Morgunblaðið - 26.04.1925, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.04.1925, Blaðsíða 5
MORCUNBLAÐIÐ 5 ! Með síðustu skipum hafa komið miklar birgðir af: Umslögum, 20 teg. Skjala- um- slögum, Peninga-umslögum. — Brjefsefnum (25—25) í skraut- kössum. Brjefsefnum í skraut- möppum, fjölmargar teg. Skrif- blokkir, quart. og octave. Skrif- pappír, strikaður og óstrikaður, propatria, quart, octave og billet. ARLAC viðurkendi kalkerpappír fyrir blý- anta og ritvjelar. Vaxpappír fyrir fjölritara, Fjölritunarblek, Stimp- ilpúðar, Stimpilblek. DENNISON’S Merkiseðlar, — Verðmiðar, — Brjefalakk og Lím. A. W. FABER’S Blýantar, Blekblýantar, Trjeblý- antar, Blá, og Rauðkrít, Penna- stengur, Strokleður, Teiknibólur, Brjefaklemmur og Stálreglu- stikur. Þerripappír, Fjölritunarpappír, Afritapappír, Ritvjelapappír og margt fleira. Ljerefiin ffrá Horrockses Pamous Longclotb] Horrockses have been making •ongcloth continuously since 1791. Its reputation is world- wide—no finer quality or value can be obtained. eru þau bestu sem bægt er að fá. Nýkomin i nýkDmia: Kaffistell, 6 manns á kr. 14,50. Þvottastell. Sett í eldhús. Tekatlar. Sykursett. Smjörkúpur. Mjólkurkönnur. Vínsett. Vatnsflöskur og fleira. -^lest ódýrara en áður. K. Eifl fiEilduEV5lun Baröars Bíslasanar. Bankastræti 11. Uppboð. ^Pinbert uppboð verður ^aldið í Bercrvík á Kjalar- föstudaginn þann 1. naeptkomandi, klukkan ' ^*ar verður selt: ^lskonar búsáhöld, fje, ^oss og tvær kýr. RÁÐGÁTAN MIKLA. Uppástungan þýska- um örygg- issamninga við Frakkland og Belgíu, urn landamærin að vestan- verðu, kom eins og þruma nr heið- ríku lofti. Frá því friður var sam- inn og fram á síðustu tíma hafa Bandamenn, og þá sjerstaklega. Frakkar, lagt vit sitt og kænsku í að leysa ráðgátuna miklu: Hvernig eigum vjer að reisa varn- argarð gegn ófriðarbylgjum, svo öflugan, að alt standist? Um þetta hefir verið rætt og ritað ógrynn- ir. öll. En fyrirhöfnin hefir ekki svarað kostnaði. Og svo kom skvndilega þýska tilboðið. Sá, sem allir óttuðnst, rjetti sjálfur fram h.öndina. Nú væri það auðvitað fljót- færni ac5 hefja pjóðverja til ský- janna fyrir uppástunguna. peg- ar stórþjóðirnar tefla skák, hætta þær ekki riddara fyrir peð, nema leikurinn sje svo djúphugsaður, ao vilst verði á manngildi og af- stöðu. pjóðverjar bjóðast til að sætta sig við ákvæði Yersalafriðarins um vesturlandamærin, láta Elass- I.othringen afskiftalaust nm tíma og eilífð og líta ekki girndaraug- um landflákana, sem Belgíu vorn úthlutaðir. pað verður ekki hrak- ið með nokkurri sanngirni, að tilboðið er virðingarvert, þótt það á hinn bóginn dragi nokkuð úr gildi þess, að pjóðverjar, að því er frekast verður sjeð, gátu enga von gert sjer um að na 1 Elass- Lothringen fvrstu áratugina. En nú er sá galli á tilboði pjoð- verja. að þeir lofuðu engu um austurlandamærin. — peir gáfu meira að segja í skyn, að þeir t. d. mundu gera. tilraunir til að fá landamærum milli Póllands og pýskalands hreytt. peir lýstu bví þó yfir, að þeir ætluðu aldrei að gera þesskonar tilraunir með vaidi, heldur með friðsamiegum samningsleitunum og vísúðu am leið til þeirra ákvæða pjóða- handalagsins, sem heimila, að landamærum megi breyta með gerðardómi, ef þau eru sett mef svo miklu ranglæti, að ófriði geti valdið. Frökkum fanst í byrjun þýska tilboðið ófullnægjandi með öllu, og Pólverjar sárbáðu Frakka um að hafna því, nema pýskaland einnig vildi hindast loforðum um a.ð láta austurlandamærin af- skiftalaus. Málið hefir verið rætt af iniklu kappi. Tilhoðinu hefir verið tekið vel í Bretlandi og þegar Chamb- erlain var á ferð sinni til Genf, lsgði hann mjög ríkt á við Herri- ot um að íhu^a það, því það væri nothæft sem grundvöllur. Frakk- ar munu í rauninni ekki með öllu ófúsir á að byrja samningsgerðir 11 m tilboðið, en þeir eru mikilli klípu. pað er auðvitað gott fyrir þá að fá tryggingu fyrir vestur- lí.ndamærunum, en þeir eru bundriir vináttuhöndum við Pol- lend og því verður ekki neitað, að Póllandi stafi hin mesta hætta af hinni fyrirhuguðu öryggissam- þýkt. pað hefir annað slagið verið kait á tíiilli Frakklands og BretlanJj síðustu árin. Frákkar hafa hvað eftir annað örvænt um vináttu Bretlands, og leituðu því nýrra