að langt sje síðan að komið hefir nt h,jer á landi jafn ■•göð bók og þetta, þegar á alt er litið. Hún er að vísu siðfræðileg bók, og menn hrseðast þá, sem prjedika, setja ofan í við menn, 'tlraga upp markalínur milli þess, *sem rjett er og rangt, siðlaust og siðfágað, og brýna fyrir mönnum nð ná göfugnm markmiðum. En 'enginn þarf að hræðast að lesa þessa bók vegna þess, að siðfræði Itennar sje leiðinleg. Bókin er ■slrrifuð af iifandi hugsana-auði, í'tetíkri' ást á lífinu og hlutverki rnannanna, og með djúpri virð- ingu fjTÍr þeim öflum, sem mað- yirinn er gæddur og eiga að leiða 'hann fram til hærri þroska, -auðugra lífs og meiri andlegra 'verðmæta. pað er nokkur madikvarði á •gildi hennar, jhvernig viðtökur liún hefir fengið í föðurlandi höf- undarins, Frakklandi. Á titilblaði þessarar íslensku þýðingar stend- rir, að húu sje gerð eftir 24. út- gáfu á frummálinu. Svo mikill fengur hefir liinum ljettlvndu, lífsglöðu Frökkum þótt hvin vera, að 24 sinnum hefir hún verið gef- ’in út, og eiga ekki margar bækur slíkum vinsældum og lífi að fagna. Þá er það og mikil sönnun fyr- ir ágæti bókarinnar, að franska fræðslumálaráðuneytið hefir sæmt hað verðlaunum. Sýndi það með K-í, að það áleit, með rjettu, að ^Skin væri uppeldismeðál gott. Höfundurinn er ekki myrkur 'í mali nje ragur við að segja til syndanua. Hann húðstrýkir alla hugleysingja_ alla, sem ekkert sjá annað en gadd og myrknr og auðn ■og urðir í tilverunni. „Aðaltrú- 'greinin", segir hann, „er að trúa á lífið. Stærsta trúvillan er vönt- 11 n á von“. petta er í rauninni mergur bókarinnar. Ætlunarverk mannsins er, að koma auga á dá- -semdir lífsins, gera sig hæfan til að veita þeim viðtöku og um leið að ganga í þjónnstu þeirra. pess Leifur Sigurðsson andursk. Póath.etr.2. Kl. lf—L Er jafnan reiCnbúinn til al «emj* un endnrskoðun og bók- hald. — 1. fi islMuk vímta. —fi) ;;íh iiii,uu.{gimaaB vegna er Wagner svo meinilla við aila bölsýni, alt víl og allan ótta. Hann trúir á siðbætandi og sið- fágandi mátt mannsins, og talar oft nm manntignina. pó er honum jafnilla við allan liroka og npp- gerðar-verðmæti. Maðurinn á að finnk í sannleika tignarstöðu sína. í tilverunni og vinna og erfiða samkvæmt því að vaxandi þroska, vaxandi hugrekki til að lifa. Bó'kin mun vera skrifuð fyrir 6 árum. En Wagner hefir með spámannlegri andagift haft þau ummæli, sem eiga við nú, engu siður en þá. Á einum stað í kafl- anum „um þreknám“, segir hann: „pað sem samtíð okkar vanhagar mest inn, er djúp og örugg lmg- ró, sem veitir sálarþrek. Þrátt fyrir öll fræðsluhlunnindin ernm við vesalir og reikulir í ráði. Sið- taugar okkar virðast slaknaðar“. Mjer finst þetta talað til sam- tíðarmanna nú: Okkur vanliagar um djúpa og örugga hugró. Ekki kæruleysi, sem segir: pað fer alt saman einlivern veginn, heldur andlega festu og bjartsýnis-kjark. Mjer virðist þetta talað til fslend- inga, engn síður en annara; því þó þeir sjeu e'kki snndur tættir eftir skeifingar styrjaldarinar, þá gengur einhver los-bylgja yfir þjóðina, festuleysis-alda; ekki í athafnalífi eingöngu, heldur miklu fremur í hugsana-lífi. Einmitt þess vegna ættu ungir menn og konur að lesa þessa bók, drekka í sig úr henni heilnæman kjark, hressandi örvggí og bjartsýni. Um þýðinguna á bókinni er það eitt að segja, að hún virðist frá- bærlega vel gerð. .Teg hefi að vísu ekki aðstöðu til að bera hana saman vift frummálið. En hver sem les hana hlýtur að taka eftir því. hve hún er algjörlega laus víð það að hera blæ af því, að hún sje þýdd. Engum mundi, sem ekki lítur á titilblaðið, detta í hug, að hjer væri um erfiða og vanda- sama þýðingu að ræða. pað er á henni kjaimgoð, litrík, lifandi ís- lenska, sem öðrum er ekki fært að skrifa, en þeim, sem fengið hafa stílfegurð í vöggugjöf. Pýðandinn hefir tileinkað bók- ina æskulýð íslands. Sú tileinkun ei* rjettmaú og auðskilin. fslensk- ur æskulýður, sem enn er ómót- aður, og ef til vill reikandi í ráð- ii'ii, vantrúaður á vegina til þroska og andlegra vinninga — hann á að lesa þessa bók. J. B. Jafnaðarmennn og Kommúnistar. Oft hefir vorið á það minst hjer í blaðinu, hve óviðfeldinn ham; er feluleikur jafnaðarmanna og kommúnista lijer í bænum. Vitanlegt 'er það öllum, að í Alþýðuflokknum eru menn, með gerólíkar skoðanir