Morgunblaðið - 28.05.1925, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1925, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Wa'TOM ■ r P, eru siðustu forvöð að ná i Noregssaltpjetur Heilbrigðistíðinði. Heilsuf arsf r j ettir. (Reykjavík). Engin ma*nusótt, mislingar, skarlatssótt, barnaveiki eða tauga- veiki síðustu viku Kvef- (influensu) -faraldur — heldur stöðugt áfram, og tekur nú einkum börn. Hafa nok'kur Jjeirra fengið lungnabólgu. Hlaupabóla hefir gert vart við sig nokkrar undanfarnar vikur. Hjeraðslæknir. af berklavoiki í 1 ö ár, þó þau væru öll á berklaveikum heimilum. Ekki er það vonlaust, að hjer sje fundiri ný leið til þess að útrýma berklaveiki. Aftur fær Sanokrýsínið fremur daufar undirtektir í flestum rlendu læknablöðunum. Þykir reyn ast miður vel og vera hættulegt. G. H. Ennþá fást nokkrar spekk- aðar rjúpur til Hvítasunn- unnar, í Matarbúðinni Laugaveg 42. Sími 812. þeir reyni það, en 'koma sjer ekki að því að fara til læknis. Svo ganga þeir með lúsina og „mó- rauða samviskuna“ ár eftir ár, líkt Og gerist um geitur. Læknun- um er það sönn ánægja, að losa menn við þennan óþverra, því þeir vita vel, að það er hreinn velgjörningur. pað kemur þá oft upp úr kafinu, að sjúklingarnir segja þeim langa sögu af áhyggj- um sinum yfir þessu og ýmisleg- um tilraunum að lækna sig. sjá ummæli dönsku blaðanna um1 vður, ef' þjer liafið þau við hend-' ina. — — Velkomið, segir hann. . | Dómar dönsku blaðanna um Valagils voru nokkuð misjafnir,' eins og gengur og' gerist, þegar ungur óþektur söngvari kemur ^ fyrst fram á sjónarsviðið. Vjer ^ tilfærum orð hins merkasta söng'- dómara í Danmörku, Hugo Selig- ^ mann’s, sem skrifar í Politi'ken: Hann segir m. a.: „pessi tmgi íslendingur hefir fagra, mikla og mjúka ,barvton‘- rödd, og er eitthvað „vilt og frískt í hljómnum.“ — Ætlið þjer að syngja aftur í Höfn að vetri? spyrjum vjer. — Já — og líka í Stokkhólmi. Grammófónar og plötur Munið að birgja yður upp plötum fvrir hvítasunnu. Enn- þá eru nokkur eintök óseld a£ dýrustu sjæcialplötunum, sem nu seljast fvrir hálfvirði, (frœgustu tónsnillingar heimsins). Skagfjebl plötur (undirspil. próf. Sv. Svein- björnsson). Nýtísku dansplötur (lögin úr „Spánskar nætur“ °S ,.Haustrigningar“). Lögin úr ,Der var engang —“ á nótum og pl°t- um. — Hljóðfærahúsið. Nýbýlamálið. Andlegar farsóttir. Nl. Rólusetning við berklaveiki. Flestir læknar ern sammála nm það, að seint muni berklaveikinni verða útrýmt með heilsuhælum, hjálparstöðvum o. þvíl., þó ekki e um betra að gera sem stendur. I Heilbrt. hefir áður verið minst, á bólusetningu Calmette’s. Ilún var innifalin í því, að bann gaf ung- börnum inn lifandi berklasýkla, sem böfðu svo lítinn sýkingarþrótt, að' þeir sökuðu ekki börnin. Til þessj voru valin börn, sem voru á berkla-' veikum heimilum og í mikilli hættu. Börn þessi hafa nú verið skoðuð mánaðarlega í 3 ár. Af 178 börnum hafa 5% dáið eðlilegum dauða en 169 lifa enn við góða heilsu og hefir «kki orðið vart við berklaveiki í neinu þeirra, þrátt fvrir það að | þau hafi öll orðið