samlherja til vonar og vara og geta því ekki samvisku sinnar vegna tekið tilboði pýskalands ntma Póllandi á einhvern hátt verði gefin lík trygging og Pjóð verjar hjóðast til að gefa Frökk um. pað er erfitt að spá nokkru um, hver mnnu verða afdrif uppá- stungunnar. pað standa svo mörg önnur stórmál í sambandi við hana, t. d. óska Frakkar, aulc trygg- ingarinnar sem pjóðverjar bjóða, að Frakkland, Belgía og Bretland bindist föstum samtökum um samheldni, ef á þarf að halda í rauninni hafa Frakkar alt af stefnt að þessu markmiði, en hinir, þó aðallega Bretar, stöð- ugt farið undan í flæmingi, af þeirri einföldu ástæðn, að þeir hafa verið og eru ósammála Frökkum í mörgum má.lum, t. d. um austurlandamærin, en þau eru einmitt varhugaverðasta atriðið í þýska tilboðinu. Trygging friðarins er stöðugt óleysanleg ráðgáta. T. S Tímarit samvinnufjelaganna. f Tímariti samvinnufjelaganna kennir margra grasa. Lítur helst út fyrir, að það sje gefið út, til að ófrægja þá menn víðsvegar um landið, sem ekki eru á sömu skoð- un og Jónas frá Hriflu í lands- málum. í tveimur síðustu heftum af tímariti þessu, ræðst Jónas þessi á sýslumann okkar Rangæinga í samöandi við eitt þýðingarmikið framfaramál sýslubúa, sem er heima-slátrunarmálið. Það er öll- um sýslubúum kunnugt, að sýslu- maður, Björgvin Yigfússon, hefir beitt sjer fyrir það mál, og unn- ið að því í samráði við sýslubúa og án þess að vilja á nokkurn hátt spilla fiTÍr Sláturfjelagi Suð- urlands. pví meining sýslumanns og þeirra sem að þessu standa er 1 Kq.Hveiti^g; iiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir) HÚSIiEBur! Notið eingSngu þetta gerpúlvep. Fæst i flestum verslunum. iiiiiiiiiiiiiimiiimiiiimiiiiiiiiimiimimiiiiimiQ Sílð 1500 mál af síld óskast keypt til afhendingar á Ingólfsr ILði í sumar. Geir Thorsteinsson. FisknrESEnningar vaxbornar, úr sjerstaklega góðu efni, fást af stærðum, með lágu verði. — Spyrjið um verð. öllum líeiðarfæraverslunin ,,GEYSIR“ Sími 817. Símnefni: Segl. sú, að byggja lijer útibú frá Slát- urfjelaginu og í samráði við það beitast fyrir því, að ekki fari jafn mikið kjöt á markaðinn í Rvík utan sláturhússins og verið hefir, því til tjóns. En þegar þetta kem- ur úr penna Jónasar, þá segir svo í áminstu tímariti, að Björg- vin hafi verið valinn af samkepn- ismönnum til að „sprengja út úr Sláturfjelagi Suðurlands." Ef alt, sem Jónas þessi segir er jafnsatt og þetta, kemur mjer ekki undar- lega fyrir, þótt fáir leggi trúnað á orð þessa manns, enda mun þeim stöðugt fækka hjer. í næsta hefti, af áður áminstu tímariti talar þessi sami Jónas um menn hjer í sýslunni í sam- handi við samvinnufjelögin. Suma nýðir Jónas og telur heimska og illa menta. Það eru víst þeir, sem eru á öndverðum meið við J. J. eða ekki geta að öllu sam- sint öllu hans pólitíska rugli. En svo telur hann upp þá menn, sem taldir eru flokksmenn hans og ber á þá hóflaust lof. Ekki mari jeg eftir. að liafa sjeð öllu heimsku- legri skrif en þetta, að gera upptaln ingu á mönnum, sem maðurinn þekk ir jafnlítið og J. J. þekkir suma þess ara manria. Víst mun dæmi til, að Jónas ávinnur sjer hilli hinna bláeinföldustu sem hann telur upp og lofar, en hina auðvitað ekki, því þeim er ekki þægt verk unnið með hóflausu lofi, sem allir, er þá þekkja, vita að þeir eiga ekki skilið. Ef islenskir bændur hafa ekki annað þarfara og betra, em þetta þvaður Jónasar, að láta Tímarit samvinnufjel. flytja, þá er betra að láta það hætta að koma út. pví ótrú á J. J. ©g skrifum hans spillir fyrir þeim. málum, er liann skiftir sjer af. Álíka skrif og þessi Jónasar- skrif í Tímariti samvinnufjelag- anna, ættu vissulega betur -heima I „X“-greinum Tímans, heldur en í tímariti, sem heiðarlegir bænd- ur kosta útgáfu á. Rangæingur. Darwins-kenningin bann- færð. Lengi hefir verið grunt á því góða, milli hvítra manna og svert- ingja í Ameríku. Nýlega er frá því skýrt í amerískum blöðum, að í einu af suðlægari fylkjum Banda- ríkjanna, hafi það verið bannað., að kenna börnunum kenningar Dar- wins, því með því móti væri þeim innrætt, að þau væru í ætt við svertingja. En slíkar kenningar, t.elja vfirvöldin, að get.i haft þar hin skaðlegustu áhrif.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.