og stefnur. Að hinir svo nefndu „leiðtogar“ flokksins, teljast sumir hverjir til kommúnistanna og kommúnistarn- ir, tala. um suma flokksbræður sína, með stakri fyrirlitningu, fyr- ir þá sök, að þeir eru í hóo „heldri“ jafnaðarmanna, er þeir 'kalla svo. Á stúdentafjelagsfundinum um daginn, kom Hjeðinn fram fyrir hönd jafnaðarmanna. í ræðu sinni lýsti hann því meðal annars yfir, að flokkur sinn hefði ekki í hyggju að komast hjer til valda, fyrri en þingmeirihlutinn ; væri þeirra megin. Hann ætlaðist til, að hinum þingræðislega stjórn- skipulagsgrundvelli yrði haldið framvegis, þó svo færi að jafnað- armönSum ykist pólitískt ásmeg- in. — En á sama fundi talaði flokks- bi'óðir Hjeðins, Ólafur Friðriks- son. Ræða hans var að vísu mjög samhengislaus. Óð liann elginnum eitt og annað, eins og honum er títt. En það varaðist Ólafur eins og heitan eld, að gefa nokkurn tíma átyllu til þess, að hann vrði skoð- aðnr í hóp „lieldri“ jafnaðar- manna. í hvert skifti sem hann mintist á flokkinn, nefndi hann „kommúnista og jafnaðarmenn“. petta er hreinskilni hjá Ólafi, sem sjaldgæf er meðal flokks- bræðra hans; enda fara sögur af því, að vinsældir hans meðal jafnaðarmanna sjeu mjög þverr- andi. peim þykir hann ef til vill óþarflega hreinskilinn. Hreinskilni Ólafs er jafnaðar- mönnum harla óþægileg. peir fullyrða, að þeim sje engin um- bylting í huga, þeir ætli að feta sig áfram, undir því stjórnarfyr- irokmulagi, sem nú er. En jafnframt hafa þeir mjög verulegan stuðning af kommúnist- llm. eins og Ólafi og fylgismönn- um hans, sem vitanlega hafa alt aðra stefnu, hugsa sjer alt aðra vinnuaðferð en „heldri“ jafnaðar- menn, og eiga sjor enga ósk lieit- ari en að hægt yrði að fótum 7 s í Reynið þessa tegund. Bestu reitaskómif „Sailo Boots“ sem smíðuð eru sjerstaklega handa íslenskum sjómönnum Stígvjelin eru „fullhá“ með afar- þykkum leggjum og sterkum botnum. Kosta þó aðeins kr. 42.00. eru hvítbotnuðu Skóhlífarnar. Nýkomnar miklar birgðir. Þau eru komin bessi svokölluðu Karlmanns 6—10 Kr. 11J6K} Kven & Drengia 2XA—6 / Kr. 9,25 Notið þessa tegund. Lárus 0. búðuígssan Skóuerslun. troða alt það stjórnskipulag, sem nú er í landi hjer. Þessir tveir flokkar vinna nú í einingu and- ans, undir sameiginlegu dulnefni Alþýðuf lok ksins. Jafnaðarmönnum þj-kir gott að hirða atkvæði kommúnistanna, á meðan þeir geta notað sjer af fylgisspekt þeirra. Og kommúnistarnir líta swo á, að enn liafi þeir ekki náð svo miklum ítökum í hugum manna hjer á landi, að það sje ráðlegt fyrir þá, að skríða undan kápp- faldi jafnaðarmanna. Erlendis keppast allir sæmilega heiðvirðir jafnaðarmeiin við, að útiloka alla kommúnista úr flokki sínum og fjelagsskap. Islenskir jafnaðarmenn lúta enn svo lágt, að þeir seilast eftir fylgi kommúnistanna. tslensk alþýða horfir á þær að- farir, og lærir að snúa baki við báðum. Loftferðir yfir Atlantshaf. Hinn frægi loftfararstjóri dr. Eckener .er stýrði loftfarimi þýska Z. R. 3 yfir Atlandshaf, síðastliðið liaust, liefir skýrt frá því nýlega, í ameríkönsku blaði, að verið sje að bj’ggja loftfar þar vestra, sem á að fara reglubundnar áætlunarferðir j7fir Atlandshaf. Það á að verða helmingi stærra en Z. R. 3. og taka 30 farþega, fjrir utan póst og far- angur. Lítur dr. Eekener svo á. að eigi verði unt að fá þægilegri ferð yfir Atlandshaf en með loftfari þessti. Fargjaldið á að verða nál. 700 krónur. Nágrannaþjóðir Rússa. búast sífelt til varnar gegn árásum írá Rússlandi. Þýsk blöð sögðu frá því nýlega, að ráðstefna stæði yfir K O L Besta tegund steamkola nýkoniin í Liverpoil. Verð kr. 11 — skippundi9> heimkeyrt. Kolasími 1559. Það besta rerður ódýrast þegar til lengdar lætur. Þvotiapottap, emailer- aðir og svartir. Eldavjelar, »Scandia« og Ofnar frá L. LANGE & Co. A/S Svendborg, eru fyrir löngu við- urkendir sem lang bestu e I d f æ r i n. Fást aðeÍDS hjá Laugav. 3. Sími 1550. í Riga, þar sem þessi mál væru rædd. Fulltrúar frá öllum ná- grannaríkjum Rússlands tóku þátt í ráðstefnunni. Talið er að þar liafi verið til umræðu. að koma föstum samningum á á milli þessara ríkja, þess efnis að ef Rússar rjeðust úr eitthvert þeirra. væru hin skvldug að lijálpa til að halda uppi vörn- inni. -------—---------------- cj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.