fyrir mikiili j smitun. Enskur læknir hefir ger'.! svipaðar tilraunir á 40 börnum, en j notaði berklalvf (tuberkúlín). Öll börnin lifðu og ekkert hefir sýkst Best úrwal- Axla- bönd Vasa- klútar Pólitísku faraldrarnir gera meira- eða minna vart við sig á liverju ári og má svo heita, að þeir sjeu samfara öllum kosningum, sem hiti hleypur í, svo ekki sje tal- að um stríð og stjórnarbyltingar, þegar heilar og hálfar þjóðir verða eins og vitstola. Hver maður, sem komið hefir inn á æstan,' fjölmenn- an fund, getur þreifað á því sjálfur live smitandi æsingin er, og hve lít- ið gildi öll skynsamleg rök hafa. Þessi ósköp fylgja allri lýðsfjórn, þar sem alt er komið undir atkvæða' fjölda, og cngin undur þó pólitísku- leiðtogarnir noti sjer þessi fantatök á fjöldanum. • En hvað. er þá af öllu þessu að læra? Það helst, að gá sín vel, þeg- ar eitthvert bersýnilegt írafár gríp- ur fjölda manna. Þegar farið er að fullyrða eitbhvað mjög freklega og stóryrðin fjúka, þegar einhver Brama eða Voltakross á að vera i fundinn við sjúkdómum manna eða þjóðfjelagsins, — þá er fylsta á- stæða til að spyrja: hvnr eru sann- \ nnirnar, er þetta ekki 'aðeins óheil-' brigður fara-Idur? Oft er það þá. leiðbeining, að spyr.ja sjálfan sig hversu ráðin myndu gefast, ef farið væri eftir þeim á heimili manns sjálfs eða á einum xveitaba\ sem maður þekkir vel. Það, sem gefst illa á einu heimili er naumast þjóð- ráð fyrir landið. Kviksögum, sem ganga manna á milli skyldi enginn trúa. G. H. Flatlús. j4íMitdmjfhncu>on Hjer gefst mönnum á að líta, hversu flatlús llítur út. Mynd af henni vantaði í greinina „Land- hreinsun“. Húu er síst fjelegri en liinar lýsnar, en hvað skal anuars segja uni dýrið ? Mjer hefir þótt það einkenni- legast við lús þessa, hve rniklar áhyggjur og leiðindi mönn hafa af henni. peir skammast sín liálfu meira fyrir hana en aðra lús, tekst sjaldnast að lækna sig, þó Flatlús (mikið stækkuð). Menn smitast einkum af flatlús við samfarir karla og kvenna, og aut þess við að sofa hjá öðrum. Lækning er einföld, og má ann- aðhvort núa vænni matbaunar- stærð af lúsasmyrsli inn í hör-! undið eða kxiprexlyfi því, sem | getið er um í greininni Landhreins nn. þet.ta þarf að endurtaka einxx- J sinni eða tvisvar með ö—6 daga | mlllibíli. Ef tveir sofa saman í rúmi, þai'f að lækna báða. Ekki má gleyma .því, að flatlxxs- in er ekki sjaldan í handholinu, og sjeu menn hærðir á brjósti eða baki getxxr hún fai'ið víðar. petta • þarf því að aðgæta. Flatlúsin er ekki verulega al- geng hjer á landi, en finst þó hing að og þangað, jafnvel lengst ujxpi í sveitum. pað er skömm að því, að gera hana ekki landræka! G. H. Arngrímur Valagils. Hingað er nýkominn frá Höfn' söngvarinn, Arngrímur Valagils, og efnir liann til söngskemtunar í Bárunni annað kvöld. Vjer höfðum tal af honum í gær á Hótel ísland, þar senx hann býr, og spurðum hvað hann axtl- aði að syngja? — Jeg mnn syhgja aríur eftir Handel, Verdi og Thomas og smá- lög eftir Sehumann, Schubert, Adolph Jensen, Arna Thorsteins- son, Sigfús Einarsson, Agate Bacher-Gröndalh, Grieg og Ture Rangström. Hr. Emil Thoroddsen mun leika undir. — pjer sunguð í fyrra vetur í Höfn. Það væri nógu gaman að Á síðasta bæjarstjórnarfundi var lagt fram upjikast að erfða- festubrjefi eða samningi þeim, sem gilda á milli bæjarins og þeirra, er land vilja taka í Soga- mýri, til nýbýlabyggingar og rækt unar. Af því að ætla má, að allmargir menn hyggi á nýbýlabyggingar í Sogamýri, og erfðafestubrjef þetta er með alt öðrum hætti en önnur erfðafestubrjef bæjarins, þá birtast hjer helstu atriði þess. Landið er aðeins leigt til rækt- unar og byggingar nýbýlis. og skal leigutaki hafa girt land- spilduna gripheldri girðingu inn- an tveggja mánaða og reist á henni íbúðarhús innan 12 mán- aða. frá því erfðafestubrjefið var dagsett. Eftir að eitt ár er liðið frá dag- setningu þess, skal leigutaki á ári hverju rækta til túns, matjurta- garða eða annarar sáningar eigi minna en níunda liluta, landsins. þannig, að landið xje fullræktað innar 10 ára. Bæjarstjórnin lætur á kostnað bæjarins ræsta og brjóta landið. Verði misbrestur á' rækt- unarskilmálunum, fellur erfða- festubrjefið úr gildi og landið aftur til bæjarins, án endurgjalds. Ef húsum og girðingum er illa við lialdið eða erfðafestulandið gengur verulega xir sjer að rækt, og ekki er úr bætt innan hæfilegs frests, sem bæjarstjórnin setur. er henni heimilt að segja upji leigusamningnum fyrirvaralaust og leigja landið öðrum. Er frá- faranda þá skylt að selja viðtak- anda byggingar, girðingar og öll mannvirki, með því verði, sem dómkvaddir, óvilhallir menn meta, ef ekki næst samkomulag á ann- an hátt. Fyrsta árið eftir að útvísun hefir farið fram, greiðist ekkert erfðafestugjald. Næstu 9 ár þar á eftir, eða þaxx ár, sem leigutaka er ætlað að rækta landið; greiðir hann 10 kr. á ári fyrir hvern hektar, og að liðnum þeirn árxun er erfðafestugjaldið fyrir hvern hektar á ári krónuupphæð, er samsvari 180 lítra nýmjólkur, — miðað við meðalútsöluverð í Rvík næstliðið ár. Hvenær sem bæjarxtjórnin tel- ur sig þarfnast landsins, er leigu- liða skylt að láta af hendi erfða- festurjett sinn, hvort heldur er að öllu landinu eða nokkrum hluta þess, gegn ’ 10 aura endurgjaldi m.s. 5uanur Áætlunarferð mánudag 1. júiú (á annan í hvítasunnu). Viðkomustaðir: Sandur, Ólafsvík, StykMshólm- ur, Gunnarsstaðir, Gunnlaugsvík» Búðardalur, Staðarfell, Salthólma- vík og Króksfjarðames. Aukaferð um leið farin til Skógarness og Búða. Vörum sje skilað fyrir hádegx álaugardag. Afgreiðslan, Lækjartorg 2. Sírni 744. G. Kr. Guðmundsson* Keep Smiling! Toblerone fæst alstaðar. Vinnufötin eru ódýrust hjá Eiiii ímim. fyrir hvern fermeter af landi 1 fullri túnrækt. Leigutaka er, með ýmsuin tak- mörkunum, sem teknar erxx fram í erfðafestubrjefinu, heimilt að selja erfðafesturjett sinn, veðsetja hann, eða ráðstafa honum á anna» hátt; en byggingar skulu þó ávalt fylgja landinu, og eigi má skift® því í tvo eða fleiri parta. Frumvarp þetta var samþykt tit annarar umræðu á bæjarstjórnar' fundinum síðast. W\ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.